Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
5
Rut Ingólfsdóttir leikur ein-
leik í fiðlukonsert Casella
Sinfóníuhljómsveit íslands frum-
flytur nýtt tónverk eftir Herbert
H. Ágústsson, tónskáld, á fjórðu
áskriftartónleikum vetrarins í
Háskólabíói á fimmtudagskvöld-
ið, segir í_ frétt frá Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Tvö önnur tónverk verða á efnis-
skrá sveitarinnar: Konsert í a-moll
fyrir fiðlu og hljómsveit eftir
Alfredo Casella, þar sem Rut, Ingólfs-
dóttir, fiðluleikari, leikur einleik og
Sinfónía nr. 2 eftir finnska tón-
skáldið Jean Sibelius. Stjómandi
tónleikanna verður bandarísk' hljóm-
sveitarstjórinn Arthur Weisberg’.
Hið nýja tónverk Herbert; H.
Ágústssonar nefnist „Tvær tón-
mjmdir" og er það frásögn í tónum
um þau hughrif, sem tónskáldið
varð fyrir á rölti um Reykjavík, eins
og Herbert orðar það sjálfur,
Herbert Hriberschek Ágústsson
er Austurríkismaður að uppruna og
stundaði tónlistamám í fæðingar-
borg sinni, Graz, meðal annars hjá
dr. Franz Mixa, sem búsettur var
hér á landi á ámnum 1930 til 1938
og kenndi þá fjölmörgum íslenskum
tónskáldum. Herbert réðst hingað
til lands árið 1952, fyrir milligöngu
dr. Mixa og varð þá fyrsti homleik-
ari Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Hann starfar enn í hljómsveitinni
og hefur auk þess stundað kennslu,
skólastjóm í Tónlistarskóla
Keflavíkur og önnur tónlistarstörf.
Herbert er íslenskur ríkisborgari.
Annað verkið á efnisskrá tón-
leikanna er Fiðlukonsert í a-moll,
op. 46, eftir ítalska tónskáldið
Alfredo Casella, sem uppi var 1883
til 1947 og er talinn eitt merkasta
tónskáld Itala.
Einleik með hljómsveitinni í verki
Casella verður Rut Ingólfsdóttir,
fiðluleikari. Rut er nú þriðji konsert-
meistari Sinfóníuhljómsveitar
Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari.
íslands. Hún hefur margoft komið
fram sem einleikari á tónleikum
hérlendis og erlendis. Rut hóf fiðlu-
nám 5 ára gömul. Auk fiðlunáms
hjá Bimi Ólafssyni og Einari Svein-
bjömssyni í Tónlistarskólanum í
Reykjavík stundaði hún framhalds-
nám hjá Einari Sveinbjömssyni við
Tónlistarskólann í Malmö og við
Konunglega tónlistarskólann í
Briissel, þar sem hún lauk námi
sumarið 1969 með frábæmm vitnis-
burði og glæsilegum verðlaunum.
Síðasta verkið á efnisskrá Sin-
fóníunnar að þessu sinni verður
Sinfónía nr. 2 í D-dúr eftir finnska
Herbert H. Ágústsson, tónskáld.
tónskáldið Jean Sibelius. í þessu
tónverki beitti Sibelius í fyrsta
skipti nýrri steíjatækni, sem síðar
varð einkennandi fyrir verk hans,
þ.e. í stað þess að kynna í upphafi
fullskapað stef en vinna síðan úr
einstökum tónmyndum þess og raða
saman að nýju, fer Sibelius þveröf-
uga leið.
Stjómandi Sinfóníuhljómsveitar-
innar á fimmtudagskvöld verður
bandaríski hljómsveitarstjórinn
Arthur Wiesberg og verða þetta
aðrir tónleikarnir af fimm, sem
hann stjómar hjá hljómsveitinni í
vetur.
verður haldið í Þórs-
café föstudaginn
14. nóvember.
Húsið opnað kl. 19.00.
Skemmtun hefst kl. 20.30.
Ræðumaður kvöldsins: Svavar Gestsson.
Skemmtiatriði: Ómar Ragnarsson,
Ragnar Bjarnason o.fl.
Dæmi
FACIT 4512 (breiður vals góður í bókhald)
EPSON EX80 (5 ára) tekinn upp í
Staðgreiðsluafsláttur 10%
Kaupandi greiðir
Kr. 39.845.-
Kr. 6.000.-
Kr. 33.8457-
Kr. 3.384.-
Kr. 30.460.-
Dæmi:
IBM Proprinter prenthraði 200 st/sek. Kr. 26.900.-
Útborgun Kr. 6.000.-
Eftirstöðvar gr. á 6 mán. Kr. 20.900.-
Núna
er
Nú stendur yfír prentaravika hjá okkur sem þýðir
að við bjóðum góð kjör, ríflegan staðgreiðsluafslátt
(10%) og það sem meira er við tökum hvaða tegund
eldri prentara sem greiðslu upp í nýjan.
Þessir starfsmenn Gísla J.
Johnsen sf. hafa selt ogþjóna
nú fleiri PC-tölvum en nokk-
ur annar einstakur aðili hér
á landi.
* Þeir selja einnig 14 gerÖir
FACIT og 3 geröir IBM
tölvuprentara.
GISLI J. JOHNSEN
Nýbýlavegi 16. Sími 641222.
Glerárgötu 20 Akureyri. Sími 96-25004.
Hyggurþú
á prentarakaup?
Veldu þá traustan samstarfsaðila
með reynslu á sínu sviði.
Komdu og ræddu málið, við náum saman.