Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Knattspyrna:
Úrslit
skólanna
á morgun
ÚRSLITALEIKURINN í fram-
haldsskólamóti KSÍ í knatt-
spymu fer fram á gervigras-
inu f Laugardal á morgun og
hefst klukkan 17.
Lið Fjölbrautaskólans í
Breiðholti og Háskóla fslands
leika til úrslita. FB vann MÍ á
ísafirði 1:0 í undanúrslitum,
en HÍ vann Taekniskólann 6:4
eftir framlengdan leik og víta-
spyrnukeppni.
Lið Háskólans er að mestu
skipað leikmönnum úr 1. deild-
arliðunum, en Fjölbrautaskól-
inn í Breiðholti er meö blöndu
úr 2.- og meistaraflokki hinna
ýmsu félagá.
Laugarvatns-
hlaupið
HID árlega Laugarvatnshlaup
fer fram á morgun og hefst
klukkan 14 við fþróttahusið
að Laugarvatni.
Hlaupið verður í þremur
flokkum karla og kvenna og
er keppnin öllum opin, en
Laugarvatnshlaupiö er í stiga-
keppni víðavangshlaupa FRÍ.
Reykjavíkur-
mót fatlaðra
Reykjavíkurmót fatlaðra held-
ur áfram um helgina og
verður keppt f dag, á morgun
og á sunnudag, en þá lýkur
mótinu.
Keppt verður í sundi, borð-
tennis, boccia, bogfimi og
lyftingum.
Golfskóli
Þorvaldar
Golfskóli Þorvaldar Ásgeirs-
sonar tekur aftur til starfa
laugardaginn 15. nóvember.
Þorvaldur kennir þar galdur
golffþrottarinnar og fer
kennslan fram f Ásgarði f
Garðabæ.
Kennslan er bæði fyrir byrj-
endur og lengra komna í
íþróttinni og fá nemendur
ókeypis afnot af kylfum og
öðru því sem til þarf í golfið.
Nánari upplýsingar eru í síma
34390 hjá Þorvaldi Ásgeirs-
syni.
Ársþing FSÍ
ÁRSÞING Fimleikasambands
íslands verður haldið nú um
helgina f íþróttamiðstöðinni f
Laugardal og hefst þingið f
dag klukkan 18.30 og verður
sfðan fram haldið á morgun
klukkan 11 árdegis.
Árshátíð fimleikafólks er
síðan áformuð annað kvöld í
Kiwanissalnum í Brautarholti
26 og hefst hún klukkan 20.
Stenmarktilbúinn íslaginn
SÆNSKI skfðakappinn Ingemar
Stenmark, sem verður 31 árs f
mars og hefur fimm sinum orðið
heimsmeistari, sagði að næsta
keppnistfmabil gæti orðið hans
sfðasta f heimsbikarkeppninni.
„Ég er í mjög góðri æfingu og
er tilbúinn í slaginn í vetur og mun
Borðtennis:
Hilmar
sigraði
HILMAR Konráðsson, Víkingi,
sigraði í meistaraflokki karla á
þriðja punktamóti vetrarins f
borðtennis, sem fram fór fyrir
skömmu f Laugardalshöll.
Hilmar vann félaga sinn úr
Víkingi, Kristján Jónasson, í úrslit-
um 22:20 og 22:20. Kristján sigraði
í fyrri punktamótunum. Jóhannes
Hauksson, KR, og Vignir Krist-
mundsson, Erninum, urðu í 3.-4.
sæti.
í 1. flokki karla vann Davíð Páls-
son, Erninum, Pétur Stephensen,
Víkingi, 21:13 og 21:18 í keppni
um 1. sætið, en Hjálmar Aðal-
steinsson, KR, og Emil Pálsson,
Erninum, höfnuðu í 3.-4. sæti.
Árni Geir Arnbjörnsson, Stjörn-
unni, og Sigurður Herlufsson,
Víkingi, háöu harða baráttu um
sigurinn í 2. flokki, en úrslit urðu
11:21, 21:19 og 21:14 Árna Geir
í hag. Björn Guðmundsson og
Sveinn Pálmason, báðir úr Stjörn-
unni, höfnuðu í 3.-4. sæti.
í meistaraflokki kvenna sigraði
Ásta Urbancic, Erninum. Elísabet
Ólafsdóttir, KR, hafnaði í 2. sæti
og Anna Sigurbjörnsdóttir, Stjörn-
unni í því þriðja.
Lilja Benónýsdóttir, Þórunn
Marinósdóttir og Anna Þórðar-
dóttir, allar úr UMSB, töpuðu
einum leik hver, en Liija sigraði á
stigum.
síðan sjá til eftir það," sagði
Ingemar Stenmark, sem á að baki
83 sigra í heimsbikarmótum, eða
fleiri en nokkur annar skíöamaður.
Hann hefur verið í fremstu röð í
12 ár, allt frá árinu 1974. Hann
sagðist enn geta unnið sigur í
sínum uppáhalds greinum, svigi
og þá sérstaklega stórsvigi. En
hann keppir ekki í bruni og risa-
stórsvigi.
„Fyrir tveimur árum gekk mér
mjög vel á æfingum en illa í keppni
og vann þá ekkert heimsbikarmót.
Á síðasta ári gekk aftur betur hjá
mér og er sigurinn í stórsviginu í
La Villa í fyrra einn sá mikilvæg-
asti sem ég hef unnið á ferlinum.
Að sigra eftir slakt tímabil gefur
manni meira en að vinna alltaf, “
sagði hann.
