Morgunblaðið - 14.11.1986, Page 26

Morgunblaðið - 14.11.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Tillögur Seðlabankans um endurskipulagningu bankakerfisins: Endurreisn Útvegs- banka alfarið hafnað Eindregin tillaga um stofnun nýs hlutafélgsbanka VIÐSKIPTARÁÐHERRA fól bankastjórn Seðlabanka íslands í ágiíst síðastliðnum að leg-gja fram greinargerð og ákveðna tillögu um endurskipulagningu bankakerfisins og lausn á fjár- hagsvanda Útvegsbanka íslands. Bankastjórnin skilaði þessu verki af sér með bréfi og greinargerð til viðskiptaráðherra þann 10. nóvember síðastliðinn. Bankastjómin gerði grein fyrir og tók afstöðu til fjögurra aðal- hugmynda sem helst hafa verið til umræðu, á eftirfarandi hátt: „MÉR líst ágætlega á tillögu Seðlabankans um nýjan hlutafé- lagsbanka, finnst þær mjög góðar. Ég treysti því að þessi breyting verði gerð á mannlegan hátt gagnvart starfsfólki Útvegs- bankans,'* sagði Lárus Jónsson bankastjóri Útvegsbankans. Láms sagði einnig: „Það gefur auga leið að þörf er á að koma betri skikkan á bankamálin. Það er allt of mikið af hafa sjö banka, suma mjög smáa, í svona litlu sam- félagi. Þetta kerfí er út í hött, sérstaklega eftir að bankastarfsem- in hefur verið gerð frjáislegri en áður var.“ Lárus sagðist ekki vita um af- stöðu annarra aðila sem ætlunin væri að ættu aðild að hinum nýja banka, en sagði að sú aðferð sem bankastjóm Seðlabankans mælti með væri góð og vel framkvæman- leg. „Ég geri mér vonir um að samtök í sjávarútvegi gerist beinir Valdimar Ind- riðason formaður bankaráðs Ut- vegsbankans: Besta leiðinað endurreisa Út- vegsbankann „MÉR líst best á þá leið að Út- vegsbankinn verði endurreistur, en geri mér jafnframt Ijóst að fyrir þeirri leið er ekki póUtískur vilji. Þvi legg ég til, til að þetta mál tefjist ekki lengur, að farið verði að tiUögum Seðlabankans og reynt að stofna hlutafélags- banka,“ sagði Valdimar Indriða- son formaður bankaráðs Útvegsbankans. Valdimar sagði að framgangur þess máls færi þó alveg eftir við- brögðum einkabankanna. Þama yrði stofnaður blandaður banki ríkis og einkaaðila sem yrði öflugur og væri að sumu leyti framhald Út- vegsbankans. Séð frá hagsmunum Útvegsbankans væri sú leið alls ekki slæm. Varðandi endurreisn Útvegs- bankans, sem bankastjóm Seðla- bankans reyndar hafnaði, sagði Valdimar að hann ætti að geta ris- ið upp aftur með hæfílegri aðstoð. 1. Samruni Útvegsbanka, Iðnað- arbanka og Verslunarbanka í hlutafélagsbanka, er stofnað- ur yrði samkvæmt ákvæðum viðskiptabankalaga nr. 86/1985, með væntanlegri aðild sparisjóða, fyrirtækja og einstaklinga. 2. Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka. 3. Skipting og sammni Útvegs- banka við Landsbanka og Búnaðarbanka. 4. Endurreisn Útvegsbankans. Það er eindregin tillaga banka- aðilar að bankanum með því að kaupa hlutabréf. Það er sú hug- mynd sem mér líst einna best á í þessu," sagði Láms. „AFSTAÐA okkar er óbreytt, við teljum fulla ástæðu til að láta reyna á það hvort hægt sé að mynda nýjan banka með þeim hætti sem lagt hefur verið til,“ sagði Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans. Valur sagði: „Eins og fram kem- ur í tillögum Seðlabankans þá er hugmyndin um sameiningu Útvegs- bankans, Iðnaðarbankans og Verslunarbankans í nýjan einka- banka ekki alveg ný af nálinni. Þetta var fyrst nefnt í sérstakri bankamálanefnd sem starfaði undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar. Þegar okkar hafði verið greint frá þessari hugmynd sáum við ástæðu til að „MÉR líst vel á tUlögu Seðlabank- ans. Ég held að stofnun nýs hlutafélagsbanka sé sú leið sem best er út úr þeim ógöngum sem málin eru komin í. I þessu felst þó ekki jáyrði mitt við þvi að sparisjóðirnir ætli að gerast þarna hluthafar,“ sagði Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis og formaður Sambands íslenskra sparisjóða. stjómar Seðlabankans að fyrst tilgreindra leiðin verði farin. Er gerð ítarleg grein fyrir henni í greinargerðinni og með henni lögð fram drög að samkomulagi aðila um framkvæmd hennar ásamt drögum að frumvarpi til laga um hana, ásamt fylgiskjölum um tölu- lega úttekt til stuðnings þeirri lausn sem bankastjómin gerir tillögu um. Verði þessari leið hafnað, telur bankastjómin ekki um annað að ræða en að leysa vandamál Útvegs- bankans með sameiningu við Búnaðarbankann eða með skiptingu og samruna hans við Landsbanka og Búnaðarbanka. Aftur á móti hafnar bankastjómin alfarið endur- reisn