Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
49
Minning:
Jón Eiríksson hrepp
stjóri Skeiðháholti
Fæddur 11. mars 1893
Dáinn 16. október 1986
Jón Eiríksson bóndi og hrepp-
stjóri í Skeiðháholti var fæddur á
Votamýri á Skeiðum 11. mars 1893.
Foreldrar hans voru Eiríkur Magn-
ússon bóndi þar og kona hans
Hallbera Vilhelmsdóttir. Þegar Jón
var þriggja ára fór hann í fóstur
að Skeiðháholti til hjónanna Bjama
Jónssonar hreppstjóra og Guðlaug-
ar Lýðsdóttur frá Hlíð í Gnúpveija-
hreppi.
Arið 1869 fluttist að Skeiðhá-
holti Jón Jónsson sem þá hafði búið
um 25 ára skeið í Kilhrauni á Skeið-
um og var hreppstjóri frá árinu
1864. Jón Jónsson var þekktur í
héraðinu og var þingmaður Ámes-
inga eitt kjörtímabil. Hannes
Þorsteinsson alþingismaður og
þjóðskjalavörður segir í minninga-
grein um hann: „Var hann fram-
sýnn og úrræðagóður, og lét lítt á
sinn hlut ganga, er hann var í fullu
§öri. Var hann betur menntaður
en bændur almennt gerast og fylgdi
af áhuga landsmálum öllum. Var
og mjög frjálslyndur í skoðunum
og hafði gleggri skilning á fram-
farahreyfingum nútímans en
margir hinna yngri manna."
Jón Jónsson var lærður silfur-
smiður, kona hans var Þórdís
Bjamadóttir frá Laugardælum af
hinni þekktu Laugardælaætt.
Bjami fóstri Jóns yngra tók við
hreppstjóraembættinu af föður
sínum, og er sonur hans, Bjami,
hreppstjóri Skeiðahrepps, hinn
fjórði í röðinni.
Þau Bjami og Guðlaug nutu mik-
illar mannhylli og það var algengt
að nágrannar og vinir leituðu til
þeirra með vandamál sín og reynd-
ust þau mjög ráðholl. Heimilið var
íjölmennt og ríkti þar menningar-
blær. Skeiðháholt var í þjóðbraut
áður en bifreiðir komu til sögunnar
og þar af leiðandi var þar mikil
gestanauð. Þau Bjarni og Guðlaug
ólu upp mörg böm auk Jóns að
meira eða minna leyti. Þar áttu og
gamalmenni skjól og ýmsir sem
höfðu átt í erfiðleikum í lífsbarátt-
unni.
Jón var þegar á æskuámm
áhugasamur við búskapinn, og
reyndist fósturforeldmm sínum
framsækinn og hollur.
Jón Eiríksson kvæntist 24. maí
1919 Jóhönnu Ólafsdóttur frá
Sandprýði á Eyrarbakka. Lifír hún
mann sinn.
Böm þeirra em: Bjami, bóndi og
hreppstjóri í Skeiðháholti, kona
hans er Kristín Skaftadóttir frá
Sauðárkróki, eiga 4 böm; Ólafur,
kennari við skólann í Brautarholti
og jafnframt bóndi í Skeiðháholti,
kona hans er Jóhanna Jónsdóttir
frá Reykjavík, eiga 6 böm; Gunn-
laugur, skrifstofumaður hjá SÍS,
kona hans Bergþóra Jensen frá
Raufarhöfn, eiga 3 böm; Vilmund-
ur, bóndi í Skeiðháholti, kona hans
er Kristín Hermannsdóttir frá
Blesastöðum, eiga 4 böm; Sigríður
er ekkja, maður hennar var Öm
Sigurðsson, á 6 böm. Hjónaband
þeirra Jóns og Jóhönnu var með
afbrigðum gott. Jóhanna var falleg
kona og mikil húsmóðir. Hjónaband
þeirra stóð í 67 ár og mun slíkt
vera fágætt.
Vorið 1920 tók Jón við búi fóstur-
foreldra sinna og bjó í 50 ár
seinustu árin í félagi við Vilmund
son sinn.
