Morgunblaðið - 14.11.1986, Page 28

Morgunblaðið - 14.11.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Afvopnunarviðræðurnar í Genf: Samkomulag um afvopnun í höfn? Genf, AP. SAMNINGAMENN stórveldanna í Genf hafa gert tveggja mánaða hlé á fundum sínum. Samninga- maður Bandaríkjastjórnar segir samkomulag liggja fyrir um af- vopnunarmál en hinn sovéski starfsbróðir hans, Viktor Karpov, segir ekkert hafa áunn- ist í þessari lotu viðræðnanna. Max Kampelman, helsti sam- ingamaður Bandaríkjastjórnar í Genf, sagði viðræðumar hafa tekist vonum framar og að samkomulag hefði náðst um mikilvæg atriði. Báðir aðilar hefðu samþykkt að fækka ætti langdrægum eldflaug- um og sprengjuflugvélum um helming innan fimm ára þannig að 6000 kjamaoddar yrðu í vopnabúr- um hvors stórveldis. Ennfremur sagði Kampelman að meðaldrægum flaugum í Evrópu skyldi eytt og hvort stórveldið skyldi halda eftir 100 kjamaoddum innan landamæra sinna. Loks sagði Kampelman að samningamenn stórveldanna hefðu orðið ásáttir um að samkomulag um meðaldrægar flaugar skyldi einnig taka til skammdrægra kjam- orkuvopna og að semja þyrfti sérstaklega um þann vopnabúnað. Ronald Reagan: Viðurkennir vopna- sendingar til Iran Washington, Sameinuðu þjóðirnar, Tel Aviv, Teheran, AP, Reuter. RONALD REAGAN, Bandaríkja- forseti, tjáði leiðtogum Banda- ríkjaþings á lokuðum fundi á miðvikudag, að send hefðu verið vopn til íran í þeim tilgangi að komast í samband við hófsama menn þar í landi. Sagt var frá þessu í dagblöðunum The Washington Post og The New York Times í gær og ónafngreindir heimildarmenn bomir fyrir frétt- inni. The Times hafði það eftir embættismanni stjómarinnar, að Reagan hefði efnislega sagt það skaðlegt hagsmunum Banda- ríkjanna, að reyna ekki að komast í samband við stjómmálamenn í íran, er tækju við stjómartaumun- um ef Khomeini félli frá og að vopnasendingamar hefðu verið nauðsynlegar vegna þessa. The Washington Post sagði að hinar leynilegu aðgerðir hefðu orðið til- efni háværra deilna 6. nóv. sl. milli Donald T. Regan starfsmannastjóra Hvíta húsins og John M. Poindexter öryggisráðgjafa, um hvort skýra ætti opinberlega frá aðgerðunum. Rajaie-Khorassani, sendiherra íran hjá Sameinuðu þjóðunum neit- aði því á miðvikudag, að ríkisstjóm sín og Bandaríkjanna hefðu gert með sér samkomulag um að skipta á gíslum og vopnum, en sagði að lausn fjármálalegra deilumála ríkjanna gæti leitt til þess að þeim Bandaríkjamönnum er haldið væri í gíslingu yrði sleppt. Yitzhak Rabin, vamamálaráð- herra ísrael gaf í skyn, í ræðu er hann hélt í Tel Aviv í gær, að ísrael- ar hefðu flutt vopn til íran til þess að stuðla að því, að fleiri gíslar yrðu látnir lausir í Líbanon. Hann nefndi ekki beinlínis skipti á vopn- um og gíslum, en sagði síðar: „Eg tel ekki rétt að fara út í smáatriði, á meðan að annar aðili — þetta ákveðna land — gerir slíkt ekki.“ Þessi ummæli vamarmálaráðher- rans virðast stangast á við yfirlýs- ingu Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra, er neitað hefur því eindregið, að ísraelar hafi sent írönum vopn að beiðni Bandaríkjamanna. Sovéska fréttastofan Tassbirti á miðvikudag yfírlýsingu frá Viktor Karpov þar sem hann ítrekaði þá ásökun Sovétstjórnarinnar að Bandaríkjamenn reyndu að víkja sér undan þeim samkomulagsdrög- um sem leiðtogar stórveldanna hefðu náð í Reykjavík. Sovétmenn segja Ronald Reagan hafa fallist á að öllum langdrægum kjamorku- vopnum skyldi eytt innan tíu ára. Reagan ber á móti