Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
Hafskipsskýrslan rædd á þingi;
Skortur aðgæzlu af
hálfu Útvegsbankas
Tryggingnm ábótavant
Ekki er ósennilegt að heild-
artap ýmissa aðila af gjaidþroti
Hafskip hf. verði um eða rétt
undir einum milljarði króna,
sagði Matthias Bjamason, við-
skiptaráðherra, er hann mælti
fyrir skýrslu nefndar, sem
Hæstiréttur skipaði lögum sam-
kvæmt til að kanna viðskipti
Útvegsbanka íslands og Hafskip
hf. í sameinuðu þingi í gær. Þar
af áætlar bankaeftirlit Seðla-
bankans að Utvegsbanki Islands
muni tapa um það bil 600 m.kr.,
en Hafskip hf. var um langt skeið
einn helzti viðskiptavinur bank-
ans. Þetta er stærsta gjaldþrot í
sögu íslenzka lýðveidisins og það
fer ekki hjá því að það leiði til
margháttaðra rannsókna, sagði
ráðherrann.
Tryggingum stórlega
ábótavant
Matthías Bjamsson, ráðherra
bankamála, gat þess f upphafi að
Alþingi hefði með lögum ákvarðað
að Hæstiréttur tilnefndi þijá menn
til að kanna viðskipti Útvegsbanka
og Hafskips. Könnun og niðurstöð-
ur liggi nú fyrir frá hendi nefndar-
innar, en ítarleg rannsókn á
gjaldþrotinu fari og fram hjá skipt-
aráðanda og rannsóknarlögreglu.
Rannsóknargögn séu hjá saksókn-
ara og er beðið ákvörðunar hans
um ákæru.
Rannsóknamefndin, sem skilað
hefur niðurstöðum, fékk m.a. það
athugunarefni, að kanna, hvort
lánafyrirgreiðsla bankans til Haf-
skip hafi verið í eðlilegu samræmi
við starfsumfang fyrirtækisins, eig-
inQárstöðu þess og tryggingar fyrir
skuldum, sagði ráðherra. Niður-
stöður segi ótvírætt að lánafyrir-
greiðslan hafi hvorki verið í eðlilegu
samræmi við starfsumfang né eig-
inflárstöðu og tryggingum fyrir
skuldum hafi verið mjög ábótavant.
Á'stæður þess að viðskiptin fóru
AIMAGI
Lögtök og fjárnám
Halldór Blöndal (S.-Ne.) flytur
frumvarp til breytinga á lögum um
lögtak og §ámám (nr. 29/1885).
Breytingar, sem þingmaðurinn
leggur til, eur þrenns konar:
* 1) Að fjárhæðir í lögunum verði
færðar til núgildandi verð-
lags.
* 2) Að birting lögtaksúrskurða
fyrir iðgjöldum til lífeyrissjóða
og af ábyrgðartryggingum
bifreiða fari á sama hátt og
i um birtingu lögtaksúrskurða
fyrir sköttum og líkum gjöld-
um.
* 3) Að svokallaður innheimtu-
kostnaður falli ekki á -lög-
takskröfur. „Það er
embættiskylda fógeta að ann-
ast um þessar kröfur og
hreinn óþarfí að fela sérstök-
um innheimtumönnum slíkar
kröfur til innheimtu", segir í
greinargerð.
svo mjög úr skorðum vóru þær
annarsvegar, að skort hefði að-
gæzlu af hálfu Útvegsbankans og
veilur væru í ríkisbankakerfínu, að
dómi nefndarinnar, og hinsvegar
síaukin umsvif Hafskip þrátt fyrir
ört versnandi efnahag.
Nefndin telur að bankastjórar
Utvegsbankans beri meginábyrgð á
þeim áföllum, sem bankinn varð
fyrir við gjaldþrotið, þrátt fyrir
nokkrar málsbætur þeirra. Stærsta
yfírsjónin að dómi nefndarinnar var
að hafa tryggingar ekki í lagi. Hlut-
deild í þessari yfírsjón verður að
skrifa á reikning lögfræðideildar
bankans. Mikil verðlækkun kaup-
skipa eftir 1981 virðist og hafa
farið framhjá forsjármönnum bank-
ans.
