Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 1 íslands- mót r pílukasti ÍSLAN DSMÓTIÐ í pilukasti verður haldið dagana 2123. nóvember og er þetta fyrsta íslandsmótið í þessari íþrótt. Keppnin verður haldin í Ball- skák að Skúlagötu 26 i Reykjavík og hefst með for- keppni á föstudeginum. Aðal- keppnin verður síðan á laugardaginn og úrslitakeppnin á sunnudaginn. Vegleg verðlaun verða veitt og tveir efstu menn vinna sér rétt til að keppa á opna breska mótinu í janúar en á Bretlands- eyjum er pílukast vinsælasta íþróttagreinin. Þeir sem hug hafa á að reyna sig í mótinu geta haft samband við Yngva í síma 45133 og Óðinn í síma 11337. Þátttöku ber að tilkynna fyrir 16. nóv- ember. Minniboltamót íkörfubolta SUNNUDAGINN 16. nóvem- ber næstkomandi mun Körfu- knattleiksráð Reykjavíkur halda Minniboftamót f Selja- skólanum. Keppnin hefst kl. 9.00 fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. Öllum minniboltaliðum á landinu, hvort heldur þau eru á vegum íþróttafélaga eða skóla, er heimil þátttaka í mótinu. Keppt verður í riðlum, 3—5 eft- ir fjölda þátttökuliða. Að minnsta kosti einn riðill verður fyrir byrjendur og óreyndari leikmenn. Úrslitakeppni þessa móts fer síöan fram í Hagaskólanum hálfum mánuði síðar, eða sunnudaginn 1. desember. Vegna leikjaniðurröðunar, riðla- skiptingar og annarra skipu- lagsatriða er nauðsynlegt að þau félög og skólar, sem hafa minniboltalið á sínum snærum og vilja taka þátt í þessu móti, tilkynni þátttöku í síma (91)73428 sem allra fyrst, og ekki síðar en næstkomandi miðvikudag, 12. nóvember. Liðin mega vera skipuð strákum eingöngu, stelpum eingöngu, eða blönduð báðum kýnjum. Eina skilyrðið er að í hverjum leik sé hvort lið um sig skipað 10 leikmönnum (ekki fleiri og ekki færri). Lið mega þó mæta til keppninnar með fleiri leikmenn en þá 10 sem leika hverju sinni, en óheimilt er að flytja leikmenn milli liða þegar félag eða skóli sendir fleiri en eitt lið til keppni. Skólamót í körfubolta EINS og undanfarin ár gengst KKÍ fyrir skólamóti f körfu- knattleik og verður mótinu að þessu sinni skipt f tvennt. Annars vegar f ramhaldsskóla- keppni og hins vegar grunn- skólamót.. Keppnin í grunnskólamótinu verður þrískipt. Piltar leika í eldri og yngri flokki og stúlkurn- ar leika sérstaklega. Hverjum skóla er heimilt aö tilkynna lið í öllum flokkum en þátttökutil- kynningar verða að hafa borist KKÍ fyrir 1. desember með nafni, heimili og símanúmeri forsvarsmanns viðkomandi liðs. Morgunblaðið/Einar Falur • Kristján Sigmundsson hefur verið einn besti markvörður íslands undanfarin ár. Hann sýndi stórkostlega markvörslu f landsleikjunum gegn Austur-Þjóðverjum á dögunum, en á sunnudaginn leikur hann með Vfkingi gegn St. Otmar f Evrópukeppni meistaraliða í Laugardalshöllinni. Evrópukeppni meistaraliða íhandknattleik: Stuðningur áhorfenda getur ráðið úrslitum — segir Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði íslands- og bikar- meistara Víkings, um leikinn gegn St. Otmar á sunnudagskvöldið ÍSLANDS- og bikarmeistarar Vfkings f handknattleik leika fyrri leik sinn gegn svissnesku meist- urunum St. Otmar f 2. umferð Evrópukeppni meistaraliða f Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið og hefst leikurinn klukkan 20. Leikurinn á sunnudagskvöldið verður hinn 33. í sögu handknatt- leiksdeildar Víkings, en félagið tók fyrst þátt í Evrópukeppni árið 1975. í fyrri leikjum hefur Víkingur sigrað 16 sinnum, gert tvö jafn- tefli og tapað 14 sinnum. í þessum Knattspyrna U-21 Jafnt hjá Dönumog Tékkum í okkar riðli TÉKKOSLÓVAKÍA og Danmörk gerðu 1:1 jafntefli f vikunni f Evrópukeppni landsliða U-21, en þjóðirnar eru í 6. riðli ásamt Isiandi og Finnlandi. Mlejnek kom