Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 ÚTVARP / SJÓNVARP Meistari G átturinn með Guðbergi Bergs- syni rithöfundi fór vel fram á skjá íslenska ríkissjónvarpsins síðastliðið mánudagskveld. Guð- bergur virtist í góðu formi eins og sagt er og spyrillinn Steinunn Sig- urðardóttir sömuleiðis. Einkum dáðist ég þó að hálstaui Guðbergs og hárgreiðslu frú Steinunnar. Þau Steinunn eru mjög vel máli farin og háttprúð og mikill munur hér á og þegar þeir „pönkaramir" Bubbi Mortens og Megas mættu í kvöldstundina hjá Hrafni. Hlýtur þjóðin að fagna því að eiga jafn virðulega, háttvísa og huggulega listamenn og Guðberg Bergsson. Verð ég að segja alveg eins og er að mér fannst afar óviðkunnanlegt hjá Steinunni að minnast á eina þekktustu bók Guðbergs: Tómas Jónsson metsölubók. Til allrar ham- ingju tókst Guðbergi loks að sannfæra frú Steinunni um að hann vildi sem minnst vita af þeirri bók og kvaðst hann alls ekki vilja láta endurprenta þetta „æskuverk" því einsog Guðbergur sagði réttilega ... Ég lifi ekki í fortíðinni, ég horfí stöðugt til framtíðarinnar. Þannig listamenn elskar íslenska þjóðin en ekki þessa drusluklæddu gaura sem eru að burðast við að dreifa Qölrituðum bæklingum í kringum Mokka. Guðbergur Bergsson þarf til allr- ar hamingju ekki að blanda geði við slíka menn lengur, hann hefir fundið sinn rétta stað í lífinu og unir sér nú í hópi vel upplýstra og framsækinna bókmenntafræðinga, atvinnurithöfunda og viðskipta- fræðinga í hinu glæsilega musteri Máis og menningar. En það ágæta forlag getur nú í krafti blómlegrar bókasölu einbeitt sér að vönduðum útgáfum framsækinna rithöfunda. Vona ég svo sannarlega að Guð- bergur Bergsson verði ekki framar markaðsfærður nema í vönduðu bandi helst leðri. Við verðum jú að gera skýran greinarmun á fram- sæknum og vönduðum alvörurithöf- und og þessum róttæklingum er híma á Mokka. Fólk er líka farið að gera meiri kröfur en áður um útlit og frágang bóka. Við sjáum bara hvað er að gerast hjá gjafa- vöruverslununí. Fólk vill ekki lengur íjöldaframleitt drasl, það vill helst listiðnaðarvörur er setja sérstæðan svip á heimilið og svo er jú leður í tísku. Bækur með trosnuðu bandi sjást varla lengur í betri húsum að minnsta kosti. Nú halda lesendur vafalaust að undirritaður hafi verið alsæll með spjallþátt þeirra Steinunnar Sigurð- ardóttur og Guðbergs Bergssonar. Ég var mjög hrifínn af fágaðri framkomu þeirra listsystkinanna en tókuði eftir bókahrúgunni á inn- skotsborðinu er skildi þau frú Steinunni og Guðberg að? Hvað á að þýða að sulla svona bókunum á borðið einsog einhverju drasli? Hafa þessir menn engan sans fyrir smekklegri uppröðun lista- verka? Hér hefði verið við hæfí að leita til auglýsingateiknara en eins og allir sæmilega upplýstir menn vita eru auglýsingateiknarar senni- lega einhver mikilvægustu tannhjól þeirrar miklu vélar er knýr bókaút- gáfuna, sumir segja að þeir séu mikilvægari en rithöfundamir því eins og einn ágætur auglýsinga- stofueigandi sagði þá ræður útlit bókanna miklu um jólabókasöluna, kannski mestu. Róttæklingamir á Mokka virðast ekki hafa gert sér grein fyrir þessari grundvallarstað- reynd íslensks bókamarkaðar og það er sárara en tárum taki að jafn glögg manneskja og Steinunn Sig- urðardóttir skuli ekki hafa komið auga á þessa einföldu staðreynd þá hún hvolfdi bókunum hans Guð- bergs á innskotsborðið. Kannski hefir Guðbergur ráðið þessu, hann er jú hinn mesti húmoristi. Ólafur M. Jóhannesson Umsjónarmenn þáttarins, þau Jón Hákon Magnússon, Elísabet Sveinsdóttir og Ólafur Hauksson, en Tage Ammendrup segir þeim til. Rás 1: Fjallað um börn og skóla í dagsins önn ■■■■ í þætti sínum í -| q 30 Ríkisútvarpinu ætlar Sverrir Guðjónsson að fjalla um málörvun yngri bama. Um þessar mundir er unnið að því markvisst að örva böm til máls og auka hjá þeim orðaforðann, m.a. með ýmsum leikjum, þulum og rímum. Frá þessu segir Sverrir nánar í þætti sínum. Þá flytur Jón Símann pistil um sjónvarpsgláp bama og áhrif þess á sál- arlífið, auk þess sem að litið verður inn í skóla í Reykjavík og þau