Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 50 kr. eintakiö. Nú má ekki nefna vinstri Aaðalfundi miðstjómar Al- þýðubandalagsins um síðustu helgi var gerð samþykkt, þar sem hvatt var til myndunar nýrrar jafn- aðarstjómar Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Kvennalista að loknum næstu kosningum. Einnig samþykkti miðstjómin ýtarlega ályktun um samstarfsgrundvöll þessara flokka í slíkri ríkisstjóm. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, segir í Þjóðvilj- anum í gær, að ályktunin um hina nýju jafnaðarstjóm sé merkasta niðurstaða miðstjómarfundarins. Í forystugrein blaðsins er ennfrem- ur talað um „sögulega samþykkt", þar sem stjómarsamstarfi Al- þýðubandalags og Sjálfstæðis-' flokks sé „ótvírætt hafnað". Jafnframt sé Alþýðubandalagið orðið eini valkostur þeirra, sem tryggja vilji að Sjálfstæðisflokkur- inn „sitji ekki lengur að landstjóm- inni“. Ályktun miðstjómar Alþýðu- bandalagsins markar að sönnu viss tímamót í stjómmálum hér á landi. En þau tímamót em af öðm tagi en um er talað í Þjóðviljanum. í fæstum orðum má segja að álykt- unin um nýja jafnaðarstjóm feli í sér gjaldþrot hugmyndarinnar um vinstri stjóm. Alþýðubandalagið viðurkennir í raun með samþykkt sinni, að vinstri stjómum hefur mistekist svo herfilega að ekki er lengur unnt að bjóða upp á slíkt stjómarmynstur sem valkost í þingkosningum. Þetta em pólitísk tíðindi, sem veita ber athygli. Mjmdun vinstri stjómar hefur um árabil verið helsta keppikefli Al- þýðubandalagsins og stundum virst lausnarorð þess á öllum vanda. Nú má ekki lengur tala um slíka stjóm! Enginn vafi leikur á því, að það er réttur skilningur Alþýðubanda- lagsins að hugmyndir um vinstri stjóm eiga ekki hljómgmnn meðal almennings. Reynslan af þeim öll- um er slæm, hvort sem talað er um vinstri stjómina 1956-1958, 1971-1974 eða 1978-1979. Og sama gildir um vinstri stjómina 1980-1983, sem þó var ekki nefnd réttu nafni, en hún verður væntan- lega frægust í sögunni fyrir að fara frá, þegar hraði verðbólgunn- ar var orðinn 130%. Hitt er svo annað mál, að hin nýja jafnaðar- stjóm sem Alþýðubandalagið boðar er ekkert annað en vinstri stjóm í nýjum búningi. Það er verið að bjóða upp á gamalt vín í nýjum belgjum. Þetta kemur skýrt í ljós, þegar tillagan um stefnu- gmndvöll stjómarinnar er athug- uð, en þar er að finna flest hinna gömlu úrræða vinstri stjóma, s.s. aukna skattheimtu og aukin um- svif ríkisins. Stefnugmndvöllurinn er um- stjórn hugsunarefni út af fyrir sig og sýnir kannski veikleika Alþýðu- bandalagsins í hnotskum. I stað þess að setja fram eigin stefnu í öllum höfuðmálum og skýra kjós- endum undanbragðalaust frá því, hvað flokkurinn sem slíkur stendur fyrir, er búinn til hrærigrautur úr stefnu Alþýðubandalagsins og annarra flokka. Stefnugmndvöll- urinn, sem Alþýðubandalagið ieggur upp með fyrír næstu þing- kosningar, er m.