Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
1“
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, simi 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Þungnr
áfellisdómur
Fyrir tæpu ári samþykkti
Alþingi lög þess efnis, að
sérstök nefnd þriggja manna,
sem Hæstiréttur tilnefndi,
kannaði viðskipti Útvegsbanka
íslands og Hafskips. Skipafé-
lagið varð gjaldþrota 6. desem-
ber 1985. Urðu miklar umræður
um málefni þess á Alþingi. Nið-
urstaðan varð sú að fela
Hæstarétti að tilnefiia þijá
menn í rannsóknanefnd, er skil-
aði skýrslu til viðskiptaráð-
herra. Skýrslan liggur nú fyrir
þingmönnum.
I skýrslunni er enginn einn
maður talinn bera ábyrgð á
því, að „lánafyrirgreiðslan við
Hafskip var hvorki í eðlilegu
samræmi við starfsumfang fyr-
irtækisins né eiginfjárstöðu þess
og að tryggingum fyrir skuldum
var mjög ábótavant," eins og
segir í niðurlagi skýrslunnar.
Nefndin bendir hins vegar á
aðgæsluskort af hálfu Útvegs-
bankans og veilur í ríkisbanka-
kerfinu. Og segir á einum stað:
„í ríkisbönkunum ríkir þannig
pólitískt valdajafiivægi. Þetta
fyrirkomulag hefur það í för
með sér að fyrirtæki með sterk
pólitísk sambönd, eins og til
dæmis Hafskip, eiga greiðari
aðgang að fjármunum ríkis-
bankanna en hin, sem ekki njóta
slíkra sambanda. Hin mikla fyr-
irgreiðsla, sem Hafskip hlaut í
Útvegsbankanum, var því að
hiuta til af pólitískum rótum
runnin, þar sem bankastjórun-
um var ætlað að þjóna kerfínu."
Og enn segir í skýrslunni:
„Pólitískt ríkisbankakerfí ýtir
undir þau viðhorf bankastjóm-
enda að meta ekki allar lánafyr-
irgreiðslur út frá hreinum
peningalegum sjónarmiðum."
Morgunblaðið hefur spurt í
foiystugreinum um þetta mál:
Hefðu lánveitingar til Hafskips
orðið með sama hætti, ef bank-
inn hefði ekki starfað í skjóli
ríkisábyrgðar? Svar rannsókna-
nefndar Hæstaréttar og Al-
þingis gefur til kynna, að svo
hefði ekki verið. Nefndin bendir
á, að Útvegsbankinn hafí litið
á Hafskip í reynd sem gjald-
þrota 1973 og nánast sama
staða hafí komið upp á árinu
1977. Hún segir, að á árinu
1982 og þar á eftir hafí farið
að halla undan fæti í rekstri
félagsins: „Gengisþróun,
óheppilegar fíárfestingar,
ógætileg stjóm og ýmsar ytri
aðstæður urðu til þess að félag-
ið stefiidi í gjaldþrot, sem það
síðan ætlaði að vinna sig út úr
með svonefndum Atlantshafs-
siglingum." Þær telur nefndin
„giæfraspil" og „heljarstökk út
í óvissuna", en félagið hefði
orðið gjaldþrota, þótt þær hefðu
ekki komið til.
Nefndin segir ekkert liggja
fyrir um það, að bankinn hafí
með sjálfstæðri athugun reynt
að komast að „raunvemlegri
afkomu" Hafskips. Bankinn
hafi ekki framkvæmt neina út-
tekt eða skoðun á ársreikning-
um félagsins árin 1981-1983.
Málefni Hafskips hafí sam-
kvæmt fundargerðarbók
bankaráðsins aldrei verið rædd
í því frá því í nóvember 1977
þar til í mars 1985. Bankaeftir-
litið, sem starfar á vegum
Seðlabankans, hafí aldrei á
tímabilinu frá því í mars 1980
og þar til í júlí 1985 skoðað
skuldastöðu Hafskips og Úvegs-
bankans.
