Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
Aðalfundur LIU:
Stjórnvöld hverfi frá
áformum um olíuskatt
Kristján Ragnars-
son endurkjör-
inn formaður
* Á aðalfundi Landssam-
bands íslenzkra útvegs-
manna, sem haldinn var I
Vestmannaeyjum í lok
síðustu viku, var meðal ann-
ars samþykkt áiyktun um
efnahagsmál, þar sem skor-
að var á stjórnvöld að hverfa
frá áformum um olíuskatt.
Jafnframt var tekið undir
ályktun sjómanna um að tek-
ið verði upp staðgreiðslu-
kerfi skatta. Kristján
Ragnarsson var endurkjör-
inn formaður Landssam-
Aandsins á fundinum. Hér
fara á eftir helztu ályktanir
fundarins og niðurstaða
stjórnarkjörs:
Morgunblaðið/Sigurgeir
Frá aðalfundi LÍÚ
Kristján Ragnarsson
Efnahagsmál
Eftir langvarandi hallarekstur
útgerðarinnar undanfarin ár,
horfír nú betur um afkomuna í
heild á þessu ári. Það er krafa
fundarins að sá ávinningur sem
'riáðst hefur á árinu haldist innan
greinarinnar í þeirri von að rétta
megi við stöðu fyrirtækjanna,
koma lánum í skil og greiða skuld-
ir hennar. Nægir í þessu sambandi
að minna á 1400 milljóna króna
skuld sjávarútvegsins við olíufé-
lögin. Það er álit fundarins að ef
þetta tekst, mundi atvinnugreinin
eflast á ný og nauðsynleg fram-
þróun geta átt sér stað. Megin
forsenda þess, að frátöldum nátt-
úruskilyrðum í hafínu, er að
stöðugleiki sé í efnahagsmálum
þjóðarinnar, og komið verði í veg
fyrir óhóflega þenslu í þjóðarbú-
skapnum, sem gæti leitt til nýrrar
-iðaverðbólgu.
Aðalfundurinn lýsir furðu sinni
yfir því að stjómvöld skuli koma
aftan að sjávarútveginum með
þeirri ætlun sinni að skattleggja
olíunotkun og stefna þannig í voða
afkomu greinarinnar. A sama
tíma og samráðs er leitað hjá sam-
tökunum um virðisaukaskatt
þykir ekki ástæða til að kanna
hug okkar til skattlagningar á
olíu.
Fundurinn skorar á stjómvöld
að hverfa frá áformum um olíu-
skatt, en ítrekar mikilvægi þess
að stjómvöld móti heildarstefnu í
skattamálum sínum, þannig að
•4'omast megi að samkomulagi um
skiptinu þjóðartekna.
Fundurinn vill taka undir álykt-
un sjómanna um að tekið verði
upp staðgreiðslukerfí skatta og
telur að nú sé lag að koma slíku
kerfi á, þar sem verðbólgan hefur
minnkað.
Endurnýjun og úreld-
iug f iskiskipaf lotans
1. Fundurinn telur, að ekki eigi
að endurstofna úreldingar-
sjóð í því formi sem áður
var, heldur verði einstökum
útgerðarmönnum gefinn
kostur á að leggja fjármagn
í nýbyggingarsjóð fyrir sína
útgerð. Það fjármagn myndi
síðan lúta sérstökum skatta-
lögum, þannig að innstæða
þessi verði ekki skattlögð
fyrr en viðkomandi útgerð
er hætt. Eignum úreldingar-
sjóðs skal ráðstafað til
aldurslagasjóðs eða annarra
þarfa útgerðarinnar.
2. Fundurinn telur, að aldur-
slagasjóð skuli Ieggja niður,
þó þannig að greiðslum í
hann skuli haldið áfram til
áramóta og síðan skal eign-
um hans úthlutað með
venjulegum hætti, þar til
þær eru uppumar.
3. Fundurinn telur, að ekki sé
stætt á því, að skip þurfí
að hafa verið 1 ár í rekstri
þeirrar útgerðar sem hyggst
á nýsmíði fískiskips. Þetta
lokar fyrir möguleika á
skiptum á skipum milli
þeirra sem hugsa sér
nýsmíði og þeirra sem halda
áfram útgerð á lakari skip-
um.
