Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 „Ungt fólk í nútíð og framtíð“: Laugarvatn verði gert að alhliða íþróttasetri MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Sverrir Hermannsson, skýrði frá því á ráðstefnunni „Ungt fólk i nútíð og framtíð“ um síðustu helgi að hann vildi gera Laugarvatn að alhliða íþróttasetri fyrir unga sem aldna og til að vinna að þeim hugmyndum fengi hann til liðs við sig fuutrúa frá íþróttahreyfingum gieta. Sverrir sagði að íþróttakennara- skólinn yrði áfram að Laugarvatfti svo og Menntaskólinn. Að Laugar- vatni er nú að rísa íþróttahús. Búið er að leggja Húsmæðraskólann þar niður og er þetta síðasti veturinn sem Héraðsskólinn starfar. Rými mun því aukast verulega. Ráðherra sagði að ekki væri enn búið að taka ákvörðun um framtíðarhúsnæði fyrir Hótel- og veitingaskólann, en ef af því yrði að hann yrði vistaður að Laugarvatni, yrði það aðeins til bráðabirgða. „Ég er sammála Bimi Friðfínns- syni, formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga, um að ríkið eigi ekki að vera ofan í hvers manns koppi þegar rætt er um hin frjálsu félaga- samtök," sagði Sverrir, og bætti því við að margsinnis hefði komið fram að sveitarfélögin væru tilbúin til að taka við ýmsum verkefnum, en þá yrðu þau líka að taka fjármál- in í sínar hendur. „Því er ekki að neita að harkalega hefur verið gengið í lögbundnar tekjulindir sveitarfélaganna, sem reyndar hef- ur ekki verið neinn bjargráðasjóður í höndum þeirra sjálfra heldur ójöfnunarsjóður þar sem höfðatala sveitarfélaganna hefur verið látin gilda. Stærstu sveitarfélögin hafa því fleytt ijómann á meðan fámenn- Ráðstefna um ÓPERUDEILD Félags íslenskra leikara heldur ráðstefnu helgina 15. og 16. nóvember nk. í Nor- ræna húsinu undir yfirskriftinni „Óperuflutningur á íslandi i nútíð og framtíð“. Ráðstefnan byrjar laugardaginn 15. nóvember kl. 10.30 með fram- söguerindum Þuríðar Pálsdóttur, Garðars Cortes, Gísla Alfreðssonar, Ólafs B. Thors, Sveins Einarssonar og Júlíusar Vífíls Ingvarssonar. Seinni hluti laugardagsins, eða að hádegisverði loknum, verður ráð- stefnugestum skipt í starfshópa. Meðal efna sem þeir fjalla um eru: Þjóðleikhúsið, Islenska óperan, Tónlistarhúsið, staða óperusöngv- ara í íslensku þjóðfélagi, Sinfóníu- hljómsveit íslands, nám óperu- söngvara o.fl. Þeir sem taka vilja þátt í þessum hluta ráðstefnunnar eru beðnir að tilkynna þátttöku í síma 26040 eftir hádegi alla virka daga. Þátttökugjald er kr. 400. Sunnudaginn 16. nóvember er ráðstefnan öllum opin og hefst hún kl. 13.00 með ávarpi Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra. og aðra sem hagsmuna hafa að ari byggðalögin hafa verið látin gjalda þess.“ Sverrir sagðist æskja þess að skýrari og einfaldari mörk jrrðu sett á milli ríkis og sveitarfélaga og að von bráðar tækist að koma á lagaramma um framhaldsskól- anna. Ætlunin er að færa grunn- skólana í meira lagi á hendur sveitarfélaganna og stjómun fram- haldsskólanna í auknum mæli í hendur ríkisins. „Sveitarfélög víða um land hafa átt fullt í fangi með að koma upp aðstöðu fyrir ungdóm- inn, sérstaklega þó íþróttaaðstöðu. Þegar ég settist i menntamálaráð- herrastólinn í nóvember í fyrra, láu 114 framkvæmdir í grunnskólamál- um fyrir en ekki fylgdi stafur um hvemig greiðslu skyldi háttað. Þá kom jafnframt í ljós að skuldir ríkis- ins við sveitarfélögin námu 717 milljónum króna. Sveitarfélögin mega hinsvegar sjálfum sér um kenna vegna þess að ekki hefur verið hirt um það að ganga jafn- harðan frá formlegum samningum um hvemig ríkið skuli reiða af hendi fjármagn til þessa. Nú verða hins- vegar teknir upp formlegir samn- ingar og er von til að úr rætist bráðlega þar sem ég fékk 60% hækkun á fjárlögum fyrir næsta ár til skólabygginga grunnskólans," sagði Sverrir Hermannsson. óperuflutning Þar næst gera framsögumenn starfshópa grein fyrir niðurstöðum hópanna. Eftir það verður mæl- endaskrá opin. í tilefni af ráðstefnu þessari munu óperusöngvarar syngja end- urgjaldslaust við messur í kirkjum á Stór-Reykjavíkursvæðinu sunnu- daginn 9. nóvember nk. Fundur um konur og prófkjör Kvenréttindafélag íslands efn- ir til félagsfundar á morgun, laugardag, um spurninguna: „Eru prófkjör leið kvenna inn á þing?