Jón í Skeiðháholti hafði mikil
afskipti af opinbemm málum í
Skeiðahreppi. Var hann hreppstjóri
í 38 ár og í hreppsnefnd í 20 ár.
Þá starfaði hann í mörgum nefnd-
um á vegum sveitarinnar. Störf sín
rækti hann af skyldurækni og trú-
mennsku hins grandvara manns og
orð hans þóttu eins góð og handsöl
annarra manna eins og sagt var
eitt sinn.
Milli foreldra minna og heimilis-
ins í Skeiðháholti var alla tíð náið
samband og tíðar heimsóknir á
milli.
Kynni mín af Jóni vom orðin
löng. Hann hverfur af sviðinu sein-
astur þeirra Skeiðabænda, sem ég
man fyrst eftir. Mest urðu kynni
okkar Jóns er við vomm saman í
skattaneftid hreppsins en þar störf-
uðum við saman í yfir tuttugu ár
eða þar til skattanefndir í sveitum
vom lagðar niður. Oftast hafði Jón
skattafundina á heimili sínu. Þetta
var alltaf ánægjulegur tími, en
venjulega stóðu fundimir í nokkra
daga. Það hvfldi ró og virðuleiki
yfir heimilinu.
Ef hægt er að segja um nokkum
mann að hann hafi lent á réttri
hillu í lífinu var það um Jón í Skeið-
háholti. Hann varð þeirrar ham-
ingju aðnjótandi að alast upp við
mikið ástríki á menningarheimili
og hann tók þar við jörð og búi í
fyllingu tímans og átti þar heima
til dauðadags.
En íslenski bóndinn hefur löngum
orðið að leggja sig allan fram til
þess að ná árangri í búskap. Jón
var einn af þeim mönnum, sem
hlífði sér hvergi, enda var hann
þrekmaður og vel verki farinn.
Heilsu hélt hann til hárrar elli.
Ég held að Jón hafi verið bund-
inn jörðinni sinni ákaflega sterkum
böndum. Honum hefði aldrei dottið
annað í hug en að vera bóndi á
jörðinni sem hann unni.
Ég minnist þess að ég heimsótti
hann síðsumardag. Tíð hafði verið
góð þetta sumar og allir höfðu heyj-
að vel. Við gengum í blíðviðrinu um
túnið og virtum fyrir okkur dásemd-
ir náttúrunnar. Þessi dagstund
verður mér ógleymanleg og sú
mynd sem ég geymi í huga mínum
af vini mínum frá þessum degi. Ég
held að ef bóndinn á að ná árangri
í búskapnum þá verði hann að vera
samgróinn jörðinni sinni og búpen-
ingnum. Vegna þess að Jón fór eftir
þessari reglu náði hann árangri í
búskapnum.
Sveitungar og vinir sýndu Jóni í
Skeiðháholti mikinn trúnað og hann
brást heldur aldrei þeim trúnaði sem
honum var sýndur.
Jón í Skeiðháholti var hamingju-
maður, hann bjó á kostajörð og var
framfara- og framkvæmdamaður í
sínum búskap. Hann var kvæntur
mikilhæfri konu sem var honum
samhent.
Þegar árin færðust yfir drógu
þau saman seglin í búskapnum og
lifðu mörg góð ár þar sem þau
eyddu elliárunum og höfðu góða
heilsu fram á tíunda tuginn. Að
síðustu varð Jón að fara í sjúkrahús
og þar andaðist hann. Jóhanna dvel-
ur nú í sjúkrahúsi þrotin að kröft-
um.
Þau hlutu virðingu og vináttu
sinna samferðamanna.
Ég mun ávallt minnast Jóns þeg-
ar ég heyri góðs manns getið.
Jón Guðmundsson, Fjalli.
Jón Eiríksson í Skeiðháholti fékk
margar góðar gjafir í vöggugjöf.
Hann var vel gerður til sálar og
líkama, léttur í lund og glaðsinna,
hár og beinvaxinn, ólst upp á miklu
menningarheimili og átti mikinn
vina- og frændgarð í sveitinni.
