Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 • Ib Frodriksen • Michael KJeldsen • Mark Christiansen • Morten Frosí! Norðurlandamótið í Badminton: Bestu badmintonmenn Norð- urlanda íHöllinni um helgina NORÐURLANDAMÓTIÐ í bad- rninton verður haldiö í Laugar- dalshöllinni um næstu helgi. Á laugardaginn kl. 9 hefjast undan- rásir í einliðaleik en sjálft mótið kl. 12. Sfðustu leikirnir á laugar- daginn verða kl. 18. Undanúrslit byrja kl. 9 á sunnudaginn en úr- slitaleikirnir hefjast kl. 14. Af þessu tilefni verður hór fjall- að um badminton sem keppnisf- þrótt og keppendur kynntir. Badminton sem keppnisíþrótt Þegar miðað er við árangur á heimsmælikvarða er badminton talin vera erfiðasta spaðaíþróttin. Sá einfaldi leikur a<- koma boltan- um í gólfið hjá andstæðingnum getur orðið ótrúlega margþættur. Eiginleikar badmintonboltans eru einstakir. Hægt er að slá hann ofurlétt þannig aö hann svífur á fjöðrunum eða smassa hann af feikna afli og þá getur hann náð hraða sem jafngildir 250 km/klst. Þetta gefur möguleiku á mjög fjöl- breyttum leik sem sífellt er að þróast. Það getur veriö erfitt fyrir íþróttaáhugamenn sem ekki þekkja badminton að gera sér grein fyrir þvílík átök felast í einum leik. Flestir hafa aðeins séð gott badminton í sjónvarpi en það gefur því miður alls ekki rétta mynd af leiknum. Það þykir gefa besta sjón- arhornið að sjónvarpsmyndavélun- um sé stillt upp við annan enda vallarins í nokkurri hæð. Við það --/iregst myndin mikið saman og hreyfingar ieikmannanna fram og aftur á vellinum sjást illa. Á Norð- urlandamótinu gefst fólki því gott tækifæri til að sjá lifandi badmin- ton eins og þaö gerist best í heiminum. Erv til þess að átta sig betur á hvað gengur á í einum badminton- leik er einmitt athyglisvert að skoða tölfræðilegan samanburð sem gerður var í Bandaríkjunum, á tveimur íþróttaleikjum sem hátt bar á síöastliðnu ári. Þar er annars- vegar úrslitaleikurinn í Wimbledon tenniskeppninni á milli þeirra Boris Becker og Kevin Curren og hins- vegar úrslitaleikurinn í heims- meistarakeppninni í badminton í Kanada á milli þeirra Morten Frost og Han Jian. Það tók Becker 3 klukkustundir og 18 mínútur að sigra tennisleik- inn, 6—3, 6—7, 7—6, 6—4. Han Jian sigraði Morten Frost hins veg- ar á 1 klukkstund og 16 mínútum, 14—18, 15—10, 15—8. Það mætti halda að tenniskeppendurnir hefðu erfiðað meira en lítum nánar á þetta. Athugunin sýndi að af þeim 198 mínútum sem Wimble- don leikurinn stóð var boltinn í leik í innan við 18 mínútur. í HM- keppninni var boltinn í leik í 37 mínútur af þeim 76 sem leikurinn varði. Það þýðir að virkur tími í tennis er aðeins 9% en 48% í badminton. Ef við köllum það seríu þegar boltinn gengur viðstöðulaust á milli leikmanna, þá voru leiknar 229 séríur í Becker—Curren leikn- um. í þeim var boltinn sleginn samtals 1004 sinnum og þá eru misheppnaðar uppgjafir taldar með. í Frost—Jian leiknum voru 146 seríur en í þeim var boltinn sleginn 1972 sinnum. Þetta þýðir að í hverri badminton-seríu gengur boltinn á milli leikmanna 13,5 sinn- um án þess að