Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
í iippliafi var ómurinn
Háskóli íslands og músíkvísindin
eftir Hallgrím
Helgason
Músík hefír löngum verið
menntagrein, allt síðan á fomöld
og snemma á miðöldum. Þá var hún
við æðstu menntastofnun (academ-
ia, universitas) ein grein tölvísi-
bundinnar fjórbrautar (quadri-
vium), ásamt stærðfræði,
stjömufræði og flatarmálsfræði
(arithmetica, astronomia, geometr-
ia, musica). Hún var því hluti af
heimsmjmd mannsins innan hinna
sjö sjálfstæðu fræðigreina (septem
artes liberales); en þar bættist við,
síðan á 9. öld, hin málfarsbundna
þríbraut (trivium): málmyndunar-
fræði, mælskufræði og rökfræði
(grammatica, rhetorica, dialectica).
Upphaflega vom stærðfræðingar
músíkkennarar, því að leiðarorð
Pythagorasar var sú undirstaða,
sem greinin byggðist á („Allt er
tala“). Síðar jókst vegur þríbrautar,
einkum á tímum húmanisma og
renesans. Músik varð þá talin til
hugvísinda (klásúla, períóda, stíll,
form, músík og tungumál, músík-
saga, músíkfagurfræði, músíksál-
fræði, músíkfélagsfræði, músík-
heimspeki (o.fl.).
Frá því á 19. öld hafa svo músíkví-
sindin (fr. musicologie) smám
saman unnið sér hefð sem kennslu-
grein við flesta háskóla Evrópu og
Norður-Ameríku, einnig á Norður-
löndum (Kaupmannahöfn, Aarhus,
Oslo, Bergen, Stockholm, Uppsala,
Helsinki, Abo).
Háskóli íslands, stofnaður 1911,
með ijorum deildum (guðfræði,
læknisfræði, lögfræði, norræna),
hefír enn ekki tekið músíkvísindi
upp í kennsluskrá, enda þótt mikill
flöldi annarra námsgreina hafí hlot-
ið þar inngöngu. Má þar nokkru
um kenna þröngsýni forráðamanna
stofnunarinnar.
Aldaríjórðungur er nú liðinn
síðan íslenzk ríkisstjóm (1961—62)
hafði ákveðið að veita íjárframlag
til stofnunar kennslustóls í músík-
vísindalegum fræðigreinum.
Háskólarektor hafði gefíð samþykki
sitt og vísað málinu til afgreiðslu
hjá heimspekideild; en hún felldi
tillöguna. Þar með var þeirri mála-
leitun lokið.
Undirritaður, sem fyrsti íslend-
ingur, er hlotið hafði doktorsgráðu
í fyrmefndri vísindagrein, hefði átt
að skipa þá háskólastöðu, sem í
vændum var, enda hafði hann sem
gestur á kennsluskrá haldið músík-
sögulega fyrirlestra við Háskólann
1941—42, verið organisti við Há-
skólakapelluna, stjómað Stúdenta-
kór Háskólans og tileinkað
Háskólanum kantötu, sem frum-
flutt var undir hans stjóm á vígslu-
degi nýju Háskólabyggingarinnar,
17. júní 1940, og endurflutt við
setningu Háskólans að hausti.
Skammsýni heimspekideildar
verður lítt skiljanleg, þegar þess er
gætt, að músík hafði á okkar landi
um aldaskeið verið afrækt með öllu
og þörf á upplýsingu því aðkall-
andi. Þegar svo stigið skal fyrsta
spor til þess að beina ljósglætu að
þessu, hjá okkur ókannaða menn-
ingarlega viðfangsefni viður-
kenndrar menntagreinar, og
fjárveiting til þess fram boðin, þá
er drepið hendi við nýstárlegri ósk
um að víkka verksvið Háskólans.
Framfaraviðleitni á menntunarlegri
nauðsynjabraut var þar með kyrkt
í fæðingu.
Þetta olli því, að ég þáði
kanadíska prófessorsstöðu og
kenndi þar mínar fræðigreinar,
sömuleiðis við Freie Universitát í
Berlín. Þótt mér væri þar allsstaðar
vel tekið og ég undi vel hag mínum,
vil ég þó segja, að frekar hefði ég
kosið að miðla íslenzkum nemend-
um af þekkingu minni og kunnáttu;
en til þess gafst mér ekki færi.
Að lokinni Kanadadvöl kom ég
1974 aftur heim og sótti um söng-
málastjórastöðu þjóðkirkjunnar og
dósentsembætti í tónfræði við Há-
skólann. Fyrri stöðuna hlaut ég
ekki, og minnstu munaði, að dós-
entsstaðan slyppi mér úr greipum,
jafnvel þótt tæplega væri hún eftir-
sóknarverð sem aðeins Vshluti
stöðu.
