Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Utvegsbankinn: Framlag ríkissjóðs og Seðlabanka á 12 árum nema 535 milljónum króna GEIR Hallgrímsson, seðlabankastjóri leggur áherslu á að nauð- synlegar lagabreytingar verði gerðar fyrir jólaleyfi þing- manna, jafnframt því sem unnið yrði að því að undirbúa stofnun nýs hlutafélagsbanka, með sameiningu Útvegsbanka, Verzlun- arbanka og Iðnaðarbanka. í tillögum bankastjóra Seðlabankans er þetta talin besta leiðin í endurskipulagningu bankakerfis- ins. I greinargerð með tillögunum kemur fram að verðgildi beinna framlaga ríkissjóðs og Seðlabanka til Útvegsbankans á síðustu 12 árum er 535 milljónir króna. í greinargerð sem fylgir tillögum því sem bönkum fækkaði um tvo bankastjóra Seðlabankans, segir að nýr hlutafélagsbanki yrði 20% stærri en Búnaðarbankinn þegar litið er á innlán en um 50% stærri ef miðað er við útlán og erlend endurlán. Hins vegar yrði bankinn töluvert minni en Landsbankinn. Hlutfallsleg skipting útlána á at- vinnugreina yrði mjög svipuð og hjá Landsbankanum. I greinargerðinni segir að megin- kostir framangreinarar leiðar í skipulagsmálum bankakerfisins fe- list í því að myndaður yrði sterkur hlutafélagsbanki sem hefði mjög svipuð rekstrarskilyrði og Lands- banki og Búnaðarbanki, jafnframt sem þýða mundi spamað í rekstri bankakerfisins og markvissari þjón- ustu við viðskiptaaðilana. Af- greiðslustaðir Útvegsbankans, Iðnaðarbankans og Verzlunarbank- ans eru nú 32 talsins á móti 31 hjá Búnaðarbankanum og 42 hjá Landsbankanum. Með sameiningu bankanna þriggja væri hægt að mati Seðlabankans að fækka af- greiðslum niður í 26. Bankastjórar Seðiabankans hafna því alfarið að Útvegsbankinn verði endurreistur, vegna þess að með því næðist enginn áfangi í enduskipulagningu bankakerfísins og væri dýrasti kostnaðurinn valinn fýrir ríkissjóð. Nokkru síðar segir: „Til viðbótar framanrituðu verður að horfast í augu við það að fortíð- in varpar töluverðum skugga á þá hugmynd að endurreisa Utvegs- bankann með stórfelldu framlagi af almannafé. Margendurteknar til- raunir hafa verið gerðar á síðustu 15 árum til að styrkja stöðu bank- ans. Hefur hann margoft notið víðtækrar lánafyrirgreiðslu í Seðla- banka umfram það sem aðrir bankar hafa átt kost á. Einnig hef- ur Seðlabankinn gefið eftir vexti af skuldum Útvegsbankans og veitt honum annan beinan Qárstuðning. Á árinu 1981 fékk Útvegsbankinn 50 milljóna króna nýtt eiginfjár- framlag. Verðgildi beinna fjárfram- laga ríkissjóðs og Seðlabanka til Útvegsbankans á síðustu 12 árum er 535 milljónir króna á verðlagi í október 1986." Sjá viðtal við Geir HaUgrims- son, seðlabankastjóra í opnu og viðtöl á bls. 26 og 27. Formennska í bankaráði Útvegsbankans: f umboði fyrri stjórnar - sagði Albert Guðmundsson LÁNAFYRIRGREIÐSLA Útvegsbankans við Hafskip hf. var hvorki í eðlilegu samræmi við starfsumfang fyrirtækisins né eiginfjárstöðu þess og tryggingum fyrir skuldum var mjög ábótavant, segir í skýrslu nefndar um viðskipti þessara aðila, sem Matthías Bjarnason, ráðherra bankamála, mælti fyrir í Sameinuðu þingi i gær. Ráðherra sagði að tap Útvegsbankans, vegna gjaldþrotsins, yrði um 600 m.kr., að dómi bankaeftirlits Seðlabankans. Svavar Gestsson, formaður Al- Alberts Guðmundssonar í bankaráði þýðubandalags, nefndi formennsku Útvegsbanka fram til 1983 í þing- _____________________________ ræðu um málið. Af því tilefni sagði Albert Guðmundsson að hann hafi tekið sæti og formennsku í banka- ráði á sínum tíma í umboði fyrri ríkisstjómar, sem Alþýðubandalag- ið hafi átt aðild að. Albert Guðmundsson sagði í þingræðu í gær að hann hafi tekið sæti í bankaráði Útvegsbankans að beiðni forsætisráðherra þeirrar ríkisstjómar, þ.e. ríkisstjómar Gunnars Thoroddsens. Beiðnin hafí verið sett