Útvegsbankans. Morgunblaðið leitaði álits nok- kurra bankamanna á þessum tillög- um. Hjá bankastjórum þeirra banka sem aðild munu eiga að hinum nýja hlutafélagsbanka kom fram mikill áhugi á að láta reyna á hvort hægt yrði að gera hugmyndina að vem- leika. Flestir þeirra töldu þó að ekki væri grundvöllur fyrir því að ræða málið frekar fyrr en fyrir lægi stefna ríkisstjómar um það hvaða leið yrði farin. skrifa bankamálaráðherra bréf og staðfesta með þeim hætti að við teldum þetta afar athyglisverða hugmynd sem full ástæða væri til að kanna til hlítar. Þetta var í des- ember 1985 og lýstum við okkur þá þegar reiðubúna til að fara í viðræður á þessum grundvelli. Af- staða okkar er óbreytt." Valur sagði að nú yrði ríkisstjóm- in að móta stefnuna. Ef hún og stjómarflokkamir væru tilbúnir til að fara að ráðum bankastjómar Seðlabankans og reyna stofnun nýs hlutafélagsbanka þyrfti að hefja undirbúningsvinnu og það væri ekki fyrr en að henni lokinni að hlutha- far Iðnaðarbankans gætu tekið endanlega afstöðu til málsins. Hann sagði að sparisjóðimir myndu áfram sýna þessu máli áhuga og taka þátt í umræðum um þessa lausn með það i huga að verða stórir hluthafar í hinum nýja banka. Hann sagði að þessi leið væri raun- hæf, en áður en málið þróaðist lengra yrði eigandi Útvegsbankans, rikið, að taka ákvörðun um það hvemig hann ætlaði að ráðstafa þessum eignum sínum. Lárus Jónsson bankastjóri Útvegs- bankans: Líst vel á beina aðild samtaka sjávarútvegs Valur Valsson bankastjóri Iðnaðarbankans: Full ástæða til að reyna stofnun nýs hlutafélagsbanka Baldvin Tryggvason formaður Sam- bands íslenskra sparisjóða: Besta leiðín út úr ógöngunum Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbanka íslands: Tilbúnir til að taka þátt í lausn vandans „ÉG HELD að sameining Búnað- arbanka og Útvegsbanka eigi ekki við, hún komi ekki til greina eins og málum er komið. Hins vegar hefur bankaráð Búnaðar- bankans lýst því yfir að bankinn sé tilbúinn til að vera þátttakandi i því að leita lausnar á þeim vandamálum sem upp hafa kom- ið,“ sagði Jón Adolf Guðjónsson bankastjóri Búnaðarbankans. Jón Adolf vitnaði aftur til sam- þykktar bankaráðs Búnaðarbank- ans þegar leitað var álits hans á hugsanlegri skiptingu og sammna Útvegsbankans við Landsbanka og Búnaðarbanka. Varðandi þá leið sem bankastjóm Seðlabankans gerði að tillögu sinni, sammna Út- vegsbanka, Iðnaðarbanka og Verslunarbanka í hlutafélagabanka með aðild fleiri aðila, sagði Jón Adolf að sú leið væri sjálfsagt erfíð í framkvæmd. En ef hún tækist hefði hann ekkert á móti henni. Jónas Haralz bankastjóri Landsbankans: Eina leiðin til upp- stokkunar bankakerfísins „ÉG ER iqjög sammála tillögu bankastjómar Seðlabankans um samruna Útvegsbankans, Iðnað- arbankans og Verslunarbankans í hlutafélagsbanka og tek undir undir sjónarmið þeirra. Þessi leið er sú eina sem stefnir að raun- verulegri umbreytingu og uppstokkun bankakerfisins í átt til heilbrigðara fyrirkomulags," sagði Jónas Haralz bankastjóri Landsbanka íslands. Jónas taldi mikil tormerki á fram- kvæmd sameiningar Búnaðarbanka og Útvegsbanka og taldi að með þeirri leið myndi ekki nást sú breyt- ing á skipulagi bankakerfísins sem nauðsynleg væri. Þriðju leiðina, skipting og sammni Útvegsbank- ans við Landsbanka og Búnaðar- banka, taldi hann nánast óframkvæmanlega. „Með því væri verið að taka vandamál Útvegs- bankans og leggja á hina ríkis- bankana en þeir em ekki í stakk búnir til að taka við þeim. Hvomg- ur bankinn er með nægilega sterka eiginfjár- og lausaQárstöðu. Þessi lausn myndi gera samkeppnisstöðu ríkisbankanna stórum lakari og auka þá skiptingu sem þegar er í bankakerfínu. Rfkisbankamir yrðu áfram með hinar stóm og gömlu atvinnugreinar á sínum herðum en einkabankamir algerlega lausir við allar skuldbindingar við aðalat- vinnuvegi landsmanna," sagði Jónas einnig. Höskuldur Ólafs- son bankastjóri Verslunarbankans: Munum bíða eftir ákvörð- un ríkisins „ÞAÐ er of snemmt fyrir okkar að tjá okkur um þessar tillögur. Við eigum eftir að fara efnislega yfir þær og munum ekki gera það fyrr en rfkið hefur tekið ákvörðun um stefnuna," sagði Höskuldur Ólafsson bankastjóri Verslunarbankans Höskuldur sagði að í áliti Seðla- bankans kæmi fram að fyrir þyrfti að liggja afstaða ríkisins, sem eig- anda Utvegsbankans, um það hvað gert yrði við bankann og sagði að þegar hún lægi fyrir yrðu þessi mál könnuð í Verslunarbankanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.