Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
Hvað kostar - bróðir?
I tilefni stöðvunar á gerð kvikmyndar um eiturlyfjavandamálið
eftir Elínu H.L.
Stefánsdóttur
Fölir geislar kvöldsólarinnar falla
á ljóst, rytjulegt hár mannverunnar
í rúminu, sem ég stend hjá. Hún
liggur með lokuð augun, stynur við
og við og bærir örlítið á sér. Var-
lega snerti ég hönd hennar, en hún
hrekkur upp og lítur óttaslegin í
kringum sig. Þegar hún sér mig
brosir hún og andar léttar. Eg hef
séð fallegri bros. Þær fáu tennur
sem við blasa eru nánast brunnar
niður í rót. Andlitið er fölt og tek-
ið, svartir baugar undir augunum
og kinnamar eru innfallnar. Það
er erfítt að geta sér til um aldur
hennar. Hendumar eru grannar og
þvalar, púlsinn óreglulegur og hrað-
ur og svarbrúnir marblettir víðsveg-
ar um ömijóa handleggina.
Þegar hún sér að ég hef íklæðst
gula sóttvamarkirtlinum og er með
skiptiborðið með mér, breytist feg-
inleikabros hennar í sársauka-
grettu: „Áttu að hreinsa sárið
núna?“
Ég kinka kolli, get ekkert sagt
því að ég veit að hún kvíðir fyrir
sársaukanum sem aðgerðinni fylgir.
Ég skil hvemig henni er innan-
bijósts því ég hef sjálf reynt mikinn
líkamlegan sársauka, — en það
verður ekki undan komist. Sárið
verður að hreinsa. Ég get ekkert
annað gert en að fara eins varlega
og hægt er, og ég lofa henni því.
Og hún veit það, — en samt...
Sárið er mikið og djúpt, — á
miðju læri — svo djúpt að það nær
inn að beini, og svo langt að svarar
til hálfrar lengdar lærisins. Þrátt
fyrir daglegar skiptingar, fyrstu
vikuna í svæfmgu, þar næst uppi á
deild, vella gröftur og dauðar vefja-
tæjur upp úr sárinu í hvert skipti
sem við fjarlægjum umbúðimar.
Lyktin er ólýsanleg. Minnir einna
helst á lyktina í ostabúð sem er
fuil af gömlum osti.
Hún fær stóra skammta af sýkla-
lyfjum í æð. Þau rétt duga til þess
að halda hitanum niðri. Því sýking-
in er komin inn í bein.
Og auðvitað fær hún verkjalyf.
En jafnvel stórir skammtar duga
ekki til. Hún er eiturlyfjasjúklingur.
Aðeins 23 ára er hún dauðadæmd,
— á kannski einn mánuð, — kannski
(og manni liggur við að segja von-
andi ekki) þijá mánuði eftir ólifaða.
Og þar sem hún er vön að neyta
sterkra morfínefna (heróíns,
morfíns, ketógans eða pethidins)
daglega, hafa þau litla sem enga
sársaukadeyfandi verkun á hana
lengur.
Þessi efni em dýr á hinum svarta
eiturlyfjamarkaði. Hún verður að
afla 1—200 danskra króna á dag
(5—10.000 ísl. kr.) til þess að eiga
fyrir nægri vímu. Þeir em fáir sem
geta aflað svo mikils fjár á einum
degi hér í Danmörku. Nema með
vændi og þjófnaði.
Undanfarin ár hefur hún selt sig
á götum úti, nánar tiltekið á Halm-
torvet. Og þurft að kaupa sér meiri
sjálfsgleymi fyrir vikið. Þar tókst
henni að næla sér í AIDS-víms.
Þar eða úr óhreinni sprautunál. Sá
sjúkdómur hefur enn ekki brotist
út, en efnin em í blóði hennar. Því
verð ég að gæta ýtmstu varkámi
er ég meðhöndla sár hennar, til
þess að smita ekki sjálfa mig eða
aðra.
Það er ekki bara sárið og lélegt
almennt næringarástand hennar,
heldur líka lifrin sem veikir hana.
Lifrin er eyðilögð af eitri og gulu-
sýkingum sem hún hefur fengið af
því að nota óhreinar sprautunálar.
Þess vegna er líka erfítt að svæfa
hana.
Sárið á lærinu fékk hún af því
að sprauta sig með óhreinu efni.
Eiturljrf em oft blönduð óþverra til
þess að drýgja þau. Frá því að hún
var sextán ára hefur líf hennar
snúist um það eitt að ná sér í pen-
inga til þess að geta keypt sér efni.
