Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
17
Mikill fjöldi leikenda tekur þátt i sýningunni.
Ó, þú, Rómeo
Leiklist
Jóhanna Kristjónsdóttir
Leikfélagið að Sólheimum
sýndi Rómeó og Júlíu eftir
Shakespeare
Tónlist: Sergei Prokofiev
Leikstjóri, leikmynd og tónlist-
arval: Kristina E.Noren
Búningar: Kersten Anderson
og Elisabet Johanson
Leiktjöld og leikmunir: Hrafn-
kell Karlsson
Ljós: Gylfi G. Kristinsson og
Guðjón Sigmundsson
Undanfarin ár hefur verið heil-
mikil gróska í leiklistar- og
menningarstarfínu að Vistheimil-
inu Sólheimum í Grímsnesi og í
fyrra lagði hópurinn m.a. land
undir fót og sýndi í Félagsheimil-
inu á Seltjamamesi við góðar
undirtektir. Þegar þetta er skrifað
hafa sýningar eingöngu verið að
Sólheimum og fara fram í nýju
og myndarlegu íþróttahúsi staðar-
ins. A þeirri sýningu, sem ég var
á, sl. laugardag, var fjöldi áhorf-
enda og sýningunni tekið af mikilli
hrifningu.
Aðdáunarvert er að gefa Sól-
heimafólki kost á að taka þátt í
leiklist, sem er áreiðanlega til
þess fallið að þroska og aga, liðka
og kæta. En kannski er í fullmik-
ið ráðist að taka Rómeó og Júlíu
fyrir. Samt tókst þetta allt ótrú-
lega vel, leikendur sýndu við-
felldna virðingu gagnvart verkinu
og allir lögðu sig óumdeilanlega
fram. Leikstjóri hefði að ósekju
mátt auka á tempóið í sýning-
unni, enda fannst mér leikendur
það öruggir, flestir, að óhætt hefði
verið að reyna það.
Sérstaklega fannst mér ganga
full rólega fyrir sig, þegar Júlía
hefur lagzt til svefns og martröð
hennar byijar um, hvort hún eigi
að taka inn lyfíð eður ei. Leikstjór-
inn hefði átt að stytta þetta atriði.
En þetta eru smáatriði, miðað
við það, hversu flest í sýningunni
var ljómandi vel lukkað. Ótrúleg
vinna, samstilling og dugnaður
liggur að baki, sem er lofsverð
og hlýtur að vekja ósvikna hrifn-
ingu.
vi I
AUK hf. 3.158/SlA