í stuttu máli er margt í
skýrslu nefndarinnar með ólík-
indum. Hún er þungur áfellis-
dómur yfír því, hvemig staðið
var að viðskiptum Hafskips og
Útvegbankans. í skýrslunni em
einnig svo alvarlegar, rökstudd-
ar ábendingar og viðvaranir til
stjómmálamanna um völd
þeirra og ábyrgð, að ekki er
unnt að afgreiða þær með að-
gerðarleysi. Þingmenn ákváðu,
að Hæstiréttur tilnefndi menn
í þá nefiid, sem nú hefur lokið
störfum og skilað af sér mál-
efnalegri og greinargóðri
skýrslu. Var þessi ákvöiðun tek-
in á Alþingi vegna pólitískra
vandræða á þeim tíma, þegar
það var gert, eða í þeim til-
gangi að hafa það, sem sannara
reynist og taka mið af því? Það
veltur á réttum pólitískum við-
brögðum í málum sem þessum,
hvort traust og trúnaður helst
milli stjómmálamanna og um-
bjóðenda þeirra. Verði því einu
haldið að almenningi, að það
stjómkerfí, sem ól af sér þau
vandræði, sem hér er lýst, sé í
góðu lagi og fullboðlegt, er mun
meira í húfi en svarar til þess
miiljarðs, sem tapaðist vegna
Hafskips.
Ábyrgð þingmanna er mikil
ekki síður en stjómenda Út-
vegsbankans, sem starfa í skjóli
þeirra. En ábyrgðin er mismik-
il. Hver og einn ætti að horfa
í eigin barm og meta stöðu sína
og flokks síns af harðri sjálfs-
gagnrýni. Nú dugar ekkert
minna en hreinsa andrúmsloft-
ið. Fmmkvæðið verður að koma
frá stjómmálamönnunum sjálf-
um, meðal annars með tilliti tii
yfírlýsingar Alberts Guðmunds-
sonar á Alþingi í gær, sem
birtist hér í blaðinu í dag. Þeir,
sem era ábyrgir fyrir sukki með
almannafé, geta ekki hlaupist
undan því frekar en til að mynda
Hjálparstofnun kirkjunnar, sem
er nú undir smásjánni og liggur
undir harðri gagnrýni.
Með nýjum hlutafélagsbanka
yrði horfið frá flokkspólitísk-
um þrýsingi í bankakerfinu
- og arðsemissjónarmið í þágn atvinnulífsins, launþega og neytenda sett
í öndvegi, segir Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri í viðtali við Morgunblaðið
„ÉG vil leggja áherslu á fljót og markviss viðbrögð og ákvarðan-
ir. Það er fullkomlega raunhæft að ætla ríkisstjóm og Alþingi
að koma fram nauðsynlegum lagabreytingum fyrir jólaleyfi
þingmanna og jafnhliða væri unnt að undirbúa sameiningu
Útvegsbankans, Iðnaðarbankans og Verzlunarbankans í banka-
ráðum, á hluthafafundum og ennfremur í samtökum sparisjóða
og útgerðar og fiskvinnslu. Ég tel því að miða eigi við að ljúka
undirbúningi að stofnun nýs hlutafélagabanka á fyrsta árs-
fjórðungi næsta árs þannig að hann gæti tekið til starfa að þvi
loknu,“ sagði Geir Hallgrimsson, seðlabankastjóri í viðtali við
Morgunblaðið um tillögur bankastjóra Seðlabankans um endur-
skipulagningu bankakerfisins og leiðir til lausnar á vanda
Útvegsbankans, sem þeir skiluðu viðskiptaráðherra í þessari
viku.
Um miðjan ágúst síðastliðinn
óskaði Matthías Bjamason, við-
skiptaráðherra eftir því að banka-
stjórar Seðlabankans leggðu fram
tillögu og greinargerð um endur-
skipulagningu bankakerfísins og
leituðu um leið lausna á vanda Út-
vegsbanka Islands. A síðustu
áratugum hafa farið fram miklar
umræður um endurskipulagningu
og spamað í bankakerfínu, en það
er ekki fyrr en nú á þessu ári að
raunverulegur skriður hefur komist
á málið, eftir að ljóst var í hvert
óefni var komið hjá Útvegsbankan-
um; fyrr vom stjómmálamenn ekki
tilbúnir að taka á málinu.
í greinargerð bankastjóra Seðla-
bankans, þeirra Geirs Hallgríms-
sonar, Jóhannesar Nordals og
Tómasar Ámasonar eru ræddir
fíórir möguleikar í endurskipulagn-
ingu bankakerfísins, sem allir miða
að því að leysa vanda Útvegs-
bankans. Þeir leggja eindregið til
að Útvegsbankinn, Iðnaðarbankinn
og Verzlunarbankinn verði samein-
aðir, þannig að stofnaður verði nýr
hlutafélagsbanki, með „væntanlegri
aðild sparisjóða, fyrirtælqa og ein-
staklinga," eins og það er orðað.
