Morgunblaðið - 12.11.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1986
33
*
LYSTIGARÐURINN er heimsóttur af þúsundum manna á ári
hverju - og eru heimsóknirnar flestar yfir sumartimann eins
og- gefur að skilja. Nú, þegar veturinn er kominn á sinn stað
samkvæmt dagatalinu og veðurspánni, eru heimsóknir aftur á
móti fátíðar í lystigarðinn. Gott ef hann er ekki lokaður. Ekki
verður þó betur séð en trén séu á sinum stað - hulin snjó að
einhveiju leyti - eflaust farin að bíða eftir vori og nýjum gestum.
Forskólakennsla:
Nafnlaust félag
um listasmiðju
- sýningar eru markmiðið, segir formað-
urinn Finnur Magnús Gunnlaugsson
Á LAUGARDAGINN vpr stofnað félag á Akureyri með það markmið
í huga að reka listasmiðju. Félagar eru 26. Aðalhvatamaður og for-
maður félagsins er Finnur Magnús Gunnlaugsson - en félagið hefur
enn ekki hlotið nafn ennþá. Úr því rætist þó væntanlega á laugardag-
inn.
Stofnun félagsins tók ekki ýkja
langan tíma. Finnur auglýsti 'a
dögunum væntanlega stofnun og
var fundur haldinn á fimmtudag
þar sem málin voru rædd. Stofn-
fundur var svo á laugardag, fyrsti
stjómarfundur á mánudag og á
laugardaginn hefst starfsemin
formlega með Opnu húsi, eins og á
að halda á laugardögum á næst-
unni.
Kjörin var sjö manna stjórn í
félaginu. Finnur er formaður sem
fyrr segir, gjaldkeri er Harpa Harð-
ardóttir, Ragnheiður Þórsdóttir er
ritari og Jakob Þór Kristjánsson
varaformaður. Meðstjómendur em
Sóley Sturludóttir, Erika Isaksen
og Davíð Davíðsson.
Finnur Magnús sagði í samtali
við Morgunblaðið að félagið hæfi
starfsemi sína á því að halda nám-
skeið. „Það hefur farið fram könnun
meðal félaga hvemig námskeiðum
þeir hafi mestan áhuga á og þau
fara fljótlega í gang. Námskeiðin
verða opin fyrir alla sem áhuga
hafa. Opin hús verðum við með á
laugardögum milli kl. eitt og þijú.
Þetta opna hús verður haldið „hér
og þar“ þangað til við fáum fast
húsnæði," sagði Finnur. „í þessum
Opnu húsum munum við spjalla
saman og halda fmmlínum starf-
seminnar gangandi. Námskeiðin
verða kynnt þarna, á hvað verður
lögð áhersla og sá mikli áhugi sem
er í félaginu verður kynntur. Fólk
getur komið og gengið í félagið á
Opnu húsunum."
Eins og áður sagði hefur ekki
verið ákveðið nafn á félagsskapinn.
„Það er frekar stemmning í hópnum
að velja hlutlaust nafn þó ljóst sé
að sýningar em markmiðið. Félágið
er þó ekki eingöngu stofnað með
það huga, við hugsum okkur það
ekki síst til þess að fólk geti veitt
gagnkvæma aðstoð."
En hvers vegna listasmiðju. Finn-
ur svarar því: „Hópurinn er tilkom-
inn vegna óánægju með takmarkað
listalíf á Akureyri. Þetta er þó ekki
óánægjuhópur í venjulegum skiln-
ingi því það er mikil bjartsýni
ríkjandi og ég er mjög ánægður
með hve margir fengust til að vera
með.“
Finnur var spurðu hvort hann
hefði lengi gengið með hugmynd
þessa í maganum: „í hálft ár. Ég
velti því fyrir mér í vor að fara
koma upp sumarleikhúsi, en það
vantaði leikara og fjárhagsdæmið
var of erfítt þá.“
Finnur sagði það aðallega leik-
listar-, myndlistar- og tónlistarfólk
sem gengið hefði í félagið. Hann
sagði hópinn staðráðinn í að vinna
vel í vetur — „við ætlum að vera í
startholunum fram í janúar og
halda þá aðalfund".
Finnur Magnús útskrifaðist vorið
1984 sem norskur cand. mag. í leik-
húsfræðum og bókmenntum.
Vinnuslys
VINNUSLYS varð í fyrrakvöld á
trésmiðaverkstæði á Akureyri.
Maður fór með vinstri hönd í borð-
sög og skarst upp í greip handarinn-
ar.
Tilraunakennsla í málörv-
un á Akureyri og á Dalvík
Nokkuð hefur verið um árekstra að undanförnu á Akureyri —
hér er sýnishorn af illgresinu í bakgarði lögreglunnar: skemmd-
um bifreiðum eftir árekstra.