“ Framsöguerindi flytja konur á vettvangi stjórnmála. Fundurinn verður haldinn í ný- innréttuðum sal í kjallara Hall- veigarstaða, gengið inn frá Túngötu. Hann hefst kl. 11 og stendur fram til kl. 14. Fundurinn er öllum opinn. Haraldur Finnur Guðmundur G. Ólafsson Ingólfsson Þórarinsson Bræðravíg í Framsóknarf lokknum Átökin um fyrsta sætið á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavík eru nú að hefjast af fullri hörku. Upphaflega virtist sem Haraldur Ólafsson, alþingismaður, myndi berjast um sætið við Finn Ingólfsson, aðstoðarmann sjávarútvegsráðherra, en eftir að Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, tilkynnti framboð sitt hafa stuðningsmenn Haralds og Finns snúið bökum saman. Þá greinir hins vegar á um það, hvor þeirra eigi að vera í fyrsta sætinu, og sá ágreiningur gæti ráðið úrslitum í prófkjör- inu. Haraldur umdeildur Haraldur Ólafsson er umdeildur maður í Framsóknarflokknum. Hann skipaðí annað sæt- ið á lista flokksins i Reykjavík i þingkosning- unum 1983, en tók sæti á Alþingi sem varamaður þegar Olafur Jóhannes- son féll frá. Honum er m-a. fundið það til for- áttu, að vera of vinstri sinnaður i utanrikismál- um, og andstaða hans við aukið fijálsræði i fjár- málalífinu, sem rflds- stjómin hefur stuðlað að, er einnig nefnd sem gagnrýnisatriði. Þá tefja ýmsir samflokksmenn Haralds, að hann sé ekki nægilega atkvæðamfldll á þingi og í fjölmiðlum. Meðal þeirra manna, sem taldir eru gráta það þurrum tárum ef Harald- ur Ólafsson hrökklast af þingi, er Steingrimur Hermannsson, forsætis- ráðherra og flokksfor- maður. Kalt þykir vera milli þeirra tveggja og margir stuðningsmenn Haralds álita að framboð Guðmundar G. Þórarins- sonar sé beinlinis runnið undflii rifjum Steingrims. Guðmundur hefur sjálf- ur sagt i blaðaviðtölum að Steingrimur hafi hvatt sig i framboð, en Steingrímur hefur opin- berlega sagt að langt sé um liðið siðan sú hvatn- ' ing kom fram og hann geri ekki upp á milli frambjóðenda, sem allir séu hæfir menn. Enginn vafi leikur hins vegar á þvi að Guðmundur G. Þórarinsson er sá maður sem Steingrimi hugnast best að sjá á þingi. Hefur þvi einnig verið fleygt að hann vflji gjaman fá Guðmund i rfltisstjóm og í forystusveit flokksins á ný. Frambjóðandi Halldórs Finnur Ingólfsson er upprennandi forystu- maður i Framsóknar- flokknum. Hann er fyrrverandi formaður SamhflnHn ungra fram- sóknarmanna, situr i framkvæmdastjóra flokksins og er aðstoðar- maður Halldórs Ásgrims- sonar sjvarútvegsráð- herra. Segja má að Finnur sé öðrum þræði i framboði á vegum Hall- dórs, sem mim hafa mikinn áhuga á því að koma honum á þing. Halldór litur svo á að sjálfur sé hann hinn rétti arftaki Steingrims Her- mannssonar og ætlar Finni Ingólfssyni vænt- anlega mikilvægt hlut- verk í að stuðla að þeirri niðurstöðu. Finnur er nú gjaldkeri Framsóknar- flokksins, þegar við mikla erfiðleika er að etja. Tók hann við því vanþakkláta starfi af Guðmundi G. Þórarins- syni. Telur Halldór Guðmund hins vegar keppinaut sinn um for- ystu í flokknum og hefur þvi hagaf að setja honum stólinn fyrir dymar i komandi prófkjöri i Reykjavík. Finnur Ingólfsson hef- ur einnig verið hand- genginn forsætisráð- herra, sem hefði sennilega stuðlað að kosningu hans i Reykjavík, ef ekki hefði komið til framboðs Guð- mundar G. Þórarinsson- ar. Framboð Guðmundar skapar þvi óvænta stöðu i innanflokksbaráttunni í Framsóknarflokknum, þar sem fyrrum sam- herjar verða andstæðing- ar. Staða Guðmundar G. Þórarinssonar er að mörgu Ieyti sterk i Fram- sóknarflokknum, enda nýtur hann stuðnings margra áhrifamanna. En það er stuðningur utan- flokksmanna við Guð- mund sem Haraldur Ólafsson og Finnur Ing- ólfsson hafa mestar áhyggjur af. Þeir óttast að hann leflti sama leik- inn og 1978 þegar