Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 15 til viðgerða ef á þyrfti að halda. A aðalfundi slysavamasveitar- innar Stefáns, sem haldinn var í janúar 1986, var síðan einróma samþykkt að byggja skála og leita samvinnu við SVFÍ um það mál. Skipuð var framkvæmdanefnd, Kistufellsnefnd, og henni gefnar ftjálsar hendur um hvemig að þessu skyldi standa. Byrjað var á að kynna hugmyndina fyrir Hannesi Hafstein, framkvæmdastjóra SVFÍ. Honum leist strax vel á og leið ekki á löngu þar til stjóm SVFÍ hafði samþykkt myndarlega fjár- veitingu til verksins. Kröfluvirkjun var um þessar mundir að losa sig við talsvert magn af vinnubúðum, m.a. svokall- aða vegagerðarskúra. Einn slíkan gaf virkjunin til þessara nota. Hann er 2,5x6 m og hentar vel sem svefn- skáli. Þá vantaði sleðaskýli. Því var ákveðið að byggja annan skála sem nýta mætti sem forstofu og viðgerð- araðstöðu fyrir vélsleða. Tvisvar sl. vetur vom gerðir út vélsleðaleiðan- grar vegna skálabyggingar. Annar þann 6.-7. febrúar. Þá var farið á jökulinn við Kistufell og ekið á Bárðarbungu og þaðan í Gæsavötn og heim. Hin ferðin var farin 16. Svefnskálanum lyft upp á flutningabíl. Ljósm. Hörður Sigurbjamarson apríl á 5 sleðum. Þá var skálastæð- ið endanlega valið austan í hnjúk sem ber hæðartöluna 1,143 m og er u.þ.b. 2,5 km norðvestan við Kistufell. í byijun maí hófst svo Kistufells- nefnd handa við sjálfa skálabygg- inguna og var upp frá því unnið fast hvem laugardagsmorgun en síðustu vikumar meira og minna flesta daga þar til skálarnir vom tilbúnir til flutnings í júlílok. Það skal tekið fram að allt starf er að sjálfsögðu unnið í sjálfboðavinnu og ýmsir fleiri en heimamenn komu þar við sögu. Einn daginn komu t.d. tveir smið- ir í heimsókn frá Húsavík og settu saman kojumar 10. Útihurðin var smíðuð á Húsavík, reykrörið og reykofninn á Akureyri og eldhús- innréttingin í Kópavogi. Þá var vélunnið timbur o.fl. gert á verk- stæði Laxárvirkjunar í Aðaldal, o.s.frv. Em þeim mönnum sem hér eiga hlut að máli færðar bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Dagana 25.-27. júlí lágu slysa- vamasveitarmenn í tjöldum við Kistufell í norðan kalsa og súldar- veðri. Þá helgi vom steyptar undirstöður. En fimmtudaginn fyrir verslunarmannahelgi vom skálarnir loks hífðir upp á tvo tmkka tveggja drifa og haldið til fyalla. Og á föstu- dag var síðan hafist handa við uppsetninguna sem lauk síðla laug- ardags. Að henni lokinni var nafnspjald skálans afhjúpað með viðhöfn. Skálinn heitir Kistufell og nafnið afhjúpaði 6 mánaða gömul stúlka, en hún var yngst í þessum 42 manna hópi slysavamafólks sem dvaldist í Kistufelli um þessa helgi. Síðan var skálað í kampavíni og haldin grillveisla sem endaði með dansi kringum heilmikið bál sem krakkamir kveiktu þegar rökkva tók á kvöldið. A sunnudagsmorgun var svo haldið inn að jökli um hina nýlögðu og merktu slóð og deginum eytt á jöklinum við allskonar skemmtan. Vélsleðar drógu skíða- fólk upp meira en km langa brekku, ekið var á bflum upp á jökulinn og gengið á Kistufell. Logn var og sólskin þennan dag og mun hann seint gleymast þeim er þama voru staddir. Mánudagurinn var síðan notaður til heimférðar. Helgina 4.-5. okt. var svo farin síðasta vinnuferðin í Kistufell. Fullnaðarfrágangi lokið og skálinn búinn undir veturinn. Við sem að þessari skálabyggingu stöndum viljum taka það fram að þetta er fyrst og fremst hugsað sem neyðar- skýli og aðstaða fyrir slysavama- sveitir við æfingar og björgunar- störf. Hann verður engu að síðu hafður opinn, a.m.k. um vetrar- tímann, og biðjum við þá sem koma til með að nota hann að ganga vel um skálann og umhverfi hans. Höfundur eríslysa vam asveitinni Stefáni, Mývatnssveit. Ekið yfir eina ána á leiðinni. L^m. stefta Gunn. Undirstöður steyptar. Ljósm. Hörður Sigurbjarnarson Ennerhitastillta bað- blöndunartækiðfrá Danfoss nýjung fyrir mörgum. Hinirsemtil þekkja njóta gæða þeirra ogundrast lágaverðið. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK. NYR OG FULLKOMNARI OFNHITASTILLIR FRÁ DANFOSS sjálfvirkum ofnhitastillum heldur orkukostnaði í lágmarki. Leitið ráða hjá okkur. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 ,SÉRFRÆÐIÞ,JÓNUSTA-LAGER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.