Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 „Smjörfjöllum sökkt í sjó, kornhaugar brenndir á báli“ eftir Árelíus Níelsson VIÐ GLUGGANN Þessi fyrirsögn er úr frétta- grein á þessu hausti. En getur slík yfirlýsing verið annað en fjar- stæða eða fuliyrðing um hræðileg- an glæp í veröld, þar sem milljónir manna beijast við örbirgð og alls- leysi og deyja úr hungri á hveiju ári — eða mætti ef til vill sanna að svo væri daglega? Einu sinni var í fjarlægu landi fyrir þúsundum ára vitur ungur maður, sem veitti þau ráð, sem farið var eftir til mikillar blessun- ar. Þau ráð voru, að geymdar skyldu birgðir hinna góðu ára til hinna verri — hallærisáranna svo- nefndu. Nú þykir slíkt ekki takandi í mál og sjálfsagt erfitt og dýrt til eftirbreytni. Ekki er langt síðan, þótt ótrúlegt megi nú virðast, að á okkar landi bjó sveltandi fólk, og hungur var talið sjálfsagt böl hverrar aldar um lengri eða skemmri tímabil. Og vel mega þeir muna, sem nú eru innan við áttrætt, hvað þá eldri, að fátt var talið ljótari löstur en að kasta mat. Allt matarkjms, bæði til sjáv- ar og lands, skyldi hirt og búið til geymslu á hinn bezta hátt, og voru þó tæki og aðferðir til slíks vægast sagt á frumstigi miðað við allt, sem hátækniþjóðir hafa nú í höndum. En þá var einnig annar háttur á hafður, sem að vissu leyti sýndi og sannaði göfgi og höfðingslund þessarar fá- mennu, fræknu þjóðar. Þar birtist dyggð gestrisninnar í fyrsta sæti og þar næst gjafmildi og fórnar- lund. Þá var líkt og margt gæti gerzt svo fáir veittu athygli og flestir töldu sjálfsagt, sem nú er gleymt og vart kæmi í huga nokkurs í öllu amstri daganna til þess að efla allsnægtir. Minningar frá bemskudögum svífa fyrir sjónum hugans úr minni sveit, sem nú er öll í eyði. En sú ógæfa virðist flestum sveit- um íslands ætluð nú, líkt og ósjálfrátt. Næsti bær við hreppstjórasetr- ið, þar sem ég ólst upp ásamt fleiri fósturbömum, sem þá vom nefnd tökuböm, var heimili svo- kallað húsfólks, en það var fólk, sem átti ráð á húsnæði, þótt lé- legt væri sem lágur torfkofi, en ekki rétt til lands né landgæða. í þessum moldarbæ áttu heima um árabil, jafnvel áratugi 5—6 manns: Gömul hjón, sem töldust húsráðendur ásamt dóttur sinni og systur húsfreyju, ásamt tveim fósturdætmm, sem vom dóttur- böm gömlu hjónanna. Húsfreyja og systir hennar vom aldnar kon- ur, og síðast veikar og deyjandi, sennilega krabbamein. Dóttirin annaðist þær svo sem auðið var. En húsbóndinn atvinnulaus utan þess að ferðast víða og safna vist- um, meðal annars utanúr „Eyj- um“ og norðan frá ísafjarðar- djúpi. Hann greiddi þær litlu öðm en þökkum og fyrirbænum og bar mestallt, sem gefið var á bakinu heim. Samt átti hann hryssu, sem varð honum stundum til hjálpar. Bústofn var enginn, hvorki kýr né kindur, en aðeins 8—10 geitur, sem veittu samt mjólk að sumrinu og eitthvert sýmsull til geymslu í köggum undir moldarvegg við marrandi stigagarma upp í bað- stofuna. Þar svaf ijölskyldan. Allt þetta hljómar sem ein fjarstæðan annarri meiri. Aldrei heyrðist þess getið, að fólkið „á selinu" fengi styrk eða stuðning frá sveit eða samfélagi. Hvar gat gmnnur þess falizt, að þama var hægt að dvelja án hungurdauða? Þess skal getið hér, að heimafólkið og húsfreyjur „á bænum" sendu mjólk þangað flesta daga í fæm veðri. Mitt fyrsta starf að heiman var að færa þangað flöskur bomar í sokkbol á baki. En einkum haust og vor, en þó miklu oftar, var borið í „posa“, sem kallað var. Þar leyndust sláturbitar, kjötúr- gangur svokallaður og fleira matarkyns. Aldrei var þetta talið nema sjálfsagt. Aldrei á það minnzt, né það öryggi, sem það veitti. Engum að þakka, nema forsjóninni sjálfri. Þegar litið er til baka telst þetta aðeins sjálf- sagður þáttur íslenzkrar menn- ingar í auðmýkt og lítillæti, sem engar