Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
255. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
Prentsmíðja Morgunblaðsins
Franskir gíslar látnir lausir í Líbanon
Slmamynd/AP
Tveimur Frökkum sem haldið hafði verið mánuðum saman í gíslingu í Libanon var sleppt í gær
og voru þeir fluttir til Damaskus í Sýrlandi. Síðdegis í gær héldu mennirnir tveir síðan til Frakk-
lands. Sýrlendingar höfðu milligöngu um frelsun þeirra og var mynd þessi tekin í Damaskus í gær
er gíslarnir voru formlega afhentir frönskum yfirvöldum. Lengst til vinstri er Marcel Coudari en
við hlið hans stendur Camille Sontag, sem er 85 ára gamall. Honum var rænt í maimánuði en
hann hefur búið í LSbanon i 40 ár. Til hægri á myndinni er Farouk Al-Sharaa, utanríkisráðherra
Sýrlands.
Svíþjóð:
Ferðir sovéskra
kafbáta staðfestar
Stokkhólmi, Reuter.
BROR STEFENSON, yfirmaður
sænsku herstjórnarinnar, kvaðst
í gær hafa óyggjandi sannanir
fyrir því að sovéskir kafbátar
hefðu tvívegis á undanförnum
árum siglt innan sketjagarðsins
í nágrenni Stokkhólms.
Sænska herstjómin birtir reglu-
lega tilkynningar um ferðir
óþekktra kafbáta innan land
helginnar en þetta er í fyrsta skipti
frá árinu 1982 sem fullyrt er að
kafbátamir hafi verið sovéskir.
Stefenson lét þessi orð falla í
viðtali við fréttamann sænska
ríkisútvarpsins og kvað sænska sjó-
liða hafa séð sovéska kafbáta á
siglingu skammt frá Stokkhólmi
árið 1980 og 1982.
I októbermánuði árið 1981 stran-
daði sovéskur kafbátur af Whisky-
gerð skammt undan flotastöðinni
við Karlskrona í suðurhluta lands-
ins. Árið eftir tilkynnti sænska
herstjómin að sovéskur kafbátur
hefði sést á siglingu skammt frá
Stokkhólmi og voru borin fram
formleg mótmæli við Sovétstjómina
af því tilefni.
Noregur:
Reiði vegna skemmdar-
verka Shepherd-manna
Munu Norðmenn endurskoða samskiptin við Alþjóðahvalveiðiráðið?
Ósli, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins.
SKEMMDARVERKIN, sem unn-
in voru á tveimur hvalbátum og
í hvalstöðinni i Hvalfirði, hafa
vakið mikla athygli og reiði i
Noregi. Hafa þessir atburðir
jafnframt vakið ótta manna við,
að Sea Shepherd-samtökin muni
næst láta til skarar skriða í Nor-
egi.
Embættismenn í norska sjávar-
Eldur í far-
þegaskipi
300 börnum bjargað
Moskvu, AP, Reuter.
TVEIR menn létu lífið þegar
eldur kom upp í sovésku far-
þegaskipi á Japanshafi i
fyrrinótt að því er sovéska
fréttastofan Tass sagði í gær-
kvöldi.
300 skólaböm voru um borð
og komust þau öll ómeidd í
björgunarbáta. Þeim var bjarg-
að um borð í nærliggjandi skip.
Skipið var statt tæpa 100
kílómetra undan Nakhoda, sem
er skammt frá Vladivostok. Eld-
urinn kom upp í vélarrúmi
skipsins og breiddist síðan út.
Ákveðið var að flytja farþega
frá borði en áhöfnin varð eftir
og tókst henni loks að ráða nið-
urlögum eldsins í gærmorgun.
Skipið var dregið til hafnar.
útvegsráðuneytinu fylgjast einnig
vel með og sagði Trond Wold, tals-
maður þess, að menn væru mjög
reiðir vegna þess, sem gerst hefði
á íslandi. Benti hann á, að Sea
Shepherd-samtökin hefðu áheymar
fulltrúa í Alþjóðahvalveiðiráðinu
„og þess vegna verðum við að taka
það til endurskoðunar hvort við
höldum áfram að senda ráðinu ná-
kvæmar upplýsingar um norsku
hvalveiðibátana, hvar þeir eru og
hveijir eiga þá. Þessar upplýsingar
geta samtökin notað sér og ráðist
á norsk skip,“ sagði Wold.
Jacob Strand, fulltrúi hvalveiði-
manna í norsku sendinefndinni hjá
Alþjóðahvalveiðiráðinu, gagmýndi
í gær harkalega Noregsdeild
Alþjóðanáttúmvemdarsjóðsins,
Norska náttúruvemdarfélagið og
félagið Náttúra og æska. Sagði
hann, að innan þessara félaga
mætti finna menn, sem líklegir
væru til að leggja skemmdarverka-
mönnum Sea Shepherd lið og
einkum beindi hann spjótunum að
Haraldi krónprinsi, sem er formað-
ur Noregsdeildar Alþjóðanáttúm-
vemdarsjóðsins. Finnst Strand
óeðlilegt, að fulltrúi konungsfjöl-
skyldunnar skuli vera í samtökum,
sem beijast gegn hagsmunum
norsku þjóðarinnar og opinberri
stefnu stjórnarinnar.
