Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 19 RAFORKA - aukum markaðiim eftirArnþór Þórðarson Nokkuð hefur verið rætt um að auka þurfí raforkunotkunina og nýta þannig sem best vinnslugetu raforkukerfisins á hverjum tíma. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu óhagkvæmt það er að hafa lagt í dýra fjárfestingu í virkjunarmannvirkjum til þess aö vinna raforku sem ekki er hægt að selja. Að mati orkuspámefndar er búist við að árleg raforkunotkun lands- manna aukist um 80 GWh næstu árin og er þá ekki reiknað með nýrri stóriðju. Vonir manna um aukna stóriðju hér á landi eru nú nánast að engu orðnar og ekki líkur á að úr rætist í bráð. Svo virðist sem einasti stóriðjumöguleiki okkar í nánustu framtíð sé Kísilmálm- vinnsla sú sem fyrirhuguð er á Reyðarfirði. Raforkunotkun hennar verður 350 GWh á ári. Á liðnum árum hefur töluvert kapp verið lagt á það hér á landi að skipta úr olíunotkun yfír í raf- orkunotkun við hitun húsa og það talið hagkvæmt að nota þannig inn- lenda orku í stað dýrrar innfluttrar olíu. Nú er svo komið að aðeins 4% af orku til húshitunar kemur úr olíu og brýnt að stíga hér skrefíð til fulls og leggja af olíunotkun til húshitunar þar sem raforka getur komið í staðinn. Ágæti þessarar stefnu er nú sem stendur nokkuð dregið í efa þar sem lágt olíuverð veldur því að á vissum stöðum er nú hagkvæmara að nota olíu til húshitunar. Þrátt fyrir hið mikla verðfall á olíu sem orðið hef- ur á þessu ári óttast flestir að brátt sæki í sama farið. Vísbendingar eru reyndar í þá átt þar sem heims- markaðsverð á olíu er þegar tekið að hækka aftur. Áður en langt um líður má því búast við að rafhitun verði aftur orðin hagkvæm. Vert er að geta þess að nú árar vel hjá Landsvirkjun og boðuð hefur verið mikil raunlækkun á raforkuverði (3% á ári) næstu árin af aðstæður haldast óbreyttar. Reynist þetta rétt batnar samkeppnisstaða raf- orku mjög á næstu árum miðað við olíu. Eins og áður er getið er svigrúm til aukinnar raforkusölu til hús- hitunar orðið lítið. Um leið og þetta svigrúm er fullnýtt þarf að vinna að aukinni raforkusölu á öðrum sviðum. Veruleg olíunotkun er í iðnaði og fískvinnslu og árið 1984 var notkunin um 90 þúsund tonn af gasolíu og svartolíu. Hér var um að ræða 18% af öllu innfluttu elds- neyti. Stór hluti þessa fer til físki- mjölsverksmiðja og annarrar starfsemi þar sem notkun raforku verður ekki við komið með þekktri framleiðslutækni. Samt sem áður má ætla að í stað verulegs hluta þeirrar olíu sem notuð er í þessum atvinnugreinum megi nota raforku. Er hér átt við þá olíu sem notuð er til hitunar á vatni og til gufufram- leiðslu. Sums staðar í iðnaði og fískvinnslu eru hús hituð með olíu. Ýmsir iðnaðarferlar krefjast gufu. Þótt það þekkist að nota rafmagn til gufuframleiðslu er algengast að gufan sé framleidd í olíukyntum kötlum. Þessa gufu má auðveldlega framleiða með rafmagni og óhætt er að fullyrða að stjómendur fyrir- tækja vilja gjaman nota raforku í stað innfluttrar olíu ef hagkvæmt þykir. Hér er það sem svigrúm er til að auka enn raforkunotkun í stað olíu. Mikilvægt er að kanna stærð þessa markaðar og athuga aðrar aðstæður til þess að hægt sé að koma þessu við. Eitt af því sem þarf að athuga er hvort rafveitur, með Landsvirkjun í broddi fylking- ar, verði ekki að bjóða umframork- una á lægra verði en því sem birtist í gjaldskrám rafveitnanna. Ágæt Arnþór Þórðarson Ágæt viðleitni í þessa átt er sumartaxti sá sem Raf magnsveita Reykjavíkur og RARIK hafa nú boðið síðastlið- in þrjú sumur. En betur má ef duga skal því að á svæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur að- eins eitt fyrirtæki séð sér hag í því að kaupa rafmagn á þessum taxta. viðleitni í þessa átt er sumartaxti sá sem Rafmagnsveita Reykjavíkur og RARIK hafa nú boðið síðastliðin þrjú sumur. En betur má ef duga skal því að á svæði Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur aðeins eitt