Oll þau mannlegu samskipti sem
hún á em tengd eiturlyfjaneyslu og
vændi. Foreldra sína, vel stætt og
velmenntað fólk, hefur hún ekkert
samband við. „Vinur“ hennar, sem
er 2 ámm eldri, afplánar fangelsis-
dóm fyrir þjófnað.
Tvisvar sinnum hefur hún reynt
að hætta eiturlyfjaneysluni, en mis-
tekist í bæði skiptin. Að meðhöndl-
un lokinni hefur hún fengið herbergi
útí bæ og húkt þar atvinnulaus og
vinalaus, því hún hefur einsett sér
að segja skilið við gamla kunningja-
hópinn. Nú væri ef til vill hægt að
ætlast til þess að hún reyndi sjálf
að bæta þá aðstöðu, en það er nú
einu sinni svo að manneskja sem
er niðurbrotin eftir margra ára eit-
urlyfjaneyslu og óreglu þarf meiri
stuðning en fímm vikna „afvötnun"
til þess að komast á réttan kjöl. Á
endanum hefur hún gefíst upp og
leitað aftur á náðir gamla hópsins,
vímunnar og götunnar.
Og þjóðfélagið ypptir öxlum og
segir: Þessir eiturlyfjasjúklingar
em vonlausir.
Núna er hún hingað komin, á
sýkingardeild (infektionsdeild)
bæklunarlækningardeildar
Ríkisspítalans. Ekki í fyrsta sinn,
en sennilega það síðasta. Hvað get-
um við gert, við sem önnumst hana?
Hún er svo ung, þrátt fyrir
lífsreynslu sem fá okkar hinna
myndum geta horfst í augu við:
Líkamlegan og andlegan sársauka,
auðmýkingu, eymd og vonleysi.
Gætum við reynt að venja hana af
neyslunni úr því að hún er komin
í okkar hendur? Það er erfítt, nán-
ast ómögulegt að venja fólk frá
eiturlyfjum samtímis því að það
þarf að þola mikinn líkamlegan
sársauka. Eiturlyfjaneyslan í sjálfu
sér eykur sársaukaskynið. Þar fyrir
utan eykst sársaukaskjmið til muna
þegar eiturljrfjaskammturinn er
minnkaður, þannig að slíkt væri
pynting af grófasta tagi. Heldur
að bíða þar til sárið er gróið.
Kannski er það of seint. Kannski
vill hún ekki hætta neyslunni, og
þá em allar fortölur árangurs-
lausar.
Úr því sem komið er, er best að
veita henni hlýju, mat og hrein lyf.
Það vitum við af gamalli reynslu.
Því hún er ekki eini sjúklingurinn
af þessu tagi sem rúm okkar gista.
Þeir em margir. Suma sjáfum við
aðeins einu sinni, aðrir koma aftur
og aftur. í mörg ár fylgjumst við
með því hvemig þessar manneskjur
veslast upp og verða að engu, sýkj-
ast aftur og aftur á handleggjum,
fótleggjum, í námm og kynfæmm,
allstaðar þar sem æðar em aðgengi-
legar. Þangað til að ekki em fleiri
eftir, — þá er stungið beint í vöðva.
Stundum segjast þau ætla að reyna
að hætta, en fáum tekst. í svipinn
man ég aðeins eftir einum. Hann
sagðist myndu hætta þegar „engla-
duftið" kæmi á markaðinn. Hann
fræddi mig á því að „engladuftið"
væri gerviefni, sem framleitt væri
í Bandaríkjunum og gæti neysla
þess ollið tímabundnu brjálæði.
Sjálfur hafði hann ekki reynt það,
en sagðist hafa horft á kunningja
sinn reyna að stinga úr sér augun
eftir að hafa tekið þetta duft í nef-
ið. Þó svo að hann óttaðist að neyta
þessa efnis, þá vissi hann ekki
hverju hann gæti tekið upp á ef
ekkert annað efni væri að fá og
Elín H.L. Stefánsdóttir
„Þau maunslíf sem týn-
ast og þá þjáningu sem
hlýst af völdum eitur-
lyfjaneyslu er ekki
hægt að meta til fjár.
Einnig er erf itt að meta
þá fjárhagslegu byrði
sem fylgifiskar eitur-
lyfjaneyslunnar, glæpir
og sjúkdómar, eru á
efnahag vestrænna
þjóðfélaga.“
fráhvarfseinkennin væm mikil og
óþægileg. Þegar sár hans vom gró-
in var hann fluttur á meðferðardeild
fyrir eiturlyfjasjúklinga að eigin
ósk. Nokkmm árum síðar hitti ég
hann fyrir tilviljun. Hann leit vel
út, kvaðst vera í vinnu og sagði að
sér liði vel. En fráhvarf frá eitur-
lyfjaneyslu þótti honum erfið
reynsla.