spurð frétta. RÚV Sjónvarp: * I takt við tímann á elliheimili ni—iH Á dagskrá sjón- on 05 varpsins í kvöld verður þátturinn I takt við tímann, en hann er í umsjá þeirra Élísabetar Sveinsdóttur, Jóns Hákons Magnússonar og Ólafs Haukssonar. í kvöld verður það Ólafur Hauksson, sem hefur yfimmsjón með þættinum. Þættimir em sendir út beint frá stöðum öðmm en sjónvarpssal og í kvöld verður hann sendur út frá Hrafnistu í Hafnarfirði. Að venju verða margir efnis- liðir til umfjöllunar, en nú verður það að nokkm tengt gamla fólkinu, á léttu nót- unum. — M.a. verður rætt við einn eldhressan á 94 aldursári, sem gætir lítils afkomanda síns dag hvem. Talað verður við Valdi- mar Öm Flygenring, en hann hefur sem kunnugt er leikið í auglýsingum hins þekkta tískufyrirtækis Cal- vins Klein. Vegna þessa verður auglýsingin sýnd í þættinum og verður það líklega í eina skiptið sem hún verður sýnd hér á landi. Þá verður spjallað við Ingva Ingvarsson, sendi- herra, og hann spurður hvort „diplómatar geri annað en að drekka brennivín", eins og Ólafur Hauksson orðaði það. Margt fleira verður til gamans gert; fjallað verður um innkaupaferðir til Glas- gow, Jellý-systur koma í heimsókn, Sigmar B. Hauksson kynnir fjalla- lambið sjálft og ótal margt fleira. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 6.46 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Páll Benediktsson, Þorgrimur Gestsson og Guömundur Benediktsson. Fréttir eru sagöar kl. 7.30 og 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru lesn- ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barn- anna: „Maddit" eftir Astrid Lindgren. Sigrún Árnadóttir þýddi. Þórey Aöalsteins- dóttir les (13). 9.20 Morguntrimm — Til- kynningar. 9.35 Lesiöúrforustugreinum dagblaðanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.10 Veöurfregnir 10.30 Áður fyrr á árunum. Umsjón. Agústa Björns- dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 islenskt mál. Endurtek- inn þáttur frá laugardegi sem Guðrún Kvaran flytur. 11.18 Morguntónleikar. a. Fiðlusónata í E-dúr op. 27 eftir Christian Sinding. Örnulf Boye hansen og Benny Dahl-Hansen leika. b. Tom Kruse syngur lög eftir Jean Sibelius. Irwin Gage leikur meö á píanó. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Börn og skóli. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 14.00 Miödegissagan: „ör- lagasteinninn" eftir Sigur- björn Hólmebakk. Siguröur Gunnarsson les þýðingu sína (7(. 14.30 Segöu mér að sunnan. Elllý Vilhjálms velur og kynn- ir lög af suörænum slóöum. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Á Vest- fjörðum. Umsjón. Finnbogi Hermannsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórn- endur: Kristín Helgadóttir og Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Síðdegistónleikar. a. Strengjakvartett nr. 1 í e-moll eftir Bedrich Smet- ana. Julliard-kvartettinn leikur. b. Slavneskir dansar eftir Antonín Dvorák. Bracha Eden og Alexander Tamir leikar fjórhent á píanó. 17.40 Torgiö — Samfélags- mál. Umsjón: Bjarni Sig- tryggsson og Anna G. Magnúsdóttir. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Létt tónlist 20.00 Ekkert mál. Bryndís Jónsdóttir og Sigurður Blöndal sjá um þátt fyrir ungt fólk. 20.40 Gömul tónlist. 22.0 Bókaþing. Gunnar Stef- ánsson stjórnar kynningar- þætti um nýjar bækur. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Úr myndabókinni. . 28. þáttur. Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Umsjón: Agnes Johansen. Kynnir Anna Maria Péturs- dóttir. 18.50 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Prúðuleikararnir. Valdir þættir, 7. Meö Vinc- ent Price. Brúöumynda- syrpa með bestu þáttunum frá gullöld prúðuleikara Jim Hensons og samstarfs- manna hans. Þýöandi Þrándur Thoroddsen. 19.30 Fréttir og veöur. 20.00 Auglýsingar. 20.05 í takt við tímann. Blandaöur þáttur um fólk og fréttnæmt efni. Umsjón- armenn: Ólafur Hauksson, Elísabet Sveinsdóttir og Jón Hákon Magnússon. Út- sendingu stjórnar Tage Ammendrup. 