fyrir- tæki séð sér hag í því að kaupa rafmagn á þessum taxta. I því til- viki er um venjulega raforkunotkun að ræða og ekki verið að leggja af olíunotkun. Hjá fyrirtæki sem hygðist fram- leiða gufu með rafmagni væri hugsanlega um það að ræða að rafketill yrði settur upp við hlið olíu- ketils sem fyrir væri. Möguleiki væri þannig á að selja ótryggða raforku þannig að þegar rafveitunni hentaði mætti loka fyrir rafmagnið og framleiða gufuna í olíukatlinum á meðan. Þess eru nú þegar dæmi að rafveitur selji raforku með svip- uðum hætti og hér var lýst og er þá um að ræða sérstaka samninga milli rafveitu og einstakra notenda. í gjaldskrám er notendum ekki boð- ið upp á slíkt. Líta má á raforku sem hveija aðra markaðsvöru. Til þess að stækka markaðinn þarf seljandinn að glæða áhuga fleiri kaupenda og gera vöruna þannig úr garði að hún höfði til sem flestra. Ef takast á að auka raforkunotk- un í iðnaði og fískvinnslu að einhveiju marki og draga þannig úr olíunotkun er mikilvægt að raf- veitur taki af skarið og bjóði nýja taxta og íjölbreyttari afhendingar- skilmála svo að fyrirtæki sjái sér hag í að nota rafmagn í ríkari mæli en nú er. Höfundur er rafmagnsverkfræð- ingur og starfar /yá Félagi ísl. iðnrekenda. Jk Islenzkt ævintýri ÚT ER komið hjá Máli og menn- ingu ævintýri með myndum í litum eftir Þorvald Þorsteinsson. Ævintýrið heitir Skilaboðaskjóð- an og eru bæði texti og myndir eftir Þorvald. Þorvaldur er Ak- ureyringur, fæddur 1960, og er þetta fyrsta bókin sem hann sendir frá sér. í frétt frá útgefanda segir: „I skilaboðaskjóðunni segir frá Putta og Möddumömmu sem búa í Ævin- týraskóginum — þar sem öll ævintýrin eru alltaf að gerast — en ekkert ævintýralegt kemur fyrir þau. Eina nóttina leggur Putti af stað inn í skóginn til að leita ævin- týranna sjálfur úr því þau vilja ekki koma til hans, og kemst að því að ævintýrin eru engin bamaleikföng. Sjálft Nátttröllið hirðir hann í skóg- Þorvaldur Þorsteinsson inum og þá þarf að neyta allra bragða til að bjargast." Bókin er 32 bls. að stærð, unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf. Sýknudómur í ratsjármælingamáli: „Ráðlegg mönnum ekkí að hafna dómsáttum“ - segir Böðvar Bragason lögreglustjóri „ÉG myndi ekki ráðleggja mönn- um að hafna dómsátt og láta ratsjármælingamál fara fyrir dómstóla, aðeins vegna þessa sýknudóms, því þetta er eitt ein- stakt mál og aðstæður i því þurfa ekki að eiga við önnur mál,“ sagði Böðvar Bragason lögreglu- stjóri i samtali við Morgunblaðið en i blaðinu á sunnudaginn var greint frá því að leigubilstjóri var í sakadómi Reykjavikur sýknaður af ákæru um að hafa ekið á 102 kílómetra hraða þar sem ratsjá lögreglu var ekki tal- in örugg. Sýknudómurinn var byggður á skýrslu Haraldar Sigurðssonar yfír- verkfræðings hjá Pósti og síma. Leigubílnum var ekið niður Ártúns- brekku í Reykjavík og var annar bfll við hliðina. I skýrslu Haraldar segir að sé bifreiðum ekið samsíða er ekki hægt að fullyrða frá hvorri endurkastið kemur. í sýknudómn- um er einnig tekið fram að mæling- in hafí verið gerð í halla og ýmis fleiri atriði í skýrslu Haraldar þykja rýra nákvæmni mælinganna. Böðvar sagði að lögreglan hefði beðið Harald að gera þessa skýrslu og myndi láta fleiri aðila meta rat- sjármælingamar, m.a. með tilliti til þess hver eðlileg skekkjumörk mælinganna væm, því lögreglan vildi sjálf að þau tæki sem hún hefði í höndunum væm sem ömgg- ust. Skýrsla Haraldar hlyti einnig að vera forvitnileg fyrir framleið- anda ratsjánna og hlytu þeir að taka tillit til hennar. Böðvar sagði að ekkert hefði verið ákveðið um það hvort dómnum yrði áfrýjað til Hæstaréttar. er meira úrval af húsgögnum en á nokkrum ððrum stað á Islandi. Það borgar sig vissulega að lita inn til okkar og gefa sér góðan tlma — og bera saman verð og gæði BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVIK - 91 -681199 og 681410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.