Seðlabankinn telur miklar líkur fyr-
ir því að samtök sparisjóða, og
aðilar í sjávarútvegi gerist hlut-
hafar í nýja bankanum.
En hversu fysilegur kostur er
þetta fyrir einkabankana tvo? í
greinargerð Seðlabankans segir að
nýjustu upplýsingar bendi til þess
að eigið fé Útvegsbankans sé nán-
ast uppurið vegna glataðra útlána
og taprekstrar á þessu ári. Auk
þessa er ljóst að ýmis fyrirtæki sem
eru í viðskiptum við Útvegsbank-
ann, sérstaklega í sjávarútvegi, em
þungur baggi á bankanum, vegna
áhættusamra lána og því kunna
forráðamenn Iðnaðarbankans og
Verzlunarbankans að líta þau hom-
auga.
Ríkið hefur lagt fram
jafnvirði 535 milljóna
króna frá 1974
— Hvað er f rauninni verið að
bjóða einkabönkunum? „Vand-
ræðabanka“ eða eins og segir f
greinargerð Seðlabankans: „Til
viðbótar framanrítuðu verður að
horfast í augu við það að fortfð-
in varpar töluverðum skugga á
þá hugmynd að endurreisa Út-
vegsbankann með stórfelldu
framlagi af almannafé". Þar
kemur einnig fram að Útvegs-
bankinn hefur f áraraðir átt við
veruleg vandamál að stríða og
áríð 1981 fékk bankinn 50 milljón
króna nýtt eiginfj árframlag, auk
þess sem ýmis viðskipti voru
færð, aðallega til Landsbankans.
Verðgildi beinna fjárframlaga
rikissjóðs og Seðlabanka til Ut-
végsbankans á síðustu 12 árum
er 535 milljónir króna á verðlagi
í október 1986.
— I greinargerðinni fyrir tillög-
um okkar, er bent á að skoðanir
séu út af fyrir sig skiptar varðandi
það hvort líklegra sé til árangurs
að reka banka sem ríkisfyrirtæki,
með ábyrgð ríkissjóðs eða sem
hlutafélög með dreifðri eignaraðild
og aðhaldi af hálfu hluthafa um
rekstrarárangur og arð af hlutafé,
segir Geir Hallgrimsson: Orðrétt
segjum við: „En þrátt fyrir skiptar
skoðanir um þetta efiii virðist nokk-
uð almennur stuðningur við það
sjónarmið að asskilegt sé að meira
jafiivægi sé í bankakerfinu milli
þessara tveggja rekstrarforma en
nú er, þannig að betra tækifæri
gefist til að bera saman kosti þeirra
og galla og draga af því lærdóma
til frekari stefiiumörkunar í banka-
málum."
Nú er ég sjálfúr ekki í neinum
vafa um að banki er betur rekinn
í formi hlutafélags en sem ríkis-
fyrirtæki. Skýrsla neftidar sem
Hæstiréttur skipaði á gnindvelli
laga um rannsókn á viðskiptum
Hafskips hf. og Útvegsbankans og
Jón Þorsteinsson veitti foiystu,
rennir stoðum undir þetta sjónar-
mið. En ég tel að sameining þessara
þriggja banka sé spor í rétta átt,
en auðvitað er ekki unnt, að ætlast
til að Iðnaðarbankinn og Verzlunar-
bankinn, sem báðir hafa skapað sér
ágætan sess í bankakerfinu þótt
þeir séu hlutfallslega litlir miðað
við ríkisbankanna, að þeir taki við
Útvegsbankanum og bjargi honum
sem slíkum. Þetta hlýtur, að byggj-
ast á sameiginlegum hagsmunum
þeirra þriggja.
Með aukinni samkeppni milli
banka verða kröfumar sem gerðar
eru til bankanna meiri og hver ein-
ing verður því að vera stærri til
þess að geta fullnægt þessum kröf-
um í aukinni samkeppni til að takast
á við sífelit stærri verkefiii í atvinn-
ulífinu og tiyggja um leið hag
sparifíáreigenda sem best. í tillög-
um okkar er gert ráð fyrir því að
mat sé lagt á eiginljárstöðu hvers
banka fyrir sig með sama hætti.
