Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
Ellilífeyrisþegi deyr
Útför Molotovs verður ekki gerð með opinberri viðhöfn
Vyacheslav Molotov
Moskvu, Reuter, AP.
SOVÉSKIR ríkisfjölmiðlar
hafa lítinn gaum gefið að and-
láti Vyacheslavs Molotov,
fyrrum forsætisráðherra. Mol-
otov verður jarðsettur í dag í
Novodevichy-kirkjugarðinum.
Útför hans verður ekki gerð
með opinberri viðhöfn og er
það í samræmi við líf hans i
kyrrþey síðustu æviárin.
Talsmaður sovéska utanríkis-
ráðuneytisins sagði að Molotov,
sem tók þátt í októberbyltingunni
1917, gegndi störfum utanríkis-
ráðherra og var hægri hönd Jósefs
Stalín, hefði verið „ellilífeyris-
þegi“ og útför hans væri fjöl-
skyldumál: „Við höfum því ekki
minnstu ástæðu til að taka þátt
í henni.“ „Ellilífeyrisþeginn Mol-
otov...“ var allajafna viðkvæðið
þegar sovéskir embættismenn
voru spurðir um Molotov eftir að
hann dró sig í hlé.
Ekki er talin óvirðing að vera
lagður til hinstu hvflu í Novodev-
ichy-kirkjugarðinum. Aftur á móti
hafa margir félagar Molotovs úr
byltingunni verið jarðsettir í reitn-
um við hlið grafhýsisins við
Kremlarmúr. Molotov verður
grafínn við hlið konu sinnar,
Polinu Zhemchuzhnaya, sem lést
af krabbameini 1970.
Molotov lést á laugardag, 96
ára að aldri. Sovéska fréttastofan
TASS flutti frétt af andláti hans
seint á mánudag.
Helstu dagblöð í Sovétríkjunum
fluttu ekki fréttir af dauða Mol-
otovs, en pólsk dagblöð birtu
stutta frétt og í dagblaði tékkn-
eska kommúnistaflokksins birtist
minningargrein og mynd af hon-
um.
Lítið hefur borið á Molotov
síðan Nikita Kruchev fordæmdi
hann árið 1957 og rak hann úr
embætti utanríkis- og aðstoðar-
forsætisráðherra. Eftir þetta var
Molotov rekinn úr Sovéska komm-
únistaflokknum.
Molotov var einn síðasti bolse-
vikinn. Aðeins Lazar Kaganovich,
fulltrúi Stalíns í iðanaðarmálum,
er talinn vera á lífí af þeim, sem
voru í innsta hring uppreisnar-
manna.
Molotov fæddist 9. mars 1890.
Ættamafn hans var Scriabin og
var hann skyldur tónskáldinu og
píanóleikaranum Alexander
Seriabin. Hann tók sér nafnið
Molotov, sem er rússneska og
þýðir hamar, þegar hann var í
neðanjarðarhreyfingu bolsevika.
Molotov var dæmdur í fangelsi
og útlegð fýrir róttæka starfsemi
sína. En hann var höfuðpaur
flokks bolsevika í Petrograd þegar
Vladimir Lenín, Stalín og Leon
Trotsky voru í útlegð. Molotov
stofnaði einnig dagblaðið Prövdu,
sem þá var neðanjarðarblað.
Eftir rússnesku byltinguna
1917 sérhæfði Molotov sigí skipu-
lagsmálum innan flokksins. Lenín
kallaði hann „frambærilegasta
skriffínninn í Rússlandi". Trotsky
sagði að hann væri „holdgerving-
ur meðalmennskunnar".
Molotov lagðist á sveif með
Stalín þegar Lenín féll frá og var
næst æðsti maður í valdastigan-
um undir Stalín. Hann var
utanríkisráðherra og forsætisráð-
herra. Hann lét Stalín síðamefnt
embætti í té 1941, en hélt velli
sem hægri hönd leiðtogans.
Molotöv vakti oft heimsathygli
fyrir fyrirvaralausar breytingar á
stefnu sinni í utanríkismálum
undir handleiðslu Stalíns.
Árið 1939 undirritaðu hann og
Joachim von Ribbentrop, utanrík-
isráðherra nasista, sáttmáia um
áhrifasvæði Sovétmanna og Þjóð-
veija í Evrópu, sem gerði hvorum
tveggja kleift að ráðast óhindrað
inn í Pólland og skipta landinu á
milli sín.
Þegar Hitler réðist inn í Sov-
étríkin ávarpaði Molotov Rússa í
útvarpi og sagði að Þjóðverjar
hefðu sýnt slíkt brot á trúnaðar-
trausti að þess fyndust ekki dæmi,
hvorki fyrr né síðar.
Meðan á stríðinu stóð fyrirskip-
aði Molotov að framleiddar yrðu
flöskur fylltar eldfímum vökva til
að nota gegn skriðdrekum Þjóð-
verja. Þjóðverjamir kölluðu vopn
þetta „Molotov kokteil".
Molotov fór sáttaleiðina að
Vesturveldunum og undirritaði
samning við Breta og Bandaríkja-
menn um birgðaflutninga.
Hann breytti stefnu Sovét-
manna enn einu sinni eftir að
bandamenn unnu sigur í heims-
styrjöldinni og kallaði þá „heims-
valdasinnaða stríðsmangara".
Molotov var ætíð dyggur stuðn-
ingsmaður Stalíns og gilti einu
þótt hreinsanir leiðtogans bitnuðu
á eiginkonu hans og hún væri
dæmd í útlegð 1948.
Reyndar segir Kruchev í endur-
minningum sínum að Molotov
hafí árangurslaust reynt að koma
í veg fyrir að Polina Zhemchuz-
hina yrði handtekin. Kruchev
skrifar að Molotov hafí setið hjá
þegar atkvæði voru greidd um það
í miðstjóminni hvort svipta ætti
konu hans embætti sjávarútvegs-
ráðherra.
Hún var ekki látin laus úr út-
legð fyrr en Stalín var allur.
Að sögn Kruchevs féll Molotov
í ónáð Stalíns vegna þessa atviks.
Engu að síður var hann trúr
Stalín og barðist gegn því að
Kruchev ryddi stuðningsmönnum
hans úr vegi.
En Kruchev bar sigur úr býtum
í valdabaráttunni og hann lýsti
yfir því að Molotov hefði verið
félagi í samtökum gegn flokknum
ásamt Georgy Malenkov og Lazar
Kaganovich.
Molotov var gerður að sendi-
herra í Mongólíu og síðar var
hann sendur til Vínar sem fulltrúi
sovésku sendinefndarinnar í Al-
þjóða kjamorkumálastofnuninni.
Vonir Molotovs um að verða
tekinn í sátt urðu að engu 1961.
Þá var hann sakaður um það á
flokksþingi kommúnistaflokksins
að hafa aðstoðað Stalín við hreins-
anir sínar.
í valdatíð Staiíns hefði hver sá,
sem sakaður var um slíkt, verið
tekinn af lífi eða sendur í útlegð,
en Molotov var látinn setjast í
helgan stein.
Sovéskir embættismenn stað-
festu í júlí 1984 að honum hefði
verið veitt innganga í flokkinn á
nýjan leik, en þess var ekki getið
opinberlega í sovéskum flölmiðl-
um. Hans hefur aðeins verið getið
í stuttri grein í vikublaði í Moskvu
síðan hann var látinn draga sig í
hlé. Þar sagði að hann lifði ham-
ingjusömu lífí í húsi skammt fyrir
utan Moskvu. Þar var haft eftir
Molotov að hann væri ánægður
með þær breytingar, sem
Gorbachev væri að berjast fyrir í
Sovétríkjunum: „Það er synd að
ég skuli vera orðinn of gamall og
heilsulaus til að taka þátt í að
koma þessum breytingum á. Eftir
því sem ellin færist yfír eykst
löngunin til að gera þjóðfélaginu
gagn.“
Sovéskar heimildir herma að
undanfarin 30 ár hafí Molotov
varið miklum tíma í að skrifa
endurminningar sínar. Þær hafa
aldrei verið birtar. Molotov iðrað-
ist þess ekki fram á sinn dauðadag
að hann studdi Stalín svo dyggi-
lega.
AP/Símamynd
Á bólakaf í lukkupottinn
Ösnat Burdean datt heldur betur í lukkupottinn sl. laugardag
þegar dregið var í ríkishappdrættinu í New York. Var hún annar
af tveimur, sem fengu hæsta vinninginn, 12 milljónir dollara eða
um 480 millj. ísl. kr. Hér er hún með manni sínum, Mortimer Burde-
an, og eins sjá má eru þau ekkert stúrin á svip.
Kínverjar fá heil-
ræði frá Wall Street
Peking, AP.
FREMSTU bankamenn Kína
fengu í gær heilræði frá sumum
af helztu verðbréfasölum Wall
Street um flóknustu þætti verð-
bréfaviðskipta. í Kina dvelst nú
sendinefnd skipuðu kunnum
verðbréfasölum og er tilgangur-
inn með þessu að veita Kínverj-
um fræðslu um verðbréfasölu.
Kínverjar vonast til að geta orðið
sér út um geysilegar fjárhæðir í
lánsfé með sölu ríkisskuldabréfa og
annarra verðbréfa. í gær átti
bandaríska sendinefndin fund með
200 starfsmönnum kínverska seðla-
bankans. í sendinefndinni eru
fulltrúar frá stórum peningastofn-
unum eins og Merrill Lynch & Co.,
First Boston Corp. og Drexel Bum-
ham Lambert Inc.
„Þetta var sögulegur atburður,"
sagði John J. Phelan, forseti Kaup-
hallarinnar í New York, sem er
formaður bandarísku sendinefndar-
innar. Fundurinn fór fram í Al-
þýðuhöllinni í Peking, skammt frá
grafhýsi Mao Tse-tungs, en at-
burður af þessu tagi hefði verið
óhugsandi í stjómartíð Maos.
Það er aðeins skammt síðan, að
kínverska stjómin veitti þremur litl-
um peningastofnunum í landinu
svigrúm til þess að afla sér lánsfjár
til að verzla með verðbréf. Þetta
er þó aðeins byrjunin. Ráðstafanir
hafa verið gerðar til að koma tíu
slíkum stofnunum upp til viðbótar
í Kína á næstunni.
Sameinuðu þjóðirnar:
Samþykkja refsiaðgerðir
gagnvart Suður-Afríku
Sameinuðu þjóðunum, Reuter, AP.
MIKILL meiri hluti aðild-
arríkja Sameinuðu þjóðanna
samþykkti á mánudagskvöld
ályktununartillögu, þar sem
Öryggisráðið er eindregið
hvatt til þess að grípa til
víðtækra refsiaðgerða gagn-
vart Suður-Afríku. Var tillag-
an samþykkt á Allsheijar-
þinginu með 126 atkvæðum
gegn 16 en 13 sátu hjá.
Jafnframt voru Bandaríkin og
Bretland, sem áður hafa beitt
neitunarvaldi gagnvart mörgum
tillögum í þassa átt, hvött til að
endurskoða afstöðu sína. Þá var
önnur tillaga um olíubann á
Suður-Afríku samþykkt með
136 atkvæðum gegn 5 þar sem
15 sátu hjá. Alls samþykkti Alls-
heijarþingið eftir miklar
umræður 8 tillögur varðandi
ástandið í Suður-Afríku.
í einni tillögunni var fordæmd
„áframhaldandi og vaxandi sam-
vinna Israels við stjóm Suður-
Afríku og þá einkum á sviði
efnahagsmála og hemaðar- og
kjamorkumála.“