21.05 Sjúkrahúsiö í Svarta- skógi. (Die Schwarzwaldklinik) 1-1. Þoranraun. Þýskur mynda- flokkur sem gerist meöal lækna og sjúklinga í sjúkra- húsi í fögru héraði. Aöal- hlutverk: Klausjurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn, Karin Hardt og Heidelinde Weis. Þýö- andi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.50 Orku-Páll. Myndagáta frá Landsvirkjun og Tæknisýningu Reykjavík- ur. Umsjón, teikningar og texti Ólafur H. Torfason. 21.55 Seinni fréttir. 22.00 Þjóövegur 66. Síöari hluti. (Route 66 — Part One) Heimildamynd um feröalag frá Chicago til Los Angeles eftir gamalli þjóöbraut. Á leiöinni getur að líta fjölskrúöugt mannlíf, sagan er rifjuð upp og al- þýöutónlist hljómar. Þýö- andi Bogi Arnar Finnboga- son. 23.00 Dagskrárlok. STODTVO MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimyndir. 19.00 Þorparar (Minder). ' Bandariskur sakamálaþáttur. 20.00 Fréttir. 20.30 Dallas — bandarískur framhaldsmyndaflokkur. 21.20 Hardcastle & Mac- Cormic. Bandarískir spennuþættir meö gaman- sömu ivafi. 22.10 Sönn hetjudáö (True Grit) Bandarískurvestri meö John Wayne, Kim Darby og Glen Campell í aöalhlutverkum. John Wayne fékk Óskars- verölaun fyrir hlutverk sitt í þessari mynd. Wayne leikur drykkfelldan lögreglustjóra, sem er feng- inn til þess aö leita fööur- morðingja ungrar stúlku. 00.20 Nokkurs konar hetja (Some Kind Of Hero) ■ Bandarisk kvikmynd með Richard Pryor, Margot Kidd- er og Ray Sharkey í aöal- hlutverkum. Endursýnd. 01.55 Dagskrárlok. undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 í Aöaldalshrauni. Jó- hanna Á. Steingrímsdóttir segir frá. (Frá Akureyri.) 22.35 Hljóövarp. Ævar Kjart- MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 9.00 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Kristjáns Sigur- jónssonar. Guðríöur Haraldsdóttir sér um Barna- dagbók aö loknum fréttum kl. 10.00. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist í umsjá Margrétar Blöndal. 13.00 Kliöur. Þáttur í umsjá Gunnars Svanbergssonar. 15.00 Nú er lag. ansson sér um þátt í samvinnu við hlustendur. 23.35 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Gunnar Salvarssonar kynnir gömul og ný úrvalslög. 16.00 Taktar. Stjórnandi: Heiðbjört Jó- hannsdóttir. 17.00 Erill og ferill. Erna Arnardóttir sér um tón- listarþátt blandaöan spjalli viö gesti og hlustendur. 18.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKURETRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæöisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,1 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Héöan og þaöan. Umsjón: Gisli Sigurgeirs- son. Fjallaö er um sveitar- stjórnarmál og önnur stjórnmál. 989 EEBsBEMH MIÐVIKUDAGUR 12. nóvember 06.00—07.00 Tónlist i morg- unsáriö. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur meö Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist meö morgunkaffinu. Siguröur lítur yfir blööin og spjallar viö hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00-12.00 Páll Þorsteins son á léttum nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin ykkar, gömul og ný. Opin lína til hlustenda, matarupp- skrift og sitthvaö fleira. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aöi meö Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur tónlist og spjallar viö ykkur um neyt- endamál. Flóamarkaöurinn kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Péturspil- ar og spjallar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson i Reykjavík síðdegis. Hallgrímur leikur tónlist, lítur yfir fréttirnar og spjallar við fólk sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—21.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson leikur létta tónlist og kannar hvað helst er á seyði í íþróttalífinu. 21.00-23.00 Vilborg Hall- dórsdóttir. Vilborg sniður dagskrána aö hæfi unglinga á öllum aldri. Tónlist og gestir í góöu lagi. 23.00—24.00 Vökulok. Þægi- leg tónlist og fréttatengt efni i umsjá fréttamanna Bylgj- unnar. 24.00—01.00 Inn i nóttina með Bylgjunni. Ljúf tónlist fyrir svefninn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.