Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986 Utandagskrárumræður á Alþingi um skemmdarverkin á eignum Hvals hf Framkvæmd öryggismála á Islandi mjög ábótavant -sagði Gunnar G. Shram. Tíðindi að íslendingar séu í hryðjuverkasamtökum, sagði Ólafur Þ. Þórðarson. - Útlendingaeftirlitið fylgdist með Sea Shepherd-mönnunum. STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í gær, að hann hefði óskað eftir því að dómsmálaráðuneytið leit- aði allra gagna varðandi þá útlendinga, sem lýst hafa á hend- ur sér skemmdarverkunum i Hvalfirði og á skipum Hvals hf. um síðustu helgi. Jafnframt hefði hann falið ráðuneytinu að undirbúa málsskot til viðkom- andi þjóðar í því skyni að koma lögum yfir mennina. Til greina kæmi að óskað yrði eftir fram- sali eða að þeir yrðu lögsóttir erlendis. Forsætisráðherra lét þessi orð falli í svari við fyrirspum frá Gunn- ari G. Schram (S.-Rn.), sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og gerði atburðina I Hvalfirði og í Reykjavík- urhöfn að umræðuefni. Þingmaður- inn sagði að neyta yrði allra ráða til þess að hafa hendur f hári skemmdarverkamannanna. Hann kvað atburðina sýna svart á hvítu, að framkvæmd öryggismála hér innanlands væri mjög ábótavant. íslensk löggæsluyfírvöld yrðu að taka upp nýja og breytta starfs- hætti og vera mun betur á verði en hingað til að þvf er varðar kom- ur útlendra manna hingað til lands. Rannsókn á skýrslum útlendinga- eftirlitsins á mánudaginn hefði sýnt að 2-3 menn sem tengjast samtök- unum Sea Shepard hefðu verið hér á landi sfðustu tvær til þijár vikum- ar. Því miður hefði sú vitneskja ekki komist til skila fyrr en menn- imir voru á bak og burt. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra sagði, at at- burðurinn vekti menn til umhugs- unar um öryggismál hér á landi. Hann gat þess að sérstök nefnd hefði um hríð starfað að því undir foiystu Baldurs Möllers að kanna skipan innra öryggis og væri það eitt verkefna hennar að gera tillögu um það, hvemig fylgjast ætti með ferðum útlendra manna hér á landi með tilliti til hugsanlegra afbrota. Forsætisráðherra upplýsti, að með mönnunum tveimur, sem hér voru á vegum Sea Shephard-samtak- anna, hefði verið fylgst af útlend- ingaeftirlitinu, en þó af öðram ástæðum. Hjörleifur Guttormsson (Abl,- Al.) sagði, að öll íslenska þjóðin hlyti að fordæma spellvirkin sem unnin vora á eignum Hvals hf. Hann tók undir kröfur um að allt yrði gert sem unnt væri til að koma lögum yfír spellvirkjana, en hvatti til þess að menn sýndu stillingu og ekki yrði gripið til annarra ráðstaf- ana en réttlæta mætti með tilliti til þess að hindra spellvirki. Þingmað- urinn sagði, að atburður þessi breytti engu um stefnuna í hval- veiðimálum. Þar yrði áfram fylgt ályktun Alþingis. Hann lagði jafn- framt áherslu á, að engir fordæmdu óhæfuverk af þessu tagi harðar en einlægir umhverfísvemdarsinnar. Guðmundur Einarsson (A.-Rn.) sagði, að íslendingar hefðu fram að þessu staðið í þeirri meiningu að þeir stæðu ekki í þeim stórræð- um á alþjóðavettvangi, sem settu þá í miðpunkt spellvirkja. Það hefði hins vegar gerst með vísindaveiðun- um. Hann kvaðst ekki vilja leggja mat á frammistöðu íslenskra yfír- valda að svo komnu máli, en vakti athygli á nauðsyn þess að sýna mikla varúð framvegis. Til að mynda mætti huga að öryggisgæslu við íslensk fyrirtæki og aðrar íslen- skar eignir erlendis sérstaklega. Hann sagðist taka undir nauðsyn þess að láta lög ná yfír spellvirkj- ana og nýta þá til fullnustu al- þjóðlegt samstarf. Þingmaðurinn sagði, að rétt væri að fara með gát í skipulagningu innra öryggis og reyna að varðveita áfram sérkenni íslensks þjóðfélags. í dæmi Hvals hf. væri um það að ræða að öiyggi- skerfí fyrirtækisins væri ónýtt, en fyrirtæki í þessum bransa hlytu hins vegar að verða að gæta hags- muna sinna. Ólafur Þ. Þórðarson (F.