Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ENGILBERT D. GUÐMUNDSSON,
lést 8. nóvember. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 13. nóvember kl. 10.30.
Ebba Jónsdóttir,
Orn Engilbertsson, Dagbjört Svana Engilbertsd.,
Ebba Þurfður Engilbertsd., Guðrún Erla Kirkeby,
tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn og fósturfaðir,
JÓHANN H. PÁLSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Goðatúni 7, Garðabœ,
lést í Landspítalanum 10. nóvember.
Fyrir hönd vandamanna,
Sigrfður Samúelsdóttir,
Gunnar Jakobsson.
t
Eiginmaður minn og faðir,
HÖRÐURBERGÞÓRSSON,
stýrimaður,
Kleppsvegi 134,
andaðist í Borgarspftalanum 10. nóvember.
Sigrún Sigurðardóttir,
Olga Harðardóttir.
t
Móðir mín,
RAGNHiLDUR BJARNADÓTTIR,
Lönguhlfð 3,
lést í Landspítalanum aöfaranótt 10. nóvember.
Fyrir hönd aöstandenda,
Óskar Þ. Þorgeirsson.
t
Systir mín,
ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hátúni 10,
lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b 7. nóvember.
Eyjólfur Guðmundsson.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
ODDS HELGA HELGASONAR,
forstjóra,
/ Sólvallagötu 68,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 12. nóv. kl. 13.30.
Friðbjörg Ingjaldsdóttir,
Helgi Oddsson,
Sigrún Oddsdóttir,
Þóra Oddsdóttir Rose,
Sigurður B. Oddsson,
Oddur H. Oddsson,
Pétur E. Oddsson,
Valgerður Oddsdóttir,
Bjarni I. Árnason,
Arthur Rose,
Iðunn Lúðvfksdóttir,
Elfnborg Jóhannsdóttir,
Margrót Kjærnested,
Friðrik Eysteinsson
og barnabörn.
Oddur Helgason
forsljóri—Minning
Fæddur 10. apríl 1912
Dáinn 3. nóvember 1986
Það er ljúft að minnast látins
vinar, sem ljómar í heimi endur-
minninganna.
Það er líka sárt að sjá á eftir
einkavini, sem skilur eftir skarð,
er ekki verður fyllt.
Við Oddur vorum jafnaldrar.
Báðir fæddir og aldir upp í
Reykjavík, meðan allir þekktu þar
alla. Oddur var ekki ýkja hár í ioft-
inu þegar hann vakti á sér athygli
sem mjólkurpóstur. Þá knúði hann
af afli kerru og hest í kappastri
sveina, þar sem barist var um að
koma vöru sinni fyrstur á markað
frá nærliggjandi sveitabæjum.
Þetta tókst honum oftar en ekki
og þótti þá hinum unga sveini, sem
hann hefði sigrað heiminn. Og sigr-
amir urðu fleiri.
Oddur Helgi var sonur sæmdar-
hjónanna Oddrúnar Sigurðardóttur
og Helga Magnússonar, kaup-
manns, og var hinn sjöundi í röð
12 systkina, en af þeim eru nú 5
látin.
Oddur ólst upp á rausnarheimili
foreldranna, sem var rómað fyrir
höfðingskap, ráðdeild og sam-
heldni. Þar hlaut hann veganesti,
sem dugði honum ævilangt. Hann
gekk í bama- og gagnfræðaskóla
í Reykjavík, en stundaði jafnframt
ýmiss konar vinnu, bæði til sjós og
lands, en brátt beindist hugur hans
að viðskiptum og valdi hann því að
sækja framhaldsnám við verslunar-
skóla í Englandi. Þegar heim kom,
vom hendur látnar standa fram úr
ermum, eins og ævinlega, og þótt
þá ríkti sligandi kreppa, var hann
áður en varði búinn að eignast og
farinn að reka arðvænlegt fyrir-
tæki, Veru Simillon, með fram-
sæknum og duglegum góðvini
sínum.
Þannig var málum háttað þegar
Oddúr steig sitt mesta gæfuspor
eða nánar tiltekið, þegar hann
kvæntist Friðbjörgu Ingjaldsdóttur
hinn 28. apríl árið 1938. Það vant-
aði því aðeins hálft annað ár uppá,
að hjónin gætu haldið hátíðlegt 50
ára hjúskaparafinæli og minnst fer-
ils, sem var einstakur og til fyrir-
myndar.
Þau hjónin reistu bú, sem þrátt
varð þekkt fyrir fegurð og gest-
risni; en blikur voru á lofti og
tímamót skammt framundan. Frá
kreppu í stríðstíma, hvað sem það
þýddi? Síðan hemám. Þá reyndi á
karlmennskuþorið. Oddur var ekki
í vafa. Framleiðsla og sala á snyrti-
vörum kvenna var ekki svarið; hann
vildi kaupa bát og bát keypti hann
í féiagi við 3—4 einkavini. Fleytan
var ekki stór — mig minnir röskar
40 smálestir, en útgerðarstjórinn
t
Eiginkona min, móðir, dóttir og systir,
JÓHANNA SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Hvalsneskirkju föstudaginn 14. nóvember
kl. 14.00.
Guðmundur Sörensen,
Sigurður Guðmundsson,
Sigurður Oddsson,
Eggert Sigurðsson.
t
innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúö og
hlýhug vegna fráfalls og útfarar
HJARTAR GUÐMUNDSSONAR,
Lækjamóti,
Fáskrúðsfirði.
Guðrún S. Bjarnadóttir,
dætur, tengdasynir og fósturbörn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
SALMANÍU JÓHÖNNU JÓHANNESDÓTTUR,
Vesturbrún 16,
Reykjavik.
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.30.
Hjördis Gunnarsdóttir, Margrót Gunnarsdóttir,
Vilborg Sigríður Gunnarsdóttir, Haraldur Friðriksson,
Gunnar Gunnarsson, Unnur Úlfarsdóttir,
Styrmir Gunnarsson, Sigrún Finnbogadóttir
og barnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR SIGURGEIRSSONAR,
deildarstjóra f Útvegsbanka íslands,
Skeiðarvogi 111,
sem lést af slysförum 8. nóvember fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 14. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aöstandenda,
Pálina Guðmundsdóttir.
Viljir þú minnast látins vinar, samstarfsmanns eða ætt-
ingja og votta aðstandendum samúð, bendum við á
minningarspjald SVFÍ. Minningarspjöld sendum við einnig
til útlanda sé þess óskað; á dönsku, ensku eða þýsku.
Slysavarnafélag íslands
Sími (91) 27000
var knár — Oddur — svo ekki stóð
á hagnaði, og nú var Oddur kominn
í essið sitt. Hann gerði sér lítið fyr-
ir og skipulagði sjóflutninga setu-
liðsins milli herstöðva þess á öllu
landinu. Hann tók á Ieigu tugi báta,
ýmist með skipshöfnum eða án og
stýrði síðan flotanum, í samráði við
setuliðsstjómina, þannig að allir
aðilar nutu góðs af. Skipulagsgáfa
hans og vinnuþrek var með ólíkind-
um.
Eftir stríð var það sjávarútvegur-
inn, sem heillaði hann mest og rak
hann myndarlega eigin togaraút-
gerð árum saman. Orðstír hans má
marka af því, að hann var valinn í
þriggja manna stjómskipaða nefnd,
sem samdi um smíði 30 fyrstu ný-
sköpunartogaranna árið 1945.
Hann kom mikið við sögu í samtök-
um útvegsmanna og veit ég, milli-
liðalaust, hveijum aðdáunaraugum
fæmstu útgerðarsfjórar þeirra örð-
ugu tíma litu hugkvæmni hans og
úrræðagetu.
Hvemig gifta hans og gagnsemi
var á verslunarsviðinu, sést best af
því, að hann var formaður Verslun-
armannafélags Reylgavíkur um
árabil og kjörinn heiðursfélagi þess.
Hann var einnig um skeið í stjóm
Verslunarráðs Islands.
í íþróttum skipaði hann sér sess
og var m.a. formaður Golfklúbbs
Reykjavíkur.
Hann var fastur fyrir í sljóm-
málum og átti sæti í stjóm lands-
málafélagsins Varðar, og svo má
lengi telja.
En nú er komið að því, sem hann
unni mest — einkalífinu.
Þeim Björgu og Oddi varð 7
bama auðið en þau em þessi: Helgi,
fulltrúi hjá Prentsmiðjunni Odda
hf. Sigrún, gift Bjama Ingvari
Amasyni, veitingamanni. Sigurður
Berthel, skrifstofustjóri, kvæntur
Iðunni Lúðvíksdóttur. Þóra, gift
Arthur Rose, deildarstjóra í New
York. Oddur Helgi, byggingameist-
ari í Hafnarfirði, kvæntur Elín-
borgu Jóhannsdóttur. Pétur Eggert,
viðskiptafræðingur, kvæntur
Margréti Kjæmested. Valgerður,
gift Friðriki Eysteinssyni, hagfræð-
ingi. Þau em bæði við framhalds-
nám í Bandaríkjunum.
Sonur Odds, er hann eignaðist
fyrir hjónaband: Viggó Alfreð,
kortagerðarmaður í Jóhannesar-
borg, lést þar 1983.
Bamaböm Odds og Bjargar em
11 talsins, þar af em tvö látin.
Þetta vom að verðleikum eftir-
læti þeirra beggja og augasteinar.
Oddur var einstakur fjölskyldumað-
ur og aldrei sá ég hann glaðari, en
þegar hann hafði konuna, bama-
hópinn, foreldra þeirra beggja og
systkini í kringum sig. Við, sem
skipuðum vinahópinn, nutum góðs
af og ótaldar em fagnaðarstundim-
ar í húsi hinna gestrisnu og glað-
væm hjóna. Lundin svo létt.
Hugurinn svo hlýr.
Nú hefur Oddur horfíð af sjónar-
sviði okkar. Stríðið, sem hann háði,
var langvinnt, en þá komu fram
mannkostir þeirra beggja. Hún vék
ekki frá honum, hvort sem hann lá
heima eða í sjúkrahúsi og blés af
kærleika í hann lifsanda og krafti.
Hann tók örlögum sínum með ró,
en loks tók heimilisföðumum að
leiðast þrálát spítalavist og fram-
kvæmdamaðurinn var samur við
sig. 2—3 mánuðum fyrir andlátið
sigraðist hann á andófí læknanna
með þvi að fara í hungurverkfall
og heim var hann fluttur!
Það er blessun að hafa ævilangt
þekkt svona góðan dreng. Það er
blessun að þekkja svona góða konu.
Megi guðs friður fylgja þeim báðum
og afkomendum þeirra.
Geir Borg
Hótel Saga Sími 1 2013
Blóm og
skreytingar
við öll tcekifceri