Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
51
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691100 KL. 17-18
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu . . .
Úr týndist
Anna Jónsdóttir hringdi:
Það var í síðustu viku að ég
týndi úrinu mínu, gylltu kvenúri
með grænni sporöskjulagaðri
skífu. Þetta skeði í höfuðborginni
og vil ég biðja finnanda úrsins
að hringja í s. 37303 (heima) eða
03 (vinnus.).
Af hveiju
stoppar leið
100 ekki víðar?
Sigurgeir hringdi:
Mig langar til að spyrja for-
ráðamenn Strætisvagna
Reykjavíkur um það af hverju leið
100 stoppar ekki víðar en hún
gerir? í annan stað langar mig til
að vekja athygli á því að sumir
strætisvagnabílstjóramir eru
óhæfílega stressaðir. Til dæmis
sá ég um daginn, þar sem ég sat
í vagni númer 10, hvar eldri kona
kom hlaupandi og ætlaði bersýni-
lega að ná vagninum. Ég benti
bílstjóranum á konuna því vagn-
inn var að fara af stað. Hann
hægði ögn á sér en gaf svo aftur
í. Eftir sat gamla konan með sárt
ennið.
Brún hryssa
tapaðist
Hestaeigandi vill koma þeim
skilaboðum á framfæri að í fyrri
hluta júlímánaðar í sumar tapað-
ist í nágrenni Reykjavíkur brún
hryssa, fímm vetra og aljámuð.
Mark er hangfjöður aftan hægra
og biti aftan vinstra. Hafi ein-
hveijir orðið hryssunnar varir þá
gjörið svo vel að hringja í s. 71173
eða 78464.
Þykjast vera í
umboði Lamaðra
og fatlaðra
Jónína hringdi:
Á laugardagskvöldið kom til
mín piltur, kannski 13-14 ára, að
selja plötu í umboði Lamaðra og
fatlaðra. Mér þótti sjálfsagt að
styrkja málefnið en síðar komst
ég að því að pilturinn, þeir vom
raunar tveir því ég heyrði í öðrum
á hæðinni fyrir ofan, var alls ekki
á snæmm Lamaðra og fatlaðra.
Ég vil vara fólk við slíkum heim-
sóknum sem í ofanálag geta
skemmt fyrir hinum ýmsu góð-
gerðarfélögum sem hafa þennan
hátt á til að afla fjár til góðra
málefna.
Seljið mánaðar-
kort í strætó
Strætisvagnafarþegi hringdi
og vildi beina þeim eindrægnu til-
mælum til S.V.R. að þegar, eða
jafnskjótt og mögulegt er, verði
byxjað að selja mánaðarkort í
vagnana. Sagðist farþeginn sann-
færður um að slík kort myndu
auka farþegafjölda vagnana.
Starfsfólki
Landsbankans,
Laugavegi 77,
þakkað
Gömul kona hringdi:
Ég vil þakka starfsfólki Lands-
bankans í útíbúi þess að Lauga-
vegi 77 fyrir alla þá aðstoð sem
það hefur veitt mér. Ég hef f yfír
20 ár notið aðstoðar þess og öll
þessi ár hefur það alltaf verið jafn
elskulegt og hjálpfúst fólk sem
valist hefur til útibúsins.
Hvað varð af
Tokyo
Móðir af Vestfjörðum hringdi
og bar fram þá beiðni að Morgun-
blaðið tæki aftur upp veðurlýsing-
ar frá Tokyo í veðurdálki sínum.
Hún á dóttur í Japan og vill gjam-
an geta fylgst eitthvað með
veðurfarinu þar.
Treysti starfsmönnum Hjálparstofn-
unar kirkjunnar fullkomlega
Samkvæmt skýrslu nefndar
þeirrar sem fengin var til að rann-
saka starfsemi Hjálparstofnunar
kirkjunnar kemst 88% af gjafafé
til skila, 12% fara í rekstur. Hjálpar-
stofnunin hlýtur því að vera
frábærlega vel rekin. Á þessu sést
hve skrif Helgarpóstsins eru röng
en þar er sagt að 10% fari í hjálp,
90% í annað.