Að svo miklu leyti sem Útvegs-
bankinn kynni við slíkt mat að hafa
neikvætt eigið fé, þá hlýtur ríkis-
sjóður að rétta þann halla af. í
þessu felst engin viðbótarskuld-
binding ríkissjóðs, hann ber eins og
nú standa sakir ábyigð á Útvegs-
bankanum að öllu leyti. Reynist
eigið fé Útvegsbankans jákvætt þá
gengur það upp f hlutafé hins nýja
banka. Það er gert ráð fyrir að
sameinaði bankinn verði með tvö-
falt hlutafé, miðað við eiginfjár-
stöðu Iðnaðarbanka og Verzlunar-
banka í lok þessa árs. Reiknað er
með að eiginfíárstaða þessara
banka verði jákvæð um allt að 850
milljónir króna. Seðlabankinn fyrir
hönd ríkissjóðs mun bjóða hlutabréf
í hinum nýja banka til sölu fyrir
sömu upphæð. Heildarhlutafé bank-
ans yrði því 1700 milljónir króna.
Innlán í Útvegsbankanum nema
um 9% af heiidarinnlánum banka
og sparisjóða, þannig að innlán
nýja bankans yrðu 8,300 milljónir
króna á móti 7,000 milljónum hjá
Búnaðarbanka og 12,700 milljónum
hjá Landsbankanum. Útlán með
eriendum endurlánum yrðu sömu-
leiðis næstmest hjá hlutafélags-
bankanum, á eftir Landsbankanum.
Kosturinn við þessa sameiningu
er ekki síst sá að dreifing útlána
er mun hagkvæmari en nú er hjá
Útvegsbankanum og meira aðhliða
en hjá Verzlunarbankanum og Iðn-
aðarbankanum, þannig að skilin á
milli atvinnugreina verða ekki eins
mikil og nú er. Sameiningin verður
á þeim grundvelli að hún sé til hags-
bóta öllum aðilum, er að henni
standa.
Má skilja orð þin þannig, að
ein aðalástæða fyrir fjárhags-
vanda Útvegsbankans sé sú, að
hann er rikisbanki, rekinn með
ábyrgð rfldssjóðs?
— Ég túlka álitsgerð nefiidar
Jóns Þorsteinssonar þannig að það
sé ein veigamikil ef ekki veiga-
mesta ástæðan fyrir því hvemig
komið er fyrir Útvegsbankanum;
þar hafi pólitískur þrýstingur ráðið
meiru en öiyggi, hagkvæmni og
heilbrigð peningamálastefna. Það
er hins vegar rétt að undirstrika
að Útvegsbankinn hefur í mörg ár,
jafhvel um áratuga skeið, átt við
þann vanda að glíma að dreifíng
útlána hans er mjög erfið, þ.e.a.s.
þau voru í svo miklum hluta bundin
í sjávarútvegi og fískvinnslu, að
stór hluti útlána vom sjálfvirk.
Þessi útlán hafa reynst of þungur
baggi fyrir bankann, þó að lokum
hafi það ekki verið fyrirtæki í út-
gerð eða fiskvinnslu sem riðu
baggamunin.
Ríkisbönkunum breytt
I almenningshlutafélög
- í framhaldi af þessu vaknar
sú spuming hvort það komi til
greina að þfnu viti að breyta
ríkisbönkunum tveimur, Búnað-
arbankanum og Landsbankanum
i hlutafélög og það markmið sett
að selja ákveðinn hluta á hverju
árí t.d. 5-10% hlutafjár, m.ö.o
gera rfldsbankanna að almenn-
ingshlutafélögum?
— Sameining bankanna þriggja
getur vel orðið byijunin á því að
bankastarfsemin verði rekin af
hlutafélögum sem séu í almennings-
eign, en það kann að vera rétt að
fá reynslu af einum slikum stórum
banka áður, til þess að sætta þá
sem enn eru ekki þeirrar skoðunar
að bönkum sé best borgið í höndum
hlutafélaga, við þá þróun. Reynslan
af nýja bankanum, með sameiningu
Útvegsbanka, Verzlunarbanka og
Iðnaðarbanka, ef af verður, hvetur
vonandi til þess að ríkisbönkunum
tveimur verði brejdt í hlutafélög.
- Höfundar áðurnefndrar
skýrslu gagnrýna ekki einungis
stjómendur Útvegsbankans
heldur beina þeir einnig spjótum
sínum að Seðlabankanum og þá
sérstaklega bankaerftirlitinu
fyrír að hafa ekki sldlað skýrslu
um viðskipti Útvegsbankans og
Hafskips frá 1980 til 1985 eða í
fimm ár.
