Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 * Tannlæknafélag Islands: Athugasemdir við þingsályktunartillögn Til Jóhönnu Sigurðardóttur o g meðflutningsmanna Vegna umflöllunar fjölmiðla á tillögunni um endurskipulagningu á tannlæknaþjónustu vill stjóm Tann- læknafélag íslands taka fram eftirfarandi: í greinargerð með tillögunni kemur fram að heildarkostnaður við tannlækningar tryggðra sjúklinga árið 1985 var 373.083.033 kr. Flutningsmenn ganga út frá því að vinna við tryggða sjúklinga sé 10—15% allra tannlæknisverka. En samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni eru tryggðir sjúklingar 39,7% af þjóðinni. Þá hafa verið gerðar rannsóknir á öðrum Norður- iöndtmum, sem sýna að í eldri „Stjórn TFÍ telur alla umfjöllun flutning’s- manna um 11 millj. kr. meðalárstekjur hreinan atvinnuróg og vísar því til föðurhúsanna.“ aldurshópum sækja aðeins 55% þjónustu tannlækna, regluiega, og má ætla að hlutfaliið sé ekki betra hér á landi. í ljósi þessa má því áætla að hlut- ur tiyggðra sjúklinga sé á mill 50 og 60% tannlæknisverka. Séu þess- ar forsendur lagðar til grundvaliar, breytast tölur vemlega. Ef varlega er áætlað og gengið út frá því að vinna við tryggða sé 50%, þá má reikna með að heildarkostnaður við tannlækningar árið 1985 hafi num- ið 746 millónum króna, sem skiptast niður á 196 starfandi tannlækna, 3,8 milljónir á hvem tannlækni. Skv. útreikningi á rekstrarkostnaði tannlæknastofu, sem gjaldskrá TFÍ 1. september 1985 gmndvallast á, þá er skipting milii kostnaðarhluta og launahluta eftirfarandi: Kostnaðarhluti 1.213.431 kr.eða 56,72% Launahluti 925.141 kr.eða 43,28%. Til samanburðar skal bent á eftir- farandi tölur frá skólatannlækning- um Reykjavíkurborgar árið 1985. Kostnaður í heild nam 35.932.072 kr. (húsaleiga, ræsting, rafmagn og hiti ekki innifalið). Þar af vom laun tannlækna 19.135.208 kr. og meðalárslaun miðað við 50% vinnu 708.711 kr. Tekið skal fram að skólatannlæknar fá greitt eftir launalið gjaldskrár TFI og hér er um verktakalaun að ræða, því í þessum launum em innifalin lífeyr- isgjöld, orlof, veikindi o.fl. Þá skal þess og getið að hjá skólatannlækn- um Reykj avíkurborgar er allur stofutími tannlæknis nýttur, þar sem bömin em á staðnum. Ef kafað er aðeins dýpra í málið og fengnar era frekari upplýsingar frá TR (Jóhanna Sigurðanlóttir sit- ur í tryggingaráði) og staðreynda leitað annars staðar en í grein Helga V. Jónssonar í Morgunblað- inu (23. sept sl.), þá kemur eftirfar- andi í ljós. Árið 1985 var af hálfu hins opinbera varið 44 millj. kr. til tannréttinga og hlutur einstakling- anna var önnur eins upphæð. Ef þessi þáttur tannlæknisþjónustunn- ar er undanskilinn þá deilast 285 milij. kr. á 185 tannlækna, eða 1,5 millj. kr. vegna tryggðra sjúklinga. Þetta þýðir að meðaltali 3 millj. kr. heildarveltu á hvem tannlækni eða 1,3 millj. kr. í tekjur. Stjóm TFI telur alla umflöllun flutningsmanna um 11 millj. kr. meðalárstekjur hreinan 'atvinnuróg og vísar því til föðurhúsanna. Stjómin lýsir ábyrgð á hendur þeim þingmönnum, sem haga vinnubrögðum sínum eins og fram kemur í áðumefndu þingskjali. Gera