Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 TV Rag. U.S. Pat Otf.-all righls reserved e 1966 Los Angetes Times Syndtcale ást er... ° vi ... að byggja sand- kastala saman. Áður var maðurinn minn óþreytandi við gull- hamrasmíðina. Nú talar hann helst um eigur pabba. Bjórdrykkja getur haft í för með sér aivarlegar afleiðingar Friðrik Einarsson, læknir, á all- langa grein um bjór og ágæti hans í samanburði við brennivín í Morg- unblaðinu 4. nóvember. Mig langar til að minna hann á að menn geta drukkið bjór sér til óbóta, og margir gera það, og þurfa ekki að verða ofurölvi sem kailað er. Mig langar til að dr. Friðrik fái að sjá tvær myndir úr bók eftir ágætan stéttarbróður hans í Dan- mörku, Finn Hardt. Fyrri myndin sýnir mun á heil- brigðu hjarta og stóru og slöppu hjarta, skemmdu af bjórdrykkju. Það kvað vera algengt í Bæjara- landi enda fyrirtækið oft nefnt á þýsku Munchner Bier Hertz. Hin myndin sýnir sjúkling með skemmda lifur af stöðugri dag- drykkju, meltingin gengin úr skorðum, maðurinn uppþaninn af vatni. Læknirinn er í þann veg að tappa af manninum. Danski læknir- inn segir að þetta vatnsmagn geti orðið 10—20 lítrar. Þetta læt ég nægja til staðfestu því að danskir læknar vita mæta vel að þar í landi láta margir heilsu og Iíf fyrir bjórinn. H.Kr. Krakkar reknir úr skóla Kæri Velvakandi Við erum þijár úr Laugalækjar- skóla sem viljum kvarta og reynum að tala fyrir munn allra í skólanum. Ástandið þar hefúr lítið batnað síðan skólastjóraskipti urðu á nýjan leik. Krakkar hafa verið reknir úr skólanum við minnsta tilefni. Frá því í haust hafa að roinnsta kosti 11 krakkar verið reknir úr skólan- um í einn dag eða til frambúðar. Við þetta skapast skiljanlega slæmt ástand á milli skólastjóra og nem- enda. Við óskum eftir því að bæta þetta ástand en til þess þurfa nemendur og skólastjóri að leggjast á eitt og ef viljinn er fyrir hendi þá ætti það að vera hægt því skólastjórinn nú- verandi hefur vissulega sína kostí. Þrjár stallsystur Kaupum íslenskt Kæri Velvakandi Ég vil taka undir með Ó.H. um að Flugleiðir ættu að kaupa íslenskt. Við eigum betra sælgæti á íslandi en til er erlendis, svo ekki sé nú minnst á allar ostavörumar. Við eig- um einnig mjög gott íslenskt ilmvatn, rakspíra o.fl.. Ég vona nú að við íslendingar setj- um þessar vörur um borð í flugvélar okkar, það er góð landkynning. Hvers vegna „snobbum“ við svona fyrir útlendum vörum þegar við eig- um sannarlega jafn góðar og oftar en ekki betri vörur? Við ættum nú öll að taka höndum saman um að kaupa íslenskt og sýna þannig að við kunnum að meta það sem er íslenskt. Kristjana Pálsdóttir Ólafsson Yíkverji skrifar að var óneitanlega dálítið broslegt að fylgjast með tilburðum ríkissjónvarpsins um síðustu helgi, þegar sagðar voru fréttir af viðtali Mannlífs við Guðmund Áma Stefánsson, bæjarstjóra í Hafnarfírði. „Fréttin" var nauðaómerkileg um meint samsæri tveggja fyrr- verandi þingmanna Alþýðu- flokksins gegn fyrrverandi formanni flokksins fyrir tveimur ámm og bersýnilega sögð til þess að jafnræði ríkti með þessu tímariti og Heimsmynd í fréttum sjónvarpsins. Fréttastofa sjón- varps vakti fyrir skömmu athygli á síðamefnda tímarítinu með því að segja frá ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar í samtali við það. Hið broslega við fréttaflutning sjónvarpsins var þó að fréttamaðurinn fór „á staðinn" og sagði fréttimar úr tumherbergi Hótel Borgar, þar sem „verknaðurinn" var framinn fyrir tveimur ámm! Hvílík tíðindi! Fyrir nokkm birtust fréttir um það, að skipta ætti um húsgögn í þingsölum vegna þess, að þingmönnum mun fjölga um þrjá eftir næstu kosn- ingar. Hvað er hér á seyði? Er það virkilega ætlun þingforseta að flytja á brott úr þingsölum þau gömlu og góðu húsgögn, sem þar em, borð og stóla, og setja nýjan húsbúnað í staðinn? Ef svo er ættu forsvarsmenn þingsins að staldra við. í þessum efnum, sem öðmm, er full ástæða til að halda fast við gamlar hefðir. Það á ekki að vera nokkmm vandkvæðum bundið að koma fyrir sætum fyrir þrjá þingmenn til viðbótar og smíða borð og stóla í sama stíl og nú em í þingsölum. Sann- leikurinn er sá, að þinginu em ótrúlega mislagðar hendur, þeg- ar kemur að breytingum af þessu tagi. Þegar hið gamla for- setaborð var fjarlægt fyrir mörgum ámm og sú víggirðing sett upp, sem nú umlykur for- seta og þingritara var það til lýta. Þegar ný húsgögn vom keypt í Kringluna fyrir mörgum ámm setti þann samastað þing- manna og gesta þeirra niður. Á nú að fullkomna það 'verk? Þor- valdur Garðar Kristjánsson hefur reynzt umsvifamikill for- seti Sameinaðs þings, sem hefur aukið veg forseta þingsins frá því, sem verið hefur um skeið. Hann má ekki ljúka forsetaferli sínum með mistökum af þessu tagi. XXX * Utgáfa Alþingistíðinda hefur tekið miklum breytingum til batnaðar. Nú em þingtíðindi með umræðum gefin út í vi- kunni eftir að umræður fóm fram. Þetta er mikil framför, sem mun auka mjög útbreiðslu þingtíðinda og gefa fólki kost á að fylgjast mun betur með störf- um þingsins en ella.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.