Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
17
Sigurður Þórir
MYWDUST
Valtýr Pótursson
Við Óðinstorg hefur nýjasta
Galleríið verið opnað hér í borg,
og fyreta sýning þar í sveit er á
verkurn Sigurðar Þóris listmálara.
Það er ekki ýkja langt síðan Sig-
urður Þórir var með sýningu í
Gallerí íslensk list að Vesturgötu
17, og það verður ekki annað
sagt en að hann hafi tekið til
hendi, er maður sér þessa sýningu
hans í Galleríi svart á hvítu, en
svo heitir galleríið. Það er ungt
og bjartsýnt fólk, sem að þessum
sýningaretað stendur, og það hef-
ur vel til tekizt með fyrstu sýningu
á staðnum, því sýning Sigurðar
Þóris er tvímælalaust í betri kant-.
inum af því, sem nú er sýnt í
borginni.
Mér sýnist Sigurður Þórir hafi
höggvið stórum frá sýningunni á
Vesturgötunni. Nú er allt tekið
miklu fastari tökum og gengið
fastara að frumkrafti litanna,
formið hefur einnig fengið ein-
faldara og þar með sterkara gildi
í þessum nýju verkum, og svipur
þeirra er miklu persónulegri og
nærgöngulli við skoðendur. Þama
er landslag og fólk og konunni
gerð ágæt skil. Á sýningu Sigurð-
ar Þóris eru tuttugu og þrjú verk,
gerð í olíulitum á striga og olíupa-
stel á pappír. Þessi verk eru mjög
samverkandi, og hafa öll svip af
myndgerð Sigurðar Þóris, bæði
hvað viðfangsefni og einkum og
sér í lagi litameðferð snertir. For-
mið er einnig persónulegt og ber
sterkan svip af öguðum myndlist-
armanni, sem fengið hefur skólun
annare staðar en í hinu blauta
Hollandi. Þessi sýning, saman-
borin við aðrar sýningar sem nú
eru á ferð, sýnir mætavel. hver
breiddin er í nútímalist á íslandi
og hvað um hefur rýmkast hjá
ungum listamönnum. Sem sagt:
sjóndeildarhringurinn hefur
víkkað, og nú er bjartara til allra
átta en var fyrir nokkrum mánuð-
um.
Sérdeilis vekur það eftirtekt
mína á þessari sýningu Sigurðar
Þóris, hve ríka áherzlu hann legg-
ur á handverkið við málverkið.
Hann fremur þann glæp, að mati
sumra, að halda sig við það, sem
á Norðurlöndum er kallað mal-
erískt eða kvalitets málverk. En
slíkt hefur ætið verið eitt af undir-
stöðuatriðum fyrir'því, að málverk
hafi staðið af sér meira en eitt
, tízkutímabil, en þau skipta ört í
samtíðinni. Sigurður Þórir hefur
auðsjáanlega uppgötvað, hvemig
nota má liti til að tjá hinn innrí
mann sinn og hvemig nota má
formið til að skapa séretæðan
heim á myndfletinum. Málverk er
nefnilega ekkert annað en litur,
lína og form á lérefti, þótt marg-
ur haldi ef til vill, að um annað
sé að ræða.
Vonandi verður framhaldið á
rekstri þessa staðar við Óðinstorg
eins menningarlegur og þessi
fyreta sýning í Galleríinu, og von-
andi verður hinum bjartsýnu, að
óskum sínum og auðga þannig
menningarlífið í Austurbænum.
Það er alltaf ánægjulegt, er ungt
fólk með köllun gerir eitthvað,
sem er þess virði, að eftir sé tek-
ið. Sýning Sigurðar Þóris er með
betri sýningum, sem verið hafa á
ferðinni í þessu skammdegi, og
ég óska honum alls góðs.
Sýning Guðjóns Ketilssonar
Myndlist
Valtýr Pétursson
Tvær sýningar standa yfír
þessa dagana í Nýlistasafninu við
Vatnsstíg. Tveir nýliðar em þar
á ferð, karl og kona, og eru þau
mjög ólík í verkum sínum og virð-
ast ekki eiga mikið sameiginlegt
(listsköpun sinni. Þar af leiðir að
(jalla verður um þau sitt í hvoru
lagi í þessum fáu orðum um sýn-
ingamar tvær.
Guðjón Ketilsson er ungur
myndlistarmaður, sem ég man
ekki eftir að hafa séð á sýningum
áður. Hafi hann sýnt hér áður,
verður það að skrifast á minn
reikning að muna ekki eftir hon-
um, en hvað um það, Guðjón
kemur hér fram með málverk
íjórtán talsins, sem vel eru þess
verð, að tekið verði eftir. Hann
málar auðsjáanlega af mikilli
ástríðu og litagleði, sem stundum
skapar listræn átök, er lífga upp
myndflötinn og undirstrika mynd-
rænan styrk málverksins. Það er
svolítill súrrealískur þráður í þess-
um verkum, sem ég trúi þó miklu
minna á en eigindir sjálfs mynd-
verksins. Það er að vísu nokkur
byijendabragur á þessum verkum
Guðjóns, en þau benda manni ótví-
rætt á vissa hæfileika, sem freist-
andi er að spá góðu á komandi
tímum með vissum þroska og
þrotlausri vinnu. Hver framvindan
verður, leiðir framtíðin í ljós. En
þama á loftinu í Nýlistasafninu
er sannarlega eitthvað að gerast,
sem vekur vonir.