bækur vom til frásagnar um, engir reikningar settir á blað. En sannarlega var þetta helgasti auður guðsríkisins, sem íslenzkar húsfreyjur áttu sífellt á hæ§tu vöxtum í sínum eigin barmi. Veitt- ur af örlátri hönd, þreyttri af erfiði dagsins, ofar öllum kröfum. Nú veit ég, að lesandinn, sem ef til vili nennir að eyða dýr- mætri stund til að líta á þetta þvaður hugsar: Hvað á þetta mgl skylt við „smjörfjöll og kom- hauga" nútímans og vesalingana í hungurlöndum heimsins? Sjálfsagt að gefa örstutta skýr- ingu, sem þó gæti orðið sígilt svar um það, hvað auðþjóðir heims með ofgnægtir sínar annars vegar og örbirgðar-þjóðir þriðja heims- ins em algjörar hliðstæður þessa fyrrverandi hungurlands, íslands. Nú er því aðalatriðið, að auðlönd- in með smjörfjöll sín finni rétt tök tækni og forsjár og læri að senda birgðir sinar á hagkvæman hátt til réttra þiggjenda eins og gjört var á hreppstjórasetrinu í eyði- sveit æsku minnar. Og þá finn ég stolt mitt í því að vera litli strákurinn með mjólk- urflöskur í sokkbol eða slátur- keppi og hrognkelsi í „posa“ sem sendiboða hinna ríku og göfugu, sem ekki létu sér detta í hug að henda afgangi gnægta sinna í sjó- inn heldur senda þessar leifar til þeirra sem ekkert höfðu, og ger- ast um leið guðsböm á vegum hins góða. Ég veit þetta er svo einfalt á vegum guðsríkis, sem gerir hið smáa stórt og hið stóra smátt með sígildum máttarverkum rétt- Iætis, friðar og fagnaðar. Ekki þyrfti margar klukku- stundir þar sem slíkt vald guðsrík- is á jörðu fengi völd á vegum Gorbachevs og Reagans til þess að sannfæra alla heimsbyggðina um áhrif þessarar aðferðar, með allsnægtir á vegum hins allslausa, úr eyðisveit á Islandi, landi frels- is, friðar og mannréttinda. Heyrið því, herrar mínir í vestri og austri, þið miklu valdamenn; leigið ykkur strax skip og flugvél- ar til að flytja farminn undir eftirliti réttlátra á réttan stað. Sé erfitt með flutningsgjöld, þá afneitið aðeins geimfeijum og vetnissprengjum. Slíkur kostnað- ur er hið dýrasta og dýrslegasta sem í gulli er greitt nú á tímum. Og um leið og þeim vopnum fækk- ar hverfa allar orsakir styijalda: Óttinn, hefndimar, hatrið, grimmdin og heimskan smátt og smátt, ef til vill fyrr en nokk- um varir. En sendingin með smjöri og brauði handa hungruð- um heimi, ættu snertingu, elsku og kraft fómarlundar t'l að skapa mannkyni jarðar gæfu og gleði um aldir. Og auk þess athafnir og bræðralag í stað atvinnuleysis og tortryggni. Sjálfsagt segja margir: „Þetta er nú meiri skýjaglópurinn. A þetta að heita prestur?" Það get ég nú varla sagt. Hann hefur að minnsta kosti náð þeim aldri í samfélagi íslenzka þjóð- skipulagsins í dag, að réttindi til ræðuhalda og starfa eru mjög takmörkuð. Hann vildi þá gjaman spyija íslenzku þjóðina: Er ekki eitthvað að gleymast og týnast úr gullsjóðum hjartn- anna, þegar allsnægtir verða að skorti, sem leggur byggðir okkar undurfagra föðurlands í auðn áð- ur en varir? Gætum við kannski eitthvað sent af smjöri og „fjallalömbum" sem heilagar fómir á altari fram- tíðar á vegum Meistarans mikla frá Nazaret? Athugið málið i anda ráðher- rans vitra, sem flutti sína frábæru ræðu á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna núna 22. sept. Guði sé lof, við eigum enn vitra og góða forystumenn. Ef þeir fá að njóta sín verða hvorki „smjörfjöll" né „komhaugar" kaffærðir í af- gmnni heimsku og grimmdar. \ NATO-styrkjum úthlutað Menntamálaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum af fé því sem kom í hlut Islendinga til ráðstöf- unar til vísindastyrkja á vegum Atlantshafsbandalagsins á árinu 1986. Umsækjendur eru 17 og hlutu 8 þeirra styrki sem hér segir, sam- ítvæmt fréttatilkynningu mennta- málaráðuneytisins. 