Morgunblaðið - 14.11.1986, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 14.11.1986, Qupperneq 58
Hll 58 asíer vraflM'Svðn m ítjíwtuthotí '«n<iA.ufWT?Mioi..t MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 4 ást er... t-ií. ... enginn lykill að hamingju. TM Reg. U.S. Pat Otf.—all rights reserved © 1986 Los Angeles Times Syndicate Bótakröfur eru svo tímafrekar fyrir dómstólum að við getum Þeir virðast vera famir að verið famir á hausinn þegar ræðast við á ný? dómurinn loksins gengur! HÖGNI HREKKVISI *I G „ _ 5í „v/norjmn erz Li/MDue vi£> 'ASTARSrÓLIkJN.// Hámarks- hraði í um- ferðinni Þurfa ekki að vera til neinar reglur um lágmarkshraða á sumum vegarbútum eða lengri vegarköflum? Að undanfömu hafa farið fram Qörugar umræður í fjölmiðlum og manna á meðal um hámarkshraða í umferð hérlendis og má rekja upphaf þeirra í þetta sinn til viða- mikils átaks Umferðarráðs og skyldra aðila til þess að takmarka umferðarhraða. Eðlilega sýnist sitt hverjum, enda þjóðin býsna fús til að tjá sig og lýsa skoðunum sínum alveg án tillits til hvort viðkomandi hefur þekkingu á umfjölluðu máli eða ekki, orðin kannski þeim mun fleiri sem þekkingin er takmark- aðri. Sjálfsagt er bréfritari sjálfur að detta í þennan fúla pytt og sker sig því ekki frá löndum sínum að því leyti. En lítum samt á málið. Þegar útlendingar fara að aka hér á landi taka þeir eftir því, næst á eftir frumstæðu vegakerfinu, hversu fortakslausar allar takmark- anir á hámarkshraða eru. Hámarks- hraði á þjóðvegum er nærri alls staðar 70 km/klst og varla að sjá- ist merki um að dregið sé úr honum, eða hann aukinn, utan þéttbýlis. Nú er það svo, að vegir eru ákaf- lega misvel fallnir til aksturs, hvað þá hraðaksturs, og fer það eftir ýmsu, svo sem gerð yfirborðs veg- ar, útsýni, landslagi og ekki síst veðurfari. Svo má nefna atriði eins og hvort vegur liggur um svæði þar sem búast má við mörgum gang- andi vegfarendum, búfé o.s.frv. Allir, sem ekið hafa um vegi erlend- is, kannast við að hámarkshraði á vegum er mjög breytilegur á sama veginum. Fer það ekki síst eftir ofangreindum atriðum. Bréfritari heyrði eitt sinn þýska ferðamenn býsnast yfir því, að þar sem var merki um bugðóttan veg framund- an var ekkert. skilti, sem sýndi að jafnframt væri dregið úr hámarks- hraða, heldur það látið eftir dómgreind ökumanna hversu mikið skyldi draga úr ferð. Vonandi skilja nú allir hvað við er átt með fortaks- lausum hámarkshraða. Öll umræða hérlendis um um- ferðarhraða ber þess merki, að menn nálgast þennan umfangs- mikla þátt daglegra samskipta á líkan hátt og templarar áfengis- mál. Tilfínningahiti og kennisetn- ingar ráða meiru um afstöðu en rökhyggja og kerfisbundin könnun viðfangsefnis. Nú er það svo að skipulagning umferðar er sérgrein, sem læra má í skólum, sem eins og önnur kennsla byggist á því að safna saman á einn stað, í skólann, tiltækri rejmslu og þekkingu, sem aflast hefur víðsvegar í því menn- ingarsamfélagi sem í hlut á, og henni síðan miðlað til nemenda í stað þess að þeir þurfí allir að reka sig á og læra af reynslunni, sem er mun tímafrekara og dýrara. Vegir og önnur umferðarmannvirki hér eru í vaxandi mæli hannaðir af vel menntuðu fólki á þessu sviði, en hinsvegar virðist svo, að þegar kemur að setningu laga og reglna, sem varða umferð, ráði tilfinninga- leg sjónarmið meiru en þekking og rökhyggja. Það er því von okkar, að nú við þær umfangsmiklu breytingar, sem gera á á umferðarlöggjöfinni, verði skoðuð vandlega sú reynsla og þekking, sem safnast hefur meðal grannþjóða okkar. Eitt af því, sem þarf að skoða