verður kröfur til þess að mál séu ekki lögð fram á Alþingi, sem byggja á jafn ótraustum heimildum, þess þá heldur þegar haldbetri upp- lýsingar em innan seilingar. SPARILÁN Hjónin Aðalheiður Tómasdóttir og Ingvar Agnarsson. „Draumar og æðri handleiðsla" - Reynsla frú Aðalheiðar Tómasdóttur, skrásett af eiginmanni hennar Ingvari Agnarssyni UT ER komin hjá bókaútgáfunni Dyngjunni bókin „Draumar og æðri handleiðsla", sem hefur að geyma reynslu frú Aðalheiðar Tómasdóttur, húsfreyju í Kópa- vogi, frá Bakkabúð i Fróðár- hreppi, Snæfellsnesi. Eigin- maður hennar, Ingvar Agnarsson, forstjóri í Reykjavík, frá Steinstúni í Víkursveit, Strandasýslu, skrásetti reynslu hennar. Sagnimar i bókinni em ritaðar á löngum tfma, segir Ingvar m.a. í Iok bókarinnar, og flestar þannig fram settar að þær geta staðið sem sjálfstæð eining. „Ég hef haft mikla ánægju af ritun þessara sagna, í nánu sambandi og samstarfi við konu mína, Aðalheiði Tómasdóttur. Eftir því sem árin hafa liðið, hefur henni fundist, sem ekki væri til þess ætiast af þeim, sem yfír okkur vaka, að láta þær hverfa og gleym- ast með öllu, heldur að gefa öðmm nokkra hlutdeild í þessari reynslu með sér.“ Helgi Vigfússon, forstöðumaður Dyngjunnar, segir á bókarkápu: Eftir 23 ára reynslu sem sitjari hjá Hafsteini Bjömssjmi, miðli, veit ég að sambýli okkar við ósýnilegan heim er furðu náið. Guð hefur tengt saman veraldimar, bömin í ólíkum heimum með miklu sterkari böndum en við getum gert okkur í hugar- lund.“ Hátt lán eftir skamman tíma Ef þú ætlar að standa í stórræðum eftir nokkra mánuði skaltu byrja strax að leggja inn á Sparilánsreikning í Landsbankanum. Sparnaðurinn leiðir sjálfkrafa til iántöku og þannig færðu verulega fjárhæð til umráða á fáeinum mánuðum. Lánið nemur allt að tvöfaldri sparnaðarupphæðinni og endurgreiðslutíminn er allt að helmingi lengri en sparnaðartíminn. Einfalt mál, örugg ávöxtun Þú kemur og stofnar reikning, ákveður mánaðarlega sparnaðar- upphæð og hversu lengi þú ætlar að spara. Þú færð hærri ávöxtun en á bankabók og þegar sparnaðinum lýkur færðu lánið fyrirhafnarlaust. Sparilán Landsbankans. Lán þeirra sem hugsa fram í tímann. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna inn, tveir, þrír hillukerfíð á jafnt heima í stofunni, svefherberg- inu, skrifstofunni, á ganginum, í barnaher- berginu, borðstofunni og forstofunni. Og það er auðvelt að breyta. Litirnirog samsetningar- f inn Tveir Prir jHE geta spannað allt frá formfestu og virðuleika upp í glannalegan poppstíl. Einn, tveir, þrír verður aldrei úrelt. Þú flytur hillur, skiptir þeim eða sam- einar og gefur ferskan blæ með nýrri litasamsetningu. Þú byggir skilveggi og raðar fyrir horn því bakið er fullfrágengið. Ein, tvær eða þrjár hæðir; svart, hvítt, beyki eða litir; hillur, hurðir eða skúffur; margar eða fáar einingar. Úrvals hönnun og framleiðsla. Ódýrt. Þetta er Einn, tveir, þrír. Sýning sunnudag frá kl. 14 til 17 á Laugavegi 13. HÖNNUN É • GÆÐI • ÞJÓNUSTA KRISUÁN SIGGEIRSSON Verksmiðjan Hesthálsi 2-Æ. sfmi 91-672110 Verslun Laugavegi 13. sfmi 25870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.