vera úr leik en í tennis-seríunni aöeins 4,4 sinnum. Að lokum var athugaö hvaða vegalengdir leikmennirnir hlupu á meðan leikurinn stóð og komu tennismennirnir út með 3,7 km á 198 leikmínútum en badminton- mennirnir með 7,3 km á 76 leikmínútum. Þetta ætti að gefa vísbendingu um þau átök sem felast í einum badmintonleik. Úthaldið er talið það mikilvægt í leiknum að það þykir nánast útilokað að leikmaður sem er eldri en 28 ára geti orðið heimsmeistari í einliðaleik. ( mál- gagni Alþjóða badmintonsam- bandsins (IBF) hefur sú tillaga komið fram í alvöru að breyta leik- reglunum þannig að keppendur fái að hvílast í 2—3 mínútur í hvert sinn sem hægt er að deila með fimm í samanlagða stigastöðu. Það þýðir að í einni Iptu sem færi í upphækkun yrði hvílt 6 sinnum. Nú er meira áberandi en áður að leikmenn í fremstu röð í heimin- um einbeiti sér að einni grein. Það þekkist að vísu að tvíliðaleiksmenn leiki tvenndarleik og öfugt en þeir sem leika einliðaleik koma ekki nálægt öðru í neinni alvöru. Badminton á heimsmælikvarða . íþróttin er nú stunduð í sífellt fleiri löndum og keppendur sem ná heimsklassa koma nú víða að. Það fer þó ekki hjá því að ákveðin svæði haldi meira upp á íþróttina en önnur. Allir sem hafa dvalið í Danmörku vita hvernig Danir láta með sitt badminton sem er auðvit- að í fremstu röð í heiminum. Svíar íslensku þátttakendurnir Það land sem heldur Norðurlandamótið nýtur þeirra forréttinda að það má fyllla upp þau sæti sem hinar þjóðirnar nýta ekki. Það verða því 17 keppendur sem taka þátt í mótinu fyrir íslands hönd og þarna fá því margir kærkomið tækifæri til að taka þátt í móti á heimsmælikvarða. Ármann Þorvaldsson (17) Unglingalandsliðsmaður sl. vetur og hefur leikið 7 unglinga- landsleiki. Fer stöðugt fram og er nú farinn að ógna mörgum af okkar sterkustu leikmönnum. Keppir í tvíliðaleik ásamt Gunn- ari. Árnl Þór Hallgrímsson (18) 11 landsleikir Er alinn upp í hinu öfluga ungl- ingastarfi Skagamanna og nú einn af okkar bestu mönnum í öllum greinum. Margfaldur ungl- ingameistari og sterkasta vopn okkar í unglingalandsliðinu á undanförnum árum. Náði mjög góðum árangri í Evrópukeppn- inni síðastliðiö vor. Hefur óborg- anlegan stíl sem gaman er að sjá. Keppir í öllum greinum á NM, í tvíliðaleik með Jóhanni og tvenndarleik með Elísabetu. Ása Pálsdóttir (17) 4 landsleikir Kemur frá Akranesi eins og Árni Þór. Upprennandi leikmaður sem er að komast í fremstu röð og líkleg til að ná langt. Margfald- ur unglingameistari. Keppir í einliöaleik og tvíliðaleik með Guðrúnu. Broddi Kristjónsson (25) 61 landsleikur Fremsti leikmaður landsliðsins um árabil. Hefur unnið 17 ís- landsmeistaratitla í einliða- tvíliða- og tvenndarleik. Er mjög tekniskur og agaður leikmaður sem sífellt stefnir hærra. Keppir í öllum greinum á NM, í tvíiiöa- leik með Þorsteini Páli og tvenndarleik með Kristínu. Elísabet Þórðardóttir (20) 25 landsleikir íslandsmeistari f tyíliðaleik 1984—86. Núverandi íslands- meistari í einliöaleik. Er í stöðugri framför og á hennar bestu dög- um erlendis hefur hún unnið mjög glæsilega