Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 59 Ferðamál og ríkisforsjá í tilefni orða Víkvena Mér hefur skilist að margir höf- undar séu að dálkum Víkvetja, en enginp þeirra hefur opinberað nafn sitt. í pistli sínum 26. september sl. fór Víkverji nokkrum orðum um ferðamál, sem mig langar að gera að umtalsefni. Ég óska á sama hátt að nota dulnefni. Víkveiji segist ekki „átta sig fyllilega á því, hvers vegna ferða- frömuðum finnst svo oft nauðsyn- legt að höfða til forsjár eða réttara sagt umhyggju ríkisvaldsins". Nú vill svo til að í 10 ár hafa verið ákvæði í ferðamálalögunum þess efnis að 10% af söluhagnaði Fríhafnarinnar í Keflavík skuli ganga beint til Ferðamálaráðs til uppbyggingar á ferðamannastöðum innanlands, til starfsmenntunar í ferðaþjónustu, til landkynningar o.fl. skyldra verkefna. Aldrei á þessum 10 árum hefur verið staðið við þessi ákvæði og hefur Ferða- málaráð aldrei fengið það fé sem því hefur borið skv. landslögum. Það voru alþingismenn sem settu þessi lög. Er nokkuð óeðlilegt þótt áhugafólk um feðamál höfði til ríkisvaldsins þegar þessi ákvæði eru svikin, ákvæði sem fólk treystir á, hvort sem það er fylgjandi rikisrekstri eða ekki. Fólk gengur út frá því að farið sé eftir þeim lögum sem í gildi eru. Víkveiji segist ekki muna bet- ur „en að Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, hafi gert rækilega og gagnmerkra úttekt á ferðaþjónustunni í Morgun- blaðinu fyrir skömmu. Hafi fáar atvinnugreinar fengið jafn ítar- lega um sig ritað af ráðherra í seinni tíð“. Satt best að segja fannst áhugafólki um ferðamál fátt nýtt koma fram í þessari grein ferðamálaráðherrans, enda hafi flest af því birst áður og þá eignað öðrum. Það liggur í orðum Víkveija að með þessari grein ráðherrans hafi ferðamál- in fengið sinn skammt af umfjöllun fyrir óákveðinn tíma. En liggur það ekki í hlutaríns eðli eða ferðamála- ráðherra sé málsvari ferðamála? Og gildir það ekki allt kjörtímabilið? Eða bara fyrir (prófjkosningar? Reyndar lét ferðamálaráðherra þau orð falla á ferðamálaráðstefn- unni í Borgamesi 1984 að hann hefði ekki áhuga á að hafa í gildi lög sem ekki væri hægt að standa við. Nokkru síðar var skipuð nefnd til að endurskoða ferðamálalögin og allt áhugafólk um ferðamál beið í ofvæni eftir niðurstöðum. Hvort myndi ráðherra beita sér fyrir að ákvæðið um fríhafnarframlagið yrði fellt úr lögunum eða tryggja það, að við það yrði staðið í framtíðinni (t.d. með því að lækka hlutfalls- töluna svo að ríkissjóður réði við lögboðnar greiðslur)? Ekki er nú beinlínis hægt að segja að umræður okkar ágætu alþingismanna um frumvarpið til nýrra ferðamálalaga hafí verið málefnalegar og þegar ný lög sáu dagsins ljós, árið 1985, hafði ýmsu verið breytt, en ákvæð- ið um fríhafnarframlagð stóð eftir óbreytt. Og efndimar em einnig óbreyttar eða réttara sagt vanefnd- imar. Á þessu ári fær Ferðamálaráð aðeins um 40% þess fjár sem því ber skv. landslögum. Enn em því í gildi lög sem ekki er staðið við. En er nokkuð undarlegt þótt ferða- málafólki verði á að mæna vonar- augum til alþingismanna og ráðherra? Er ekki miklu hreinlegfra til verks gengið ef þeir sem em á móti ríkis- forsjá í ferðamálum breyti þeim kafla laganna, sem