Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 4
4f_______ Reykjavík Fiskmarkaður í Faxaskála ÁKVEÐIÐ hefur verið að koma á fiskmarkaði í Reykjavík og að hann verði í Faxaskála í gömlu höfninni. Skipuð hefur verið nefnd til undirbúnings stofnunar hlutafélags um rekst- ur markaðarins. Einn nefndarmanna, Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Hraðfrystöðvar Reykjavíkur á einnig sæti í undirbúningsnefnd um rekstur fiskmarkaðar í Hafnarfirði. Hafnarstjóm Reykjavíkur hef- ur falið Gunnari B. Guðmundssyni hafnarstjóra að vinna áfram að undirbúningi fiskmarkaðar í Reykjavík, sem samþykkt er að stofna. Ákveðið er að leggja mark- aðinum til, allt að 3500 fermetra húsnæði í Faxaskála og sagði Gunnar að stefnt væri að opnun markaðarins 1. febrúar nk. Almennur fundur verður boðað- ur innan tíðar um stofnun hlutafé- lags um rekstur fískmarkaðarins. Skipuð hefur verið nefnd aðila úr sjávarútvegi í Reykjavík, sem á að sjá um undirbúning að stofnun hlutafélagsins. í nefndinni eiga sæti, Ævar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Seifs hf., Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf., Gunnar Hafsteinsson útgerðar- maður, Gísli Jón H ermannsson útgerðarmaður og Ágúst Einars- son framkvæmdastjóri Hrað- ftystistöðvar Reykjavíkur. „Ég er mikill áhugamaður um stofnun fískmarkaðar og hef áhuga fyrir að koma honum á en ég get ekki svarað af hveiju ég hef verið beðinn um að taka sæti í báðum nefndunum. Nema ef vera kynni vegna þess að ég átti sæti í nefnd, sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að kanna möguleika a að stofna fískmark- að,“ sagði Ágúst Einarsson, þegar hann var spurður hveiju það sætti að hann ætti sæti í báðum þeim nefndum, sem vinna að undirbún- ingi að stofnun fískmarkaðar í Reykjavík og í Hafnarfirði. Hann sagði að nefndin í Hafn- arfirði hefði það hlutverk að undirbúa stofnftmd að hlutafélagi og þá einkum frá lagalegu hlið- inni. Nefndin mundi leggja fram tillögur á stofnfundi hlutafélags- ins en að öðru leyti hefði henni ekki verið falið að taka ákvarðan- ir um framhaldið. „Það er ekki nein samkeppni milli þessara nefnda. Við höfum átt sameigin- legan fund um hvemig best sé að málum staðið," sagði Ágúst. Vinsældalistinn Rás 2 1. ( 1) InTheArmyNow....StatusQuo 2. ( 3) Walk Like an Egyptian .Bangies 3. ( —) Serbinn...Bubbi Morthens 4. ( 5) I’ve been loosing You. A-ha 5. ( 2) Moscow, Moscow..Strax 6. (27) Don’t Give up...Peter Gabriel Kate Bush 7. (10) Heartbeat.DonJohnson 8. (24) AlwaystheSun.Stranglers 9. ( 8) TrueBlue.....Madonna 10. ( 7) AMatterofTrust. BillyJoel VEÐUR I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRUT á hádegi ( gær. Um 350 km suðaustur af Vestmannaeyj- um er 960 millibara lægð sem hreyfist vestnorðvestur. Yfir norðaustanverðu Grænlandi er 1022 millibara hæð. SPÁ: Hvöss (8 vindstig) noröaustanátt og slydduél á Vestfjörðum, en suðaustan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) I öðrum lands- hlutum. Skúrir um sunnan- og austanvert landið en úrkomulítið vestanlands og í innsveitum norðanlands. Hiti á bilinu 1 til 6 