Það er ekkert lát á sýningum
hjá ungu fólki í henni Reykjavík,
og með sanni má segja, að marg-
ir séu kallaðir og fáir útvaldir.
Það er alltaf merki um Hf og fjör
í þjóðfélaginu, að listamenn koma
fram með verk sín, en samt verð-
ur allt að vera í hófi, ef vel á að
vera, og hræddur er ég um, að
margar af þessum sýningum séu
ekki tímabærar og valdi meiri
örvæntingu en uppörvun. En Iista-
menn verða ætíð að lifa í voninni
og vera bjartsýnir $ sálinni. Líf
listamannsins er nefnilega ekki
neinn dans á rósum og oft á tíðum
lítið annað en strit og armæða.
Ég vil að lokum þakka Guðjóni
Ketilssyni fyrir upplífgandi sýn-
ingu og vona, að honum takist
að beizla þá hæfileika, sem hann
sýnir í þeim verkum, sem hann
hefur komið fyrir á loftinu ( Ný-
listasafninu.
Ása Ólafsdóttir: Nótt f Paradís, 1986.
Sljörnur og
stólar
MYWDLIST
Valtýr Pétursson
Það hefur margt verið gert á
þessari öld til að vera ekki eins
og áðrir og frumleikinn hefur
stundum verið dýrkaður það ák-
aft, að ýmsum hefur þótt nóg um.
Nú er sýning í Nýlistasafninu
niðri, þar sem stólar og borð og
fleiri húsgögn eru skreytt mósaík
úr gleri og skeljum, þannig að
manni óar við þeirri tilhugsun, að
einhver taki þar sæti og stórekaði
sig á þessum framúretefnuhús-
búnaði. Ung listakona hefur
skreytt þessi húsgögn og heitir
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir. Á
veggjum er einnig mikið af sijöm-
um, sumar þeirra skreyttar
glermósaík, aðrar sem partur af
venjulegum myndum. Þama em
gyðingastjömur og minna á Hitl-
erstímabilið, og ef til vill er til
þess ætlazt, að minnzt sé þeirra,
er merktir vom uppmna sínum
til lítillægingar, en látum þá
smánareögu liggja milli hluta.
Guðrún Hrönn er nýlistakona
fram í fingurgóma, hún vill vera
framúretefnunni allt, og henni
tekst það nokkuð vel. Það bezta
á þessari sýningu hennar em að
mínu mati skipamyndir hennar,
sem hafa persónuleika af mynd-
rænni tegund, og það er eitthvað
aðlaðandi við þessi verk, en ég
verð að játa, að sumar af stjömum
Guðrúnar Hrannar fara fyrir ofan
garð og neðan hjá mér. Á stund-
um hvarflar það að manni, að
margar af þessum tilraunum til
að höndla ferskleikann og fmm-
legheitin hafi verið gerðar til lítils,
og maður spyr, til hvers er verið
að þessu, til hvers er svo oft ve-
rið að streða við það ógerlega?
Er það aðeins til að halda hreyf-
ingu og þar með lífí í listinni?
Þessu verður hver og einn að
svara fyrir sig, en auðvitað em
nýjungar eins nauðsynlegar fyrir
listina og súrefnið fyrir manninn.
Og ekki má gleyma því, að það,
sem virðist fmmlegt í dag, er orð-
ið algengt á morgun, og þá um
leið eitthvað annað á dagskrá, og
jörðin heldur áfram að snúast.
Það er sjálfsagt hugmjmda-
fræði í þessum verkum Gmðrúnar
Hrannar, en ég kann bara ekki
að lesa úr henni og myndmáli
hennar. Þar af leiðir, að þessi
sýning verður mér að litlu gagni.
En Guðrún Hrönn veit vonandi,
hvað hún er að fara.
Myrkur og þéttur
geimhryllir
Sigourney Weaver með Carrie Henn i fanginu í myndinni Aliens.
Kvikmyndlr
Amaldur Indriðason
Aliens. Sýnd í Bíóhöilinni.
Stjörnugjöf: ★ ★ ★ ★
Bandarísk. Leikstjóri: James
Cameron. Handrit: James Ca-
meron, eftir sögu David Gilers,
Walter Hill og James Camerons.
Framleiðandi: Gale Anne Hurd.
Tónlist: James Horne. Kvik-
myndataka: Adrian Biddle.
