Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Ljósm. Hörður Sigurbjamarson Skálabyggingu lokið. Skálanum gefið nafn. Ljósm. Helga Sigurbjömsdóttir Ljósm. Sævar ó. Kristjánsson fönnin góða hélst, þó að öðru leyti tæki mestallan vetrarsnjó af jökul- sporðinum. Þegar hér var komið sögu, búið að kanna svæðið og landið úr lofti og engan skugga bar á, kom upp sú hugmynd að þama þyrfti að reisa skála. Það yrði vissulega punktur- inn yfir i-ið og með það í huga var næsti Ieiðangur gerður á tveimur bflum dagana 28.-30. september. Þó lágskýjað væri og þoka með köflum varð niðurstaðan sú, að mögulegt væri að aka alveg að fönninni suðvestan fellsins. Aðeins þyrfti að leggja nokkra vinnu í að velja vel leiðina þangað. Einnig var hugað að skálastæði. Nú þurfti ekki frekari vitnanna við. Þama er hinn ákjósanlegasti staður til upp- göngu á Vatnajökul, bæði sumar og vetur, og vantar ekki annað en virkilega góðan skála og bflveg frá honum að uppgöngustað. Með þessa vitneskju í farteskinu var haldið heimleiðis með þeim ásetningi að vinna því máli stuðn- ing, að slysavamasveitin Stefán byggði sem allra fyrst traustan og góðan skála sem gæti hýst vélsleða eftirHörð Sigurbjarnarson Þann 29. mars 1985 vom 3 menn á gönguskíðum á leið norður jrfir Vatnajökul. Er þeir komu sunnan- vert í Kverkfjöll féll einn þeirra ofan í jökulspmngu svo djúpa að félagar hans megnuðu ekki að ná honum upp. A slysstað var norðanvindur, 15—200 frost og skafrenningur. I byggð var heldur minni vindur og frost en fór vaxandi og gekk á með éljum er leið á nóttina. Slysavamasveitinni Stefáni í Mývatnssveit barst hjálparbeiðni um kvöldmatarleytið og hóf þegar undirbúning að björgunarleiðangri er halda skyldi í Sigurðarskála í Kverkijöllum í fyrsta áfanga. Þang- að em um 170 km og þar af 140 um regin öræfi. Eftir aðeins um 11V2 klst. ferðalag náði 10 manna flokkur í Sigurðarskála þrátt fyrir erfiðar aðstæður. En því miður vom björgunarmenn þar með komnir að takmörkunum sínum, eins og snjóa- lög vom. Jökullinn á þessum slóðum var allur mikið spmnginn og víðast snarbrattur. Mátti því telja vonlaust að komast á hann við svo búið. Stefánsmenn höfðust við í skálan- um allan þann dag og næstu nótt en héldu þá heimleiðis. Skíðamönn- um barst svo hjálp laust eftir miðnætti þess 30. mars. Það vom slysavamamenn af Austurlandi sem vom svo lánsamir að ná til þeirra. Þeir vom á vel búnum snjóbíl sem Tanni heitir og lögðu upp á Brúar- jökul við Háöldu. Þar er góð leið á jökulinn. Auk Stefánsmanna og Austfírðinganna tók fjöldi annarra björgunarsveitarmanna þátt í þess- um aðgerðum. Eftir heimkomuna var fljótlega fundað um ferðina. Niðurstaðan varð sú að mjög aðkallandi væri að kanna jökulsporðinn frá Kverk- fjöllum vestur um að Vonarskarði í leit að heppilegri uppgönguleið á Vatnajökul sem helst af öllu væri fær bæði sumar og vetur. Því var ákveðið að hefja þessa könnun hið fyrsta. Fljótlega beindu menn sjónum sínum að Kistufelli, sem kúrir 1.444 m hátt fast við jökulsporðinn vestan Dyngjujökuls. En einmitt við Kistu- fell lagði á jökulinn leiðangur sá er bjargaði áhöfn Geysis sem fórst á Bárðarbungu á leið sinni frá Lux- emburg til Reykjavíkur um miðjan september 1950. Þann 31. maí 1985 var svo farið í fyrstu könnunarferðina. Voru það Vatnajökull Kistufell Ljóöm. Höröur Sigurbjarnarson Horft úr lofti til austurs. Fönnin á miðri mynd er uppgöngustaðurinn. 9 menn á 4 jeppum með 6 vélsleða í því skyni að finna góðan sleðaleið á jökulinn. Aðstæður voru kannaðar vel allt umhverfis Kistufell og með- al annars ekið langleiðina upp á Fjallið. Kom í ljós að vestan þess er aflíðandi fönn sem teygir sig gegnum annars ógreiðfæran jökul- ruðning. Þessi athugun jók mönnum mjög bjartsýni, að vísu var þetta að vor- lagi og því lá vetrarsnjór enn yflr jöklinum. Var því enn ýmsum spumingum ósvarað, svo sem hvemig Iítur jökullinn út síðsumars? Er hann sprunginn? Er mögulegt að koma bflum að jaðri hans? Næst voru aðstæður skoðaðar úr lofti, flogið var yfir jökulsporðinn síðast í júní og í byijun ágúst. En Gluggatjöldin sett upp. Bj örgunarskýli reist við Kistufell Bridsdeild Skagfirðingafélagsins: Jón og Sigurður unnu afmælismótið léttilega JÓN Baldursson og Sigurður Sverrisson staðfestu það á sunnudaginn að þeir eru besta tvimenningsbridspar á Islandi þegar þeir unnu afmælismót Skagfirðingafélagsins auðveld- lega. 72 pör tóku þátt í mótinu og var það fjölmennasta helgar- mót sem haldið hefur verið hérlendis. Afrnælismótið var haldið í til- efni af 50 ára afmæli Skagfirð- ingafélagsins í Reykjaík og dró það til sín alla bestu spilara á suðvesturhominu .Spilaðar voru tvær umferðir, 60 spil alls, og eftir fyrri umferðina voru Júlíus Siguijónsson og Mattías Þorvalds- son efstir en þegar seinni um- ferðin var hálfnuð höfðu Jón og Sigurður náð efsta sætinu sem þeir héldu til loka. Röð efstu para var þessi: Jón Baldursson og Sigurður Sverris- son 995, Karl Logason og Svavar Bjömsson 984, Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjártarson 969,Jón Páll Sigurjónsson og Sigfus Áma- son 969, Bjöm Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson 959, Baldur Ásgeirsson og Magn- ús Halldórsson 953, Hjálmar S. Pálsson og Jörundur Þórðarson 950, Isak Om Sigurðsson og Ragnar Hermannsson 944, Hjálmtýr Baldursson og Sigurður Brynjólfsson 944 , Þórarinn Sig- þórsson og Þorlákur Jónsson 943. Tvö efstu pörin fengu að sigur- launum ferðavinninga frá ferða- skrifstofunni Ferðaval en þriðja parið fékk miða á árshátíð Skag- firðingafélagsins. Mótsstjóri var Ólafur Lárusson og Vigfús Páls- son sá um útreikning. Morgunblaðið/Amór Sigurður Sverrisson og Jón Baldursson hafa undanfarin ár verið sigursælasta bridspar lslands og nú um helgina bættu þeir einum sigri i safnið þegar þeir unnu afmælismót Skagfirðingafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.