Stenmark sagði að hann ætti
ekki mikla möguleika á aö vinna
heimsbikarinn samanlagt, þar sem
hann keppti ekki í bruni og risa-
stórsvigi. „Reglurnar eru þannig
að maður verður helst að keppa
í öllum greinunum til að eiga mögu-
leika. Eg tel Marc Girardelli frá
Luxemborg og Pirmin Zurbriggen
frá Sviss, sigurstranglegasta í
vetur."
Stenmark, sem vann tvenn gull-
verðlaun á Olympíuleikunum 1980,
sagðist stefna á að vera með á
næsta heimsmeistaramóti sem
fram fer í Crans Montana í Sviss
í febrúar á næsta ári.
Heimsbikarkeppnin í alpagrein-
um hófst með tveimur brunmótum
í Argentínu í ágúst og verður
framhaldið Sestriere á Italíu 29.
nóvember.
Jóhannes sigraði
í hnokkaf lokki
VETRARMÓT unglinga f badmin-
ton var haldið helgina 1. og 2.
nóvember f húsi TBR við Gnoðar-
Morgunblaðið/Júllus Sigurjónsson
vog. Komu keppendur frá sex
félögum til leiks, TBR, ÍA, Vfkingi,
KR, UMSB og UFHÖ. Spilaðir
voru um 140 ieikir f allt og var
þátttaka sérstaklega mikil í
yngstu flokkunum eða um 50 f
hnokka- og tátuflokkum. Ljóst er
að framgangur í fþróttinni er mik-
III og eru fólög eins og Víkingur,
UFHÖ og UMSB að koma sér upp
hópi af mjög frambærilegu
keppnisfólki. Úrslit voru sem hár
segir:
Hnokkaflokkur- Einliðaleik vann
Jóhannes Snorrason UFHÖ, hann
vann Þóri Kjartansson UFHÖ
12-10 og 11-8. í tvíliðaleik unnu
þeir tveir, Jóhannes og Þórir, þá
Skúla Sigurðsson og Njörö Lud-
vigsson TBR 15-7 og 15-5.
Tátuflokkur- Þar vann Drífa
Harðardóttir ÍA Guðlaugu Júlíus-
dóttur TBR, 11-4, 10-12 og
12-11. í tvíliöaleik unnu þær
Brynja Steinsen og Guðlaug Júlíus-
dóttir TBR þær Valdísi og Svandísi
Jónsdætur Víkingi, 9-15, 15-9 og
15-5. ( tvenndarleik unnu Valdís
Jónsdóttir og Tómas Garðarsson
Víkingi þau Brynju Steinsen og
skúla Sigurðsson TBR, 15-10,
6-15 og 15-7.
Sveinaflokkur: Óli Björn Ziems-
Keila:
Náði 250
stigum
• Ingvar Sveinsen, sem er á
myndinni til vinstri, náði þeim frá-
bæra árangri f keilu fyrir skömmu
að hljóta 250 stig af 300 möguleg-
um. Besti árangur, sem náðst
hefur á íslandi, er 258 stig, en
Ingvar er aðeins 16 ára og hefur
æft fþróttina tvisvar f viku í eitt ár.
en vann félaga sinn úr TBR Gunnar
Petersen, 11 -0 og 11-0. í tvíliða-
leik unnu þeir félgar Sigurjón
Þórhallsson og Halldór Viktorsson
TBR, 15-7 og 15-2.
Meyjaflokkur: Anna Steinsen
TBR vann Áslaugu Jónsdóttur úr
sama félagi, 4-11, 11-5 og ,11-9.
í tvíliðaleik unnu Anna og Áslaug
þær Ragnheiði Ragnarsdóttur og
Sigríði Bjarnadóttur UMSB, 15-3
og 15-9. ( tvenndarleik unnu Óli
Björn og Anna þau Áslaugu og
Gunnar, 15-7 og 15-3.
Drengjaflokkur: Jón Pétur Ziem-
sen TBR vann Skúla Þórðarson
TBR, 15-1 og 15-4. í tvíliðaleik
sigruðu þeir saman þá Viðar Gísla-
son og Andra Stefánsson Víkingi,
15-4 og 15-2.
Telpnaflokkur: í einliðaleik vann
Sigríður Geirsdóttir UMSB Heidi
Johansen UMSB, 11-5 og 12-10.
í tvíliðaleik unnu þær tvær Sigur-
björgu Skarphéðinsdóttur og
Jóhönnu Snorradóttur UFHÖ,
15-10 og 15-1. [ tvenndarleik
unnu Jón Ziemsen og Sigrún Er-
lendsdóttir TBR þau Kolbrúnu
Sævarsdóttur og Skúla Þórðarson
TBR, 15-2 og 15-5.
Piltaflokkur: í einliðaleik vann
Gunnar Björgvinsson TBR Sigurð
Harðarson ÍA, 15-4, 14—15 og
17- 14. í tvíliðaleik sigruðu Sigurð-
ur Harðarson og Karl Viðarsson ÍA
Gunnar Björgvinsson TBR og
Hrafnkel Björnsson UFHÖ, 15-4
og 15-3.
Stúlknaflokkur: Þar vann Ása
Pálsdóttir TBR Birnu Petersen úr
sama félagi, 11-2 og 11-5. í
tvíliðaleik unnu Ása Pálsdóttir og
Ásdís Þórisdóttir TBR þær Birnu
Petersen og Guðbjörgu Guölaugs-
dóttur TBR, 15-3, 16-17 og
15-10. í tvenndarleik unnu Gunnar
og Ása TBR þau Guðrúnu Gíslad-
óttur og sigurð Harðarson ÍA,
18- 17 og 15-7.
• Ingemar Stenmark er ókrýndur konungur alpagreinanna og verður
með f heimsbikarkeppninni f vetur. Stenmark hefur 83 sigra að baki
f heimsbikarmótum og getur enginn annar skfðamaður státað af
slfkum árangri.