Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 J*4 Heldur Boston titlinum? "S'TRAX AÐ hornaboltatímabilinu loknu fara menn að huga að körfu- boltanum hór vestanhafs. Á dögunum tryggði lið New York Nets sór sigur í hornaboltanum, eftir úrslitaleik við Boston Red Sox. Það þötti okkur í New York gott því ef lið fró Boston hefðu unnið bœði körfu- boltann og hornaboltann hefði fólk í Boston orðið hreint óþolandi af monti. Ibúar Boston eru mjög hreyknir af sínum körfubolta, eins og vera ber, en að vinna bœði körfu- og hornabolta hefði verið of mikið af því góða fyrir þá. Þegar litið er á körfuboltann hér í Bandaríkjunum er sjálfsagt að minnast fyrst á Los Angeles La- kers, þar sem „okkar maður", Pétur Guðmundsson, væri að berj- ast fyrir sæti í aðalliði ef hann hefði ekki þurft að fara í uppskurð. Undirritaður sá Pótur leika í fyrra og verður ekki annað sagt en að hann eigi góða möguleika á að standa sig í þessari erfiðu deild. Pétur á eftir að ná meiri hraða og snerpu en hann hefur örugglega leiknina til þess. Keppnisreynslan verður að skera úr um það hvort hann kemst i aðalliðið þegar fram líða stundir. Það verður spennandi að fylgjast með Pétri, vegna þess að Kareem Abdul-Jabbar er hluti af „elliheimil- inu" í deildinni. Elliheimilið samanstendur af þeim Moses Malone, sem nú leikur með Wash- ington Bullets. Malone er með 894 leiki að baki og er 31 árs gamall. Abdul-Jabbar er 39 ára og með 1.328 leiki, Julius Erving hjá Phila- delpia 76ers er 36 ára með 1.183 leiki, Artis Gilmor er 37 ára með 1.176 leiki, Caldwell Jones er 36 ára með 998 leiki. Allt er þetta Pétri í hag því bráðlega opnast hér stöður fyrir stóra menn. Stóra spurningin fyrir keppnis- tímabilið nú er sú hvort Boston Celtics verður meistari annað árið í röð. Engu liði hefur tekist slíkt síðan 1969. Boston-liðið er óbreytt ♦á í fyrra, með Larry Bird í farar- broddi. Öll hin félögin í deildinni hafa tekið þá stefnu að breyta lið- um sínum í þeim tilgangi að eiga möguleika gegn Boston Celtics. Aldrei hafa jafn margir leikmenn færst á milli liða og í sumar - 44 leikmenn frá 18 liðum skiptu um félag. Þjálfaraskipti áttu sér einnig stað hjá mörgum liðum. Lenny Wilkens, áður hjá Seattie Super- sonics er nú hjá Cleveland Cavali- ers. Jack Ramsey, áður hjá Portland Trailblazers, er nú hjá Indiana Pacers. Doug Collins tók við af Stan Albeck hjá Chicago. Helstu leikmannaskipti urðu milli Washington Bullets og Philad- elphia 76ers. Moses Malone og Terry Catledge fóru til Bullets fyrir Jeff Ruland og Cliff Robinson. Se- attle Supersonics og Milwaukee Bucks skiptu á Jack Sikma og Al- ton Lister. Milwaukee Bucks verða örugglega mjög sterkir með hinn þekkta Sikma um borð og spáir undirritaður þeim sæti í úrslita- keppninni. Hér í New York er ekki búist við miklu af New York Knicks. Aðal- menn liðsins, þeir Bill Cartwright og Bernard King, eru enn hálfslas- aðir og án þeirra er liðið hvorki fugl né fiskur. New Jersey Nets, eru hins vegar nokkuð sterkir. Nýliðinn Dwayne Washington frá háskólanum í Syracuse er af mörg- um álitinn lykillinn að kröftugum sóknarleik, með hinn stóra og þunga James Bailey sér við hlið. Þegar við bætast góðkunnir leik- menn eins og Mike Gminski, Darryl Dawkins og Orlando Woolridge virkar liðið sterkt á pappírnum. Lítil leikreynsla gæti hins vegar orðið vandamál fyrir þá. • Þeir kunna að verja akot þesslr karlar. Hór er það Erwing sem „blokkar" skot mótherjanna. Elns gott að reka höfuðið ekki í spjald- brúninal NBA-deildin skiptist í Austurrið- il og Vesturriðil. I Austurriðlinum má búast við að Celtics, Bucks, 76ers, Bullets, Hawks, Pistons og Nets (jafnvel Knicks ef Bernard King er ómeiddur) komist í úrslita- keppnina. í Vesturriðlinum má búast við að Lakers, Rockets, Nuggets, Jazz, Mavericks, Trail Blazers, Suns og Warriors komist áfram í úrslitakeppnina. Getur eitthvert lið unnið Boston Celtics? Los Angeles Lakers eru líklegir til alls. Bob McAdoo er farinn og Maurice Lucas er einnig hættur. Liðið er skipað ungum leikmönnum að undanskildum Abdul-Jabbar. Þegar hinn stórkostlegi Earvin „Magic" Johnson, Byron Scott og Michael Cooper bætast við snýst spurningin frekar um það hvort Los Angeles Lakers geti tapað? Abdul-Jabbar, þó gamall sé, er enn stjörnuleikmaður. Hann hefur alls ekki gleymt hinu fræga „Sky- Hook" sveifluskoti og meðalskorið hans á síðasta keppnistímabili, 23,4 stig í leik, er hans besta í fjög- ur ár Undirritaður yrði ekki hissa ef Pétur