— Þótt bankaeftiriitið sé gagn-
lýnt að þessu leyti byggir rannsókn-
amefndin mjög á athugasemdum
þess og segir raunar: „Þegar á
heildina er litið hefur bankaeftiriitið
sýnt bæði skarpskyggni og vand-
virkni í þeim athugunum, sem það
hefur gert og hvað eftir annað var-
að sterklega við þróun mála í
samskiptum Hafskips og Útvegs-
bankans."
En varðandi þessa gagnrýni er
mér ^áð að bankaeftirlitið hafí ta-
lið að Útvegsbankinn hefði farið
að tillögu þess t.d. með stofnun
hagdeildar, sem átti að hafa eftiriit
með lánþegum bankans. Mikil verk-
Geir Hallgrímsson: „Ég vil ekki
gera þvi skóna að stjómmála-
menn; ríkisstjóm og alþingis-
menn, hafi ekki kjark til þess að
taka á vandanum og marka
ákveðna stefnu i þessum málum.
Menn hafa skorast undan þvi allt
of lengi, en nú er tíminn runninn
út.“
efni, mannfæð og ófullkomin
löggjöf þar til nýju viðskiptabanka-
og Seðlabankalögin gengu í gildi á
þessu ári, eru einnig talin skýringar
að þessu leyti.
— Hefur komið til álita að
bankaeftirlitið eða annar óháður
aðili gerí samskonar eða svipaða
rannsókn á starfsemi og skipu-
lagi Búnaðarbankans og Lands-
bankans með hliðsjón af þvi að
koma í veg fyrír að ákvarðanir
eins og teknar voru I Útvegs-
bankanum verði teknar i þessum
tveimur bönkum og/eða komast
að þvi hvort einhveiju sé ábóta-
vant í viðskiptum bankanna við
sina helstu viðskiptavini?
— Bankaeftiriitið kannar starf-
semi Landsbanka, Búnaðarbanka
og annarra innlánsstofnana, eink-
um útlán til stærstu skuldunauta.
Það bendir síðan á ef hætta kann
að vera á ferðum. Fyrr á þessu ári
fór fram slík könnun á stærstu lán-
þegum Landsbankans og Búnaðar-
bankans.
— En þegar haft er i huga að
hér er um tvo rfldsbanka að
ræða, er eftirlitið þá nægjanlegt?
— Ég tel að sjálfsögðu rétt að
fylgst sé vel með öllum lánastofnun-
um, hvort sem um er að ræða
ríkisbanka, hlutafélagabanka,
sparisjóði og í því sambandi er einn-
ig nauðsynlegt að eftirlit sé haft
með ýmsum fjármálafyrirtækjum
sem tekið hafa til starfa á líku sviði
og bankamir. Með aukinni sam-
keppni og frelsi í vaxtamálum eykst
um leið aðhald að innlánsstofnun-
um.
- Snúum okkur aftur að hug-
myndinni að sameiningu Útvegs-
bankans, Verzlunarbankans og
Iðnaðarbankans, sem þið leggið
eindregið til að verði fram-
kvæmd. Nú er ljóst að ýmis
vafaatríði eru varðandi mat á
eignum bankanna, einkanlega
Útvegsbankans. Eru menn farnir
að átta sig á þvi hversu mikinn
kostnað ríkissjóður verður að
bera vegna Útvegsbankans, ef
af sameiningu verður?
— Nei, það liggur ekki ljóst fyr-
ir. Uppgjör mun sýna hvert eigið
fé Útvegsbankans er, þegar til sam-
einingar kemur. Það er gert ráð
fyrir, að það þurfi að meta í þessu
sambandi lífeyrisskuldbindingar
bankanna þriggja og að svo miklu
leyti sem þær eru hlutfallslega
meiri hjá Útvegsbankanum, en hin-
um tveimur, þá verður ríkissjóður
að taka þær á sig. í þessu sam-
bandi verður þó að hafa í huga að
um er að ræða greiðslur sem dreif-
ast á mörg ár.