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR og SUNNUDAGUR: Austan- og suðaustanátt og víða frostlaust. Slydduél við suður- og austurströndina og sums staðar á annesjum norðanlands, en þurrt að kalla vestanlands. TÁKN: Heiðskírt á -á Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörín sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celslus ý Skúrír * V E' = Þoka = Þokumóða ’, » Súld OO Mistur _|_ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 i gær að ísl. tíma hM veður Akureyri 2 ekýtað Reykjavik 3 skýjaó Bergen S hóffskýjað Holtinfci 2 lóttskýjað Jan Mayen -4 akýjað Kaupmannah. a Mttakýjað Naraaaraauaq vantar Nuuk -6 hálfskýjað Oaló 2 rlgnlng Stokkhólmur 3 akýjað Þórahöfn 9 alakýjað Afgarva 17 akýjað Amaterdam 14 Mttakýjað Aþena 17 heiðskfrt Barcekma 19 akýjað Beriln 7 þokumóða Chlcago -1 lóttakýjað Glasgow 12 akýjað Feney)ar 10 þokumóða Frankfurt 12 lóttakýjað Hamborg 11 miatur LaaPalmaa 23 lóttakýjað London 13 rigning LoaAngeies 13 helðskfrt Lúxemborg 12 akýjað Madrfd vantar Malaga 17 alakýjað MaHorca 20 hélfakýjað Miaml vantar Montreal -3 akýjað Nlce 13 akýjað NewYork 6 akýjað Paria 17 lóttakýjað Róm 18 þokumóða Vln 3 þoka Nefnd fjallar um skipu- lag Hjálparstofnunar KIRKJUÞING fjallaði í gærmorgun um málefni Hjálparstofnunar kirkjunnar. Samþykkt var tillaga Gunnlaugs Finnssonar um að skipa nefnd fimm manna til að gera tillögu að þingsályktun um málið. Þingfulltrúar lýstu sig uggandi um hag stofnunarinnar, og töldu brýnt að taka einarða afstöðu ti! þess hver ætti að vera framtíðar- skipan mála. Þvi var haldið fram að ljótur blettur hefði fallið á allt kristniboðs- og hjálparstarf kirkjunnar, sem þyrfti að hreinsa og endurvekja traust almennings. Hluti fjölmiðla lá einnig undir ámæli fyrir að hafa aðeins dregið fram hið neikvæða í þessu máli, en engu skeytt um að tíunda það jákvæða sem stofnunin hefur komið til leiðar. „Kirkjuþing hefur í raun ekki stöðu til þess að breyta skipulagi Hjálparstofnunarinnar, nema þá að leggja hana niður," sagði Gunn- laugur Finnsson í samtali við Morgunblaðið. „Ályktun okkar verður því ekki aðeins leiðbeinandi fyrir stjóm Hjálparstofnunarinnar. Hér er full samstaða um að breyta formi allra sjálfseignarstofnana sem heyra undir kirkjuna, þannig að hún hafi meira yfír rekstri þeirra að segja.“ Hann sagði að hlutverk nefndarinnar yrði að samræma þau ólíku sjónarmið sem uppi væru á þinginu. Hún myndi kalla fyrir sig stjóm Hjálparstofnunar og fram- kvæmdaneftid og kanna hvað þær hefðu fram að færa. Nefndin mun einnig fjalla um tillögu þess efnis að kirkjumálaráð- herra skipi þriggja manna nefnd til að endurskipuleggja Hjálparstofn- un kirkjunnar. Tillagan gerir ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar liggi niðri á meðan nefndin er að störfum. Pétur Sigurgeirsson, bisk- up, las fyrir þingfulltrúa bréf eins stjómarmanna Hjálparstofnunar, sem fer fram á að þingið álykti ekki gegn ákvörðun og yfírlýsingu stjómarinnar sl. mánudag. Bréfinu var vSsað til nefndarinnar. Búist er við að nefndin skili áliti á þriðjudag eða miðvikudag í næstu viku. Þinginu