Nefndin tínir femt til: Ónógar
tryggingar, ónógt eftirlit með
rekstri og fjárhag Hafskip, að gjald-
þrot var ekki knúið fram löngu fyrr
og að ekki var goldinn nægur var-
hugur við Atlantshafssiglingum
sem hófust 1984. Bankaráð fær
aðfínnslur fyrir að marka ekki al-
menna útlánastefnu fyrir bankann,
m.a. um hámark útlána til ein-
stakra viðskiptamanna, og að
fylgjast ekki nógu vel með stærstu
lánþegum bankans.
Ráðherra rakti flest efnisatriði
skýrslunnar allnáið ( innskot: en
meginhluti hennar hefur birzt hér
í Morgunblaðinu). Hann sagði þetta
mál allt velga ýmsar spumingar.
Ein þeirra mikilvægustu væri hvort
ekki væri ástæða til að setja lög
um hámark lánveitinga innláns-
stofnana til einstakra fyrirtækja,
eins og í flestum nágrannaríkum.
Pólitísk spilling
Svavar Gestsson (Abl-Rvk.)
sagði niðurstöður nefndarinnar ótví-
ræðar. Lánafyrirgreiðsla af hálfu
bankans hafí ekki verið í samræmi
við starfsumfang Hafskip hf., eig-
infjárstöðu þess né raunvirði veða.
Hinsvegar fari nefndin út fyrir
verksvið sitt í gagnrýni á Alþingi,
vegna þingkjörs í bankaráð. Draga
yrði og í efa að það hafí þjónað
tilgangi að láta bankastjóra víkja
úr störfum.
Svavar vitnaði til þess, sem hann
taldi koma fram í skýrslunni, að
sterkt pólitískt afl að baki Haskips
Lög um aðför
Halldór Blöndal flytur frum-
varp til breytinga á lögum um aðför
(nr. 19/1887). Hann leggur og til
þijár breytingar á aðfararlögum.
í fyrsta lagi að aukinn verði rétt-
ur gerðarþola til þess að halda eftir
persónulegum hlutum.
í annan stað fógeti geti fram-
kvæmt aðför án þess að dómhafí
sé viðstaddur, ef gerðarþoli býr
utan þeirra staða sem lögmenn
starfa á og ferðakostnaður yrði
mjög mikill miðaður við fjárhæð
kröfunnar.
í þriðja lagi að fógeti ákveði við
aðfarargerðina hvað gerðarþoli eigi
að greiða gerðarbeiðanda í kostnað
vegna gerðarinnar.
Kjósandi geti raðað
nöfnum frambjóðenda
Magnús H. Magnússon og fleiri
þingmenn Alþýðuflokks flytja
frumvarp til breytinga á kosninga-
hafí meðvirkað til þeirrar lánafyrir-
greiðslu, umfram hið eðlilega, sem
Hafskip hafí fengið. Þetta pólitíska
afl er Sjálfstæðisflokkurinn, sagði
Svavar, sem búið hefur um sig í
ríkisbankakerfinu, jafnvel betur en
Framsóknarflokkurinn, og er þá
langt til jafnað. Jafnframt hafa
Hafskip og Utvegsbankinn verið
pólitísk bitbein innan Sjálfstæðis-
flokksins. Svavar vakti og athygli
á því að það var Tómas Árnason
sem ráðherra bankamála er skipaði
Albert Guðmundsson formann
bankaráðs Útvegsbankans, en
Tómas hafí síðan forframast í
bankakerfinu og sé nú Seðlabanka-
stjóri.
Svavar vitnaði til þess að skýrsl-
an teldi að slaknað hafí á hags-
munagæzlu bankans gangvart
Haskip hf. á tilteknu árabili.
Þessi skýrsla, sagði Svavar efnis-
lega, gefur tilefni til að athuga
fleiri banka, hvað lánafyrirgreiðslur
og tryggingar áhrærir.