ö.o. málamiðlun. Skýringin á þessu er ekki sáttfýsi Alþýðubandalagsmanna. Ósam- komulagið i flokknum ristir svo djúpt, að þeir geta einfaldlega ekki komið sér saman um afdrátt- arlausa eigin stefnu. í þessu ljósi er það auðvitað bamaskapur hjá Alþýðubandalagsmönnum að Ieggja til, að þeir verði forystuafl nýrrar ríkisstjómar. Flokkur, sem getur ekki mótað sjálfstæða stefnu í stjómmálum, getur ekki verið í forystu fyrir ríkisstjóm. í viðtali við Tímann í gær tekur Jón Baldvin Hannibalsson dræmt í hugmynd Alþýðubandalagsins um nýjajafnaðarstjóm. Hann seg- ir einnig, að óeining sé um þessa hugmynd innan Alþýðubandalags- ins. Viðbrögð Kvennalistans við tilboðinu em ekki á hreinu, en málflutningur þingkvenna flokks- ins á Alþingi sýnir að þær eiga samleið með Alþýðubandalaginu og oft virðist þetta vera sami flokkurinn. Vandi Alþýðubanda- lagsins virðist í þessu sambandi tvíþættur. Annars vegar þarf að sannfæra forystumenn Alþýðu- flokksins um ágæti hins nýja stjómarmynsturs. Það kann að verða erfitt verkefni fyrir kosning- ar, þar sem Jón Baldvin er að ná atkvæðum frá kjósendum Sjálf- stæðisflokksins, sem geta ekki hugsað sér Alþýðubandalagið í ríkisstjóm. Að kosningum loknum er eins víst að Alþýðuflokkurinn gæti hugsað sér samstarf við Al- þýðubandalag og Kvennalista, en þá blasir vonandi við hinn „vand- inn“: áhugaleysi kjósenda og vöntun á þingmeirihluta. Við þær aðstæður er það að sjálfsögðu óskynsamlegt af Alþýðubandalag- inu að útiloka möguleika á ákveðnum tegundum stjómarsam- starfs, eins og gert er í forystu- grein Þjóðviljans í gær. Hugmynd Alþýðubandalags- manna um nýja jaftiaðarstjóm er tilraun til að bijótast út úr þeirri sjálfheldu sem hin slæma ímynd vinstri stjómar hefur skapað flokknum. Miklu skiptir að menn geri sér grein fyrir því að í reynd hefúr flokkurinn þó ekkert annað fram að færa en hina gömlu stefnu vinstri stjómanna, steftiu hafta, stjómlyndis og óráðsíu. „Gerðist allt í einni vindhviðu“ „ÉG er búinn að aka þessa leið i tæp 20 ár, en hef aldrei orðið var við svona hættuleg veður á þessum stað. Þetta gerðist allt í einni vindhviðu - bíllinn skreið til að aftan og fauk út af vegin- um“ sagði Jón Kristófersson, ökumaður langferðabílsins sem fauk út af veginum á Hellisheiði sl. laugardag. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu létust tveir farþeganna. í bflnum voru 5 farþegar auk ökumanns. Jón hlaut sjálfur meiðsl sem hann sagði valda sér töluverð- um óþægindum. Hann komst klakklaust út úr rútunni eftir Ég náði að halda mér og stelpimni Selfossi. „ÉG VEIT nú eiginlega lítið hvað gerðist. Ég náði að gripa i eitt- hvað og halda mér og stelpunni, þegar rútan fór á hliðina. Við hentumst upp og svo í sætið aftur þegar rútan valt,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir Syðra Langholti sem var farþegi i Landleiðarút- unni sem valt ofan við Skiðaskál- ann í Hveradölum sl laugardag. Sigrún sat með dóttur sína fyrir miðri rútunni bílstjóramegin. „Um leið og rútan stöðvaðist rak stelpan upp mikið öskur og þá kom Jón bflstjóri til okkar, en við erum báðar alveg ómeiddar," sagði Sigrún. Hún sagðist hafa talað aðeins við annan manninn sem var fastur undir rút- unni áður en hún fór út og í skjól, en öruggt væri að betra hefði verið að hafa bflbelti og losna við að kast- ast til. „Annars fór ég ekki að hugsa neitt um þetta fyrr en ég kom heim og þá varð maður fyrst hræddur," sagði Sigrún. Sig Jons. - segir ökumaður rútunnar sem fauk útaf vegin- um á Hellisheiði slysið, en fyrsti bfllinn sem kom aðvífandi reyndist vera með lækni innaborðs. „Bfllinn er stór, fjörutíu farþega, en við vorum aðeins sex í honum. Eins og algengt er um rútur í dag er hátt undir bfllinn og það hefur sjálfsagt spilað inn í,“ sagði Jón. Hann sagði að vindhviðan hefði engin boð gert á undan sér. „Ég hef oft ekið þessa leið í mun verra veðri. Þetta gerðist á berangri, þag- ar við vorum að koma upp úr brekkunni fyrir ofan Skíðaskál- ann.