Annað atriði sem skiptir máli er
raunvirði útlána, hvort fyrirsjáanleg
sé frekara tap á útlánum hjá Út-
vegsbankanum umfram það sem
þegar hefur verið afskrifað, eins
og t.d. af skuldum Hafskips. Mat
á útlánum einkabankanna hlýtur
einnig að þurfa að fara fram. Þetta
kann að leiða til þess að setja verði
einhver útlán á biðreikning sem
falin yrðu hinum nýja banka til inn-
heimtu, en endanleg eiginfíárstaða
færi eftir því hvemig gengi að inn-
heimta þessi lán.
í þriðja lagi þarf áð meta raun-
virði fasteigna og ræða spuming-
una um viðskiptavild. Þá skiptir
einnig skattalegt hagræði bank-
anna þriggja máli, en með því er
átt við að yfírfæranlegt tap eins
og það reynist um næstu áramót
komi nýja bankanum til góða við
skattauppgjör næstu ára.
Það er lagt til að sérstök mats-
nefnd fari yfir eiginfíárstöðu
bankanna, en áður þarf samkomu-
lag að hafa náðst um það á hvaða
grundvelli matið yrði byggt
- Ert þú sannfærður um það,
að frá sjónarhóli forráðamanna
Verzlunarbankans og Iðnaðar-
bankans sé það fýsilegur kostur
að sameinast Útvegsbankanum?
- Já, ég er sannfærður um það.
Aukin samkeppni milli bankanna,
sem er af hinu góða fyrir viðskipta-
vini þeirra, kallar á, að bankar verði
stærri og skilin milli atvinnugreina
ekki eins og nú er. Með þessu verð-
ur jafnframt horfið frá flokks-
pólitískum áhrifum í bankakerfinu
en arðsemissjónarmið í þágu at-
vinnulífsins, launþega og neytenda
almennt sett í öndvegi.
Ríkið verður að leg'gja
fram 1,000 milljóiiir
- Onnur leið sem þið nefnið
er sameining Útvegsbankans og
Búnaðarbankans, en takið fram
að hún sé ekki góður kostur. Nú
er staða Búnaðarbankans mjög
sterk, eiginfjárstaðan góð, og
hagur bankans einnig bæði á
síðasta árí og það sem af er þess
sem nú er að líða.
— Um þetta hef ég ekki mikið
meira að segja, en kemur fram í
greinargerðinni. Þessi hugmynd
hefur verið á dagskrá í tæp tuttugu
ár. Hún hefur hins vegar strandað
á stjómmálaflokkunum, og Alþingi
og við telum að ekki sé meiri von
nú en áður, að hún nái fram að
ganga . Auk þess hafa viðhorfin í
bankamálum breyst á þessum
árum. Fleiri bankar og fíármálafyr-
irtæki hafa tekið til starfa og lögð
er áhersla á samkeppni milli þess-
ara stofnana, til þess að skapa
hagkvæmari rekstur.
Ef Búnaðarbankinn og Útvegs-
bankinn yrðu sameinaðir þá yrðu
hér tveir ríkisbankar sem væru mun
stærri en einkabankamir. Og sam-
eining þessara tveggja banka næði
ekki tilgangi sínum nema ríkissjóð-
ur legði fram, ekki lægri upphæð
en 1,000 milljónir króna, til að halda
sama eiginfíárhlutfalli og Búnaðar-
bankinn hefur. Með þessu fengist
ekki reynsla af því hvort æskilegt
sé að stefna að hlutafélagsformi í
bankarekstri.
- Er ekki ástæða til þess að
Útvegsbankinn verði tekinn til
gjaldþrotaskipta?
— I fyrsta lagi þá er ekki ljóst
á þessari stundu hvort bankinn á
fyrir skuMum eða ekki. í öðm lagi
þá er Útvegsbankinn með svo
marga viðskiptamenn, sem mundu
verða, að þola slíka röskun á við-
skiptum sínum, að til víðtækra
erfiðleika leiddi í atvinnulífi þjóðar-
innar. Það má t.d. benda á að útibú
bankans í Vestmannaeyjum er eina
bankaútibúið þar.
í þessu sambandi ber að hafa í
huga að sparifé í Útvegsbankanum
er verulegt og væri óheppilegt fyrir
spamaðinn f landinu ef eigendum
þess væri ekki séð fyrir ávöxtun á
þeirra fé. Ég vil taka það fram að
sparifj áreigendur era öryggir með
sitt fé í Útvegsbankanum, þar sem
það er ríkistiyggt.
- Einn möguleiki virðist vera
fyrír hendi, ef hugmyndin um
hlutaf élagabanka verður ekki
framkvæmanleg og ekki er fjall-
að um í tillögum ykkar. Hann er
sá að skipta upp Útvegsbankan-
um og selja einstakar einingar
hans, t.d. útibú til annarra banka.
