Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 24
MófeötíMílbteí/FÖfeitnb'XómW/NöVíÍJifiÉíi'l&éö'
HINN MANNLEGI ÞÁTTUR / Ásgeir Hvítaskáld
TYGGJÓ í IÐNÓ
„Sko, svona skilur fólk sælgætið
eftir, hingað og þangað," sagði Jón
Sigurbjömsson og Qarlægði kon-
fektmola af sviðsbrúninni frá
sýningu kvöldsins áður.
„Maður er að tína þetta út um
allan sal,“ sagði leikari á sviðinu
og var vonsvikinn.
Þetta var á æfíngu hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Ég sat á fremsta bekk
við hlið hvíslarans. Hvíslarinn var
kona með þykkt, litsterkt og mjög
fallegt hár. Það náði henni niður
að mitti. Kalt var í salnum og líkami
minn stífur af setunni. 8 leikarar
voru uppi á sviðinu, morgunstirðir
og geispandi. Verið var að æfa
enskan grínfarsa; drepfyndinn mis-
skilningur út í gegn. En ég fékk
að fylgjast með æfíngum til að afla
mér leikhúsþekkingar, því ég ætlaði
að fara að skrifa leikrit.
Notað var gamalt rúm þar sem
átti að vera sófi. 0g leikaramir
þurftu að ímynda sér vegg þvert
yfír sviðið. Þeir komu hlaupandi
neðan úr kjallara til að koma inn á
réttum tíma og lásu rullur sínar af
handritum. Frá tjöminni heyrðist
garg í gæsum.
Ég mætti á hveijum degi og
fylgdist með hvemig leikrit varð
að vemleika. Staðsetningar leikara
vom æfðar og hreyfíngar þeirra.
Bætt var inn litlum bröndurum með
líkamshreyfíngum. Svo kom sviðs-
myndin og veggimir vom bleikir
með bláum röndum. Lýsingin bætt-
ist við og alls konar smámunir.
Loks urðu allir, leikarar, leikstjóri
og þýðandi, sammála um heiti á
leikritinu. Það fékk nafnið Sex í
sama rúmi.
Þama sat ég dag eftir dag, kald-
ur á fótum og stirður og hakkaði
ofan í mig lærdóminn. Fékk fjöl-
margar hugmyndir og stundum
sterkan innblástur. Þetta hjálpaði
mér mikið og var sjálfur kominn
af stað með leikrit. Oft var ég með
fætur upp á næsta bekk, án þess
að hugsa nokkuð frekar út í það.
Á frumsýningunni mætti ég of
seint. Leikritið var byijað er ég og
kærastan mddum okkur leið og
§öldi manns þurfti að standa upp.
Leikstjórinn stóð aftast í salnum
og gaf mér illt auga. Nú skildi ég
hvers vegna maður á aldrei að
mæta of seint í leikhús, það er óvirð-
ing. Svo í þokkabót var ég með
tyggjó.
Frumsýningargestimir vom fínt,
eldra fólk, þar sem sumir höfðu
erft miðann sinn. Ég var nervus
því ósjálfrátt var ég hluti af sýning-
unni. En ég hló svo mikið að ég
var næstum búinn að gleypa tyggjó-
ið. Fyrir rest varð ég að taka það
út úr mér. En ég gat hvergi hent
því. Kærastan var ekki með neitt
aukabréf utan af tyggjói. Ekki gat
ég fleygt tyggjóinu á gólfíð. Eftir
nokkur vandræði setti ég það undir
handarbakið á stólnum. Ætlaði að
taka það með mér í lok sýningar.
Þegar sýningin var búin var öll-
um klappað lof í lófa. Enda höfðu
leikhúsgestir hlegið sig máttlausa
og vom nú að launa greiðann. Leik-
stjóri og leiktjaldasmiður komu
fram á sviðið og leikararnir vom
margsinnis kallaðir fram. í öllum
fagnaðarlátunum steingleymdi ég
tyggjóinu.
En sagan er ekki öll. Síðan gerð-
ist það í janúar að æfíngar hófust
á Svartfugli sem Bríet Héðinsdóttir
leikstýrði. Og mig langaði að fylgj-
ast með; var búinn að gleyma allri
þjáningunni í köldum salnum. Það
var eitthvað í leikhúsinu sem heill-
aði mig; þetta gamla hús eða fólkið
sem þar vann.
