Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
25
Þorlákshöfn:
Fiskeldisstöð Smára sf.
formlega tekin
Þorlákflhöfn.
FISKELDISSTÖÐIN Smári sf.
var formlega tekin í notkun 1.
nóvember sl. Smári sf. er ekki
nýtt fyrirtæki í Þorlákshöfn, það
hefur starfað frá 10. október
1971 en það ár flutti Garðar
Þorsteinsson með fjölskyldu sína
frá Orrastöðum í Grímsnesi til
Þorlákshafnar.
Garðar er mikill athafnamaður
og stofnaði hann útgerðarfélagið
Smára sf. og hóf hann útgerð á 11
tonna bát, Sæunni Sæmundsdóttur.
Tvisvar var báturinn stækkaður og
bar þá alltaf sama nafn.
Smári sf. hefur alltaf verið fjöl-
skyldufyrirtæki í eigu hjónanna
Garðars Þorsteinssonar og Rakelar
Guðmundsdóttur og sona þeirra,
Þorvaldar, Guðmundar og Vil-
hjálms, ásamt eiginkonum þeirra.
Fiskeldishugmyndin hafði blund-
að í þeim feðgum nokkum tíma,
en það var svo í febrúar 1985 að
þeir ákváðu að kaupa laxaseiði til
að æfa sig og komast að því hvað
helst bæri að varast.
Vorið 1985 var seldur 140 tonna
bátur, en ákveðið að láta smíða 15
tonna plastbát í staðinn, þannig
má segja að farinn hafí verið hring-
ur í útgerðinni. Á sama tíma var
fískeldið byggt upp af fullum krafti.
í október 1985 óskaði Garðar, sem
verið hafði framkvæmdastjóri frá
upphafí og homsteinn félagsins,
eftir því að hætta og tók þá Þorvald-
ur við framkvæmdastjóm.
Nú var ákveðið að færa út
kvíamar og fengin lóð niður á
bergi, stefnt var að 300 til 350
tonna eldisstöð. Forsendur þess að
þetta væri gerlegt vom þær að
hægt væri að ná í ferskvatn og
hreinan og helst 7—10° heitan sjó.
Ræktunarfélag Flóa og Skeiða var
fengið til að bora tilraunaholur, það
gekk fremur illa, en árangurinn þó
það góður að Jarðboranir ríkisins
vom fengnar til að bora 4—5 hol-
ur, sem hægt væri að nýta síðar
ef árangur næðist.
21. janúar 1986 var byijað að
þora, en illa gekk til að byija með,
en síðar fannst aðferð, sem rejmd-
ist vel og skilaði 4 góðum sjóholum
Seiðaeldishús Smára hf. í Þorlákshöfn.
Fiskeldisstöðin fsþór hf. er við hliðina á Smára í Þorlákshöfn og hefur verið góð samvinna með fyrir-
tækjunum. Þetta er eldishús ísþórs hf.
og einni ferskvatnsholu. Nú var
samið við verkfræðistofuna Fjöl-
hönnun um að hanna stöðina, en
þeir hafa reynslu í þessum málum,
því þeir em meðal eigenda ísþórs,
sem er önnur stór fískeldisstöð rétt
við hliðina, þama niður á nesinu.
Samstarf með þessum tveimur aðil-
um hefur verið mjög gott og hafa
þeir lært mikið hvor af öðmm.
Næst var að sprengja og slétta
landið, því ekki mátti sprengja neitt
eftir að fískur var kominn í stöð-
ina. Sveinbjöm Runólfsson verktaki
sá um það.
Eitt mesta verkið var þó smíða-
vinna; steypa varð undirstöður
undir 10 ker, jöfnunargeymi og
stöðvarhús. Stoð sf. í Þorlákshöfn
tók þetta verk að sér og áttu þeir
að ljúka verkinu 1. október, en þeir
gerðu betur en það því þeir luku
því fyrir miðjan september.
Rafmagn og öryggisbúnaður er
mjög mikilvægur í svona stöð, því
ekkert má út af bera. Jón Halldórs-
son rafmagnsverkfræðingur
hannaði, en Rás sf. í Þorlákshöfn
sá um vinnuna. Rafmagnsveitumar
komu loftlínu að stöðinni og komið
var fyrir 200 kw vararafstöð.
Allt aðrennsli er lagt í plaströmm
og sá Sigurgeir Bjamason um lagn-
imar, en afrennslið er úr steinrömm
og sá Smiður hf. á Selfossi um þá
hlið mála.
Mikill vandi var á höndum þegar
ákveða þurfti úr hvaða efni eldis-
kerin áttu að vera. Þrennt kom til
greina, plast, steinn og stál. Endir-
inn var sá að keypt vom 525 tonna
emalemð stálker frá Þýskalandi.
Búið er að koma fyrir tveimur keij-
um af tíu. Jónas Matthíasson sá
um innflutning á keijunum.
Allar dælur era frá Þýskalandi
og fluttar inn af Iskó í Reykjavík.
Aðrir, sem lagt hafa hönd á plóg-
Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson
inn við uppbyggingu stöðvarinnar
em m.a. Vélsmiðja Þorlákshafnar,
Magnús Sigurðsson vömbflstjóri og
síðast en ekki síst sjálft starfsfólk
stöðvarinnar.
Fjármögnun hefur aðallega verið
á hendi Framkvæmdasjóðs Islands,
fyrir utan eigið fé.
Þorvaldur Garðarsson fram-
kvæmdastjóri sagðist nokkuð
bjartsýnn, neysla á físki almennt
væri að aukast, þannig að markað-
urinn ætti að vera í lagi þó verð
hafí lækkað nokkuð nú upp á
síðkastið.
Nú em þeir með 250—300 þús-
und seiði, sem þeir reikna með að
selja, en u.þ.b. 50 þúsund koma
þeir til með að nota sjálfír. í eldi
em núna um 34 þús. eldisfískar,
en stefnt er að aukningu.
Hrognataka gekk mjög vel i sum-
ar, til em um 200 lítrar af hrognum,
en það er helmingi meira en þörf
er fyrir, þannig að selja á hinn helm-
inginn strax eða sem kviðpokaseiði
síðar. JHS
VELKOMIN I NÝJA
VOLVOSALINN
SKEIFU
Fellsmúli
NYI
VOLVOSALURINN'
Miklabraut
Nýi Volvosalurinn vakti verðskuldaða athygli við
opnunina 1. nóvember. En sýningar halda ófram
þó frumsýning sé afstaðin.
Volvosalurinn í Skeifunni 15
er opinn alla virka daga fró 9-18
og laugardaga fró 13-17.
Þar bíða gœðingarnir gljófœgðir og glœsilegir.
VERIÐ VELKOMIN.
SlMI: 91-35200. SKEIFUNNI 15,