þessu og segir samkomulagið á Reykjavíkurfund- inum eingöngu hafa tekið til langdrægra kjamorkuflauga. A miðvikudagskvöld var birt yfír- lýsing frá Bandaríkjaforseta þar sem sagði að þær hugmyndir sem fram hefðu komið á Reykjavíkur- fundinum hefðu getað leitt til víðtækrar afvopnunar. „Þó svo þessi lota viðræðnanna kunni að hafa verið hin árangursríkasta til þessa hafa Sovétmenn enn sem komið er ekki treyst sér til að fylgja eftir þeim góða árangri sem náðist í Reykjavík," sagði í tilkynningu forsetans. AP/Símamynd. Börn Bokassa Börn Jean-Bedel Bokassa, fyrrum keisara Mið-Afríkulýðveldis- ins, njóta frelsins í Frakklandi meðan faðir þeirra situr i dýflissu í heimaiandinu. Hér er elzti sonur hans, Georges, ásamt þremur ungum systkynum sínum, Romuald, Estelle og Joefrey, í göngu- túr við Hardricourt-höllina, höll Bokassa vestan Parísar. Hásætisræða Bretlandsdrottningar: Fleiri ríkisfyrir- tæki verða seld London, Reuter. BREZKA stjómin er ákveðin í að selja fleiri ríkisfyrirtæki og iækka skatta en halda fast við fyrri stefnu sina í utanríkismál- um. Kom þetta fram í hásætis- ræðu Elísabetar drottningar, sem hún flutti við hátíðlega at- höfn i brezka þinginu í fyrradag. Stjómin hét því að draga úr opin- berum útgjöldum úr 44% af þjóðar- tekjum í 41,5% á árunum 1889-1890. Þá var því lýst yfir, að haldið yrði áfram sölu ríkisfyrir- tækja og þar nefnd stórfyrirtæki eins og British Gas, British Airways og flugvélahreyflaverksmiðjur Rolls-Royce. Athygli vöktu áform stjómarinn- ar um lög, sem eiga að heimila upptöku á eignum dæmdra glæpa- manna og strangari refsingar við því að eiga vopn í fómm sínum. Þá var ítrekuð stuðningsyfírlýs- ing stjómarinnar við íbúa Falk- landseyja, en jafnframt tekið fram, að áfram yrði reynt að koma eðlileg- um samskiptum við Argentínu. Samskipi landanna hafa versnað, eftir að Bretar ákváðu í síðasta mánuði að lýsa einhliða yfír út- færslu fískveiðilögsögunnar við Falklandseyjar. Frakkland: Hvaða verði voru gíslamir keyptir? París. Frá Torfa H. Tulinius, fréttaritara Morgiwbladsins. Jacques Chirac, forsætisráðherra, tók sjálfur á móti Frökkun- um tveimur, sem sleppt var úr haldií Beirút á þriðjudagskvöld, er þeir lentu á Orly-flugvelli sama kvöld. Annar þeirra, Camille Sontag, áttatiu og fjögurra ára gamall Frakki, sem alið hefur mestallan aldur sinn i Beirút, hafði verið sjö mánuði í gíslingu en hinn, Marcel Coudari, sem ef til vill er tengdur frönsku leyni- þjónustunni (DGSE), hafði verið i haldi i tíu mánuði. Við þetta tækifæri flutti Chirac stutt ávarp, sem lýsir ágætlega hvað staða Frakka í Austurlöndum nær er allt í senn sérstök og erfið. f ávarpinu gladdist Chirac yfír nýfengnu frelsi mannanna tveggja en sagði jafnframt að hugur hans væri hjá frönsku gíslunum sex, sem enn væru í Líbanon. Þá þakkaði hann einlægt sýrlenskum stjómvöldum fyrir þeirra þátt í frelsun gíslanna svo og stjómum Alsír og Saudi Arabíu. Hann sagði ennfremur að Frakkar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að hinir gíslamir gætu einnig endurheimt frelsi sitt, svo framarlega sem heiður Frakklands væri ekki í hættu. Áð lokum lagði hann áherslu á söguleg tengsl Frakka við þennan heimshluta og að þeir hygðust varðveita þessi tengsl til að geta beitt áfram áhrifum sínum í þessum löndum. Fyrr um daginn hafði Raimond utanríkisráðherra shgt í sjón- varpsviðtali að á næstunni yrði gengið frá samkomulagi við ír- ansstjóm um endurgreiðslu Frakka á skuld upp á einn millj- arð