Ég fylgdist með samlestranum
þar sem stór hópur af mjög fæmm
leikumm sat við langborð. Og
brandaramir rúlluðu. Aftur sat ég
kaldur og stirður í salnum og fylgd-
ist með leikumnum fíkra sig áfram
uppi á sviðinu. Hreyfíngarleysið var
að gera mig bijálaðan, ég sáröfund-
aði leikarana sem máttu sprikla.
Svo ég spurði Bríeti hvort hana
vantaði ekki statista. Þá gat ég
fylgst með innan frá og lært ennþá
meira. Hún rannsakaði mig með
augunum og ég vissi það vom litlar
líkur.
Á einni æfíngunni laumaðist ég
um salinn í leit að tyggjóinu. Eitt-
hvað var það farið að angra mig.
Loks fann ég það á 9. bekk í 9.
sæti. Það var orðið glerhart og
búið að bíta sig fast. Eg rembdist
við að ná því burt. En fór allt í einu
að hugsa. Því oft hafði mér reynst
betra að svindla svolítið því þá var
eins og ég hefði heppnina með
mér. Sennilega komst djöfullinn þá
í spilið. Og þar sem ég myndi rétt
bráðum leggja leikrit fyrir leikhús-
ráðið þá var vissara að nota öll
brögð. Svo ég hætti við að §ar-
lægja tyggjóið.
Næsta hálfa mánuðinn mætti ég
ekki á æfíngar, því ég þurfti að
skrifa eitthvað arðbært, blaðagrein-
ar og msl. En næst þegar ég mætti
var hádegi og allir uppi í matsal.
„Nú skalt þú gefa þig á tal við
sýningarstjórann," sagði Bríet,
sneri sér frá matarborðinu og
spennti greipar.
Þetta hlaut að vera eitthvað al-
varlegt. Ég hljóp um allt húsið í
leit að sýningarstjóranum án þess
að vita hvað væri á seiði. Búið var
að ráða mig í bóndahlutverk.
Strax eftir matinn var ég drifínn
á sviðið. Skíthræddur og feiminn
bar ég lík yfír sviðið. Eg átti að
vera líkburðarkarl, bóndi og sitja í
rétti. Var mikið inni á sviðinu en
sagði ekki eitt einasta orð, Guði sé
lof. Þetta vildi ég; án þess að vita
hvað ég hafði platað sjálfan mig
út í.
Svo ég hafði fengið bóndahlut-
verk í Svartfugli og ég svaf ekki á
nóttunum út af sviðsskrekk.
Tyggjóið sat enn klístrað á stólarmi
í salnum og átti að hjálpa mér við
að skrifa leikrit.
Baksviðs lítur leikhúsið allt öðm
vísi út en ég hélt. Sviðsgólfið og
veggir svartmálaðir, svört tjöld sem
leikarar fela sig á bak við. Uppi í
ijáfrinu vom ljóskastarar í hundr-
aðatali og vírar um allt. Út í öðmm
sviðsvængnum var alls konar dót,
brennivínsflöskur, kerra með sig-
inni grásleppu, bretahjálmar og
ferðatöskur.
Niðri í kjallara, undir sviðinu
vom búningsklefamir. Þar niðri var
langborð og kaffívél og Gísli Hall-
dórs reitti af sér Iðnó-brandara. 7
lítil búningsherbergi vom þar inn
af. Samt var stór hópur af leikuram
að máta hárkollur og búninga. Mjög
þröng aðstaða en leikarar virtust
samvaxnir. Alltaf vom stúlkur að
koma í starfskjmningu, ýmist að
gera könnun eða að fá eiginhand-
aráritun. Alltaf var velkomið pláss
fyrir meira fólk þama niðri. Mér
fannst laun leikara merkilega lítil,
miðað við hæfni þeirra og að sumir
gáfu sig alla í vinnuna.
„Hér áður fyrr höfðu leikarar
sömu laun og læknar og lögfræð-
ingar. En nú em þeir með minna
en iðnaðarmenn," sagði Gísli Hall-
dórs.
Einn daginn kom leikmyndin.