1. Anna Soffía Hauksdóttir, M.Sc., 160.000,- kr., til fram- haldsnáms í rafmagnsverkfræði við Ohio State University í Bandaríkjunum. Stofnfundur Fé- lags áhugafólks um verkalýðs- sögu í kvöld STOFNFUNDUR Félags áhuga- fólks um verkalýðssögu verður haldinn í fundarsal starfsmanna- félagsins Sóknar, Skipholti 50a, Reykjavík, í kvöld kl. 20.30, en undanfarnar vikur hefur hópur fólks unnið að undirbúningi að stofnun félagsins. Með verkalýðssögu er ekki ein- ungis átt við sögu íslenskrar og erlendrar verkalýðshreyfingar, heldur verður saga verkalýðsstétt- arinnar, daglegt líf og starf, menning og listir, á verkeftiaskrá fplagsins, segir í frétt frá undirbún- ingsnefnd. Félaginu er ætlað að stuðla eftir mætti að rannsóknum, veita náms- og áhugafólki aðstoð, beita sér fyrir varðveislu þess sem hefur sögulega þýðingu. Það á að vera starfsemi Sögusafns verkalýs- hreyfingarinnar til styrktar, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. 2. Bjarki Jóhannesson, skipulags- fræðingur,. 160.000.- kr., til framhaldsnáms í skipulagsfræð- um við Oxford Polytechnic í Bretlandi. 3. Friðfinnur Skaftason, B.S., 110.000,- kr., til framhaldsnáms í kerfis- og stýritækni við Tækniháskólann í Linköping í Svíþjóð. 4. Guðmundur Jón Elíasson, læknir, 75.000.- kr. ferðastyrk til framhaldsnáms í ísótópa- lækningum við Karolinska Institutet í Stokkholmi. 5. Halldóra Hreggviðsdóttir, Vísnavinir 10 ára: Marie Bergman og Lasse Englund halda tónleika SÆNSKA vísna- og rokksöng- konan Marie Bergman heldur tónleika í Félagsstofnun stúd- enta ásamt eiginmanni sínum, gítarleikaranum Lasse Englund, á morgun, laugardag. Tónleik- arnir hefjast kl. 16.00. Þau hjón eru hingað komin á vegum Vísnavina, sem eru 10 ára um þessar mundir. Tónleikamir eru því hápunktur afmælisins. Marie flytur að mestu frumsamið efni. Hún hefur á undanfömum ámm komið fram með hljómsveit sinni „Magic body band“, en hljómsveitin hefur nú hætt starfsemi sinni. Marie hefur gefíð út sjö breiðskífur og maður hennar, Lasse Englund, hef- ur sent frá sér Ijórar. B.S., 160.000.- kr., til fram- haldsnáms í jarðefnafræði við Stanford-háskóla í Bandaríkjun- um. 6. Jens Kjartansson, læknir, 180.000.- kr., til framhaldsnáms í lýtalækningum í Stokkhólmi. 7. Lars Hansen, dýraiæknir, 110.000,- kr., til framhaldsnáms í fisksjúkdómafræði við Univers- ity of Stirling í Skotlandi. 8. Stefán Guðlaugsson, B.S., 110.000.- kr., til framhaldsnáms í byggingarverkfræði við Uni- versity of Michigan, Ann Arbor, í Bandaríkjunum. Marie Bergman og Lasse Eng- lund Jóhanna Bogadóttir sýnir í Norræna húsinu JÓHANNA Bogadóttir opnar sýningu á málverkum og teikn- ingum í sýningarsölum Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 14.00. Sýningin stendur til 30. nóv- ember og verður opin daglega frá ld. 14.00-22.00. Myndimar eru unnar á sl. tveim árum. Þetta er sjöunda einkasýning Jóhönnu í Reykjavík, einnig hefur hún sýnt á ýmsum stöðum úti á landi og víða erlendis; síðast nú í vor í Stokkhólmi. Jóhanna hefur jafnframt tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Þar á meðal alþjóðlegum grafíksýningum hér heima og er- lendis. Myndir eftir hana eru í eigu ýmissa listasafna. T.d. Atheneum í Helsinki og Museum of Modem Art í New York. Mímir 40 ára: Fyrirlestur um íslenskar fornbókmenntir f TILEFNI af 40 ára afmæli Mímis, félags stúdenta í islensk- um fræðum, gengst félagið fyrir fyrirlestraröð. Nú þegar hafa tveir fyrirlestrar verið haldnir. Á morgun, laugardag, mun Gísli Sigurðsson flytja fyrir- lestur sem nefnist: „Gelísk áhrif á íslenska sagnahefð til foma". í fyr- irlestri sínum fjallar Gísli Sigurðs- son um þær kenningar ýmissa fræðimanna um að írsk sagnahefð hafi átt þátt í að móta íslenskar fombókmenntir. Fyrirlesturinn verður í Odda, stofu 101, og hefst hann kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.