dollara sem Mohammed Reza Pahlavi, fyrrverandi keisari, hafði lánað Frökkum áður en honum var steypt af stóli og Frakkar hafa hingað til ekki viljað endur- g^eiða. Aðspurður sagði Raimond að þessir samningar hefðu átt sér stað hvort sem franskir ríkis- borgarar væru í haldi í Líbanon eða ekki. Það er eðlilegt að Frakk- ar og íranir reyni að koma samskiptum sínum í eðlilegra horf. Samkvæmt utanríkisráð- herranum er ekki hægt að leggja að jöfnu það að semja við mann- ræningja og að leysa gömul deilumál við ríki sem geta haft áhrif á mannræningja. Hann kvaðst vona að þetta nýja sam- komulag við írani kynni að leiða til að fleiri franskir gíslar mættu um fijálst höfuð stijúka. Lausnargjald? Ýmsir Qölmiðlar hafa velt því fyrir sér hvort frelsi Sontag og Coudari kunni að hafa verið of dýru verði keypt. Af þeim sex gíslum sem enn eru á valdi mann- ræningjanna, eru tveir í haldi hjá samtökum, sem talið er að Sýr- lendingar hafí mikil áhrif á, en fjórir eru hjá öfgasinnuðum sítum sem eru undir áhrifum írans- stjómar. Tvær spumingar brenna á vömm fréttaskýrenda: Annars vegar er spurt hvort Sýrlendingar hafí ekki gert það allra minnsta sem þeir komust upp með eftir að Frakkar neituðu að láta af stuðningi við þá þrátt fyrir rök- studdar ásakanir Breta varðandi ábyrgð sýrlensku leyniþjón- ustunnar á misheppnaðri tilraun til að sprengja upp þotu frá ísra- elska flugfélaginu El-Al í London í vor. Em frönsk stjómvöld þá ekki að gera mistök með því að treysta um of á Sýrlendinga? Nánasta framtíð mun skera úr um það, því svo virðist sem Sýr- lendingar ættu að geta haft áhrif á þá, sem halda tveimur frönskum sjónvarpsmönnum. Hin spumingin, sem vaknar, er hvað Iranir muni gera. Líban- skir sítar halda íjórum frönskum gíslum. Einn þeirra virðist reynd- ar hafa verið tekinn af lífí eftir að bandarískar herflugvélar sprengdu upp bækistöð Gadhafi í Iibýu í vor. Munu íranir láta sér nægja að Frakkar endurgreiði þeim áðumefnda skuld eða munu þeir reyna að fá meira fyrir gíslana? Stuðningur Frakklands við írak í stríðinu við Persaflóann hefur lengi verið írönum þymir í augum. Gæti farið svo að íranir fæm fram á að Frakkar drægju eitthvað úr stuðningi sínum við írak? Vegna þessara spuminga em tilfinningar blendnar hér í Frakklandi eftir að Sontag og Coudari vom látnir lausir. Menn hafa áhyggjur af því að gíslatökur verði að venjulegri aðferð til að fá frönsk stjómvöld til að gera það sem farið er fram á, en viður- kenna samt að Chirac og stjóm hans hafa náð verulegum árangri. Að minnsta kosti er nú einhver von um að gíslamálið leysist í bráð. Ekki treysta blaðamönnum Chirac getur andað aðeins létt- ara nú því undanfamir dagar hafa verið honum erfíðir. Eins og kunn- ugt er átti hann viðtal við Amaud de Borchgrave nokkum, sem er ritstjóri bandaríska dagblaðsins Washington Times. Chirac hafði farið fram á að ummæli sín yrðu ekki birt orðrétt. Hann á einnig að hafa sagt (e.t.v. tók hann fram að það væri aðeins ætlað eyrum Borchgrave) að ísraelska leyni- þjónustan væri eitthvað viðriðin sprengjutilræðið í London. Chirac neitar staðfastlega að hafa sagt þetta, þó svo að Washington Tim- es hafí nú birt allt viðtalið, sem það tók við Chirac, og samkvæmt því virðist sem forsætisráðherr- ann hafí sagt þetta. Þessi ummæli hafa verið álitshnekkir fyrir Chirac, erlendis og innanlands. Nú getur hann að minnsta kosti sýnt að stefna sín ber einhvem árangur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.