— Óbreytt framhald á starfsemi
Útvegsbankans er algjörlega
óraunhæf og æskilegasta leiðin til
lausnar á vandamálum hans er ein-
dregin tillaga Seðlabankans um
stofnun hlutafélagsbanka. Við
bendum hins vegar á, að ef sam-
komulag næst ekki um þetta, þá
sé ekki önnur leið fyrir hendi en,
að sameina Búnaðarbankann og
Útvegsbankann. Ef þessi leið er
ekki fær þá leggjum við til að bank-
anum verði skipt upp á milli ríkis-
bankanna tveggja, Búnaðarbank-
ans og Landsbankans.
Landsbankinn er fékk bita frá Út-
vegbankanum, í uppstokkuninni
1981, sem hann hefur ekki enn
kyngt. Auk þess er það áreiðanlega
heilbrigðara fyrir bankakerfíð að
hér á landi séu þrir sæmilega stórir
bankar, er geta keppt hvor við ann-
an, heldur en aðallega tveir stórir
bankar.
Gallinn við það að bjóða einstak-
ar rekstrareiningar til kaups er sá
að aðeins hagkvæmustu einingam-
ar myndu ganga út, en ekki starf-
semi bankans í heild. Þetta leiðir
til þess að lokum, að því sem eng-
inn vildi sinna og kaupa yrði með
valdboði, að fela ríkisbönkunum.
Ég vil ekki gera því skóna að
stjómmálamenn; ríkisstjóm og al-
þingismenn, hafi ekki kjark til þess
að taka á vandanum og marka
ákveðna stefnu í þessum málum.
Menn hafa skorast undan því allt
of iengi, en nú er tíminn ranninn
út, eins og kemur fram í skýrslu
rannsóknamefndarinnar, er fíallar
. um viðskipti Útvegsbankans og
Hafskips og raunar einnig í aðvör-
unum bankaeftirlits Seðlabankans.
óbk
Síldarverðið verður
óbreytt út vertíðina
- Fulltrúar seljenda í yfirnefnd létu
bóka mótmæli
SÍLDARVERÐ til loka síldarvertíðarínnar haustsins 1986 verður það
sama og var í gildi til 10. þessa mánaðar, eða þar til seljendur sögðu
verðinu upp. Þetta var ákveðið á fundi yfimefndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins í gær með atkvæðum oddamanns og kaupenda, og
verður því lágmarksverð 6 krónur fyrir síld 30 sentimetrar og
stærri tU frystingar og söltunar, og 3 krónur fyrir síld 25-30 senti-
metrar.
Fulltrúar seljenda létu bóka að
meðalsöluverð á þeirri söltuðu síld
sem seld hefur verið sé um 3500
krónur fyrir hveija tunnu. Af því
verði eigi útvegsmenn og sjómenn
að fá um 600 krónur að meðaltali,
eða um 17%. Kostnaður við að koma
heilli síld í tunnur, umbúðir og sölu-
og flutningskostnaður sé um 2900
krónur.“Aldrei fyrr hafa þeir sem
veiða síldina fengið jafn lítið í sinn
hlut. Því mótmælum við þessari
ákvörðun og lýsum fullri ábyrgð á
hendur þeim, sem á henni bera
ábyrgð.“ segir orðrétt í bókuninni.
„Eg fæ ekki séð að svo illa hafi
gengið á þessu ári að síldarkaup-
endur hafi ekki svigrúm til að greiða
hærra verð. Það var t.d. hægt að
selja Sovétmönnum síld fyrir sama
dollaraverð og í fyrra," sagði Óskar
Vigfússon formaður Sjómannasam-
bandsins og annar fulltrúi seljenda
í yfímefndinni í samtali við Morgun-
blaðið. „Mér telst svo til að kjara-
skerðing sjómanna frá síðustu
vertíð sé milli 30-40%. Oddamaður
tekur hinsvegar kostnaðareikninga
kaupenda til greina þó ég beri raun-
ar brigður á þá. Þegar maður horfír
á að fleiri vilja salta en geta, er
ekki sjánlegt að mikið tap sé á
þessari framleiðslu," sagði Óskar.