Harður árekstur í fyrrakvöld
HARÐUR árekstur varð á mótum Þingvallastrætis og Mýrarveg-
ar seint í fyrrakvöld. Tvær bifreiðar skullu saman og eru báðar
stórskemmdar.
FORSKÓLAKENNARAR á Ak-
ureyri voru á dögunum á þriggja
daga námskeiði á vegum
Fræðsluskrifstofu Norðurlands
eystra. Umsjón með námskeiðinu
Kristján var viðstaddur sýning-
una og lauk dagskránni raunar með
því að lesa ljóðið „Dagslátta". Hann
var hylltur í lokin með löngu lófa-
taki og var aðstandendum sýning-
arinnar einnig klappað lof í lófa.
hafði Ingibjörg Auðunsdóttir
leiðbeinandi í byijendakennslu,
sem fjallaði sérstaklega um móð-
urmálið í byijendakennslunni, en
auk hennar höfðu leiðsögn
Að sýningunni lokinni voru þeim
afhent blóm og þá sté Gunnar
Ragnars, forseti bæjarstjómar, upp
og hélt tölu Kristjáni til heiðurs auk
þess sem hann afhenti honum styrk
frá bæjarstjóm, 50.000 krónur.
Valdís Jónsdóttir talkennari, sem
fjallaði um máltöku barna og
Hilda Torfadóttir leiðbeinandi í
íslensku, sem kynnti nýtt málörv-
unarkerfi, sem tilraunakennt
verður á Akureyri og á Dalvík í
vetur.
Nýlega var lokið vinnu við mynd-
band um byijendakennslu í móð-
urmá, sem Ingibjörg Auðunsdótir
hafði umsjón með. Myndin var tek-
in í forskóladeild í Lundarskóla
síðastliðið vor. Þessa mynd notaði
Ingibjörg þegar hún tók fyri
kennslu í móðurmáli í forskólanum,
þar á meðal lestrarkennslu.
Þetta er fyrsta myndbandið, sem
útbúið er á vegum Fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra til þessara
nota og vonandi verður framhald
þar á. Þjónustusvæði fræðsluskrif-
stofunnar nær frá Ólafsfirði austur
á Þórshöfn. Myndband eins og þetta
gefur leiðbeinendum möguleika á
að kynna nýjar kennsluaðferðir í
afskekktari skólum á svæðinu á
mn einfaldari hátt en verið hefur
til þessa.
Málörvunarefnið, sem áður var
minnst á, er þýtt, endursami- og
staðfært úr sænsku og dönsku af
Hildu Torfadóttur, sem einnig mun
hafa umsjón með tilraunakennsl-
unni. Málörvunarefni þetta er byggt
á mugmyndum Ingvars Lundbergs
prófessors í Umea í Svíþjóð, en
hann hefur sannað með rannsókn-
um, að það hefur gildi fyrir mál-
þroska bama og velgengni f
lestramámi, ef það er notað eftir
settum reglum.
Þetta mun vera í fyrsta skipti
sem námsefni er tilraunakennt á
vegum Fræðsluskrifstofu N.e. og
því merkur áfangi í starfsemi henn-
ar.
Forskólakennarar á Akureri eru
15 ogtóku þeir allir þátt í námskeið-
inu.
Ökumaður annarrar bifreiðar-
innar var fluttur á slysadeild en
fékk að fara heim eftir skoðun.
Hann fékk þungt höfuðhögg en
jafnaði sig fljótt. Báðar bifreið-
amar vom á grænu ljósi en annar
sveigði fyrir hinn - ökumaðurinn
varð hans ekki var fyrr en um
seinan.
Nokkuð hefur verið um
árekstra að undanfömu eftir að
fór að snjóa. Til dæmis urðu níu
árekstrar á sunnudaginn sem þyk-
ir mikið hér um slóðir. Nokkrir
árekstrar urðu í gærdag, enginn
þó harður — „smánudd" eins og
þeir segja hjá lögreglunni.
Húsmæður
á Akureyri
Hafið þið áhuga á að fá ykkur morgungöngu
sem borgar sig? Hafið þá samband við af-
greiðslu Morgunblaðsins á Akureyri. Sími
23905.
Morgunblaðið á Akureyri
Hafnarstræti 85,
sími23905.
Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjómar, heiðraði Kristján frá Djúpa-
læk að loknum frumflutningi á laugardag - veitti honum 50.000
krónur að gjöf frá bæjarstjórn.
Dreifum af dag-
sláttu tekið vel
DREIFAR af dagsláttu, dagskráin sem frumflutt var á laugardag
Kristjáni frá Djúpalæk til heiðurs, hlaut mjög góðar viðtökur áhorf-
enda. Húsfyllir var í Alþýðuhúsinu og verður dagskráin flutt áfram
meðan aðsókn verður góð. Næstu sýningar em um helgina, kl. 15.00
á laugardag og sunnudag.