Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
25
Noregur:
Fimmtug
og móðir í
fjórða sinn
Ósló, frá Jaii Erík Laure, fróttarítara
Morgunblaðsins.
AUD Johannessen í Björgvin er
í sjöunda himni enda nýorðin
móðir í fjórða sinn, fimmtug að
aldri. Þykir það jafnan í frásögur
færandi þegar svo fullorðnar
konur fæða barn. Gerðist það
síðast í Noregi snemma á fyrra
áratug.
„Þetta er yndislegt kríli, það
verður gaman að fá litlu stúlkuna
heim,“ sögðu þau hjónin Aud og
Ame Johannessen, sem bæði urðu
fímmtug fyrir skömmu. Eiga þau
þijú böm fyrir, það jmgsta 11 ára,
og urðu amma og afi í fyrra. „Ég
veit, að það getur verið áhættusamt
að eiga barn á þessum aldri en nú
er ég feginn að ég lét verða af
því,“ segir Aud en þau Ame segj-
ast ekki ætla að eiga þau fleiri.
ERLENT
Til mikilla óeirða kom í gær Dhaka í Bangladesh þegar lögregla hóf skothríð á fjölda manns sem
safnast hafði saman til að mótmæla ofríki stjómar Hussains Muhammad Ershad. A myndinni sést
hvar lík 14 ára gamals drengs er borið burt.
AP/Símamynd
Óeirðir í Bangladesh
Bildam Sonntag:
SS-menn skutu Joseph Kennedy
Bonn, Reuter.
JOSEPH, sem var elstur
Kennedy-bræðranna, fórst
ekki með sprengjuflugvél
sinni yfir Ermarsundi árið
1944 eins og talið hefur ver-
ið, heldur féll hann fyrir
byssukúlum þýskra SS-
manna. Kom þetta fram í
vestur-þýsku dagblaði um
siðustu helgi.
í slqölum bandaríska flug-
hersins stendur skrifað, að
Joseph, einn fjögurra sona
auðkýfíngsins Josephs
Kennedy og konu hans, Rose,
hafí líklega farist þegar
sprengjuflugvél hans sprakk í
lofti yfír Ermarsundi árið
1944.1 grein í blaðinu Bild am
Sonntag er öðru haldið fram.
Þar er það haft eftir fyrrum
foringja í þýsku loftvamasveit-
unum, Karl Heinz Wahn, að
menn hans hafí skotið niður
B-17-flugvélina og að Joseph,
sem þá var 29 ára gamall, og
annar bandarískur flugmaður
hafí bjargað sér til jarðar í
fallhlíf. Lentu þeir í Frakklandi
og tók Wahn þátt í yfirheyrsl-
unum yfír Joseph.
Wahn segir, að Joseph og
félagi hans hafí verið sendir
áleiðis í fangabúðir en á leið-
inni þangað reyndu þeir að
flýja. Köstuðu þeir sér til sunds
í Ome-fljóti og ætluðu augljós-
lega að reyna að komast að
bresku víglínunni en SS-
mennimir skutu þá til bana
úti í vatninu. Sagði Wahn, að
Joseph hefði verið lagður í
ómerkta gröf í hermannagraf-
reitnum í Fontenay í Frakk-
landi.
Valdaráná
Filippseyjum
yfirvofandi?
Manila, Reuter, AP.
JUAN Ponce Enrile, vamarmála-
ráðherra Filipseyja, hefur
gagnrýnt stjórn Corazon Aquino
harkalega með þeim afleiðingum
að orðrómur um valdarán hefur
komist á kreik. Hann aflýsti í
gær ræðu við málsverð með evr-
ópskum kaupsýslumönnum.
Talsmaður vamarmálaráðher-
rans sagði að Enrile ætlaði ekki að
halda fleiri ræður þessa viku og er
það óvenjulegt hjá manni, sem að
meðaltali flytur fjórar ræður á viku:
„Enrile hefíir ákveðið að hætta að
tala,“ sagði talsmaðurinn.
Foringjar í hemum, sem hafa
verið nánir Enrile, voru heldur ekki
til viðtals og gaf það orðrómnum
um valdarán byr undir báða vængi.
Talið var að líkur á valdarani
hersins hefðu stóraukist, eftir að
tilraunir stjómarinnar til að semja
um vopnahlé við uppreisnarmenn
kommúnista höfðu farið út um þúf-
ur.
Sjálf er Corazon nú í fjögurra
daga opinberri heimsókn í Japan
og er markmiðið að fá Japani til
að veita Filippseyjum stórfellda
efnahagsaðstoð til uppbyggingar
atvinnulífinu í landinu. Áður en
Corazon fór að heiman, varaði hún
andstæðinga sína innan hersins við
því, að hún myndi skjóta máli sínu
til þjóðarinnar og kalla milljónir
manna út á stræti og torg til stuðn-
ings við sig, ef valdarán yrði reynt.
Aquino ítrekaði þessi orð sín í Jap-
an í gær.
Gengi gjaldmiðla
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR lækkaði
gagnvart flestum helztu gjaid-
miðlum heims í gær. Síðdegis í
gær kostaði sterlingspundið
1,4385 dollara í London (1,4385),
en annars var gengi dollarans
þannig, að fyrir hann fengust
2,0365 vestur-þýzk mörk
(2,0445), 1,6880 svissneskir
frankar (1,7008), 6,6525 franskir
frankar (6,6825), 2,3000 hollenzk
gyllini (2,3115), 1.408,50 ítalskar
lírur (1.414,80), 1,3871 kanadi-
skir dollarar (1,3875) og 162,22
jen (162,65).
GuU lækkaði um nær 5 dollara
únsan og var verð þess 405.00
dollarar hver únsa (411,50).
Selma
MÁ ÉG í FANG
ÞÉRFÆRA sB
Júlíus Vífill
Ingvarsson
Guðrún
Tómasdóttir
Ólafur Vignir
Albertsson
Út er komin hljómplata með 24 sönglðg-
um eftir Selmu Kaldalóns og ber hún
heitið: Má ég í fang þér færa. Flytjendur
eru eftirtaldir þjóðkunnir listamenn:
Kristinn Elísabet F. Elín Jónas
Sigmundsson Eiríksdóttir Sigurvinsdóttir Ingimundarson
Eyjólfur Melsted segir í tónlistargagnrýni um plötuna í DV 31/10 meðal annars:
„Til að flytja lög Selmu Kaldalóns á umræddri plötu eru fengnir valinkunnir lista-
menn og þeir hafa allir sem einn lagt sitt besta af mörkum.“ Og síðar segir hann:
„Sameiginlegt er öllum flytjendum, jafnt söngvurunum sem meðleikurunum báð-
um, sú einstæða alúð sem þeir leggja í fiutninginn. Ekki svo að skilja að þetta fólk
sé ekki vant að vanda til sinna verka, en sjaldan eða aldrei hefur alúðin verið
jafn auðfundin hjá þeim sem á þessari plötu, enda gefa lögin kannski tilefni til þess.“
Hljómplatan fæst í flestum hljómplötuverzlunum um land allt.
Dreifingu annast Öm og Örlygur. Utgefandi.