Þau mannslíf sem týnast og þá
þjáningu sem hlýst af völdum eitur-
lyfjaneyslu er ekki hægt að meta
til fjár. Einnig er erfítt að meta þá
fjárhagslegu byrði sem fylgifiskar
eiturlyfjaneyslunnar, glæpir og
sjúkdómar, em á efnahag vestænna
þjóðfélaga. Engar tölfræðilegar
„Mjög ánægð með undirtektim-
ar.“ Myndlistarkonan Rúrí
Listaverk Rúríar i miðborg Helsinki
rjíl gv JTi
k InfeflSPSlMií % J
I
i-B - i 1 i'9 1
HUGLEIÐING UM TIMANN
í MIÐBORG HELSINKI
1 MIÐBORG Helsinki stendur
nú yfir sýning 10 listamanna
frá jafnmörgum löndum, flestir
eru listamennimir Norður-
landabúar. Einn íslendingur er
í þessum hópi, íslenska mynd-
listarkonan Rúri, og hafa
borgaryfirvöld verið að velta
fyrir sér að kaupa verk henn-
ar, án þess að endanleg ákvörð-
un hafi verið tekin.
Rúrí býr í miðborg Reykjavíkur
og hefur verið búsett hér á landi
undanfarin fimm ár. Verk eftir
hana hafa sést á sýningum hér á
landi annað veifið, en Rúri hefur
að undanfömu tekið þátt í flöl-
mörgum sýningum erlendis, átti
verk á 10 sýningum s.l. ár og
hefur tekið þátt í þrem sýningum
nú á þessu ári. Sýningin í Hels-
inki var opnuð 21. ágúst í sumar,
fyrsta atriði Listahátíðar sem þar
var haldin. Að sögn Rúríar var
mikið um dýrðir við opnunina,
farið í þriggja tíma ferð í spor-
vagni með sýningargesti um
miðborg Helsinki, þar sem verkin
eru dreifð um borgina. Listamenn-
imir tíu sem taka þátt í þessari
sýningu, sem ber undirtitilinn
„Götulist“ komu fyrst saman í
apríl á þessu ári, og var þá dreg-
ið um þá staði þar sem verk þeirra
áttu að vera staðsett. Hópurinn
hófst síðan handa , Rúrí segist
hafa sótt hugmynd að verki sínu
í það hús sem var mest áberandi
á svæðinu, verkið túlkar hugleið-
ingar um þróun tímans.
„Ég er mjög ánægð með þær
undirtektir sem ég hef fengið.
Sýningin hefur vakið mikla at-
hygli, var t.d. á forsíðum finnsku
dagblaðanna er hún var opnuð.
Upphaflega átti hún að standa til
1. nóvember, en hefur nú verið
framlengd til áramóta."
Hrun rækjustofnsins á
Húnaflóa:
Veiðar
hafnar í
von um batn-
andi ástand
ÁKVEÐIÐ hefur veríð í samráði
sjávarútvegsráðuneytisins og
hagsmunaaðilja við Húnaflóa að
hefja rækjuveiðar miðað við 500
lesta heildarkvóta á vertíðinni,
sem er að byrja. Kvótinn á
siðustu vertíð var 2.800 lestir.
Að sögn Þórðar Eyþórssonar,
deildarstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu, funduðu fulltrúar þess fyrir
síðustu helgi með hagsmunaaðilum
við Húnaflóann. Hann sagði menn
hafa verið daufa enda lítilla úrrasða
von, þegar rækjustofninn hyrfi.
Niðurstaðan hefði verið sú, að hefja
veiðar miðað við 500 lesta kvóta
að tillögu fískifræðinga eftir leið-
angra á haustdögum. Síðan myndi
svæðið verða kannað að nýju. Hann
sagði að einnig hefði verið rætt um
heimildir á aukningu botnfískkvóta
vegna aflabrests á rækjunni. Þær
heimildir kæmu ekki nema að litlum
notum, sérstaklega vegna þess að
bátamir, sem rækjuveiðamar
stunduðu, væru bæði litlir og sér-
búnir til rækjuveiða. Menn vonuðu
einfaldlega að ástandið lagaðist
enda virtist lausnin ekki í öðru fólg-
in.
Rækjuveiðar og vinnsla hafa ver-
ið stundaðar frá 5 stöðum við flóann
og afla verið skipt á milli þeirra í
ákveðnu hlutfaili. Hólmavík og
Drangsnes hafa haft 50% kvótans,
Skagaströnd 22%, Hvammstangi
18% og Blönduós 10%. Sú skipting
verður áfram í gildi.