Hún var aðallega svart gijót sem
þari hékk á, svo bættist fuglagarg
við. Bríet var strangur leikstjóri og
stundum svo áköf að ég varð skílk-
aður. En brátt fattaði ég að hún
gaf alit hjarta sitt í verkið.
Eitt sinn varð uppi fótur og fít
í búningsklefunum. Nokkrar stúlk-
ur sem vora í starfskynningu höfðu
kveikt sér í sígarettu úti í sal. Leik-
aramir vom sárhneykslaðir.
„Sko, sjáiði bara, fólk er alveg
hætt að bera virðingu fyrir leikur-
um,“ sagði Gísli.
Svo var talað um að þær van-
virtu leikhúsið og settu fætur upp
á stólana og það brakaði hátt í
sælgætisbréfum þeirra. Ég skamm-
aðist mín, því ég hafði líka sett
fætur upp á stólbök. Og svo var
fyggjóið ennþá úti í sal, 9. sæti á
9. bekk.
Nú fór leikritið að verða heil-
steyptara og því var rennt á
æfíngum, gjaman með búningum
og öllu. Góð mynd var komin á
Svartfugl og persónumar alveg að
verða raunvemlegar. Gísli hætti að
segja brandara og varð alvarlegur.
Áður en ég vissi var komin gener-
alpmfa. Ég var settur í fátækraföt,
púðrað á mér hárið til að gera það
skítugt og fékk alskegg.
Augnabliki áður en sýningin
hófst bráum við Jón Hjartar lík inn
á sviðið í algjöra myrkri. Ég þreif-
aði með fótunum eftir mishæðinni
á sviðinu til að fínna minn stað.
Ég snéri baki út í sal, búið var að
bleyta líkið á bömnum til að gera
það eðlilegra. Allt var tilbúið og
leiksýningin að hefjast. Stikkorðið
okkar var að ljósin kviknuðu og
fuglagargið lækkaði. Ég heyrði
hóst og ræskingar að baki mér.
Salurinn var fullur af fólki. Skyndi-
lega skynjaði ég sterkan straum í
bakið frá öllum þessum heitu mann-
eskjum. Ég fékk sjokk og byijaði
að titra í hnjáliðunum. Ljósin komu
upp og leiksýningin hófst. Ég sá
ekkert nema blautt líkið fyrir fram-
an mig, heyrði í fólkinu við fætur
mína, beit saman tönnum og hélt
atriðið ætlaði aldrei að enda. Um
tíma hætti hjartað að slá. Dauðsá
nú eftir að hafa farið að fíkta við
þetta.
Eftir generalpmfuna vom allir í
góðu skapi, enda tókst vel til. Fólk
tók af sér búninga og biðröð var í
vaskinn til að þvo sér um hárið.
Ég var búinn að taka skeggið ofan,
en var sminkaður í framan. Þá gaf
ég einni ungri leikkonu kassettu
með bamaleikriti eftir sjálfan mig,
alltaf að gefa öðmm sögur mínar.
Það er það eina sem ég get gefíð
öðmm.
„Þú getur gefíð dóttur þinni
þetta," sagði ég, soldið feiminn.
Hún leit á kassettuna og brosti.
„En sætt af þér, þakka þér kær-
lega fyrir."
Síðan kyssti hún mig blíðlega á
hálsinn. Og ég fann að kossinn var
ekta; heitur og fullur af einlægni.
Þá loks rann upp fyrir mér ljós.
Hér vom engin svik eða undan-
brögð. Þessir leikarar vom einlægir
í list sinni.
Frumsýningarkvöldið sat ég
taugaóstyrkur í búningsklefanum
og púðraði hár mitt. Gísli Rúnar
þuldi texta í hálfum hljóðum og
þambaði Tab. Einhver kom inn í
búningsherbergið, faðmaði mig og
sagði.
„Tu, tu,“ aftur fyrir bak mitt.
Ég skildi ekkert. Leit í kringum
mig, sá að allir gerðu þetta hver
við annan. Þetta tók nokkum tíma
og var mikil fyrirhöfn. En hér var
verið að skyrpa á eftir í gæfuskini.
Og enginn var skilinn eftir. Leikar-
amir lögðu sig fram, sama um
hvaða smáatriði var að ræða.