Tékkum yfir skömmu fyrir leikhlé, en Fleming Poulsen jafnaði á 61. mínútu. Tékkar eru efstir í riðlinum með 5 stig eftir þrjá leiki, Danir hafa þrjú stig eftir tvo leiki, Finnar tvö eftir þrjá leiki og íslendingar reka lestina með ekkert stig eftir tvo leiki. leikjum hefur Víkingur sigrað mörg bestu félagslið Evrópu og félagið komst í undanúrslit Evrópukeppni bikarhafa 1985. Stuðningur áhorfenda mikilvægur Víkingur lék gegn færeyska lið- inu Vestmanna í 1. umferð og komst áfram eftir mikla baráttu- leiki, 26:26 ífyrri leiknum, en 16:12 sigur í þeim seinni. Báðir leikirnir fóru fram í Færeyjum. „Leikirnir gegn Vestmanna voru erfiðir og eftir á að hyggja tel ég að tvennt hafi einkum háð okkur," sagði Guömundur Guðmundsson, fyrirliði Víkings, við Morgunblaðið. „í fyrsta lagi lék Karl Þráinsson ekki með okkur vegna meiðsla og í öðru lagi voru allir áhorfendur á bandi andstæðinga okkar. Gegn St. Otmar á sunnudagskvöldið eig- um við að geta snúið dæminu við. Við stillum upp okkar sterkasta liði og íslenskir áhorfendur hafa sýnt og sannað að stuðningur þeirra getur ráðið úrslitum," sagði Guð- mundur. St. Otmar þekktasta félagslið Sviss Svissneska liðið St. Otmar er þekktasta handknattleikslið Sviss. Félagið hefur sex sinnum orðið svissneskur meistari, fyrst árið 1971 og þrisvar síðan 1981, en 1981 til 1984 var St. Otmar eitt sterkasta félagslið Evrópu. Þá voru sjö fastir landsliðsmenn í liðinu og svissneska landsliðið eitt hiö besta í heimi. Þekktasti og besti leikmaður St. Otmar er Peter Jehle, sem er 29 • Peter Jehle er einn besti leik- maður St. Otmar. Hann hefur leikið 137 landsleiki og skorað í þeim 240 mörk. ára, hefur leikið 137 landsleiki og skorað í þeim 240 mörk. Hann leik- ur í horninu og vakti mikla athygli á HM í Sviss. Júgóslavneski landsliðsmaður- inn Enver Koso er einnig lykilmaö- ur í liðinu. Hann er 30 ára og óútreiknanleg vinstrihandarskytta. Rene Hirsch er leikstjórnandinn og auk þess eru þrír svissneskir landsliðsmenn í liðinu, Markus Lehmann, Alex Bruggmann og Alex Ebi, sem þykir þeirra efnileg- astur. Mikil barátta og hraði einkennir leik St. Otmar, en liðið hefur vald- ið vonbrigðum í svissnesku deild- inni í haust, því að loknum 9 umferöum hefur St. Otmar aðeins hlotið 11 stig og er um miðja deiid. Austur-þýski þjálfarinn Matthias Boehme tók við liöinu í haust af Reto Valaulta, sem þjálfar nú ungl- ingalandslið Sviss, og er Boehme að endurnýja liðið. St. Otmar lék við Herchi frá Hollandi í 1. umferð og vann fyrri leikinn örugglega 24:16, en tapaði heima 22:23. Góður árangur Víkings Árangur Víkings hefur verið frá- bær undanfarin ár. Síðan 1975 hefur félagið unnið íslandsmeist- aratitilinn sex sinnum og orðið bikarmeistari sex sinnum síðan 1978. Þá varð Víkingur Reykja- víkurmeistari sex sinnum á árun- um 1972 til 1982 og íslandsmeist- ari utanhúss 1975. Allar götur síðan 1978 hefur Víkingur annað hvort orðið íslands- eða bikar- meistari og tvívegis unnið „tvöfalt", árin 1983 og 1986. Lið Víkings í ár er mjög breytt frá því sem verið hefur undanfarin ár, en engu að síður hefur Árni Tndriðason, þjálfari, gertgóða hluti og liðið er til alls líklegt í vetur. í Víkingsliðinu eru margreyndir landsliðsmenn eins og Kristján Sigmundsson og Guðmundur Guð- mundsson, en einnig ungir og efnilegir leikmenn og nægir þar að nefna Árna Friðleifsson, Karl Þráinsson, Bjarka Sigurðsson og Siggeir Magnússon. Forsala Það má því gera ráð fyrir skemmtilegum og spennandi leik í Höllinni á sunnudagskvöldið, en forsala aðgöngumiða verður í fé- lagsheimili Víkings á morgun frá klukkan 10 til 16 og í Laugardals- höll á sunnudaginn frá klukkan sex.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.