og félagar yrðu meistarar þetta árið. Boston Celtics eru bún- ir að vinna sinn skammt í bili. Það hefur reynst liðunum hér geysilega erfitt að endurtaka sigur strax á næsta ári á eftir og ég hef þá trú að leikmenn Boston muni ekki hafa þann metnaö sem til þarf. NBA-deildarspáin lítur því þann- ig út: Austurriðill: Boston leikur gegn Bullets og sigrar. Vesturrið- ill: Lakers leikur gegn Houston og sigrar. Lakers sigra síðan Boston i 7. leiknum í úrslitakeppninni sjálfri. Baldvin Berndsen, New York. Morgunblaðið/Kr.Ben. • UMFG róð f haust til sfn bandarfskan körfuknattleiksþálfara Dlck Ross að nafni. Hér er hann að leggja leikkerfi fyrir stúlkurnar en þær hafa tekið miklum framförum undir hans stjórn. Naumt hjá Haukum gegn nýliðunum úr Grindavík Grindavík. í SÍÐUSTU viku sóttu Haukastúlk- urnar heim nýliðana í Grindavík í 1. deild kvenna í körfuknattleik og máttu þakka fyrir að vinna f miklum baráttuleik, 51—49, eftir að staðan f leikhléi var 35—26 þeim f vil. Haukastúlkurnar skoruðu fyrstu 2 stigin en UMFG jafnaði. Síðan sigu Haukarnir framúr og höfðu náð 10 stiga forustu eftir 7 mín. leik. UMFG-stúlkurnar söxuðu á forskotið og var Marta Guðmunds- dóttir drýgst í að skora og var munurinn orðinn 4 stig eftir 14 mínútna leik. Þá fór Sóley Indriðadóttir í gang hjá Haukunum og skoraði hverja körfuna af annarri svo munurinn varð aftur 10 stig. í seinni hálfleik tóku UMFG- stúlkurnar að vinna upp forskotiö og var Marta óstöðvandi auk þess sem Svanhildur Káradóttir var mjög sterk og tókst þeim að jafna leikinn á 12. mínútu. Var nú leikurinn orðinn æsi- spennandi og náðu nýliðarnir aö ná eins stigs forustu, 48—47, með góðri körfu frá Ragnheiði Guðjóns- dóttur. En er tvær mínútur voru eftir skoraöi Sóley sigurkörfu Haukastúlknanna og endaði leikur- inn 51—49. í liði Haukanna var Sóley Ind- riðadóttir langatkvæðamest og skoraði 18 stig, en hjá UMFG var Marta stigahæst, skoraði 22 stig en Svanhildur Káradóttir skoraði 14 stig. Þá vann ÍBK Njarðvík 38:32 og KR fór létt með ÍR, 56:25, á sunnu- daginn. Kr.Ben. 1. deild kvenna: Létt hjá Val — en KR í erfiðleikum FYRSTI leikurinn í 1. deild kvenna eftir þriggja vikna frí fór fram á mánudagskvöldið milli Ármanns og Vals. Ármann stóð lengi vel í Valsliðinu og það var ekki fyrr en undir lok hálfleiksins, sem Valur náði fimm marka forskoti, en staðan í hálfleik var 15—10 fyrir Val. í seinni hálfleik juku síðan Vals- stelpurnar forustu sína og unnu stóran sigur en lokatölur ieiksins voru 29 mörk Vals gegn 17 mörk- um Ármanns. Guðrún Kristjánsdóttir skoraði flest mörk Vals eða 8, Katrín Fred- riksen 6, Soffía Hreinsdóttir 5, Rósbjörg Jónsdóttir 4, Harpa Sig- urðardóttir 3, Erna Lúðvíksdóttir 2 og Ásta B. Sveinsdóttir 1. Margrét Hafsteinsdóttir og Ellen M. Einars- dóttir skoruöu báðar sex mörk fyrir Ármann, Elísabet Albertsdóttir 3, Guðrún Ágústsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir eitt mark hvor. Staðan STAÐAN í 1. deitd leik er nú þessi: ÍS KR ÍBK UMFN ÍR Haukar Grindavfk kvenna í körfuknatt- 5 4 1 205:157 8 4 3 1 187:149 6 4 3 1 206:188 6 4 1 3 148:147 2 3 1 2 100:160 2 4 1 3 150:168 2 4 13 151:188 2 Vfkingur-KR 18:19 Það stefndi allt í stórsigur Víkings eftir stöðunni í hálfleik að dæma en þá höfðu þær sjö marka forystu, höfðu skorað 13 mörk gegn 6 mörkum KR. Vörn Víkings- liðsins var góö á meðan allt lak í gegnum KR-vörnina. Sömuleiðis var markvarsla Víkings góð. í seinni hálfleik snerist leikurinn algjörlega við. Vörn KR-liðsins varð mjög góð og liöinu tókst að vinna upp muninn sem var á liðunum í hálfleik. Munaði þar mest um hrað- upphlaupin hjá KR-liðinu sem komu eftir slæmar sendingar t sókn Víkings. Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum munaði aðeins einu marki. Þá komu tvö Víkingsmörk i röð og munurinn orðinn þrjú mörk Víking í vil. En á lokamínútum leiksins tókst KR-liðinu að skora sigur- markið. Mjög spennandi fyrir Víkings-liðið sem hafði verið yfir allan leikinn. Svava Baldvinsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Víking, Inga Lára Þóris- dóttir 4, Jóna H. Bjarnadóttir 2, Eiríka Ásgrímsdóttir og Sigurrós Björnsdóttir eitt mark hvor. Elsa Ævarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir KR öll í seinni hálfleik, Sigurbjörg Sigþórsdóttir 3, Aldís Arthúsdóttir 3, Snjólaug Benjamínsdóttir 2, Valgerður Skúladóttir 2, Arna Garöarsdóttir og Karólína Jóns- dóttir eitt mark hvor. KMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.