sigra. Keppir í öllum greinum á NM, í tviliðaleik með Þórdísi og tvenndarleik með Árna Þór. Guðmundur Adolfsson (25) 47 landsleikir Einn traustasti leikmaður okk- ar á undanförnum árum. Hefur stöðugt haldið hinum bestu við efnið og varð íslandsmeistari í einliðaleik 1985 og í tvíliðaleik 1982. Keppir í einliöaleik og tvíliðaleik með Pétri. Guðrún Júlfusdóttir (18) Helsti máttarstólpi okkar í unglingalandsliðinu á undanförn- um árum og hefur leikið 23 unglingalandsleiki. Keppir í ein- iiðaleik og tvíliðaleik með Ásu. Gunnar Björgvinsson (17) Er að komast í fremstu röð leikmanna okkar, einkum sterkur ítvíliðaleik. Hefur unnið unglinga- meistaratitla í tvíliðaleik og er nú í unglingalandsliðshópnum. Keppir í tvíliðaleik með Ármanni. Indrlði Björnsson (21) Var um árabil í unglingalands- liðinu og lék með því 13 lands- leiki. Hefur enn ekki alveg náð á toppinn en er harður leikmaður sem gefst aldrei upp. Keppir í einliðaleik sem er hans sterkasta grein. Inga Kjartansdóttir (21) 10 landsleikir Er margfaldur unglingameist- ari og heldur nú hinum stúlkun- um stöðugt við efnið. Mikil baráttukona og einkum sterk í tvíiiða- og tvenndarleik. Keppir í tviliðaleik með Kristínu og tvenndarleik með Þorsteini Páli. Jóhann Kjartansson (27) 36 landsleikir Einn af fremstu leikmönnum okkar sl. 10 ár. Fyrrum margfald- ur íslandsmeistari en nú einkum sterkur í tvíliðaleik. Hefur mikla tækni og fallegan stíl sem gaman er að horfa á. Er þjálfari TBR. Keppir í öllum greinum á NM, í tvíliðaleik með Árna Þór og tvenndarleik með Þórdísi. Kristín Magnúsdóttir (24) 52 landsleikir Fremsti leikmaður okkar i kvennaflokki um árabil. Hefur náð 16 íslandsmeistaratitlum. Mjög leikreynd og traust. Leikur í öllum greinum á NM, í tvíliða- leik með Ingu og tvenndarleik með Brodda. Pétur Hjálmtýsson (21) Margfaldur únglingameistari. Var í unglingalandsliðinu og lék með því 5 landsleiki. Er einkum sterkur i tvíliðaleik og leikur með Guðmundi á NM. Sigfús Ægir Árnason (32) 51 landsleikur. í hópi landsliðsmanna frá 1975. Hefur náð bestum árangri í tvíliðaleik og varð íslandsmeist- ari 1979 og 1983. Hefur alltaf náð góðum árangri og sennilega unnið fleiri silfurverðlaun en nokkur annar. Keppir í tvíliðaleik á NM með Snorra. Snorri Ingvarsson (19) 1 landsleikur. Einn af bestu unglingaleik- mönnum okkar, einkum í tvíliða- leik. Margfaldur unglingameist- ari. Á örugglega eftir að verða einn af okkar bestu mönnum. Keppir í tvíliðaleik með Sigfúsi. Þórdís Edwald (20) 41 landsleikur. Margfaldur íslandsmeistari í einliða- og tvíliðakeik. Hefur verið í fremstu röð hér á landi sl. 5 ár. Nær ávallt stöðugum og góð- um leik. Leikur í öllum greinum á NM, í tvíliöaleik með Elísabetu og tvenndarleik með Jóhanni. Þorsteinn Páll Hængsson (22) 28 landsleikir. íslandsmeistari í tvíliðaleik 1984 og einn af fremstu leik- mönnum okkar í einliðaleik og tvenndarleik. Leikmaður sem ör- ugglega á eftir að ná enn lengra. Leikur í öllum greinum á NM, í tvíliðaleik með Brodda og tvenndarleik með Ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.