Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Barna- þáttur 2. Og áfram höldum við ágætu sam- ferðamenn á öldum ljósvakans. Ferðinni er að þessu sinni heitið inní heim bamanna og nem ég þá fyrst staðar við blessaða Myndabókina sem veitti litlum ærslabelgjum ómælda ánægju síðastliðinn mánudag og mið- vikudag enda er sá háttur hafður á að flytja textann fyrir bömin. Vona ég að þeir sjónvarpsmenn nái brátt að útrýma lesmálstexta bama- efnis án þess þó að missa sjónar á því framtíðarmarkmiði að ná til heymarskertra bama. Barnaútvarpið ... en á dagskrá rásar 1 frá klukk- an 16.20—17.00 flesta virka daga. Meðal umsjónarmanna em Kristín Helgadóttir, Vemharður Lánnet og Sigurlaug M. Jónasdóttir en blessuð bömin taka virkan þátt í dagskrár- gerðinni, finnst mér raunar að stundum sé full mikið gert af því að rabba við krakkana um daginn og veginn en kannski hafa þau gaman af þessu blaðri. Ég má annars til með að minnast hér á einn ágætan þátt bamaútvarps er var á dagskrá fyrr í vikunni. Þá tóku þær stöllur ásamt nokkmm krökkum uppá því að fylgj- ast með Hjörleifi Guttormssyni al- þingismanni heilan dag. Bönkuðu raunar uppá hjá Hjörleifi klukkan 8.00 að morgni og settust með upp- tökutækin að morgunverði. Síðan var haldið niðrí heilsuræktarstöð þar sem Hjörleifur söng söng bátsmannanna á Volgu við róðrartækin. Man ég ekki til þess að jafn nákvæmlega hafi verið fylgst með einstaklingi ( hinu daglega lífsstríði og honum Hjörleifí í fyrr- greindum þætti Bamaútvarpsins. Hafði ég persónulega mjög gaman af þessari dagstund í ranni alþingis- mannsins. Barnamorðingjar En heimur bamsins nemur ekki staðar við Tomma og Jenna. í óhugn- anlegri heimildarmynd er nefnist Ragnarök og sýnd var á Stöð-2 síðast- liðinn mánudag var sýnt fram á hvemig vopnasendingar risaveldanna til hinna svokölluðu „átakasvæða" jarðarinnar bitna fyrst og síðast á þeim sem minnst mega sín, ekki síst bömunum. í myndinni var einkum rætt við lækna er starfa á „átaka- svæðunum", til dæmis reyndan herlækni er starfað hefir í Erítreu hinu 117.000 ferkílómetra landssvæði er Eþíópíumenn lögðu undir sig 1962 og herja nú stöðugt á í krafti 2.500 milljóndollara vopnasendingar frá Sovétmönnum. Herlæknirinn sýndi sjónvarpsmönnum stálpaðan dreng sem var nánast eitt flakandi sár vegna sovésks napalms. Sársaukavein þessa drengs nísta enn hlustir. Þá lýsti her- læknirinn aðkomunni í eitt þorpið þar sem íbúamir höfðu verið myrtir af stjóm Mengistu Eþíópíuforseta: Ég hef margt séð í starfi en sú sjón er þama blasti við mér svipti mig næst- um vitinu, sum bömin höfðu verið hálshöggvin og önnur hengd á göm- unum uppí tré. Þá fóm sjónvarps- mennimir til Víet-Nam þar sem munaðarleysingjahælin eru nú full af hræðilega vansköpuðum bömum eftir eiturhemað Bandaríkjamanna og svo sáust böm er höfðu misst hendur og fætur vegna sprengjanna er Banda- ríkjamenn skildu eftir sig í milljónatali í landinu og einn læknirinn lýsti svo: Það líður ekki svo vika að ekki komi hingað á spítalana stórslösuð böm vegna sprengja er leynast til dæmis á leiksvæðum. Bandaríkjamenn hafa ekki rétt okkur hjálparhönd vegna þessara hörmunga. Það er mér mikil raun að segja frá þessum glæpaverk- um sem em studd af stjómmálamönn- um í Washington og Moskvu en hvað um hin saklausu fómarlömb þagnar- innar? Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP RÚV Sjónvarp: Dulræn sálkönnun 22— Á dagskrá sjón- varpsins í kvöld er bandarísk gamanmynd, framleidd árið 1970 og leikstýrt af Vincent Minelli. Rás 2: Tónleikar 1 morgunþætti ■■■■ í dag er sem 9 00 aðra daga hefð- “ bundinn morg- unþáttur á Rás 2. Eins og hlustendur stöðvarinnar þekkja kemur það annað veifið fyrir að efnt er til lítilsháttar tónleikjahalds í morgunþætti á fiistudög- um. Svo er einmitt í dag, en þá leika og syngja hjón- in Mari Bergman og Lasse Englund í beinni útsend- ingu. Hjónin em sænsk og meðal vinsælustu vísna- söngvara á Norðurlöndum. Umsjónarfólk morgun- þáttarins em þau Kolbrún Halldórsdóttir og Kristján Siguijónsson. Myndin er ekki einungis gamanmynd heldur söngvamynd að auki, enda leika bæði Barbra Streis- and og Yves Montand í henni. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd eina stjömu. Hún fjallar um sálfræðing (Montand), sem uppgötvar að einn sjúkl- inga hans (Streisand) hefur lifað fyrra lífí og man þau undir dáleiðslu. í hand- bókinni er myndinni ekki hrósað og sagt að atriði þau sem gerist í Englandi á 19. öld séu einungis af- sökun fyrir starfí búninga- og leikmunadeildar. Þá Barbra Steisand. komi persónur myndarinn- ar, á hvorri öld sem er, áhorfandanum ekkert við og sé myndin því léleg eft- irmæli um söngvamyndir Hollywood. UTVARP FOSTUDAGUR 14. nóvember 6.46 Veöurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin. Páll Benediktsson, Þorgrím- ur Gestsso og Guðmundur Benediktsson. Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 7.00 og veöurfregnir kl. 8.15. Til- kynningar eru iesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. 7.20 Daglegt mál. Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. (Frá Akureyri.) 9.00 Fréttir. 9.03Morgunstund bárnanna: „Maddit" eftir Astrid Lind- gren. Sigrún Árnadóttir þýddi. Þórey Aðalsteins- dóttir les (15). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. 9.35 Lesið úrforustugreinum dagblaöanna. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregninir. 10.30 Ljáðu mér eyra Umsjón: Málfríður Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Sigurður Einarsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Ör- lagasteinninn" eftir Sigbjörn Hölmebakk. SigurðurGunn- arsson les þýðingu sína (9). 14.30 IMýtt undir nálinni. Elín Kristinsdóttir kynnir lög af nýjum hljómplötum. 15.00 Fréttir Tilkynningar. Tónleikar. 15.20 Landpósturinn. Lesið úr forustugreinum landsmálablaöa. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. Stjórnendur: Kristín Helga- dóttir og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Síödegistónleikar. a. Fjórir dansar eftir Edward German. Nýja sinfóníu- hljómsveitin í Lundúnum leikur; Victor Olof stjórnar. b. Atriði úr Meyjarskemm- unni eftir Franz Schubert í útsetningu Berté. Rudolf Schock, Peter Luipold, Ger- hard Koska, Helmut Hein o. fl. syngja með Sinfóníu- hljómsveit Berlínar; Fried Walter stjórnar. 17.40 Torgið — Menningar- mál Umsjón: Óðinn Jónsson. 18.00 Þingmál. Atli Rúnar Halldórsson sér um þáttinn. Tilkynningar. 17.45 Veðurfregnir. Dagsrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Endurtekinn þáttur frá morgni sem Erlingur Sigurð- arson flytur. (Frá Akureyri.) 19.40 „Póstsamgöngur lágu niöri'' Þórarinn Eldjárn les eigin Ijóð. 20.00 Lög unga fólksins. Valtýr Björn Valtýsson kynn- ir. 20.40 Kvöldvaka. a. Ljóðarabb. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur. b. Þegar risaskipið strand- aði. Gils Guðmundsson les frásöguþátt eftir Ólaf Ketils- son. c. Um Hallgrím Kráksson póst. Rósa Gisladóttir les úr söguþáttum landpóst- anna. 21.35 Sígild dægurlög. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. SJÓNVARP FOSTUDAGUR 14. nóvember 17.55 Fréttaágrip á táknmáli. 18.00 Litlu Prúðuleikararnir. (Muppet Babies) 17. þáttur. Teiknimyndaflokkur eftir Jim Henson. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 18.25 Stundin okkar. Endursýndur þáttur frá 9. nóvember. 18.55 Auglýsingar og dag- skrá. 19.00 Spítalalíf. (M*A*S*H) Sjöundi þáttur. Bandarískur gamanmynda- flokkur sem gerist á neyðar- stöð bandaríska hersins i Kóreustrföinu. Aðalhlutverk: Alan Alda. Þýðandi Krist- mann Eiösson. 19.30 Fréttir og veður. 20.00 Auglýsingar. 20.10 Sá gamli. (Der Alte) 22. Fullkomin játning. Þýskur sakamála- myndaflokkur. Aöalhlutverk Siegfried Lowitz. Þýðandi Veturiiði Guðnason. 21.10 Rokkarnir geta ekki þagnaö. Sverrir Stormsker. Kynnir Skúli Thoroddsen. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jón- asson. 21.35 Þingsjá. Umsjónarmaður Ólafur Sig- urösson. 21.50 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. 22.20. Á döfinni 22.30 Seinni fréttir. 22.35 Á björtum degi birtist heimur nýr. (On a clear Day You Can See For Ever) Bandarísk bíó- mynd frá 1970 í léttum dúr. Leikstjóri Vincente Minnelli. Aðalhlutverk: Barbra Streis- and, Yves Montand og Jack Nicholson. Sálkönnuður nokkur reynir að hjálpa stúlku, til að hætta að reykja með dáleiðslu. í Ijós kemur að stúlkan man eftir sér á fyrri tilverustigum meðan hún er í dásvefni. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 00.45 Dagskrárlok. STÖD7VÖ FOSTUDAGUR 14. nóvember 17.30 Myndrokk. 18.30 Teiknimyndir. 19.00 Allt er þá þrennt er. (Three is Company). Bandarískur gamanþáttur. 19.30 Klassapíur (The Golden Girls). Þættirnir fjalla um fjórar eldri konur sem ætla að eyöa hinum gullnu árum ævi sinnar á Miami Florida. 20.00 Fréttir. 20.30 Undirheimar Miami (Miami Vice). Bandarískur spennuþáttur. 21.20 Að skorast undan (Running Out). Bandarisk kvikmynd frá CBS sjón- varpsstööinni. Elisabeth St. Clair giftist þegar hún er 15 ára og varð móðir 16 ára. Ábyrgöin sem þessu fylgdi varð henni of- viöa og hún yfirgaf heimilið. Mörgum árum seinna snýr hún heim aftur. 22.55 Benny Hill. Breskur gamanþáttur sem farið hef- ur sigurför um allan heim. 23.25 Niöur með gráu frúna (Gray Lady Down) Bandarisk kvikmynd með Charlton Heston, David Carradine, Stacey Keach og Ned Beatty í aðahlutverkum. Kjarnorkukafbáturinn Nept- une, illa skemmdur eftir árekstur, situr á barmi stórr- ar gjótu neöanjaröar og getur sig hvergi hreyft. Þarna eru stöðugar jarð- hræringar og þeir sem eru um borð hafa aöeins súrefni í 48 stundir. 01.15 Myndrokk. 05.00 Dagskrárlok. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Vísnakvöld. Helga Einarsdóttir sér um þáttinn. 23.00 Frjálsar hendur. Þáttur í umsjá llluga Jökuls- sonar. FOSTUDAGUR 14. nóvember 9.00 Morgunþáttur i umsjá Kolbrúnar Halldórs- dóttur og Sigurðar Þórs Salvarssonar. 12.00 Hádegisútvarp með fréttum og léttri tónlist , í umsjá Gunnlaugs Helga- sonar. 13.00 Bót i máli. Margrét Blöndal les bréf frá hlustendum og kynnir óska- lög þeirra. 15.00 Allt á hreinu. Stjórnandi: Bjarni Dagur Jónsson. 16.00 Endasprettur. 24.00 Fréttir. . 00.05 Næturstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarps á rás 2 til kl. 03.00. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr ýmsum átt- um og kannar hvað er á seyði um helgina. 18.00 Hlé. 20.00 Kvöldvaktin - Andrea Jónsdóttir. 23.00 Á næturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar kl. 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI SVÆÐISÚTVARP VIRKA DAGA VIKUNNAR 17.30-18.30 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni - FM 90,r 18.00-19.00 Svæöisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Föstudagsrabb. Inga Eydal rabbar við hlustendur og les kveðjur frá þeim, leikur létta tónlist og greinir frá helstu viðburðum helgarinnar. 989 BYLGJAN FOSTUDAGUR 14. nóvember 06.00—07.00 Tónlist f morg- unsárið. Fréttir kl. 7.00. 07.00—09.00 Á fætur með Siguröi G. Tómassyni. Létt tónlist með morgunkaffinu. Sigurður lítur yfir blöðin og spjallar við hlustendur og gesti. Fréttir kl. 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Páll Þorsteins- son á léttum nótum. Föstu- dagspoppiö allsráðandi, bein lína til hiustenda, af- mæliskveðjur og matarupp- skriftir. Fréttir kl. 10.00, 11.00 og 12.00. 12.00—14.00 Á hádegismark- aði með Jóhönnu Haröar- dóttur. Jóhanna leikur létta tónlist, spjallar um neytendamál. Flóamarkaðurinn kl. 13.20. Fréttir kl. 13.00 og 14.00. 14.00—17.00 Pétur Steinn á réttri bylgjulengd. Pétur spil- ar og spjallar viö hlustendur og tónlistarmenn. Fréttir kl. 15.00, 16.00 og 17.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykjavík síðdegis. Þægileg tónlist hjá Hallgrími, hann litur yfir fréttirnar og spjallar við fólk- ið sem kemur við sögu. Fréttir kl. 18.00. 19.00—22.00 Þorsteinn J. Vil hjálmsson. Þorsteinn leikur tónlist og kannar hvað næt urlifið hefur upp á að bjóða. 22.00—03.00 Jón Axel Ólafs- son. Þessi síhressi nátt- hrafn Bylgjunnar heldur uppi helgarstuði með hressri tónlist. Spennandi leikur með þátttöku hlust- enda þar sem vegleg verð- laun eru í boöi. 03.00—08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. Haraldur Gísla- son leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma á fætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.