Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 5 Rut Ingólfsdóttir leikur ein- leik í fiðlukonsert Casella Sinfóníuhljómsveit íslands frum- flytur nýtt tónverk eftir Herbert H. Ágústsson, tónskáld, á fjórðu áskriftartónleikum vetrarins í Háskólabíói á fimmtudagskvöld- ið, segir í_ frétt frá Sinfóníu- hljómsveit íslands. Tvö önnur tónverk verða á efnis- skrá sveitarinnar: Konsert í a-moll fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Alfredo Casella, þar sem Rut, Ingólfs- dóttir, fiðluleikari, leikur einleik og Sinfónía nr. 2 eftir finnska tón- skáldið Jean Sibelius. Stjómandi tónleikanna verður bandarísk' hljóm- sveitarstjórinn Arthur Weisberg’. Hið nýja tónverk Herbert; H. Ágústssonar nefnist „Tvær tón- mjmdir" og er það frásögn í tónum um þau hughrif, sem tónskáldið varð fyrir á rölti um Reykjavík, eins og Herbert orðar það sjálfur, Herbert Hriberschek Ágústsson er Austurríkismaður að uppruna og stundaði tónlistamám í fæðingar- borg sinni, Graz, meðal annars hjá dr. Franz Mixa, sem búsettur var hér á landi á ámnum 1930 til 1938 og kenndi þá fjölmörgum íslenskum tónskáldum. Herbert réðst hingað til lands árið 1952, fyrir milligöngu dr. Mixa og varð þá fyrsti homleik- ari Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hann starfar enn í hljómsveitinni og hefur auk þess stundað kennslu, skólastjóm í Tónlistarskóla Keflavíkur og önnur tónlistarstörf. Herbert er íslenskur ríkisborgari. Annað verkið á efnisskrá tón- leikanna er Fiðlukonsert í a-moll, op. 46, eftir ítalska tónskáldið Alfredo Casella, sem uppi var 1883 til 1947 og er talinn eitt merkasta tónskáld Itala. Einleik með hljómsveitinni í verki Casella verður Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. Rut er nú þriðji konsert- meistari Sinfóníuhljómsveitar Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari. íslands. Hún hefur margoft komið fram sem einleikari á tónleikum hérlendis og erlendis. Rut hóf fiðlu- nám 5 ára gömul. Auk fiðlunáms hjá Bimi Ólafssyni og Einari Svein- bjömssyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík stundaði hún framhalds- nám hjá Einari Sveinbjömssyni við Tónlistarskólann í Malmö og við Konunglega tónlistarskólann í Briissel, þar sem hún lauk námi sumarið 1969 með frábæmm vitnis- burði og glæsilegum verðlaunum. Síðasta verkið á efnisskrá Sin- fóníunnar að þessu sinni verður Sinfónía nr. 2 í D-dúr eftir finnska Herbert H. Ágústsson, tónskáld. tónskáldið Jean Sibelius. í þessu tónverki beitti Sibelius í fyrsta skipti nýrri steíjatækni, sem síðar varð einkennandi fyrir verk hans, þ.e. í stað þess að kynna í upphafi fullskapað stef en vinna síðan úr einstökum tónmyndum þess og raða saman að nýju, fer Sibelius þveröf- uga leið. Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar- innar á fimmtudagskvöld verður bandaríski hljómsveitarstjórinn Arthur Wiesberg og verða þetta aðrir tónleikarnir af fimm, sem hann stjómar hjá hljómsveitinni í vetur. verður haldið í Þórs- café föstudaginn 14. nóvember. Húsið opnað kl. 19.00. Skemmtun hefst kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins: Svavar Gestsson. Skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson, Ragnar Bjarnason o.fl. Dæmi FACIT 4512 (breiður vals góður í bókhald) EPSON EX80 (5 ára) tekinn upp í Staðgreiðsluafsláttur 10% Kaupandi greiðir Kr. 39.845.- Kr. 6.000.- Kr. 33.8457- Kr. 3.384.- Kr. 30.460.- Dæmi: IBM Proprinter prenthraði 200 st/sek. Kr. 26.900.- Útborgun Kr. 6.000.- Eftirstöðvar gr. á 6 mán. Kr. 20.900.- Núna er Nú stendur yfír prentaravika hjá okkur sem þýðir að við bjóðum góð kjör, ríflegan staðgreiðsluafslátt (10%) og það sem meira er við tökum hvaða tegund eldri prentara sem greiðslu upp í nýjan. Þessir starfsmenn Gísla J. Johnsen sf. hafa selt ogþjóna nú fleiri PC-tölvum en nokk- ur annar einstakur aðili hér á landi. * Þeir selja einnig 14 gerÖir FACIT og 3 geröir IBM tölvuprentara. GISLI J. JOHNSEN Nýbýlavegi 16. Sími 641222. Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004. Hyggurþú á prentarakaup? Veldu þá traustan samstarfsaðila með reynslu á sínu sviði. Komdu og ræddu málið, við náum saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.