4. Fundurinn telur eðlilegt að við
nýsmíði skuli annað skip
tekið úr notkun. Fundurinn
telur rétt, að reglur hvað
snertir stærð á nýsmíði verði
gerðar rýmilegri og sömu
relgur gildi fyrir allar stærð-
ir fískiskipa sem ákveðið
hlutfall af stærð. Fundurinn
telur þó rétt, að veiðiheim-
ildir nýja skipsins verði þær
sömu og gamla skipið hafði.
5. Fundurinn telur, að sömu regi-
ur eigi að gilda um lánafyrir-
greiðslu, hvort sem skip er
smíðað innanlands eða er-
lendis. Fundurinn telur rétt,
að lánshlutfall fískveiða-
sjóðs verði hækkað vegna
þess að úreldingarsjóður var
lagður niður.
6. Fundurinn telur rétt að rýmka
þær lánareglur sem gilda
vegna endurbóta á fískiskip-
um og að lánstími fáist
lengdur. Fundurinn vill enn-
fremur ítreka, að afgreiðsla
fiskveiðasjóðs á lánum og
lánsloforðum verði sem skil-
virkust og gangi hratt fyrir
sig.
Verðlagning- og mat
á fiski
1. Mat á fiski
Ríkismat sjávarafurða verði
lagt niður og verkefni þess fram-
kvæmd á eftirfarandi hátt:
a) í hverri verstöð verði skipuð
nefnd útgerðarmanna, sjó-
manna og fískkaupenda, sem
sjái um framkvæmd fersk-
físksmat, þ.m.t. um lausn á
hugsanlegum ágreiningi.
b) Eftirlit með búnaði fískiskipa
verði í höndum Siglingamála-
stofnunar, en eftirlit með
búnaði fískvinnslustöðva verði
hjá Vinnueftirliti ríkisins.
c) Afurðamat verði alfarið í hönd-
um útflutnings- og söluaðila.
2. Verðlagning á fiski
Fundurinn fagnar þeim skref-
um sem stigin hafa verið til
fijálsrar verðlagningar á físki.
Fundurinn telur þó, að nægjanlegt
sé, þegar eðlilegar markaðsað-
stæður eru fyrir hendi, að Verð-
lagsráð geti ákveðið með
einföldum meirihluta, hvort verð-
lagning skuli vera frjáls á einstök-
um fisktegundum.
3. Frjáls fiskmarkaður
Fundurinn styður tilraun til að
stofna fískmarkað á íslandi og
telur nauðsynlegt að fylgst sé
náið með áhrifum hans á byggða-
þróun. Einnig leggur fundurinn
áherslu á að markaðurinn geti
svarað því, hvort fískvinnsla hér-
lendis geti greitt hærra verð en
nú er.
Stjórnarkjör
Kristján Ragnarsson var endur-
kjörinn formaður. Aðrir í stjóm
vom kosnir til 3ja ára: Brynjólfur
Bjamason, Reykjavík, Hilmar
Rósmundsson, Vestmannaeyjum,
Ingvar Hólmgeirsson, Húsavík,
Tómas Þorvaldsson, Grindavík,
Vilhelm Þorsteinsson, Akureyri.
Stjóm LÍÚ er skipuð 15 mönn-
um og vom fyrir í stjóm: Finnur
Jónsson, Stykkishólmi, Gísli Jón
Hermannsson, Reykjavík, Guð-
mundur Guðmundsson, Isafirði,
Guðrún Lámsdóttir, Hafnarfirði,
Hallgrímur Jónasson, Reyðarfírði,
Haraldur Sturlaugsson, Akranesi,
Jakob Sigurðsson, Reykjavík, Ól-
afur Björnsson, Keflavík, Sverrir
Leósson, Akureyri.
7,25% ársvextir unifram vísitölu
100 ára Afmælisreikningur Landsbankans er yfirburöa
ávöxtunarieið. Hann er verðtryggður og gefur að auki 7,25%
ársvexti. Samt er hann aðeins bundinn í 15 mánuði. Til dæmis
samsvaraði ársávöxtunin frá afmælisdegi bankans 1. júlí sk til
septemberloka 19,9%.
Stofiiaðu Afinæiisreikning fyrir áramót
Afmælisreikningurinn er bundinn við 100 ára afmæli Landsbank-
ans. Þess vegna þarf að stofna hann áður en afmælisárinu
lýkur um næstu áramót.
Afmælisreikningurinn er innlánsform sem allir peningamenn
geta mælt með.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna