Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 43 * Stefnuskrá Verzlunarráðs Islands IV: Tengjumst traustari gjald- miðli eða gjaldmiðlum íslenska hagkerfíð er mjög opið. Rúmlega 40% af framleiðslu landsmanna eru flutt út og fyrir útflutninginn fæst síðan gjaldeyr- ir, sem gerir okkur kleift að greiða fyrir vörur að utan. Þótt framboð og eftirspum hafí sín áhrif, er gengið hér á iandi nú ákveðið einhliða af stjómvöldum. Þar að auki ráða stjómvöld miklu um inn- og út- flutning, þ.e. um eftirspum og framboð á gjaldeyri. En hvaða rök búa að baki afskiptum stjómvalda af gengisskráningu og inn- og útflutningi? Gengisskráning- Með því að ákveða einhliða verð gjaldeyris, sem útflytjendur vöru og þjónustu afla, gefst stjómvöldum tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á efnahagslífið. Oft er reynt að halda genginu stöð- ugu, sem er skiljanlegt frá hreinu viðskiptasjónarmiði, þar sem mik- ill akkur er í því fyrir þá sem eiga í viðskiptum að vita fyrirfram hvert gengið muni verða. Stöðugt gengi hefur líka verið talið álqos- anlegt til að veita efnahagslífinu aðhald, einkanlega fyrir þá sem semja um kaup og kjör. Reynt er þá að gera aðilum vinnumark- aðarins ljóst, að ekki þýði að semja um hærri laun en verð- mætasköpunin gefur tilefni til. Og með því að forðast gengis- lækkanir er jafnframt haldið niðri verði á innflutningi umfram það, sem svarar til erlendrar verð- bólgu. En hvemig hefur tekist til? Fyrr eða síðar hafa stjómvöld látið undan þiýstingi, sem þau höfðu reyndar sjálf kynt undir með þenslustefnu í peninga- og ríkisflármálum. Þannig hefur gengið verið fellt eða látið síga, þegar ljóst var að óbreytt gengis- stefna myndi leiða til vaxandi viðskiptahalla og gjaldþrots út- flutningsfyrirtækja. Reynslan sýnir, að viljayfirlýsingar stjóm- valda um gengisstefnu duga ekki, ef skapa á aðhald og festu í efna- hagslífínu. A undanfömum ámm hafa reglur um gjaldeyriseign verið talsvert rýmkaðar. Fólki er nú leyft að stofna innlenda gjaldeyr- isreikninga, ef afgangur verður af úthlutuðum ferðagjaldeyri og útflytjendur fá að halda gjaldeyr- istekjum í sex mánuði til þess að greiða kostnað, sem til fellur í erlendri mynt. Þetta em spor í rétta átt, sem verða vonandi til þess að veita gengisskráningunni meira aðhald. Aukið frelsi í gjaldeyrisvið- skiptum gerir fyrirtæki sjálfstæð- ari og kleift að bregðast fljótar við breyttum aðstæðum. Til að auka þetta hagræði er full ástæða til að gefa gjaldeyrisverslunina fijálsa. Möguleikar skapast á svo- kölluðum framvirkum gjaldeyris- viðskiptum, þar sem út- og innflytjendur geta keypt og selt erlendan gjaldeyri fram í tímann og eytt þannig þeirri óvissu, sem einkennir núgildandi kerfí. Þá yrði innlendum aðilum fijálst að taka erlend lán, að yfirfæra fé til fjárfestinga í eigin atvinnu- rekstri erlendis og kaupa erlend verðbréf, svo að dæmi séu nefnd. Með fijálsræði í gjaldeyrisvið- skiptum er jafnframt ýtt undir það að verð gjaldeyrisins — geng- ið — verði skráð í samræmi við eftirspum og framboð á gjald- eyri. það verður a.m.k. erfíðara fyrir stjómvöld að halda uppi gengi frábmgðnu markaðsgengi, en slíkt kann að útheimta gildari gjaldeyrisvarasjóði en kostur er á. Enda má segja að það sé hvort sem er engin ástæða fyrir stjóm- völd að ráða gengisskráningunni; eðlilegast sé að þeir sem afla gjaldeyrisins fái það verð fyrir hann sem býðst og hagi fram- leiðslu sinni í samræmi við það. Á hinn bóginn er það staðreynd, að einungis fáeinar stórþjóðir búa við markaðsgengi á mynt sinni samhliða stöðugleika 'í verðlagi innanlands og mörg lönd hafa séð sér hag í því að tengjast traust- ari gjaldmiðlum. Það munu t.d. vera 95 þjóðir í heiminum sem tengja gjaldmiðil sinn einum eða fleiri gjaldmiðlum; þar af 31 sem tengist Bandaríkjadollar, 14 sem tengjast frönskum franka, 4 ensku pundi, 12 „sérstökum dráttarréttindum" (SDR) og 33 þjóðir tengjast ýmsum myntkörf- um. íslendingar eru fámenn þjóð og gjaldeyrismarkaðurinn eftir því lítill á heimsmælikvarða, þótt áhrífamikill sé á landsvísu vegna mikilvægis utanríkisviðskipta. Tiltölulega fáir aðilar eru í að- stöðu til að geta ráðið úrslitum um gengisskráninguna, sem get- ur boðið heim óeðlilegum gengis- sveiflum. það verður því að teljast eðlileg ályktun, að ísland fari að dæmi ýmissa stærri sem smærri þjóða og tengist traustari gjald- miðli eða gjaldmiðlum. Með því að tengjast traustum gjaldmiðli vinnst fyrst og fremst tvennt. Við getum nýtt kosti fíjálsrar gjaldeyrisverslunar og búið við raunverulegt aðhald í efnahagsmálum, sem gengis- stefnan hefur hingað til ekki mengað að veita. Peningamagn verður þá ekki lengur á valdi sljómvalda og verðbólga verður sú hin sama og í löndum þeirra gjaldmiðla (gjaldmiðils) sem yrðu fyrir valinu til viðmiðunar. Útflutningnr Aðeins með útflutningi á vöru og þjónustu fæst nægt framboð af gjaldeyri til að anna eftirspum eftir innfluttum gæðum og fátt er mikilvægara, þegar við stönd- um frammi fyrir þungri greiðslu- byrði af erlendum lánum, en útflutningur aukist og verði fjöl- breyttari. Ymsir möguleikar em fyrir hendi og þarf ekki að hafa áhyggjur af hugmynda- eða framtaksleysi fólks í þessum efn- um. Sérstök leyfi hefur þurft til útflutnings með nýlegri undan- þágu vegna iðnaðarvara. Sölu- samtök fiskframleiðenda hafa notið þessara leyfa, og í krafti samstöðu hefur þeim verið unnt að tiyggja stöðugt og mikið fram- boð á sjávarafurðum, sem stendur undir víðtæku sölukerfí erlendis. Þá hefur þetta gefíð möguleika á staðlaðri framleiðsluvöm og öflugu gæðaeftirliti. í samræmi við það grundvall- arsjónarmið að einstaklingar í fijálsri samkeppni em líklegastir til að fínna hagkvæmustu lausn- imar, á meginreglan samt að vera sú, að útflutningur sé fijáls. Innflutningur Innflutningur vöm og þjónustu til landsins er að mestu ftjáls. Undanskildar em þó kjötvömr og mjólkurafurðir, olía og nokkrar aðrar vömr. Innflutningsbann á búvömm er réttlætt með sjúkdómahættu og frá öryggissjónarmiði, þ.e. að við þurfum að vera sjálfum okkur næg, ef til styijaldar kemur. Einnig er því haldið fram, að er- lend landbúnaðarframleiðsla njóti umtalsverðra styrkja og meiri en svo, að búvöruframleiðslan hér á landi gæti keppt við hana. Meira er gert úr þessum rökum fyrir innflutningsbanni en efni standa til. Nú orðið er landbúnað- arframleiðsia ekki síður háð erlendum aðföngum en önnur framleiðsla og mun þess vegna raskast vemlega, ef til styijaldar kemur. Ástæða er til að vera ávallt á varðbergi gagnvart sjúk- dómum, en þeim má veijast með öðmm hætti en innflutnings- banni, þótt aðrar leiðir hafí ekki verið færar áður. Milliríkjaverslun með kjöt og mjólkurafurðir tíðkast um allan heim. það er hins vegar rétt, að búvömfram- leiðsla nýtur víðast hvar styrkja frá hinu opinbera, en þá vaknar sú spuming, hvers vegna við eig- um ekki að njóta góðs af þeim í lægra vömverði eða hærri ráð- stöfunartekjum. Ljóst er, að fijáls innflutningur búvara yrði neytendum til mikilla hagsbóta og framleiðendum hvatning til hagræðingarátaks. Því er miklu fómað með innflutn- ingsbanni. Þess vegna ber að stefna að því að gefa innflutning búvara fijálsan. Eðlilegt er, að þetta ætti sér stað í áföngum í líkingu við þá aðlögun, sem iðnað- arframleiðslan fékk á sínum tíma og fáir efast um að hafí orðið til góðs, jafnt framleiðendum sem neytendum. Yrð undirboðs- og jöftiunartollum j 1 beitt að því marki sem erlend 'ramleiðsla nýt- ur styrkja. Það gmndvalla sjónarmið, að fijáls innflutninsv rslun tiyggi betri vöm en ella, t r í fullu gildi þegar olíuinnflutnin nir á í hlut. Þess vegna ber að ifnema þau innflutnigshöft, sem i\ú gilda, og gefa innflutning olíuva ra fijálsan. Jafnframt er nauðsynhgt að af- nema afskipti ríkisins af verð- lagningu olíuvara. Þótt innflutningur sé að öðm leyti að mestu fijáls, má afnema ýmsar hindranir sem torvelda eðlileg viðskipti og koma I veg fyrir margvíslegt hagræði. Gjald- frestur á aðflutningsgjöldum (tollkrít), einfaldari reglur um framkvæmd tollheimtu og tolleft- irlits og afiiám takmarkana á gjaldfresti vegna vömkaupa, sem leiðir af breyttri skipan gjaldeyr- ismála, munu auðvelda innflytj- endum að veita betri þjónustu, sem skilar sér um allt efnahagslíf- ið. Almaelisreikningur Verötryggöur sparireikn. meö 3ja mánaöa bindingu Verötryggöur sparireikn. meö 6 mánaöa bindingu k 'BfC siífiwiwtyjíí Æ - ■ í «06 ■&&&£&J'\ 1 i \ !<
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.