Dómnefnd, skipuð af Háskóla-
Hallgrímur Helgason
„Hefði réttilega verið
að málum staðið ætti
Háskólinn nú vísi að
músí k ví sindastofnun
með fjölbreyttu safni
músíkvísindarita, sem
ég hefði léð skólanum
til afnota og síðan
ánafnað honum eftir
minn dag.“
ráði, menntamálaráðuneyti og
guðfræðideild, en { henni sátu
Gunnar Bjömsson, Martin Hunger
og Þorkell Sigurbjömsson, lagði til,
að Þorgerði Ingólfsdóttur yrði veitt
staðan. Að athuguðum öllum mála-
vöxtum var þó gengið framhjá
úrskurði dómnefndar. Ég hreppti
því hnossið! En nefndin fékk vítur
fyrir miður kostgæfíleg vinnubrögð
(rabbstund yfír kaffíbolla, eins og
einn háskólamaður sagði).
Hér var sannarlega eftir litlu að
slægjast, en mikill mekanismi sett-
ur í gang, svo að einna helzt minnir
á latneska málsháttinn: Fjallið tók
jóðsótt og fæddist mús. — Eftir
allt það, sem ég hafði unnið við og
fyrir Háskólann, eftir allt það braut-
ryðjandastarf, sem ég hafði af hendi
leyst í þágu íslenzkra tónmennta,
eftir allar þær prófraunir, sem ég
á mínu fræðasviði hafði staðizt við
erlendar menntastofnanir, eftir alla
þá fýrirlestra, sem ég hafði haldið
í Evrópu og Norður-Ameríku um
íslenzkar tónmenntir og menningu
(dr. Alexander Jóhannesson sagði
árið 1956, að ég hefði þá þegar
haldið erlendis fleiri fyrirlestra og
erindi en allir kennarar Háskólans
samanlagt), eftir allar þær útgáfur
tónsmíða minna, sem ég, _ vegna
skorts á músíkforlagi á íslandi,
sjálfur hafði kostað (um 60 tals-
ins), eftir allar uppfærslur verka
minna í Qölmörgum heimslöndum
— þá hefði ekki verið nein ofrausn,
þótt allar þær framkvæmdir hefðu
fram kallað annað mat en það, sem
á daginn kom.
Ég lít svo á, að Háskóli íslands
hafði hrapallega brugðizt því
trausti, sem til hans var borið.
Hefði réttilega verið að málum stað-
ið ætti Háskólinn nú vísi að
músíkvísindastofnun með Ijöl-
breyttu safni músíkvísindarita, sem
ég hefí léð skólanum til afnota og
síðan ánafnað honum eftir minn
dag. Sú stofnun hefði fýrir löngu
gefíð þjóðinni íslenzka tónmennta-
sögu og fleiri fræðibækur tón-
SVIPMYNDIR UR BORGINNI /Olafur Ormsson
„Hvernig líst
þér á f ötin?“
Óneitanlega er eitthvað minna
um að vera hér í borginni fyrstu
daga nóvembermánaðar en þá
daga í liðnum mánuði þegar
Reylqavík var í sviðsljósi heims-
mála vegna fundar Reagans og
Gorbachevs. Samkvæmislífíð
kemur þó til með að verða með
fjörugra móti næstu vikur og svo
koma árshátíðir og þorrablót eftir
áramótin. Skammdegið hefur
löngum verið sá tími ársins þegar
skemmtanalífíð stendur með hvað
mestum blóma og þá fara margir
að hugsa til hreyfíngs sem hafa
kannski haft hægt um sig síðan
sumarleyfum lauk.
Ég hitti t.d. mann um daginn
á gangstétt við Laugaýeginn.
Hann var að koma frá Eyjólfí
kaupmanni Guðsteinssyni og var
með stóran, hvítan plastpoka í
hendi og var þannig á svipinn að
það var líkast því að hann hefði
eignast öll heimsins gæði. — Ég
var að fá mér karlmannsföt, dökk-
blá og teinótt og þau kostuðu
ekki nema rétt rúmar sjö þúsund
krónur. Ég er búinn að fara í
nokkrar verslanir hér við Lauga-
veginn og sumstaðar kosta
samskonar föt allt að fímmtán
þúsund krónur sem nær auðvitað
ekki nokkurri átt, sagði hann þeg-
ar hann kom út úr versluninni við
Laugaveg 34 og mætti mér á leið
niður Laugaveginn. Hann er ein-
hleypur og ákveðinn í að taka
þátt í samkvæmislífínu í borginni
í vetur og telur sig ómögulega
getað hangið fyrir framan sjón-
varpstækið allar helgar enda enn
á besta aldri. Hann er þessa dag-
ana að leggja netin, ef þannig
má að orði komast. Fær sér yfír-
leitt alfatnað á vorin og á haustin
þegar vetur er genginn í garð
með fögur fyrirheit. Hann er
kvennamaður af guðs náð og trúr
köilun sinni. Minnir mig oft á
fresskött sem beitir öllum tiltæk-
um ráðum til að nálgast læðuna.