vandlega, eru regl- umar um hámarkshraða. Enginn má skilja þessi orð svo, að hér sé verið að kalla eingöngu á rýmkaðan hámarkshraða, öðru nær. Hitt er öllum ljóst, sem skoða þessi mál í ró og næði, að til þess að umferðar- mannvirki nýtist sem best, þ.e. flutningsgeta þeirra, þarf umferð- arhraði þeirra að vera innan hæfí- legra marka. Sá hraði verður m.a., eins og hér að framan greinir, að taka mið af aðstæðum. Hámarks- hraði getur vel verið réttlætanlegur mun rýmri en nú tíðkast á tilteknum vegarköflum, en hann getur líka nú þegar verið langtum of mikill annars staðar. Hitt er ljóst, að verði farið að framfylgja reglum um 70 km/klst. hámarkshraða á öllum vegum, utan þéttbýlis, stöndum við frammi fyrir nær óleysanlegu vandamáli á löggæslusviði, svo ekki sé minnst á það siðleysi, sem því fylgir að hafa reglur, sem enginn fylgir og ekki er hægt að fram- fylgja. Umferðarreglur eiga að vea strangar, en réttlátar. Margir hafa furðað sig á því hversu óstýrlátir við íslendingar erum í umferðinni. Ef til vill er ein af mörgum skýring- um sú, að ósanngjamar reglur, sem ekki er hægt að framfylgja, hafí skapað þetta jafnvægisleysi, hver veit. En hefur engum dottið í hug, að einhvers staðar þyrftu að vera til reglur um lágmarkshraða? ÞG Yíkverji skrifar Tvennt hefur gerzt undanfam- ar vikur, sem sýnir að fólk er ekki sátt við þær umferðarregl- ur, sem í gildi em. Páll Pétursson alþm. hefur lagt fram á Alþingi tillögu um að auka hámarkshraða á þjóðvegum í 80 og 90 km. og leigubflstjóri vildi ekki una hraða- mælingum lögreglunnar og vann mál sitt fyrir undirrétti. Margir munu taka undir með Páli Péturssyni um , að hraða- mörk á malbikuðum þjóðvegum em orðin úrelt. Á móti kemur , að í sárafáum tilvikum er akreinum skipt með eyjum eða öðmm hætti, þannig að árekstrahætta er mun meiri en í útlöndum. En þá er á það að líta að þótt bílaeign okkar Islendinga sé mikil er umferð um þjóðvegi alls ekki eins mikil og algengt er erlendis á þeim hrað- brautum, þar sem mest umferð er. Þess vegna sýnist ástæða til að prófa a.m.k. þau hraðamörk, sem þingmaðurinn mælir með. Vel má vera, að þau muni jafnvel draga úr hraða á þjóðvegum, þar sem algengt er, að ökumenn aki á yfir 100 km hraða ef þeir telja sig ömgga um, að lögreglan sé ekki í nágrenni eða ef þeir hafa radarvara í bflum sínum. Undirréttardómur, sem sýknaði leigubflstjóra vegna radarmæl- inga lögreglu hefur að vonum vakið upp spumingar um, hvort lögreglan hafí ámm saman sektað ökumenn af minna tjlefni en rad- arinn virtist gefa til kynna. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir lögregluyfírvöld. XXX m næstu helgi verður efnt til ráðstefnu um ópemflutn- ing hér. Sú staðreynd ein, að tilefni skuli vera til að halda slíka ráðstefnu er gleðiefni. Starfsemi íslenzku ópemnnar hefur gjör- breytt öllum viðhorfum til ópem- flutnings á íslandi. Þar hefur verið unnið þrekvirki. Vel má hins veg- ar vera, að tímabært sé að Is- lenzka óperan og Þjóðleikhúsið sameini krafta sína að einhveiju leyti til reglulegs ópemflutnings. Þrátt fyrir allt er staða okkar ekki svo sterk á þessu sviði, að við höfum efni á flokkadráttum í þessu sambar.di. Það verður spennandi að sjá hver verður nið- urstaða ráðstefnunnar. XXX Vikum saman hefur staðið undarlegt stríð um það í dálkum Velvakanda, hvort þjón- usta við viðskiptamenn í Austur- bæjarútibúi Landsbankans væri góð eða slæm. Þessar deilur em komnar á það stig að forvitni Víkverja hefur vaknað! Geta for- ráðmenn útibúsins upplýst hvert er tilefni þessara deilna?!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.