Hann kvæntist góðri konu og átti
rnannvænleg böm.
Jörðin Skeiðháholt er eitt mesta
höfuðból sveitarinnar, en Jón bætti
um betur, byggði og ræktaði og bjó
stórbúi, sérstaklega eftir að synir
hans komust á legg. Síðar skipti
hann jörðinni milli tveggja sona
sinna. Jón var í eðli sínu bóndi og
það góður búmaður. Um langan
tíma bjuggu þeir fjórir bændur frá
Votamýri í sveitinni, en það voru
auk Jóns þeir Guðni á Votamýri,
Guðbjöm í Arakoti og Eiríkur,
síðast á Hlemmiskeiði. Allir þessir
bræður eru nú horfnir okkur en
minningin um þá lifir sem mikla
búmenn og hagleiksmenn.
Jón í Skeiðháholti naut mikils
trausts og tiltrúar sveitunga sinna
og voru falin mörg trúnaðarstörf.
Hann var hreppstjóri frá
1936-1974, eða í 38 ár, og í
hreppsnefnd frá 1930—1950, eða í
20 ár. Sinnti hann störfum þessum
af alúð og trúmennsku en jafnframt
mannlegri hlýju í garð samferða-
manna sinna og kryddaði þá oft
tilveruna með spaugsyrðum og léttu
en græskulausu gamni. Faðir minn
og hann áttu langt samstarf um
sveitarmálefni. Meðal annars áttu
þeir báðir sæti í skattanefnd, sem
gegndi sömu störfum og skattstofur
nú, en þar að auki aðstoðuðu nefnd-
armenn marga bændur við framtöl.
Voru þeir þá til skiptis á heimilum
hver annars, meðan nefndin starf-
aði. Þetta var vandasamt starf og
vanþakklátt, en ekki man ég eftir
því að hnjátað væri í Jón út af fram-
tölum. Er mér minnisstætt frá
þessum tíma, hvort sem var við
skattframtal eða útsvarsálagningu,
að alltaf vidi Jón hlífa þeim sem
voru minni máttar. Síðar áttum við
samstarf um málefni sveitarinnar
og var það fyrir mig lærdómsríkt.
í huga mínum er bjart yfir minn-
ingu Jóns í Skeiðháholti og ég kveð
þennan vin minn og alnafna með
þökk fyrir allt og allt.
Blessuð sé minning hans.
Jón Eiríksson
Vorsabæ
Indriði Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 7. maí 1921
Dáinn 6. nóvember 1986
í dag er til moldar borinn í Foss-
vogskirkjugarði mágur minn,
Indríði Sigurðsson, Melabraut 16,
Seltjamamesi; en hann andaðist á
Landakotsspítala eftir stutta sjúk-
dómslegu.
Indriði fæddist að Hofdölum í
Viðvíkursveit í Skagafirði, sonur
sæmdarhjónanna Önnu Einarsdótt-
ur og Sigurðar Stefánssonar, er
síðar bjuggu á Suðurgötu 22 á
Sauðárkróki. Þar ólst hann upp í
glöðum bræðrahóp. Eldri bræðum-
ir, Kári og Stefán, létust báðir á
besta aldri, en yngsti bróðirinn,
Hreinn, er prentsmiðjueigandi á
Sauðárkróki. Anna, móðir Indriða,
lést árið 1973, en Sigurður faðir
hans, sem er á 91. aldursári, býr
enn f litla húsinu sínu við Suðurgöt-
una. Indriði vandist í æsku öllum
almennum störfum til sjós og lands.
Hann naut skólagöngu í Bama- og
unglingaskólanum á Sauðárkróki
og síðar f Stýrimannaskólanum f
Reykjavík, og stundaði ætíð eftir
það störf tengd sjómennsku. Þann
24. júlí 1948 kvæntist hann eftirlif-
andi konu sinni, Ingibjörgu Erlu
Hafstað frá Vík í Skagafirði. Þau
hjón eignuðust fimm böm og em
fjögur þeirra á lífi: Anna Sigríður,
hjúkmnarfræðingur, Ámi, cand.
mag. í íslenskum fræðum, Sigurð-
ur, starfsmaður á Veðurstofu
íslands og Kári, sem er nemandi
við Háskóla íslands. Næst yngsta
son sinn, Hrafn, misstu þau árið
1964 og var hann þá á 11. aldursári.