fram að viðstöddum full- trúum Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, er aðild áttu að þeirri ríkisstjóm. Ég var ekki kjörinn í ráðið af þingflokki Sjálfstæðis- flokksins, sagði Albert efnislega, heldur fór ég þangað í umboði fyrri ríkisstjómar. Þingflokkur sjálf- stæðismanna lét hinsvegar ómót- mælt að ég varð við þessum tilmælum. í ræðu Matthfasar Bjamasonar, ráðherra bankamála, kom fram, að meginástæða þess að viðskipti Út- vegsbankans við Hafskip fóru svo mjög úr skorðum, var skortur á aðgæzlu af hálfu bankans. Ekki hafi verið fylgst nægilega með rekstri og flárhag fyrirtækisins, að dómi rannsóknamefndarinnar, og veðum hafí verið mjög ábótavant. Höfundar skýrslunar telja banka- stjóra bera meginábyrgð á áföllum bankans, þrátt fyrir málsbætur, en hlutdeild í yfirsjón verði að skrifa á reikning lögfræðideildar bankans. Sjá nánar frásögn af umræðu Alþingis um skýrsluna á þing- síðu Morgunblaðsins, bls. 36. Bú Nausts hf. tekið til gjaldþrotaskipta Skuldir áætlaðar 20—30 milljónir kr. BÚ NAUSTS hf., sem rak veit- ingahús við Vesturgötu, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Agúst Þorvalds- son látinn ÁGÚST Þorvaldsson, alþingis- maður og bóndi á Brúnastöðum er látinn. Agúst lætur eftir sig eiginkonu, Ingveldi Ástgeirs- dóttur og sextán börn, tólf syni og fjórar dætur. Ágúst fæddist 1. ágúst 1907 á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Þorvaldur Bjömsson, verkamaður og sjómaður og Guðný Jóhanns- dóttir. Ágúst ólst upp á Brúnastöð- um í Hraungerðishreppi, og hafði þar bú frá árinu 1932. Hann var oddviti Hraungerðishrepps frá árinu 1950 til ársins 1966. Ágúst var fyrst kjörinn á Alþingi árið 1956, þá fýrir Framsóknarflokkinn í Ámessýslu, en var þingmaður Suðurlands frá árinu 1959 til ársins 1974. Skuldir þrotabúsins eru áætlaðar 20—30 milljónir kr. Ekki er búið að meta verðmæti eigna, en ljóst að munur á eignum og skuldum er verulegur. Forráðamenn hlutafélagsins ósk- uðu eftir heimild til gjaldþrotaskipta þann 20. október, eftir að greiðslu- stöðvun fyrirtækisins rann út og fyrirtækið hafði verið innsiglað vegna söluskattsskuldar. Skipta- ráðandinn í Reykjavík kvað upp gjaldþrotsúrskurðinn á miðviku- dagsmorgun. Á næstunni verður birt auglýsing um innköllun krafna I Lögbirtingar- blaðinu með venjulegum kröfulýs- ingarfresti. Kröfur verða síðan yfirfamar og lagðar fyrir skipta- fund. Skiptaráðendur skipuðu Brynjólf Kjartansson hæstaréttar- lögmann bústjóra þrotabúsins til bráðabirgða. Símamynd/ Jón Ásgeir Sigurðsson. Watson og Coronado á blaðamannfundinum í New York í gær. Rodney Coronado á blaða- mannafundi í New York: Farið í hvalstöðina um níuleytið á laug- ardagskvöldið Frá Jóni Ásgeir Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum. „ÉG HEF engar áhyggjur af því að verða framseldur til fs- lands,“ sagði Rodney Coronado á blaðamannafundi í New York i gær. Hann er annar tveggja manna sem taldir eru hafa unnið skemmdarverkin í Hvalfirði og sökkt Hval 6 og Hval 7 um síðustu helgi. ,Ef Bandaríkin framselja mig,“ hélt Rodney Coronado áfram, „leggja þau þar með blessun sína yfír brot íslands gegn samþykkt- um Alþjóðahvalveiðiráðsins." Fjöldi blaðamanna mætti á fundinn sem var haldinn á skrif- stofu Dýrasjóðsins í New York- borg. Dýrasjóðurinn undir forystu Cleveland Amory, rithöfundar, kostaði fyrsta skip Sea Shep- herd-samtakanna, sem var notað til að sigla á og sökkva hvalveiði- skipinu Sierra undir ströndum Portúgals. Rodney Coronado viðurkenndi ekki hreint út aðild sína að skemmdarverkunum á Islandi og kvað hann lögfræðinga hafa ráð- lagt sér að tala um atburðina í þriðju persónu. „Þeir sem unnu verkin voru á íslandi í þijár og hálfa viku. Annar þeirra vann um skeið hjá Sláturfélaginu, sem hef- ur séð um að