Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
Sporðdrekann (23.okt,—21.
nóv.) í vinnu. Einungis er
fjallað um hið dæmigerða
fyrir merkið (sólina) og les-
endur minntir á að hver
maður á sér nokkur önnur
merki sem einnig hafa áhrif.
Úthaldsmikill
Ef við byijum á góðu eigin-
leikunum, má segja að
styrkur Sporðdreka liggi í því
að hann gefst ekki upp, er
þolinmóður og úthaldsmikill.
Ef hann hefur áhuga getur
hann haldið áfram svo til
endalaust. Hann á því til að
leggja það hart að sér í vinnu
að aðrir fá nóg.
BaráttumaÖur
Sporðdrekinn er baráttumað-
ur. Hann flýr ekki hið
neikvæða og er því m.a.
reiðubúinn að beijast í drull-
unni. Sporðdrekinn getur því
verið góður félagi þegar á
móti blæs.
Einbeittur
Auk þessara atriða liggur
einn helsti styrkur Sporð-
dreka í einbeitingu. Hann
getur útilokað umhverfíð og
beitt sér af krafti að ákveðn-
um málum. Hann er varkár
og skoðar alla möguleika
hvers máls fyrirfram, já-
kvæðar og ekki síst neikvaeð-
ar hliðar. Að sumu leyti getur
varkámi háð hinum dæmi-
gerða Sporðdreka.
Ráöríkur
Neikvæðu hliðamar í vinnu
og samstarfí em þær að hann
er ráðríkur og ósveigjanleg-
ur. Bak við rólegt yfírborð
býr staðfastur persónuleiki.
Ef hann er búinn að taka
ákvörðun í einhverju máli á
hann til að neita að hlusta á
rök annarra. Hann getur því
verið erfíður samstarfsfélagi.
Kuldalegur
Sporðdrekinn á til að vera
kuldalegur við þá sem honum
er ekki sérlega annt um.
Hann er lítill diplómat, er
sjaldan léttur og ljúfúr á
manninn við ókunnuga, er
frekar var um sig og tor-
tiygginn. Hann er því ekki
sú persóna sem liftir and-
rúmsloftinu á vinnustað.
ViÖkvœmur
Sporðdrekinn er viðkvæmur,
án þess að virðast það. Því
þarf að fara varlega að hon-
um. Hann er einnig stoltur
og á því til að vera móðgun-
argjam. Jafnframt er hann
langrækinn og hefnigjam.
Við þurfúm því að vera kurt-
eis og gæta orða okkar við
vinnufélaga okkar í Sporð-
dreka. Ef þú vilt komast í
mjúkinn hjá honum er ágætt
að muna að hann metur ró-
legt og yfirvegað fólk.
BakviÖ tjöldin
Þar sem Sporðdrekinn er lítill
diplómat er hann ekki maður
til að vera andlit fyrirtækis
út á við. Hann er ekki maður
málamiðlana og yfirleitt er
það svo að fólki líkar annað
hvort vel eða illa við hann.
Æskilegt er því að hann
starfí bakvið tjöldin.
Rannsóknarstörf
Þau störf sem henta Sporð-
dreka hvað best em störf við
stjómun eða rannsóknir.
Hann nýtur sín sérlega vel
þegar hann þarf að kryfla
afmarkað mál til mergjar,
komast til botns eða fletta
ofan af ákveðnu máli. Ef
Sporðdrekinn getur ekki
stjómað þarf hann að vinna
einn eða taka að sér verkefni
sem aðrir hafa ekki nefið
ofan í. Hann þolir ekki fyrir-
skipanir og afskiptasemi
annarra.
