Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐÍÐ, FÖSTUDAGUR Í4. NÖVEMBER 1986' Fékk á sig mark eftir þriggja sekúndna leik Litið á nokkur „verstu“ íþróttaafrek sögunnar ÍÞRÓTTASÍÐUR blaðanna eru gjarnan undirlagðar frásögnum af glæstum íþróttaafrekum. En það getur líka verið athyglisvert að fylgjast með því sem miður fer á íþróttavellinum. í bókinni „The Book of Heroic Failures", sem nýlega rak á fjörur okkar er getið um nokkur afrek sem teljast ein- stæð, en með svolftið öðrum formerkjum en lesendur íþróttasí- ðna eiga að venjast. Við látum hár nokkrar sögur úr bókinni fjúka: Versti markvörðurinn Senhor Isadore Irandir mark- vörður brasilíska fyrstudeildariiðs- ins Rio Preto fékk eitt sinn á sig mark eftir aðeins þriggja sekúndna leik - nokkuð sem á að vera gjör- samlega útilokað. Þetta gerðist í ieik Rio Preto og Corinthians. Cor- inthians hófu leikinn á miðju og þegar dómarinn flautaði leikinn á var knettinum rennt til hliðar til hins fræga landsliðsmanns Bras- ilíu, Roberto Rivelino. Rivelino þrumaði að markinu frá miðju, framhjá eyra Senhor Irandir og beint í netiö. Markvörðurinn sneri nefnilega baki á leikvöllinn og var að Ijúka við bæn þá sem hann fór ávallt með fyrir leiki. Versti kylfingurinn Kona nokkur í Bandarikjunum lék sextándu holuna á Shawnee golfmótinu í Pennsylvaníu á 166 höggum. Þetta geröist árið 1912 og er met sem enn hefur ekki ver- ið slegið í opinberri keppni. Konan hafði leikið þokkalega fyrstu fimmtán holurnar, en þegar kom að 16 holunni, sem var par 4, sló hún teigskotið beint út í Binniekill ána sem var skammt undan. Flest- ir hefðu eflaust gefist upp við slíkt áfail, en þegar konan sá að golfkúl- an flaut fékk hún mann sinn til að fara með sig út á ána á litlum ára- bát. Þar hamaðist hún síðan við að slá kúluna að landi og eigin- • Roberto Rivelino skoraði eftir þriggja sekúndna leik. maðurinn taldi höggin. Um tveimur klukkustundum síðar tókst loks að landa gripnum - langt frá flötinni. En á þurru landi gekk allt vel og innan tíðar kom kúlan fljúgandi inná flötina úr öfugri átt öðrum keppendum til mikillar furðu. Þeir höfðu löngu áður afskrifað vinkon- una. Versti hnefaleikamað- urinn Ralph Walton var sleginn úr keppni á tíu og hálfri sekúndu í hnefaleikakeppni í Lewiston í Ma- ine í Bandaríkjunum 29. septem- ber 1946. Mótherji hans Al Couture sló hann í rot þar sem hann sat enn í horni sínu að koma gúmmítannhlíf fyrir í munninum. Þær tíu sekúndur sem tók að telja Walton út eru taldar með í þessum 10.5 sekúndum. Versti knattspyrnu- leikurinn Oxbarn Social Club knattspyrnu- liðið í Englandi samdi árið 1973 um að leika vináttuleik í Vestur- Þýskalandi. Þar var komið kært tækifæri fyrir strákana sem léku í sunnudagsdeild í Wolverhampton til að komast í frí og taka léttan leik í leiðinni. Það var ekki fyrr en þeir komu á glæsislegan leikvang andstæðinganna aö þeir gerðu sér grein fyrir að einhver mistök hefðu átt sér stað, og leikurinn sem þeir voru að fara að spiia var gegn SVW Mainz, sem þá var eitt af topplið- um í fyrstu deild. Og ieikmenn Mainz héldu að þeir væru að fara að spila við Wolverhamton Wand- erers, sem þá var gott lið í Englandi. Formaður Oxbarn-liðs- ins sagði að þegar þeir hefðu frétt að andstæðingarnir myndu fá 100 punda bónus fyrir sigur í leiknum þá hefðu þeir gert sér grein fyrir að þetta væri alltsaman svolítið skrítið. Oxbarn tapaði leiknum 21:0. Versti golfklúbburinn „The City Golf Club“ í London er einstakur í sinni röö. Þessi golf- klúbbur hefur ekki yfir að ráða golfvelli, ekki golfkylfum, ekki golf- kúlum. I klúbbhúsinu skammt frá Fieet Street er ekki ein einasta Ijósmynd sem minnir á golf, hvað þá aðrir hlutir. Félagar í klúbbnum hafa alla tíð einbeitt sér að því að eta og drekka. 1X2 | Q Tlmlnn , Dagur , ByWan Sunday Peopls I 5 I 1 •S 1 Sunday Expresa 1 X2 SAMTALS 1 X 2 Hamburger 8v — 1 FC Köln 1 1 1 1 1 1 X - - - - - e 1 0 Aston Villa — Chelsea 1 2 1 X 1 1 2 1 1 1 1 1 9 1 2 Lelcester — Everton 2 2 2 2 2 2 1 X X 2 2 2 1 2 9 Uverpool — Sheff. Wed. 1 X 1 1 1 1 1 - - - - - 6 1 0 Luton — Nott. Forest 1 X X 2 1 X 1 X X 1 X X 4 7 1 Men. Clty — Cherfton X 1 1 X X t X 1 2 X 2 X 4 e 2 Newcestle — Wstford X 1 1 X 1 X 2 2 X 2 X 1 4 6 3 Nonwich — Men. Utd. X X 1 X 1 2 1 1 1 2 X 1 6 4 2 QPR — Oxford 1 1 X 1 1 1 X X 1 1 1 1 9 3 0 Southampton — Arsenal 2 1 X 1 1 1 X 2 2 X 2 X 4 4 4 Tottenham — Coventry 1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 1 1 11 1 0 Wlmbledon — Westham *l 2 2 2 X 2 1 2 2 X 2 2 1 2 9 Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bætar 43 •O (0 (0 n <o & 0) l_ a 3 (0 '3 2 «o <o 3 t* Lil LÆKKAÐ VERÐ Afsl. Málning .. 15% Penslar, bakkar, rúllusett .. 20% Veggfóður og veggdúkur.... .. 40% Veggkorkur .. 40% Veggdúkur somvyl .. 50% LÆKKAÐ VERÐ til hagræðis fyrir þá sem eru að BYGGJA - BREYTA EÐA BÆTA Líttu við í LITAVERI því það hefur ávallt borgað sig. Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að bæta / / BÆJARBIO AÐSETUR LEIKFÉLAGS HAFNARFJARÐAR STRANDGÖTU 6 - SlMI 50184. Trúðurinn Ruben Trúðurá heimsmælikvarða Sýning föstudaginn 14/11 kl. 18.00. Missið ekki af þessu síðasta tækifæri til að sjá trúðinn Ruben. Lokasýning eftir sjö vikna leikferðalag um landið. Aðgangsverð kr. 200 VERIÐ VELKOMIN Ertu að byggja — Viltu breyta — Þarftu að b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.