-Vf.) kvað það engin tíðindi að erlendis væra starfandi hryðjuverkasamtök. Hitt væra tíðindi að íslendingar ættu aðild að slíkum samtökum. Þingmaðurinn sagði, að flest benti til þess að Islendingar hefðu verið hér að verki. Það væri fremur ólík- legt að útlendingamir sem hingað komu hefðu ekki haft samband við Islendinga í samtökunum. Hann varpaði fram þeirri spumingu, hvort það væri f.o.f. til að blekkja lögregluna að láta elta útlending- ana. Matthías Á. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, sagði, að íslend- ingar yrðu að sjálfsöðgu að hyggja að eigin öryggismálum í framhaldi af þessum atburðum, þótt við vild- um ekki búa í lögregluríki. Hann sagði að allt yrði gert til að upplýsa málið. En umfram allt yrðum við að íhuga hvar við væram stödd í dag og yrðum að tryggja innra ör- yggi okkar sjálfra. Albert Guðmundsson, iðnaðar- ráðherra, sagðist telja að opinberir aðilar hefðu staðið sig vel eftir að þetta mál kom upp. Lýsti hann sérs- takri ánægju með vinnubrögð í sambandi við rannsókn málsins frá upphafi. Hann minnti jafnframt á, að erfítt væri að koma við fullkomn- um vömum við hryðjuverkum. Í París, þar sem hann þekkti einna best til, væri nú ströng öryggis- gæsla, en samt hefðu þijár sprengj- ur sprangið þar á almannafæri nýlega. Málshefjandi.Gunnar G. Schram (S.-Rn.) lauk umræðunni utan dagskrár með þeim orðum, að þótt mikilvægt væri að koma hönd- um yfír spellvirkjanna væri enn mikilvægara að íslendingar gerðu sér grein fyrir því hvað þessir at- burðir táknuðu almennt og brygð- ust við í samræmi við það. Tilraunir með kjarnorkuvopn: Tilraunabann verði liður í víð- tæku afvopnunarsamkomulagi - sagði Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra MATTHÍAS A. Mathiesen, ut- anríkisráðherra, svaraði á Alþingi í gær fyrirspum frá Hjörleifi Guttormssyni (Abl.-Al.) um afstöðu ríkisstjórnarinnar til banns við tilraunum með kjam- orkuvopn. Ráðherrann sagði, að afstaða ríkisstjómarinnar í þessu máli hefði m.a. komið skýrt fram á 40. Alls- heijarþingi Sameinuðu þjóðanna, þegar íslendingar vora meðflutn- ingsmenn að tillögu sem samþykkt var, en þar er lagt til allsheijarbann við tilraunum með kjamorkuvopn. Ráðherra sagði, að sú ályktun hefði verið raunsæ og ábyrg með því hún hefði falið í sér áherslu á tryggt eftirlit með framkvæmd samnings um slíkt bann. Utanríkisráðherra minnti á, að ekki hefði náðst samstaða kjam- orkuveldanna um tilraunabann. Sovétmenn hefðu t.d. lagst gegn stofnun alþjóðlegs kerfis jarð- slq'álftamælinga til að tryggja að sprengjutilraunir færa ekki fram á laun. Hann sagði, að ríki Atlants- hafsbandalagsins hefðu mótað sér þá stefnu að bann við tilraunum með kjamorkuvopn yrði að vera lið- ur í víðtækum samningum um kjamorkuafvopnun, þar sem sam- komulag risaveldanna og tiyggt eftirlit væra framskilyrði. Ráðherra kvaðst jafnframt vilja minna fyrirspyijanda og aðra þing- menn á, að hér væri um afar flókið viðfangsefni að ræða, sem tekið hefði nokkuð aðra stefnu á síðustu vikum eftir fund leiðtoga risaveld- anna í Reykjavík. Það yrði t.d. ekki framhjá því litið hve nátengt til- raunabannið væri alhliða samning- um um afvopnun á sviði kjamorku- vopna og svo á hinn bóginn hvaða áhrif slík afvopnun hefði á hemað- aijafnvægið á öðram sviðum. Hjörleifur Guttormsson taldi að svar utanríkisráðherra fæli í sér að hann styddi í reynd áframhald- andi tilraunasprengingar Banda- ríkjamanna. í því sambandi vakti hann athygli á einhliða stöðvun Sovétmanna á tilraunasprengingum frá því sumarið 1985. Taldi þing- maðurinn, að stefna ráðherra bryti gegn samþykktum Alþingis um af- vopnunarmál frá 1985. Hann spurði hvort framsóknarmenn væra