Helstu hlutverk: Sigourney
Weaver, Carrie Henn, Michael
Biehn, Paul Reiser og Lance
Hendriksen.
Aliens eftir James Cameron (The
Terminator) er ekki einasta hryll-
ingsmynd, sem gerist úti í geimnum
eins og fyrirrennari hennar, Alien,
og hún er ekki bara óhugnanleg
skrímslamynd. Hún er líka meiri-
háttar stríðsmynd og það hröð og
kraftmikil. Hún er myrkur og þétt-
ur geimhryllir sem stendur Álien
Ridley Scotts hvergi að baki. Þó
þessar tvær myndir fjalli mikið til
um sama efnið eru þær svo ólíkar
að samanburður er næstum mark-
laus.
Cameron opnar okkur víðari og
ljósari sýn á efnið og það er aðeins
hægt að lofa þeim sem skemmtu
sér vel á Alien fyrir fimm eða sex
árum að Aliens, sem Bíóhöllin kall-
ar sína fyretu jólamynd ( ár, er
verulega áhrifarík og skemmtileg
mynd og spennugjafi allógurlegur.
Cameron svarar ýmsum spum-
ingum frá fyrri myndinni og sýnir
okkur ófreskjumar í öllu sínu veldi.
Hann er leikinn við að byggja upp
spennu og það sem betra er, hann
getur haldið henni að þvi er virðist
endalaust. Lokauppgjörinu ætlar
aldrei að ljúka, hver djöfulskapur-
inn tekur við af öðrum þar til
aðalsöguhetjan Ripley (Sigoumey
Weaver) og móðurskrímslið beijast
á óvæntan hátt næstum á jafnrétt-
isgrundvelli.
Myndin hefst á því þegar Ripley
finnst í dásvefni um borð í björgun-
arekipi Nostromos fimmtíu og sjö
árum eftir að hún skaut ófreskjunni
ógurlegu út í geiminn. Hún er rétt
að ná sér eftir þennan óralanga
dásvefn þegar hún er beðin að
hverfa aftur á fomar slóðir því nú
hefur verið stofnuð nýlenda á plá-
netunni sem ófreskjan kom frá og
sambandið við landnámsmennina
hefur skyndilega rofnað. Ripley
lætur til leiðast að fara á plánetuna
með hóp þungvopnaðra landgöngu-
liða. Fyrir hana er martröðin rétt
að byija.
Þeir, sem vita mest um ófreskj-
umar, umhverfi þeirra og kraft eru
áhorfendur sjálfir (a.m.k. þeir sem
séð hafa Alien) og þeir eru því allt-
af skrefi á undan persónum
myndarinnar. Meira að segja Ripiey
veit ekki á hveiju hún á von þegar
hún lendir á plánetunni því hún
hefur aldrei komið þangað fyrr.
Forskot áhorfandans eykur spenn-
una þegar landgönguliðamir ráðast
inn í hreiður skrímslanna og verða
fyrir árás. Við vitum það vel hvað
bíður þeirra.
Cameron tekst sérlega vel að
skapa andrúmsloft ótta og skelfing-
ar með myrkum og drungalegum
sviðsmyndum úrþykku stáli, ringul-
reið og hasar með kjaftforam,
hræddum og taugaveikluðum land-
gönguliðum, búnum ævintýralegum
vopnum, sem Cameron hefur haft
yndi af að upphugsa og síðast en
ekki síst hrylling og spennu með
ófreskjunum, sem spretta upp þeg-
ar síst varir og era bókstaflega um
allt. Þetta er efni sem hæfir leik-
stjóra eins og Cameron eins og hey
passar í hlöðu.
Sigoumey Weaver leikur Ripley
af sama harðfylginu og áður án
þess að missa neitt af hinum kven-
legu eiginleikum hetjunnar. Hún er
ekki kvenkynsmyndin af Rambó og
hún er ekki Chuck Norris týndur í
orastu. En hún er hetja samt. Aðr-
ir leikarar þjóna hlutverkum sínum
vel. Carrie Henn leikur litlu stelp-
una, sem er eini eftirlifandi land-
námsmaðurinn og Ripley snýr aftur
inn ( gin ófreskjunnar þegar hún
týnist. Michael Biehn leikur for-
ingja landgönguliðanna og Lance
Henriksen leikur vélmennið Bishop,
sem Cameron passar að láta mann
halda að sé annar en hann sýnist,
minnugur vélmennisins úr Alien
Það er fítonskraftur í Aliens, sem
gerir hana að einhverri bestu
geimvísindamynd, sem filmuð hefur
verið. Hún er þungvopnaður stál-
pakki ólíkt þv( sem gerist yfirleitt
með framhaldsmyndir er vel pláss
fyrir þriðju myndina og henni gæti
varla nokkur nema Cameron leik-
stýrt. Það á nefnilega eftir að sýna
okkur hvaðan ófreslqumar koma
og það hlýtur að vera stutt ( að þær
ráðist á jörðina.