hann keppti við Einar Ágústs- son um efsta sætið i Reykjavík. Þá „smalaði" hann þúsundum á kjör- stað og hafði nærri velt Einari úr sessi. Á 7. þús- und manns tóku þátt i prófkjörinu, en i kosn- ingunum sem fylgdu á eftir fékk flokkurinn að- eins rúmlega 4.000 atkvæði i höfuðborginni! Það er til mótvægis hugsanlegum vinnu- brögðum af þessu tagi sem þeir Finnur Ingólfs- son og Haraldur Olafs- son hafa gert með sér óformlegt kosninga- bandalag. Þetta banda- lag virðist ganga út á það éitt að greiða Guðmundi G. Þórarinssyni ekki at- kvæði, en engin fyrir- mæli munu hafa verið gefin út um það, hvem kjósa á í fyrsta sætið. Væntanlega munu stuðn- ingsmenn Haralds setja hann i það sæti og hið sama munu þá stuðnings- menn Finns gera fyrir sinn mann. Á það er hins vegar að líta að þetta gæti reynst hættulegt { þeim skilningi að það auki líkumar á sigri and- stæðings þeirra. Ef til vill munu þeir senya um það sin á milli fyrir próf- kjörið, hvor á að skipa fyrsta sætið. Verði kosn- ingavél Guðmundar G. Þórarinssonar jafn áræð- in og 1978 em meiri Iíkur en ella á slíku samkomu- lagi. Lokaskýrsla staðarvalsnefndar um nýtt álver: Stofnkostnaður minnst- íslensk mat- reiðslubók FRJÁLST Framtak hefur sent frá sér bókina Nýtt líf — Úrvals- réttir. Hér um að ræða úrvals- rétti úr matarþáttum sem birst hafa í tímaritinu Nýtt líf. Rit- stjóri bókarinnar er Gullveig Sæmundsdóttir, en höfundar efnis í bókinni eru alls fimmtán, fólk sem er áhugafólk um matar- gerðarlist og mjög frumlegt á því sviði, segir í frétt útgefenda. Höfundar efnis í bókinni eru eft- irtaldir: Bjöm Vífill Þorleifsson, Elín Kristjánsdóttir, Elsa Brynjólfs- dóttir, Guðlaug Nanna Ólafsdóttir, Guðrún Emilsdóttir, Guðrún Sæ- mundsdóttir, Gyða Hjaltested, Rúnar Marvinsson, Halldóra Páls- dóttir, Hjördís Gísladóttir, Helga Hjaltested, Ingibjörg Gísladóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir og Þóra Magnúsdótt- ir. Bókin er öll litprentuð. Höfundar tírrakréar ljósmynda eru þrír: Guðmundur Ingólfsson, Jens Alexandersson og Loftur Ásgeirsson. Bókin er prentunnin og bundin í Prentsmðrjunni Odda hf. Kápuhönn- un annaðist Auglýsingastofa Emst Bachmanns. ur við Vatnsleysuvíkina Eyjafjörður dýrasti valkosturinn STAÐARVALSNEFND um iðnrekstur hefur skilað loka- skýrslu um staðarval fyrir álver til iðnaðarráðherra. í henni er gerður samanburð- ur á þeim fimm stöðum sem einkum eru taldir koma til greina við byggingu nýs ál- vers á íslandi, það er Helguvík, Vogastapi, Vatns- leysuvík, Geldinganes og Dysnes í Arnarneshreppi. Nefndin telur að allir þessir staðir komi til álita fyrir ál- bræðslu sem framleiði 130 þúsund tonn af áli á ári, nema Helguvík vegna ná- lægðar við þéttbýli. Megin niðurstöður nefndarinn- ar era þessar: Stofnkostnaður álbræðslu yrði minnstur við Vatnsleysuvík en mestur við Dysnes. Munar þar 7—8% af áætluðum stofnkostn- aði. Þessi munur er að megin- hluta innlendur kostnaður og vegna mismunandi hreinsibúnað- ar. Margfeldisáhrif af nýrri fram- leiðslustarfsemi hvar sem er á landinu koma fram á höfuðborg- arsvæðinu. Staðbundin margfeld- isáhrif verða mest í Eyjafírði af þeim stöðum sem til athugunar vora. Áhrif á landbúnað yrðu mest í Eyjafírði og þyrfti að breyta eða hætta hefðbundnum landbúnaði á um 20 jörðum næst Dysnesi. Það kemur fram í kynningu staðarvalsnefndar á skýrslu sinni að aðstæður á álmörkuðum era nú aðrar en lengst af ríktu meðan unnið var að þessu verkefni og ekki miklar líkur til þess að nýtt álver rísi hér á landi á allra næstu árum. Ekki er þó talið að verkið sé unnið fyrir gýg, því undirbún- ingur stóriðju sé margþættur og taki langan tíma en ákvarðanir oft teknar með stuttum fyrirvara. Áætlun nefndarinnar um stofnkostnað er eftirfarandi, mið- að við verðlag í janúar síðastliðn- um: Vatnsleysuvík 22.900 milljónir kr., Geldinganes 23.440 milljónir kr., Helguvík 23.840 milljónir kr., Vogastapi 24.130 milljónir kr. og Dysnes 24.660 milljónir kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.