Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
ADU
HUGMY DINA
Álafoss efnir til samkeppni um hönnun á
handpjónapeysum.
Allir hafa rétt til þátttöku í þessari keppni, jafnt
hönnuðir sem áhugafólk.
Tíu hugmyndaríkustu peysurnar verða verð-
launaðar.
1. verðlaun: Páskaferð fyrir 2 til Mallorka
á vegum Atlantik.
2. verðlaun: Helgarferð fyrir 2 til
Amsterdam á vegum Atlantik
3. -10. verðlaun: 10.000 kr.
Skilyrði:
Garnið sem nota á í peysurnar er:
Álafoss - hespulopi
Álafoss - lyng
Alafoss - flos
Peysurnar eiga að vera á fullorðna, konur og karla.
Peysurnar eiga að vera opnar, t.d. hnepptar, með
rennilás eða á einhvern annan hátt opnar. Full-
prjónaðri peysu skal skilað inn til Álafoss fyrir 10.
desember 1986 merktri „samkeppni", og dulnefni
höfundar. Rétt nafn höfundar skal síðan fylgja með
í lokuðu umslagi merktu dulnefninu.
Dómnefnd mun velja úr innsendum peysum fyrir
15. desember: Hana skipa:
Davíð Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri
Brynhildur Sverrisdóttir, markaðsstjóri
Guðrún Gunnarsdóttir, hönnuður
Álafoss áskilur sér rétt til að nota verðlaunað-
ar peysur að eigin ósk / í samráði við hönnuð.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá hand-
prjónadeild Alafoss í síma 666300.
Munið að allir hafa rétt til þátttöku.
^lafoss
Pósthólf 404 121 Reykjavík
Porsche Jóns S. Halldórssonar hafði mikla yfirburði f rally cross-
keppninni. Er þetta Í fyrsta skipti sem Porsche vinnur keppni
hérlendis, en varla sú síðasta að mati Jóns ...
Rally cross BIKR:
Léttur sigur Porsche
ÞAÐ veittist Jóni S. Halldórssyni
létt verk að vinna rally cross-
keppni Bifreiðaíþróttaklúbbs
Reykjavíkur á sunnudaginn. Ók
haxm Porsche 911 og höfðu and-
stæðingar hans ekki roð við
bílnum. Daníel Gunnarsson varð
annar á Opel Kadett eftir ágætan
akstur og nýliðinn Siguijón
Gylfason þriðji á Lada.
Fremur fáir bflar tóku þátt, átta
keppendur mættu til leiks, en ís-
landsmeistarinn Jón Hólm var Qarri
góðu gamni vegna vélarvandræða
í Volkswagen hans. Keppendalist-
inn var því heldur rýr, en ökumenn
sýndu þó góð tilþríf á (silagðrí
brautinni. Fjórir nýliðar sýndu
skemmtileg tilþrif og all ævintýra-
lega takta í beygjum á köflum, í
því voru fremstir Snorri Harðarson
á Datsun og Hjálmar Krístjánsson
á Escort. Hvorugur komst í úrslit,
en þar tók Jón S. Halldórsson strax
afgerandi forystu á Porsche-bfln-
um. Gat hann meir að segja leyft
sér óvæntan snúning í einni beygj-
unni án þess að tapa fyrsta sætinu.
Ók hann hríngina fimm um braut-
ina á 4,49 minútum. Daníel
Gunnarsson fékk tímann 5,03 og
Sigurjón Gylfason 5,34. Fjórði í
keppninni varð Ársæll Magnússon
á Lada, en hann lauk þó ekki öllum
hringjunum vegna bilunar.
Lukkulegir kappar I verðlaunasætunum. Sigurvegarinn Jón S. Halld-
órsson (t.v.), Danfel Gunnarsson og Sigurjón Gylfason, sem stóð aig
vel í sinni fyratu keppni og varð þriðji.
súkkulaði... lakkrisrör..