Strand vekur á því athygli, að
íslenskum stjómvöldum hafí í júlí í
fyrra borist bréf frá ýmsum um-
hverfisverndarsamtökum og að
meðal undirskriftanna megi finna
nafn Peters Scott fyrir hönd
Alþjóðanáttúruvemdarsjóðsins og
Pauls Watson fyrir hönd Sea Shep-
herd. Segir Strand, að þetta bendi
til samstarfs með samtökunum
enda séu hvor tveggja aðilar að
bandarísku samtökunum Monitor.
Haraldur krónprins hafði seint í
gærkvöldi ekkert sagt um sameig-
inlega aðild Alþjóðanáttúruvemdar-
sjóðsins og Sea Shepherd að bréfínu
né um starf sitt sem formanns
Noregsdeildarinnar. Öll þijú norsku
umhverfisvemdarsamtökin gáfu í
gær út yfirlýsingu þar sem þau
fordæma skemmdarverk Sea Shep-
herd á íslandi.
Sjá viðtal við Steingrím Her-
mannsson á bls. 4 og fréttir á
bls. 22.
Afganistan:
Sovétmenn
sagðir beita
efnavopnum
Islamabad, Pakistan, AP, Reuter.
SOVÉSKI innrásarherinn í
Afganistan beitti í siðasta
mánuði efnavopnum gegn
skæruliðum í bardögum nærri
Kabúl, höfuðborg landsins, að
sögn vestrænna stjómarer-
indreka.
Eiturefnunum var ýmist
dreift úr lofti eða skotið með
fallbyssum og lét ótilgreindur
fyöldi afganskra skæruliða og
óbreyttra borgara lífið. Sovéskir
hermenn voru einnig sagðir hafa
beitt efnavopnum í Paghman-
héraði gegn skæruliðum og
óbreyttum borgumm sem leitað
höfðu skjóls í áveitugöngum.
Embættismennimir kváðust
jafnframt hafa traustar heimild-
ir fyrir því að að sjö hermenn
stjómarhersins hefðu látist þeg-
ar eiturefnum var skotið að þeim
í misgáningi.
Ríkisstjómir ýmissa vest-
rænna ríkja hafa ítrekað sakað
Sovétmenn um að beita efna-
vopnum í Afganistan. í síðasta
mánuði greindi Baktar hin opin-
bera fréttastofa Afganistan,
hins vegar frá því að embættis-
menn hefðu lagt fram sýnishom
af efnavopnum, sem vestrænir
aðilar hefðu látið skæruliðum í
té.
Vopnasala Bandaríkjastjórnar til íran:
Stefnan gagnvart hryðju-
verkamönnum er óbreytt
- segir talsmaður Bandaríkjaforseta
Washington, AP, Reuter.
LARRY SPEAKES, talsmaður
Reagans Bandaríkjaforseta,
sagði í gær að Bandaríkjastjórn
hefði hvorki brotið gildandi lög
né gert samninga við hryðju-
verkamenn til að fá gisla leysta
úr haldi. Bandaríkjastjórn hefur
enn ekkert látið uppi um hvort
Irönum hafi verið seld vopn.
Speakes sagði stefnu stjórnar-
innar gagnvart vopnasölu til hryðju-
verkamanna óbreytta. Hann kvað
Bandaríkjaforseta hafa farið þess á
leit við ráðgjafa sína og aðra hátt-
setta embættismenn að þeir létu
ekkert hafa eftir sér um málið þar
sem „líf bandarískra gísla væm í
hættu."
Undanfama daga hefur þrálátur
orðrómur verið á kreiki um að
Bandaríkjastjórn hafi selt írönum
vopn, í trássi við gildandi lög, í
skiptum fyrir bandaríska gísla í
Líbanon. Shamir, forsætisráðherra
ísraels, bar í gær til baka fréttir
þess efnis að Israelar hefðu haft
milligöngu um vopnaviðskiptin.Um
síðustu helgi lýstu ýmsir máls-
metandi bandarískir þingmenn því
yfir að þeir myndu beita sér fyrir
rannsókn á því hvort vopnasala til
íran hefði farið fram í gegnum
bandaríska Öryggisráðið í þeim til-
gangi að sniðganga vamarmála-
ráðuneytið , utanríkisráðuneytið og
Bandaríkjaþing. í kjölfar þessa kall-
aði Ronald Reagan háttsetta
embættismenn á sinn fund og bað
þá um að tjá sig ekki um málið á
opinberum vettvangi.
Bandaríska dagblaðið The
Washington Post hafði í gær eftir
ónefndum heimildarmönnum að
John Pointdexter, öryggismálaráð-
gjafi,. hefði sagt bandarískum
þingmönnum að Bandaríkjastjóm
hefði „gert þau mistök að treysta
ákveðnum aðilum í íran sem ekki
reyndust traustsins verðir."