Það ríkti ætíð nokkur eftirvænt-
ing og tilhlökkun í Útvík, þegar
komið var fram í júní og komutími
þeirra Erlu og Indriða nálgaðist,
en um árabil vom þau kærkomnir
gestir í sveitina okkar og hin nánu
tengsl þeirra við æskuslóðimar
rofnuðu aldrei. Oft fylgdi þeim
ferskur blær af óbyggðum, því ekki
vom ætíð famar alfaraleiðir, þegar
komið var hingað norður í Sumar-
fríið. Eitt árið var Kjalvegur farinn,
annað sumar vom Homstrandir
kannaðar eða fjallvegir Austur-
lands, og svo mætti lengi telja. En
lokaáfangastaður var ætíð Skaga-
fjörður. Indriði var náttúmbam og
sannur ættjarðarunnandi. Óbyggð-
in og fáfamar leiðir heilluðu hann
og toguðu til sín, en jafnframt var
hann hrókur alls fagnaðar á góðra
vina fundum.
„Melgrasskúfurinn harði" var
honum hugstæðari en suðrænar
skrautjurtir, og hann undraðist
ferðaflan landans á sólarstendur
erlendis a þeim tíma árs sem íslensk
náttúra skartaði sínu fegursta.
Nú minnist ég hjálpsemi Indriða
við okkur hjón, þegar verið var að
byggja gripahús á jörðinni. Þá var
ekkert sjálfsagðara en að fóma
sumarfríum í okkar þágu. Ég
minnist þess einnig, þegar keppst
var við að bjarga heyjum inn í
hlöðu. Þá munaði um handtökin
hans. Ég minnist kvöldanna í litla
sumarhúsinu á Sauðá, en þar
dvöldu þau hjónin jafnan í sumar-
leyfum sínum hin síðari ár. Ég
minnist gleðistunda með Indriða og
flölskyldu hans á Melabraut 16.
Þangað var gott að koma og njóta
gestrisni húsráðenda og blanda geði
við þá. Ég minnist ótal stunda með
góðum dreng og tryggðatrölli. Við
hjónin vottum þeim, sem nú eiga
um sárt að binda, okkar dýpstu
samúð.
Halldór Hafstað, Útvik.
Hið nýja neyðarskýli Hjálparsveitar skáta í Hafnarfirði
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði:
Reisti neyðarskýli neðan Grindarskarða
NÝTT neyðarskýli, sem Hjálpar-
sveit skáta í Hafnarfirði hefur
komið upp við nýja Bláfjallaveg-
inn ofan við Hafnarfjörð, var
vigt sunnudaginn 9. nóvember
siðastliðinn. Skýlið er ætlað öll-
um þeim, sem lenda i vandræðum
og þurfa á aðstoð að halda, skiða-
fólki, vélsleðafólki og öðrum
þeim, er um þetta svæði fara.
Neyðarskýlið er við gömlu Sel-
vogsgötuna rétt neðan við Grindar-
skörð. Það er því staðsett á
vesturmörkum útivistarsvæðisins,
sem kennt er við Bláfjöll. Þar hefur
komið fyrir að gönguskíðafólk hafi
týnzt og hrakizt undan veðri. Þeir,
sem lenda f slíku, geta nú leitað
skjóls í skýlinu og beðið um aðstoð
f talstöð.
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
hefur unnið að þessu undanfarið
og fengið aðstoð frá Vegagerð ríkis-
ins, Hafnarfjarðarbæ og fleiri
aðilum. Landssamband hjálpar-
sveita skáta hefur gefið talstöð í
skýlið og annan neyðarbúnað.
Hjálparsveitin mun sjá um eftirlit
og viðhald skýlisins og vonar, að
þeir, sem þurfa að nota það, gangi
vel um, þannig að það komi að sem
beztum notum, þegar á þarf að
halda.
Fréttatilkynning