X-9
GRETTIR
£-|NN OLANSöE/HL-
INGUR1MN £MN
VERJ9UR TIÖRIS-
HAKAELINUM AÐ
\ BRAP /
TOMMI OG JENNI
T I \r ~\ ' T * “ \ r \
9)
'tí,
I Al <3 OMÖGO -
eAta/Éi_ *
\Eejc/g/UG>0
VCIÐIHÍWtV I
/HE& ft£*/N// 1
!
l/E'ÐJA
-HAUH ÍMf | |ÁO 1/ A
—r LJUoKA
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
„Jafnvel kallar eins og Ter-
ence Reese eiga það til að
misstíga sig í greiningunni,"
segir Asmundur Pálsson við mig
eins og hughreystandi. Eg jánka
með höfðinu og bíð framhalds-
ins. Ég veit af reynslunni að
þegar ég geri mistök í þessum
dagdálki Morgunblaðsins, þá fer
það aldrei fram hjá Ásmundi.
Gott að vita að Reese er á sama
báti.
Vestur gefur; NS á hættu.
Vestur Norður r ♦ ÁKDGIO ♦ 95 ♦ 542 ♦ G103 Austur
♦ 9865 ♦ 7432
♦ 7 ♦ KDG1082
♦ 973 ♦ 8
♦ K9765 ♦ 82
Suður ♦ - ♦ Á643 ♦ ÁKDG106 ♦ ÁD4
Þetta er spilið sem Ásmundur
hafði í huga. Það er úr einu af
mörgum bridskverum, sem
Reese hefur skrifað í samvinnu
við FVakkann Roger Trezel. Suð-
ur verður sagnhafi í sex tíglum
eftir hindmn austurs í hjarta.
Vestur spilar út hjartasjöunni.
Innkomuleysið í blindum er
augljóslega vandamálið í þessu
spili. Tromp vesturs er nógu
sterkt til að koma í veg fyrir
að hægt sé að stinga hjarta í
borðinu, og ef trompin em tekin
og laufdrottningu spilað, jiarf
vestur ekki annað en gefa slag-
inn til að hnekkja samningnum.
ERGO — segir Reese, sagn:
hafí á þess vegna að spila upp
á að læða vestri inn á tígulníuna
og láta hann um að skaffa inn-
komuna. Drepa sem sagt á
hjartaásinn, taka tvo efstu í
tígli, spila svo tígulsexunni og
leggja upp.
„Allt rétt," segir Ásmundur,
„en nú verður Reese á í mess-
unni. Hann segir að vestur geti
hnekkt spilinu með því að henda
ofan af tíglinum. En þá verður
trompfimman í borðinu stór-
veldi. Eftir að hafa tekið tvisvar
tromp stelur sagnhafi einum
slag á laufdrottningu og spilar
hjarta! Eftir það er engin vöm
til,“ segir Ásmundur, og ég læt
lesendum eftir að ganga úr
skugga um það.
FERDINAND
COetNHACIN 2672. © 1986 United Feature Syndlcate.lnc.' - | v-/e
7—; r
YOU THROU)
ME OUT
FOR?!
GETTING PAlPTO BEMV
TUTOR! VOU 5M0ULP MAVE
BEEN P0IN6ITOUT OFTHE
G00PNES5 OF YOUR HEART!
rzr
Af hveiju fleygðir þú mér
út?!
Magga sagði að þú fengir
borgað fyrir að lesa með
mér! þú hefðir átt að gera
það af hjartagæzku einni
saman!
„Verður er verkamaður-
inn launa sinna.“ Lúkas
10:4.
Hann vitnar í Ritninguna,
herra. Er það heiðarlegt?
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
f deildakeppni Skáksambands ís-
lands um helgina kom þessi staða
upp í skák þeirra Karls Þor-
steins, Taflfélagi Reykjavíkur
NV, sem hafði hvítt og átti leik,
og Ingvars Ásmundssonar, Tafl-
félagi Seltjamamess.
16. dxe6! — Rc4 (Það mátti auð-
vitað ekki þiggja drottningarfóm-
ina vegna máts á d8) 17. Df6
(Hótar máti á bæði d8 og f7) 17.
— Da6, 18. Df7 mát.