Ástæður þess hvem veg komið
er taldi Svavar þijár 1) flokkspóli-
tísk áhrif íhaldsins í ríkiskerfínu,
2) alvarleg bankatæknileg mistök
og að stjóm ríkisins á eftirlit með
eigin bönkum væri karftlítil. Efna
þurfi til sjálfstæðs bankaeftirlits,
bankaráðherra eigi að gefa Alþingi
skýrslu árlega um rekstur ríkis-
bankanna, birta eigi lista um
stærstu skuldara þeirra, dómnefnd
eigi að meta hæfni umsækjenda um
bankastjórastöður og fleiri úrræðu
tilnefndi ræðumaður.
í umboði fyrri ríkis-
stjóraar
Albert Guðmundsson, iðnaðar-
ráðherra, hvatti þingheim til
málefnalegrar umræðu um skýrsl-
una. Hann kvaðst vilja árétta, í
tilefni orða Svavars Gestssonar, að
hann hafí verið beðinn þess af for-
sætisráðherra fyrri ríkisstjómar, að
viðstöddum fulltrúum frá Alþýðu-
bandalagi og Framsóknarflokki, að
taka sæti og formennsku í banka-
ráði Útvegsbankans. Það var ekki
þingflokkur sjálfstæðismanna sem
valdi mig til þess trúnaðar, heldur
ríkisstjóm með aðild Alþýðubanda-
lagsins, sagði hann efnislega. Ég
tók við þessum trúnaði úr hendi
fyrri ríkisstjómar, með þeim fyrir-
vara, að þingflokkur sjálfstæðis-
manna hefði ekki athugasemdir þar
við að gera, sem ekki var.
lögum, þessefnis, að kjósandi geti
raðað frambjóðendum á lista þeim,
er hann kýs, þann veg, að hann
setji tölustafinn 1 framan við það
nafn, er hann vill hafa efst, töluna
2 fyrir framan það nafn sem hann
vill hafa annað í röðinni o.sv.fv.
Markmið þessa frumvarps, segir
í greinargerð, er, að kjósandinn
hafí sem mest valfrelsi við kosning-
ar til sveitarstjóma og Alþingis.
Fyrirspurnir
Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-
Rvk.) spyr menntamálaráðherra,
hvenær hyggst ráðherrann leggja
fram frumvarp um vísinda- og
rannsóknaráð?
Hjörleifur Guttormsson (Abl.-
Al.) spyr landbúnaðarráðherra,
hver var þróun kaupmáttar launa-
liðar bóndans í verðlagsgmndvelli
1978-1985? Ennfremur hvenær á
þessu tímabili og hversu mikið
bændur hafí gefíð eftir af sínum
hlut í verðlagsgrundvelli?
Skaftá eitt af skipum Hafskip hf.
Hversvegna rikisbank-
ar?
Guðmundur Einarsson (A-Rn.)
sagði Útvegsbankann hafa auglýst
í Sjónvarpi: í ríksbanka er áhættan
engin. Nú væri hægt að segja: í
ríkisbanka er ábyrgðin engin.
Þingmaðurinn gagnrýndi
pólítíska stjómun ríkisbankanna og
setu þingmanna í bankaráðum.
Hann sagði að nú gegndu starfandi
þingmenn formennsku í bankaráð-
um allra ríkisbankanna.
Guðmundur sagði ráðherra
bankamála ekki bera ábyrgð á
bankaráðum vegna þess að þau
væra þingkjörin. Þó væri ekki að
sjá að bankaráð hefðu neina ábyrgð
gagnvart Alþingi.
Alþingi hafi ekki kosið að segja
upp bankaráðum og bankaráð hafi
ekki kosið að segja upp bankastjór-
Á TÍMABILINU frá 1. september
til októberloka á þessu ári bárust
Húsnæðisstofnun ríkisins um
3.000 nýjar lánsumsóknir. Þar
af voru um 2.400 vegna kaupa á
eldra húsnæði og um 700 vegna
nýbygginga. Þá eru ekki taldar
með umsóknir, þar sem óskað er
eftir tilfærslum úr gamla í nýja
húsnæðiskerfið. Starfsmenn
stofnunarinnar hafa lokið við að
flokka um 80% þessara umsókna
i nýju töivukerfi, sem tekið hefur
verið í notkun, og vinna nú að
athugun á lánsrétti umsækjenda,
sem ekki er enn ljós.