Mér þykir vænt um Hjálparstofn-
unina því hún gefur okkur tækifæri
til að hjálpa þeim er minna mega
sín, enda kemur líka fram að Hjálp-
arstofnunin hefur unnið gott starf.
Ósmekklegt orðalag þykir mér hjá
nefndarmönnum að tala um ferða-
gleði starfsmannanna. Það er ekki
víst að utanaðkomandi nefnd sé fær
um að dæma starfsfólk svona stofn-
unar, það hljóta þeir sem i eldlín-
unni að meta sjálfír hveiju sinni.
Um ýmislegt má sjálfsagt deila,
svo sem hvort stofnunin þurfí á
eigin húsnæði að halda? Eða hvort
betra sé að eyða peningum í húsa-
leigu? Flestir telja betra að vera í
eigin húsnæði, bæði einstaklingar
og fyrirtæki.
Ég vil svo óska Hjálparstofnun-
Við erum hér nokkrar starfs-
stúlkur er vinnum hjá ríkisstofnun
og eru mánaðarlaun okkar á bilinu
21 til 24 þúsund. í mörg ár höfum
við styrkt Hjálparstofnun kirkjunn-
ar, bæði með fatagjöfum og pen-
ingagjöfum, í fullri vissu þess að
allir þessir fjármunir færu beint til
þeirra sem í nauðum eru. En nú
er lokið frekari fjárframlögum af
okkar hálfu eftir að upp komst um
fjármálahneyksli Hjálparstofnunar-
innar, þar sem fram kemur að
starfsmenn fá fímm- til sjöföld laun
inni alls góðs í framtíðinni og vona
að sú gagnrýni sem fram hefur
komið verði ekki til að lama það
hjálparstarf sem hún hefur staðið
að.
Ein af styrktarmeðlimum
okkar. Erum við ákveðnar í því að
setja ekki eyris virði í þessa „hít“.
Hvemig treysta þessir menn sér
til að standa frammi fyrir alþjóð,
flírabrosandi, og segja: „Jú, við
þurfum að lagfæra ýmislegt í
rekstrinum"; þessir menn sem festa
kaup á húsi fyrir 10 og hálfa millj-
ón og era þó ekki í neinu húsnæðis-
hraki, þessir menn sem skammta
sjálfum sér „ráðherralaun".
Almenningur í þessu landi hlýtur
að krefjast þess að þessir starfs-
menn séu látnir víkja, við viljum
ekki láta hvem sem er valsa með
fjármuni okkar. Mál er að linni.
Þessir menn hafa framið gróft trún-
aðarbrot gagnvart gefendum, þeir
grafa undan trúnaðartrausti fólks
í landinu.
Starfsstúlkur
Skipstjórnarmenn
Verið ávallt minnugir ábyrgðar ykkar á öryggi skipveija. Sjá-
ið um að öll öryggistæki séu í lagi og að hver einasti sicipveiji
kunni meðferð þeirra og viti hvemig og hvað hann eigi að gera
á neyðarstundu.
Kornið sem fyllir mælinn
WIKA
VATNSVIRKINN HF.
ARMÚU 21 - PÖSIHÓlf 8620 - 128 REYKJAVtK
SlMAR: VERSIUN 686455. SKRIFSTOfA 685966
VÖNDUÐ VINNA - VANDAÐ VERK
Þrýstimælar
Allar stæröir og gerðir
■kc-^L
SöyirOðKuigiytr
Vesturgötu 16, sími 13280
Kristalsglös
Frönsk — Þýsk — Sænsk — Bæheims
'¥
'v'-i
Handskorin og slétt
Snafs, líkjör, sérrí, hvítvín, rauðvín,
kampavín, kokkteil, koníak, vískí, öl, púns
og „Irish coffee“.
Vínkönnur fyrir rauðvín.
Vínborðflöskur (karöflur), margar gerðir.
Vínhitamælir, fallegur og einfaldur.
Skeiðar í „Irish coffee“ og önnur vínglös.
Ótrúlega gott verð.
TEKKn
I i i □ K
Laugaveg 15 simi 14320