„Það hefði verið fráleitt að
hækka verðið," sagði Ámi Ben-
ediktsson framkvæmdastjóri
Sambandsftystihúsanna og annar
fulltrúi kaupenda í yfimefnd. í
sjálfu sér hefði verið ástæða til að
lækka verðið, en við vildum fara
milliveginn og koma til móts við
seljendur með því að samþykkja
óbreytt verð." sagði Ámi. Hann
sagðist viðurkenna að sjómenn
hefðu orðið fyrir kjaraskerðingu en
á móti kæmi að nokkrir útgerðar-
menn hefðu hætt við að gera út á
síldina svo kvótinn skiptist nú á
færri hendur.
f yfímefnd Verðlagsráðs sjávar-
útvegsons áttu sæti: Bolli Þór
Bollason, sem var oddamaður, Ámi
Benediktsson og Hermann Hansson
vora fulltrúar seljenda og Óskar
Vigfússon og Sveinn Hjörtur Hjart-
arson voru fulltrúar seljenda.
Þjóðaratkvæði um
þróunaraðstoð?
Á FUNDI hjá félaginu Brú, sem er félag áhugamanna um þróunarað-
stoð, á þriðjudagskvöld, varpaði Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra fram þeirrí hugmynd að flokkar Alþingis kæmu sér saman
um að leggja fyrir þjóðaratkvæði ákveðna tillögu um fjáröflun i því
skyni, að hægt værí að standa við þingsályktunartillögu um þróunar-
aðstoð, sem gerir ráð fyrir að 0,7% þjóðarframleiðslu verði varíð
til hennar á árí hveiju.
Steingrímur sagði að hann hefði
nefnt sem dæmi að bera mætti það
undir þjóðina að hækka söluskatt
um hálft prósentustig í þessu skyni,
eða hækka eignaskatt eða veltu-
skatt. Hann sagðist ekki hafa tekið
afstöðu til þess hvaða skattheimtu-
leið ætti að fara, ef vilji þjóðarinnar
væri fyrir því, en hann hefði velt
þessum málum mikið fyrir sér frá
þvi hann var á Grænhöfðaeyjum.
Ástæður þessara hugmynda
sagði forsætisráðherra vera þær,
að ályktun Alþingis, um 0,7% til
þróunaraðstoðar væri markleysa, á
meðan að ríkissjóður væri sveltur
og gæti ekki staðið við skyldur sína
í fjölmörgum félagslegum málum.
„Til dæmis ekki í dagvistunarmál-
um, íþróttamálum, málefnum
fatlaðra, málefnum félagsheimila-
sjóðs, og þar fram eftir götum,“
sagði Steingrfmur, „og ég tel það
tómt mál að víkja slfkum innlendum
málum til hliðar, fyrir þróunarað-
stoð, þó að ég sé henni mjög
hlynntur, og telji hana skyldu okk-
ar.“
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og
Húsnæðisstofnun semja:
Sjóðurinn lánar
1,4 miljarða króna
árin 1987 og 1988
LÁNSSAMNINGUR milli Lifeyríssjóð’s verzlunarmanna og Hús-
næðisstofnunar um lánveitmgar sjóðsins árín 1987 og 1988 vegna
nýju húsnæðislaganna, verður undirrítaður í dag og samkvæmt samn-
ingnum mun sjóðurínn lána Húsnæðisstofnun 1411 miljónir króna á
næstu tveimur árum miðað við núverandi aðstæður.og tryggja þar
með félögum sinum hæsta lánsrétt þjá Húsnæðisstofnun.
I samtali við Morgunblaðið sagði fengið vottorð um aðild að sjóðnum
vegna fyrirhugaðrar lántöku hjá
Húsnæðisstofnun. Þorgeir sagði að
af því mætti sjá að bið fólks eftir
afgreiðslu samkvæmt hinu nýja
húsnæðislánakerfí verður þó nokk-
ur og taldi hann ákaflega mikilvægt
að fólk varaðist að ganga frá samn-
ingum um fasteignakaup fyrr en
fyrir liggur svar um afgreiðslutíma
og lánsfjárhæð frá Húsnæðisstofn-
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyr-
issjóðs verzlunarmanna að með
undirritum þessa samnings ætti að
vera lokið bið þeirra sem eiga sjóðs-
aðild að Lífeyrissjóði verzlunar-
manna og hafa sótt um lán hjá
Húsnæðisstofnun en ekki fengið
svör og ættu þeir að eiga von á
svöram frá Húsnæðisstofnun á
næstunni.
Tólfhundrað einstaklingar hafa