Og þarna stóð hann fyrir framan
herrafataverslunina við Lauga-
veginn og hafði jrfír stórar yfírlýs-
ingar um að hann ætlaði að fá
sér snúning á Sögu eða á gömlu
dönsunum á Borginni.
Hann var kominn í fötin þegar
ég heimsótti hann daginn eftir, á
laugardegi, og þáði hjá honum
kaffísopa.
— Hvemig iíst þér á fötin?
spurði hann.
Ég hellti kaffí í bolla og virti
fötin fyrir mér um stund og sagði
síðan:
— Þú átt eftir að ná í kven-
mann í þessum fötum.
— Já, er það ekki? Fara fötin
mér ekki ljómandi vel? Hvemig
fínnst þér að hafa þennan rauða
vasaklút upp úr jakkavasanum?
spurði hann.
— Ég hefði nú kannski frekar
viljað hafa klútinn hvítan, en það
hefur hver sinn smekk, svaraði ég.
— Ég er að fara rétt strax suð-
ur í Hafnarfjörð, sagði kunningi
minn allt í einu.
— Nú, já. Er ég þá að tefja þig?
— Nei, nei, fáðu þér kaffí. Ég
á kæmstu suður í Hafnarfirði.
Ég er búinn að lofa henni að fara
með hana í bfltúr að sædýrasafn-
inu og kannski eitthvað suður með
sjó. Eg hefði kannski frekar átt
að fá mér dökkbrún föt?
— Nei, það fínnst mér ekki.
Fötin fara þér vel, sagði ég og
kvaddi þegar hann var svo upp-
tekinn af sjálfum sér í stómm
spegli í stofunni að hann hefði
ekki veitt því athygli þó tilkynning
hefði birst í útvarpi um yfírvof-
andi hættu vegna náttúmham-
fara.
Þegar ég festi þessar línur á
blað er skafrenningur eða bylur í
Reykjavík og sér varla á milli
húsa. Það er kuldalegt um að lit-
ast og þegar þannig viðrar er
ágætt að geta skotist inn á kaffí-
hús. Kaffísel heitir nýr veitinga-
staður fyrir miðjum Laugavegi, í
lcjallara í húsi númer 27. Þar er
vinalegt og vistlegt umhverfí og
tiltölulega nýbúið að opna. Þar
er hægt að fá t.d. vöfflu með
sultu og ijóma fyrir 85 krónur
og þykir ekki mikið þegar manni
sýnist verðlag frekar vera á upp-
leið en niðurleið. Á veitingastof-
unni Kaffiseli var setið við nokkur
borð upp úr klukkan tíu árdegis
og dagblöðin lágu frammmi. í
útvarpi var verið að spila tónlist
sem féll í góðan jarðveg þennan
miðvikudagsmorgun þegar utan
djrra vom haglél eða bylur. Páll
Þorsteinsson á Bylgjunni var að
kynna tónlist með Jerry Lee Lew-
is og við eitt borðið sat maður á
að giska um sextugt sem sló takt-
inn með teskeið á undirskál,
greinilega ekki búinn að gleyma
gamla góða rokkinu.
Það er verið að gera allt klárt
fyrir jólabókavertíðina. Þegar ég
kom út af kaffistofunni við
Laugaveginn og gekk fram hjá
Máli og menningu var Ólafur
Þórðarson verslunarstjóri út við
glugga, líklega að undirbúa upp-
stillingu á nýjum bókum og við
Frakkastíginn sá ég hvar Jóhann
Páll Valdimarsson útgefandi og
aðaleigandi Forlagsins var að
koma fyrir bókum í bfl. Síðan átti
að dreifa þeim í verslanir.
Ekki minnist ég þess að hafa
heyrt getið um strætisvagnana
undir öðm nafni en strætisvagn
eða strætó. Það skeði þó nýlega
að morgni til, rétt upp.úr klukkan
níu í miðri viku þegar ég beið
eftir vagni í strætisvagnaskýli, að
nokkrar litlar stúlkur, sjö, átta
ára komu út úr íjölbýlishúsi hand-
an strætisvagnaskýlisins og jrfir
að skýlinu. Þær biðu þarna um
stund eftir strætisvagni og þegar
biðin var orðin nokkuð löng,
spurði mig ljóshærð stúlka í hópn-
um:
— Heyrðu. Er skólavagninn
nokkuð kominn?
Hún var með skólatösku á bak-
inu eins og vinkonur hennar og í
hennar augum var skólinn greini-
lega hreinasta ævintýri. Svo kom
vagninn skjmdilega og stúlkna-
hópurinn hvarf inn í hann með
ærslum og látum_____