sam- mála ráðherranum, en fékk engin svör við þeirri spumingu. Innlánsdeild Kaupfélag Eyfirðinga (KEA) ber höfuð og herðar yfir aðrar innlánsdeildir kaupfélaganna með 185 m.kr. innistæðu. Innlánsdeildir kaupfélaga: Innistæður 770 milljónir Trygging: varasjóður og eignir félaganna Innlánsdeildir samvinnufélaga eru 26 talsins. Allar utan ein, Innlánsdeild Samvinnufélagsins Hreyfils í Reykjavík, starfræktar af kaupfélögum. Innistæður í deildunum vóru nálægt 770 m.kr. í septembermánuði sl. Vóru um sl. áramót 718 m.kr. eða 1,8% af samanlögðum heildarinnistæð- um í viðskiptabönkum. Vaxta- kjör af almennu sparifé frá 8% til 10% p.a. Þetta kemur fram í skriflegu svari Matthíasar Bjamasonar, við- skiptaráðherra, við fyrirspurn frá Halldóri Blöndal (S.-Ne.), sem fram var lagt á Alþingi í gær. Sem fyrr segir var heildarinni- stæða í deildunum rúmar 771 m.kr. 30. september sl. Innlánsdeild KEA ber höfuð og herðar yfír aðrar með rúmlega 185. m.kr. innistæðu, en næst kemur Innlánsdeild Kaupfé- lags Héraðsbúa með 84 m.kr., Innlánsdeild Kaupfélags Skagfírð- inga með 78 m.kr., Innlánsdeild Kaupfélags Þingeyinga með 64 m.kr., en aðrar deildir minna. Vextir á almennu sparifé era (30. október sl.) 8% p.a. lægstir en upp í 10% hjá Samvinnufélaginu Hreyfli. Vextir á 12 mánaða reikn- ingum era frá 9,5% uppi 15% ársvextir (hjá Kaupfélagi Isfirðinga og Kaupfélagi Hrútfírðinga). Verð- tryggðir 6 mánaða reikingar hafa vexti fra'2,5% upp í 6% (hjá Kaup- félagi Héraðsbúa). Innlánsdeildir samvinnufélaga era stofnaðar og starfræktar sam- kvæmt heimild í 28. gr. laga um samvinnufélög nr. 46/1937. Þar segir svo um tryggingar á innlögðu sparifé: „Til tryggingar fyrir fé því, sem lagt er í innlánsdeild, er varasjóður félagsins og aðrar eignir þess, ásamt ábyrgð félagsmanna". Bessí Jóhannsdóttir, cand. mag., tekur nú sæti á Alþingi í fyrsta sinn. Morgunblaðið/ Einar Falur Sjönýir varaþingTnenn á Alþingi HVORKI fleiri né færri en sjö varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gær; flestir vegna setu aðalmanna á Allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna i New York. í hópi varamannanna era þrír þingmenn, sem ekki hafa setið á Alþingi áður. Þeir era Þórdís Bergsdóttir, húsmóðir á Seyð- isfírði, sem tekur sæti Jóns Kristánssonar (F.-Al.); Bessi Jóhannsdóttir, cand. mag., sem tekur sæti Ragnhildar Helgad- óttur, heilbrigðisráðherra, og Ólafur B. Óskarsson, bóndi, sem tekur sæti Eyjólfs Konráðs Jónssonar (S.-Nv.). Hinir varaþingmennimir fjór- ir, sem allir hafa áður setið á þingi, era Þórður Skúlason, sveitarstjóri, sem er varamaður Ragnars Amalds (Abl.-Nv.); Jón Magnússon, lögfræðingur, sem er varamaður Birgis ísleifs Gunnarssonar (S.-Rvk.); Sig- geir Björnsson, bóndi, sem er varamaður Eggerts Haukdals (S.-Sl.) og Kristin Ástgeirs- dóttir, sagnfræðingur, sem er varamaður Guðrúnar Agnars- dóttur (Kl.-Rn.) Reglur settar um opinberar tækifærisgjafir REGLUR hafa verið settar um tækifærisgjafir af almannafé. Ekki er lengur heimilt að gefa opinberum starfsmönnum gjafir af opinberu fé nema með sam- þykki viðkomandi ráðherra. Ef samþykki liggur fyrir er unnt að gefa gjafir, sem eru sérstakar viðurkenningar fyrir vel unnin störf, enda sé verði gjafarinnar stillt í hóf. Það var Steingrímur Her- mannsson. forsætisráðherra, sem skýrði frá þessu á Alþingi í gær vegna fyrirspumar Jóhönnu Sig- urðardóttur (A.-Rvk.). Hann kvað reglur um þessi efni hafa verið sett- ar í nóvember 1985 eftir að Alþingi hafði nokkra fyrr ályktað um mál- ið. Reglumar heimiluðu einnig gjafír af almannafé til útlendinga í opinberam eða óopinberam erinda- gjörðum á Islandi, enda væri þá miðað við hefðir sem skapast hefðu um slíkar gjafir. fllMÍIGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.