fjallar um frí- hafnargjaldið? Þá væri hægt að stokka hlutina upp á nýtt og allir vissu hvar þeir stæðu. Þetta er aðeins fyrri hluti þess sem ég vildi sagt hafa vegna pistils Víkveija. Mig langar að mega varpa til hans einni fyrirspum. Sú spuming birtist í dájkunum hér innan tíðar. Áhugamaður um ferðamál. Þessir hringdu . . . Þakkir til Guðmundar Sesselja hringdi og vildi koma á framfæri þakklæti til Guðmund- ar Guðmundssonar fyrir grein hans, „Ðýrkun ræfilsdóms og hor- titta", sem birtist í Morgunblaðinu á dögunum. Það er vonandi að greinin veki upp eitthveija um- ræðu um þessi mál sagði Sesselja. Týndi veskinu Kona hringdi: Á þriðjudaginn 11. nóvember varð ég fyrir þvf óhappi að týna vínrauðu peningaveski (þrefalt) með skilríkjum og ávísanahefti í. Líkast til hef ég týnt veskinu á einum þessara þriggja staða, við Póst og síma Suðurlandsbraut 28, Sólningu h.f. Skeifunni 11 eða Kríuhólum 4. Finnandi vinsamleg- ast hringi í s. 75991 eftir kl. 18. Kvenhand- taska týndist við Hótel Borg* Kona hringdi: Ég týndi lítilli svartri kven- handtösku fyrir utan Hótel Borg á laugardagskvöldið 8. nóvember. Finnandi hringi í s. 26452. Hvernig hljóð- ar textinn? Erla hringdi: Hvemig hljóðar textinn sem þessum vísuorðum bregður fyrir í: „Það sést varla svalari mey“. Ég held að Soffla Karls hafí sung- ið þetta á sínum tíma. Ef þú kannt meira vertu þá svo vænn að hringja í s. 672095. Hringdu nú í mig Valdi Matthías Björnsson er að reyna að hafa upp á Valæda sem skrifaði í Velvakanda um daginn og spurði: Hvar er stunduð venju- leg leikfími? Valdi er beðinn að hringja í s. 18995. Ingibjörg Hallgrímsdótt- ir, saknar þú ekki bókar? Helga hringdi og sagðist vera með bók í óskilum. Sú heitir „Vilskudd" og er norsk. Eigand- inn er Ingibjörg Hallgrímsdóttir og er hún beðin að hringja f s. 41040. MARLÍN-TÓG LINUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG STÁLVÍR ALLSKONAR SNURPIVÍR KEÐJUR • KARAT LANDFESTATÓG 50% AUKINN STYRKLEIKI • BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINS- BORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓÐADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR ÍKASSAOG LAUSIR RAFMAGNS-HVERFI- STEINAR • SNJÓSKÓFLUR KLAKASKÖFUR SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR • BOLTAJÁRN, galv. 10,12,1618 m/m. BAKJÁRN, galv. 19,25,32,50 m/m. BÁTASAUMUR SKIPASAUMUR ÞAKSAUMUR EIR-STIFTA- SAUMUR HALLAMÁL MIKIÐOG GOTT ÚRVAL MÁLBÖND 10,20,30,50mtr. STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULL- ORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI • KULDAÚLPUR M/HETTU LOÐFÓÐRAÐIR SAMFESTINGAR FYRIR DÖMUR OG HERRA KAPPKLÆÐNAÐUR MARGAR GERÐIR MITTISÚLPUR (ULLAREFNI) ULLARPEYSUR ÍSL. ULLARNÆR- FÖT • SJÓFATNAÐUR REGNFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR « BÓMULLARGARN HVÍTT í RÚLLUM MARGAR ÞYKKTIR NÆLONGARN HESSIAN-STRIGI GISINN OG ÞÉTTUR exterior FYLLIEFNI ÚTI-INNI POLYSTRIPPA LAKK-OG MALN- INGARUPPLEYSIR NÚ EINNIG FULLKOMIN MÁLN- INGARÞJÓNUSTA ALLIR LITIROG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP • VASAUÓSOG LUKTIR SKIPASKOÐUNAR- VÖRUR Polyfilla Ananaustum Sími 28855 Opid laugardag 9—12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.