Eftir upphafsatriðið á frumsýn-
ingunni stóð ég um stund á bak
við svart tjald og horfði á. Ég
heyrði músíkina hans Jóns Þórar-
inssonar og ég heyrði vængjaslátt
fuglanna i berginu, ég sá þaragijót-
ið og ljósin höfðu gjörbreytt sviðinu.
Ég sá leikarana tjá sig og ég vissi
að þetta var margra ára vinna; að
geta sagt orðin með akkúrat þess-
um áherslum. Nú var leikritið búið
að fá sjálfstætt líf. Þetta var stór-
kostlegt. Ég tók ofan mitt bónda-
höfuðfat.
Það lak af mér svitinn í kulda-
senu, þar sem ég barði mér til hita
og titraði af kulda. Við vomm að
handtaka Bjama á Sjöundá. Salur-
inn var fullur af heitu fólki. Ljósin
lýstu sterkt. Og ég reyndi að leggja
mig fram. Bjami á Sjöundá var að
kveðja bömin sín. Þá, já akkúrat
þá, mundi ég eftir tyggjóinu.
Það var klappað mikið í hléinu
og ljóst að vel hafði tekist til. Hér
hafði myndast sterkt, áhrifaríkt
leikrit þar sem leikarar fóm á kost-
um. Er ég sat inni í réttinum eftir
hlé, sá ég einn dropa detta á sviðið
ofan úr lofti. Og fólk tók eftir því.
Ef það sá einn dropa þá hlaut það
að sjá mig vel. Svo hér var engin
undankomuleið, ég varð að nota
þumalputtana, augngotur og öll
smáatriði til túlkunar.
Forseti íslands og afkomendur
Gunnars Gunnarssonar komu niður
í búningsherbergi og óskuðu öllum
til hamingju. Klefínn var fullur af
blómum handa Gísla Rúnari og
hann fékk koníak.
Þegar allir höfðu þvegið framan
úr sér var veisla uppi á lofti í Iðnó.
Veitt var vín og smurt brauð og
fluttar margar ræður. En í miðjum
hátíðarhöldunum læddist ég niður
í sal. Þar settist ég í sæti númer 9
á 9. bekk. Þóttist yfírfara hlutverk-
ið mitt ef einhver sæi í bakið á
mér. Síðan tók ég til við að plokka
tyggjóið burt. Ég hafði lært að bera
virðingu fyrir þessu húsi og fólkinu
sem þar vann. Hugsunarháttur leik-
aranna var það sem heillaði mig.
Og ef ég ætlaði að leggja inn leik-
rit fyrir þetta leikhús yrði það gert
með einlægni frá upphafí.
Fáskrúðsfirði:
Fyrstu
síldinni
skipað út
Fáksrúðsfirði.
Á þriðjudag var skipað út i
Dettifoss fyrstu síldinni, sem
söltuð hefur verið & vertiðinni
hér. Síldin fer til Sviþjóðar. Frá
Pólarsfld hf fóru 1.400 tunnur
og auk þess 800 tunnur, sem
komu frá Hornafirði og Stöðv-
arfirði. Síldin frá Homafirði
kom með Ríkisskipum og á
bílum frá Stöðvarfirði.
Hjá Pólarsíld hefur verið saltað
í 9.200 tunnur, en að undanfömu
hefur verið fremur rólegt yfír sölt-
unninni og hefur verið unnið við
pæklun á því tímabili. Nú em
Dettifoss í Fáskrúðsfjarðarhöfn.
bátar fyrirtækisins famir til veiða
aftur, þeir Þorri og Guðmundur
Kristinn. Hins vegar hijáir tunnu-
skortur fyrirtækið og er ekki gert
ráð fyrir því að tunnur fáist fyrr
en um eða eftir helgi.
Vélskipið Sólborg SU kom
hingað á þriðjudag með 90 til 100
tonn af síld, sem söltuð var hjá
Sólborgu hf og heildarsöltun hjá
því fyrirtæki er nú liðlega 3.000
tunnur. Sólborg er búin með 700
MorgunbJaðið/Aibert Kemp
lesta kvóta, en á eftir að veiða
hálfan kvóta, um 350 tonn. Skip-
ið veiddi og landaði hálfum kvóta
á Djúpavogi, sem hún fékk af bát
þaðan.
Albert