Þessar upplýsingar komu fram í
svari Alexanders Stefánssonar,
félagsmálaráðherra, við fyrir-
spum frá Hjörleifi Guttormssyni
(Abl.-Al.) á Alþingi í gær. Þing-
maðurinn hafði óskað eftir sundur-
liðun lánsumsókna eftir kjördæm-
um og í máli ráðherra kom fram
að hún er með þessum hætti og er
þá byggt á lögheimilum umsækj-
enda:
Reykjavík - 1.091
umsókn (43,5%)
Reykjanes - 387
umsóknir (16,1%)
Vesturland - 197
umsóknir (8,2%)
Vestfirðir - 130
umsóknir (5,4%)
Norðurl.v. - 76
umsóknir (3,1%)
Norðurl.ey.- 296
umsóknir (12,3%)
Austurland - 93
umsóknir (3,8%)
Suðurland - 141
umsókn (5,8%)
Fyrirspyijandi taldi sundurliðun
ráðherra ekki nægilega ýtarlega og
minnti á að hann hefði beðið um
flokkun með tillliti til kaupa á eldra
húsnæði og nýbygginga. Hann taldi
ófullnægjandi að miða upplýsing-
araar við lögheimili umsækjenda,
þar sem hið forvitnilega væri hvar
á landinu óskað væri eftir íbúð eða
um, en bæði bankaráð og banka-
stjórar væra valin á flokkspólitísk-
um grandvelli. Skýrsla
rannsóknamefndar spannar síðan
gagnrýni bæði á bankaráðin og
Alþingi. Ef menn vilja halda í ríkis-
bankana verður að breyta til að
þessu leyti. Breyta verður og
bankalögum að því er varðar há-
makrslán, aðhald og fleiri gangrýn-
isatriði sem tínd era til í skýrslunni.
Margar þingræður
Auk framangreindra þingmanna
tóku til máls: Sigríður D. Krist-
mundsdóttir, Jón Baldvin Hannib-
alsson, Olafur Þ. Þórðarson, Kristín
Ástgeirsdóttir, Ólafur Þ. Þórðarson,
Valdimar Indriðason, Steigrímur J.
Sigfússon og Kjartan Jóhannsson.
Efnisatriði úr ræðum þeirra verða
lauslega rakin síðar hér á þingsíðu.
nýbyggingu. Tölur ráðherra leiddu
hins vegar í ljós mikið misvægi
milli Qölda umsókna um íbúðarlán
í hveiju kjördæmi og hlutfalls við-
komandi íbúa af þjóðinni.
Dýpkunarskip:
Fjárlaga-
heimild til
til lántöku
í gildandi fjárlögum er
heimild til að ábyrgjast með
einfaldri ábyrgð ríkissjóðs lán
til kaupa á dýpkunarskipi,
„enda liggi fyrir áætlanir
samgönguráðuneytis um
líkleg verkefni fyrir slíkt
skip, svo og áætlanir um
rekstur þess“.
Sams konár heimild er að
fínna f framvarpi að fjárlögum
komandi árs. Hinsvegar er ljóst,
að þrátt fyrir veralega auknar
fjárveitingar til hafnarfram-
kvæmda á næsta ári, að innan
framvarpsrammans er lítið rúm
fyrir dýpkunarframkvæmdir,
segir efnislega í skriflegu svari
Matthíasar Bjamasonar, sam-
gönguráðherra, við fyrirspum
frá Steingrími J. Sigfússyni
(Abl.-Ne.).
Stærstu verkefni sem bíða
gröfupramma næstu 3-4 árin
era á Bíldudal, Breiðdalsvík,
Suðureyri, Djúpavogi, Húsavík,
Þorlákshöfn, Kópaskeri,
Grindavík, Raufarhöfn, Sand-
gerði og Neskaupstað. Hér er
samtals um að ræða 450 þúsund
rúmmetra gröft og heildarkostn-
aður er Sétlaður 200-225 m.kr.
sem skiptis á 3-4 ár.
STUTTAR ÞINGFRETTIR
Húnsæðismáialán:
Um 3.000 nýjar um-
sóknir hafa borist