pakka hvalkjötinu. Þeir bjuggu á farfuglaheimili og fleiri stöðum," sagði Rodney Cor- onado. í frásögn af sjálfri at- burðarásinni kom fátt nýtt fram. Hann kvað þá félaga hafa farið inn í hvalstöðina um níuleytið á laugardagskvöld og verið þar fram á nótt. Síðan hafi þeir hald- ið niður á höfn í Reykjavík og kannað hvort nokkur væri um borð í hvalbátunum áður en þeir sökktu þeim. Rodney Coronado sagði að auðvelt hefði reynst að komast frá borði eftir að sjór tók að streyma inn. Hann sagði að lögreglan hefði stöðvað mennina tvo á leiðinni til Keflavíkur og kannað hvort þeir væru undir áhrifum áfengis. Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Rodney Coronado, sem er frá Morgan Hill-bæ í Kalifomíu, hvers vegna hann berðist ekki gegn drápi á tugþúsunda höfr- unga í Kyrrahafi í stað þess að fara alla leið til íslands. „ísland hefur þverbrotið samþykktir Al- þjóðahvalveiðiráðsins og við höfum unnið gegn því á síðasta ári og nú var látið til skarar skríða," sagði Rodney Coronado. Paul Watson, talsmaður Sea Shepherd, bætti því við að þeir hefðu alla jörðina að vettvangi en ekki aðeins Bandaríkin. Paul við- urkenndi að með skemmdarverk- unum á íslandi hefðu Sea Shephard-samtökin valdið mestu efnahagstjóni á sínum ferli. Morgan Hill-bær er áttatíu km suðaustan við San Francisco í Kalifomíu. Þar búa um rúmlega tuttugu þúsund manns, að mestu miðaldra hjón með böm, fyrir- vinnur eru í stjómunarstörfum og yfírleitt menntað fólk. Flest húsin eru í einkaeign og byggð á síðustu tuttugu árum, íbúamir em að mestum hluta hátekjufólk. Rodney Coronado er með menntaskólapróf og segjast kenn- arar hans ekki hafa orðið varir við neinn sérstakan áhuga hjá honum á vísindum og umhverfís- vemd. Sjálfur kveðst hann að hafa gerst félagsmaður í Sea Shepherd-samtökum fyrir sex ámm, þegar hann var fjórtán ára. Kunningjum og ijölskyldu hans komu þessi verknaðir algjörlega á óvart að sögn fréttamanns sjón- varpsstöðvar I San Francisco. Móðir Rodneys, Sunday Cor- onado, var aldeilis hlessa yfir þessum tfðindum og sagðist ekki trúa þessu. Sonurinn segist ekki vita hveijar skoðanir hennar séu á skemmdaverkunum á íslandi, en hann viti að hún sé móttfallin hvaladrápi. Rodney Coronado segist hafa haft ofan af fyrir sér með lausastörfum, en hann hefur verið tekjulaus vélamaður í áhöfn Sea Shepherd undanfarin tvö ár. Hann segist hafa kostað íslands- ferðina sjálfur. „VIÐ HÖFUM alltaf miðað við samþykktir Alþjóðahvalveiði- ráðsins og aðeins ráðist gegn þeim sem brjóta þær,“ sagði Paul Watson, talsmaður Sea Shepherd-samtakanna á blaða- mannafundi i New York í gær. „ísland braut hvalveiðibannið og hefur ekki heimild Alþjóða- hvalveiðiráðsins til að drepa hvali. Vísindamenn Alþjóðahvalveiði- ráðsins hafnaði vfsindaáætlun íslands og hefur ekki veitt veiði- heimild. Ég var á fundinum í Malmö og þar lýstu fslendingar því yfir að þeir ætluðu að gera eins og þeim sýndist, hvort sem þeir fengju leyfi eður ei. Það er ástæðan fyrir því að við skemmd- um hvalveiðistöðina og sökktum hvalbátunum." Fréttaritari Morgunblaðsins spurði Paul Watson hvort hann teldi að vísindanefndin hefði hafn- að áætlun íslands um vísindaveið- ar. „Ég var að segja að þeir hefðu gert það. Nefndin samþykkti ekki áætlun íslendinga, þeir töldu hana forkastanlega. “ Paul Watson sagði að Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, hafði ákveðið að beita hvorki Noregi né ísland viðskiptaþvingunum vegna hvalveiða í sumar, af því að þetta séu aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins. Watson sagði ennfremur að í staðinn fýrir að ísland hélt leiðtogafundinn hafí Reagan ákveðið að Bandaríkin mundu ekki skipta sér af sölu íslendinga á hvalkjöti til Japans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.