“ Af verksummerkjum að dæma virðist rútan hafa fokið til á vegin- um, og þegar hjólin festust í snjó byijaði hún að velta. Hún hefur tekist á loft, oltið á hliðina, síðan áfram á þakið og yfir á vinstri hlið- ina þar sem hún stöðvaðist. Þakið hefur ekki numið við jörð því við- kvæmir gluggahlerar á toppi bflsins eru óskemmdir. Dældir sjást aðeins á vinstri hliðinni, og afturendinn hefur skekkst. Bfllinn hefur verið tekin til viðgerðar. Sig. Jóns. Morgunblaöið/Sig Jóns. Sigrún Guðmundsdóttir Syðra Langholti með dóttur Agnes Böðvarsd sina Söndru Þórisdóttur. „Operuflutningnr á Is- landi í nútíð og framtíð“ Ráðstefna um framtíðarskipulag óperumála ÓPERUDEH.D Félags islenskra leikara heldur ráðstefnu um stöðuna í óperumálum á íslandi dagana 15. og 16. nóvember nk. í Norræna húsinu undir yfir- skriftinni „Óperuflutningur á íslandi i nútíð og framtíð". Ráðstefnan hefst kl. 10.30 á laugardaginn með framsöguerind- um Þuríðar Pálsdóttur, Garðars Cortes, Gísla Alfreðssonar, Ólafs B. Thors, Sveins Einarssonar og Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Að hádegisverði loknum í Norræna húsinu verður ráðstefnugestum skipt í starfshópa og munu þeir m.a. flalla um Þjóðleikhúsið, ís- lensku óperuna, Tónlistarhúsið, stöðu óperusöngvara í íslensku þjóðfélagi, Sinfóníuhljómsveit ís- lands og nám óperusöngvara. Þeir' sem taka vilja þátt í þessum hluta ráðstefnunnar eru beðnir að til- kynna þátttöku í síma 26040 eftir hádegi alla virka daga. Þátttöku- gjald er 400 krónur. Á sunnudaginn er ráðstefnan öll-’ um opin og hefst hún kl. 13.00 með ávarpi Sverris Hermannssonar, menntamálaráðherra. Þar næst gera framsögumenn starfshópa grein fyrir niðurstöðum hópanna. Eftir það verður mælendaskrá opin. í OKTÓBERMÁNUÐI sl. voru skráðir 7700 atvinnuleysisdagar á íandinu öllu. Þetta svarar til þess að 360 manns hafi verið á atvinnu- leysisskrá allan mánuðinn, sem jafngildir 0,3% af mannafla á vinnu- markaði I mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta kem- ur fram í frétt frá Vinnumálaskrif- stofu félagsmálaráðuneytisins. Samkvæmt þessu hefur skráðum atvinnuleysisdögum flölgað um 1000 frá mánuðinum á undan og Júiíus Vífill Ingvarsson, formað- ur óperudeildarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að óperu- flutningur á íslandi stæði af ýmsum ástæðum á tímamótum. Nú væru Þjóðleikhúsið og íslenska óperan atvinnulausum á skrá um 46 manns. Rétt er þó að geta þess að síðasta virkan dag októbermánaðar voru skráðir 480 atvinnulausir á landinu, sem bendir til þess að at- vinnuleysi hafi aukist síðari hluta mánaðarins. Þetta á þó ekki við um höfuðborgarsvæðið og Austurland, þar sem skráðum atvinnuleysis- dögum fækkaði frá mánuðinum á undan. Fjölgun atvinnuleysisdaga á öðrum svæðum er annars vegar vegna tímabundins hráefnisskorts í Atvinnuástand gott ] - segir í frétt frá félagsmálaráðuneytinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.