verður slitið á fímmtudag. Bankastjóm Útvegsbankans: Bankastjómin krafð- ist sölu á Hafskip en hún tókst ekki fyrr en eftir gjaldþrotið MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá bankastjóm Útvegsbanka íslands: „í tilefni skýrslu til viðskiptaráð- herra um viðskipti Hafskips við Útvegsbanka íslands og opinberar umræður um hana, vill núverandi bankastjóm taka eftirfarandi fram: Halldór Guðbjamason hóf störf sem bankastjóri við Útvegsbankann í maí 1983. Ölafur Helgason og Lár- us Jónsson urðu bankastjórar í júní 1984. { skýrslunni segir að Hafskip hf. hafi ekki átt fyrir skuldum í árslok 1983, svo munaði 50 m.kr., en reikn- ingamir undirritaðir af löggiltum endurskoðanda sýndu rekstrarhagn- að um 22,1 m.kr. og jákvæða eigin- fjárstöðu um 13,4 m.kr. Mikill taprekstur varð á árinu 1984 og var hann áætlaður 55 m.kr. Seint á árinu, eftir að sölutilraunir á félag- inu til Eimskip fóm út um þúfur, var fyrirgreiðsla bankans stöðvuð nema til kæmi hlutafjáraukning. Hluthafa- fundur 7. febrúar 1985 samþykkti að stefnt skyldi að 80 m.kr. hluta- fláraukningu, en hlutafé var sáralftið fyrir. Langmestan hluta þessarar aukningar hlutafjár lögðu stjómar- menn sjálfir fram. Þeir lögðu á sig verulegar persónulegar Qárskuld- bindingar fyrir félagið fyrst og fremst vegna þess að þeir töldu mikla hagn- aðarvon f Atlantshafssiglingunum, sem þá vom nýhafnar. Alls söfnuðust 77 m.kr. í aukið hlutafé. Þetta gerðist nokkrum mánuð- um eftir að núverandi bankastjóm tók við rekstri bankans. Sfðar kom f ljós að raunvemlegt tap á árinu 1984 reyndist miklu meira en áætlað hafði verið og gífurlegt tap á Atlantshafssiglingunum á árinu 1985, þvert ofan í upplýsingar sem bankastjómin hafði. Þegar þetta kom í ljós krafðist bankastjómin sölu á fyrirtækinu. Sú sala tókst því miður ekki, m.a. vegna umfjöllunar Qölmiðla, fyrr en eftir að til gjaldþrots kom. Það gjaldþrot varð tilfinnanlegra vegna þess að verðfall á heimsmarkaði hafði orðið á skipum sem vom f eigu félagsins, en það verðfall hófst 1981.“ Bankastjórn Útvegsbankans. Útvegsbankinn: Hagnaður af reglulegri starf- semi 19,3 millj. kr. HAGNAÐUR varð af regiulegri starfsemi Útvegsbankans fyrstu átta mánuði ársins. I athugasemd bankans vegna fréttar Morgun- blaðsins í gær segir að hagnaður- inn hafi numið 19,3 miiljónum króna. Hins vegar varð tap á rekstrinum, eftir að tekið er tillit til óreglulegra liða, 98,6 miljjónir króna. I þessu áttamánaða uppgjöri hefur verið beitt öðmm aðferðum við reikn- ingsskil, en gert var f ársreikningi 1985, svokallaðri frávikaaðferð, en með henni töldu endurskoðendur bankans að réttari mynd fengist af eiginflárstöðunni. Með fráviksaðferð- inni fæst að eigið fé bankans 31. ágúst hafi verið 101 milljón króna, en í upp- hafi ársins nam það 172 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall bankans, eins segt er fyrir um í lögum um viðskipta- banka, var f ársbyijun 1,99% en 0,99% f lok ágúst. Stærsti hluti óreglulegra gjalda, em 98,6 milljónir króna er áhrif skuldsetn- ingar vegna Hafskips.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.