Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Sálumessa Mozarts 23. nóvember: Fyrstu tónleikar í Hallgrímskirkju MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju efnir sunnudaginn 23. nóvember nk. kl. 17.00 til fyrstu tónleika í HaUgrímskirkju eftir vígslu hennar. Þá flytur Mótettukór Hallgrímskirkju sálumessu, „Requiem" KV 626, eftir Wolf- gang Amadeus Mozart með einsöngvurum og hljómsveit und- ir stjórn Harðar Áskelssonar, söngstjóra Hallgrímskirkju. Ein- söngvarar verða Sigríður Gröndal, Sigríður Ella Magnús- dóttir, Garðar Cortes og Kristinn Sigmundsson og konsertmeistari 30 manna kammerhljómsveitar verður Szymon Kuran. Sigríður Gröndal kemur til liðs við kórinn frá HoIIandi, þar sem hún stund- ar nú nám og Sigríður Ella kemur frá Lundúnum, þar sem hún söng nýlega í óperunni „Othello" eftir Rossini og hlaut lofsamlega gagnrýni fyrir. í tónleikaskránni skrifar Hörður Áskelsson, söngstjóri, um hljóm- burð í Hallgrímskirkju og segir „Snemma í byggingarsögu Hall- grímskirkju varð mönnum ljóst, að kirkjan gæti orðið hin ákjósanleg- asta umgjörð um tónlist. Menn þekktu dæmi um afburða hljómburð í gotneskum kirkjum Evrópu. Marg- ir töldu að Hallgrímskirkja myndi bæta úr brýnni þörf fyrir tónlistar- hús í höfuðborginni og leysa m.a. Háskólabíó af hólmi. Síðar áttuðu menn sig á því, að þarfir kirkjutón- listar og annarrar tónlistar, hvað hljómburð snertir, eru ekki hinar sömu. í því ljósi, og einnig vegna þeirrar staðreyndar að brátt verður hafist handa um byggingu tónlist- arhúss, var fyrst og fremst tekið mið af þörfum kirkjutónlistar við lokahönnun Hallgrímskirkju. Þar er einkum átt við kórtónlist, orgel- tónlist, einsöng og safnaðarsöng. Talið er að slík tónlist njóti sín bet- ur við lengri eftirhljóm en almennt er talinn æskilegur t.d. fyrir sin- Sigríður Gröndal fóníska tónlist. Hins vegar eru nokkuð skiptar skoðanir um hvar ómtímamörkin eiga að liggja. Taka skal fram að ekki er hægt að stjóma algjörlega hver útkoman verður, þegar tónlistarhús eru byggð, eins og dæmin sanna. Hvemig stðu hönnuðir Hall- grímskirkju að þessum mikilvæga þætti byggingarinnar? Sérfræðing- ar í hljómburði voru ráðnir til að sjá um að allt yrði gert til að tryggja sem besta útkomu. Þeir ráðfærðu sig aftur við tónlistarmenn og orgel- smiði um hveiju stefna bæri að. Langur eftirhljómur með jafnri hljómdreifingu var ósk þeirra síðastnefndu á þeirri forsendu að til væru aðferðir við að stytta eftir- hljóminn eftirá, en síður að lengja hann. Því var lögð áhersla á að innfletir kirkjunnar hefðu hart yfir- borð, sem dregur ekki í sig hátíðni- hljóð, en hið mikla loftmagn, sem fyllir kirkjuna, veldur því að þau Sigríður Ella Magnúsdóttír berast ekki jafnvel og önnur. Eftir miklar bollaleggingar og prófanir var valin ákveðin tegund pússning- ar, acrylbundin múrhúðun, sem hingað til hefur einungis verið not- uð til múrhúðunar utanhúss. Áferð og litur húðunarinnar var valin með hliðsjón af óskum arkitekta. Til að forðast svonefndar standandi bylgj- ur, sem stafa af samsíða veggjum, voni útveggir kirkjunnar skásettir og yfirborð þeirra haft misþykkt. Settur var upp ísogandi veggur á mörkum tums og kirkjuskips, til að líkja eftir ísogi stóra orgelsins, sem ef til vill mun verða valinn þar staður. Yfir hliðargöngum í lofti er ófrágengið rými þar sem hægt er að koma fyrir ísogandi efnum, ef reynslan sýnir að eftirhljómurinn verði of langur. Þannig hefur verið vandað til hljómburðarhönnunar Hallgrímskirkju eins og best verður á kosið. Reynslan ein mun skera úr um hvemig til hefur tekist. Ekki Garðar Cortes verður unnt að kveða neina dóma um það, fyrr en margháttuð reynsla af tónlistarflutningi liggur fyrir og nákvæmar mælingar hafa verið gerðar. Fyrstu tónleikar í Hall- grímskirkju, flutningur á Sálu- messu eftir Wolfgang Amadeus Mozart, er eitt skref í þá átt. Hér skal þess og getið, að mjög langur eftirhljómur getur reynst erfiður fyrir hið talaða orð. Ekki hefur enn verið fundin lausn á því vandamáli sem langur eftirhljómur í Hallgrímskirkju hefur í för með sér hvað þetta snertir. Álitið er að finna megi talkerfi, sem tryggir að talað mál berist til allra, hvar sem þeir sitja í kirkjunni. Unnið er að þessu máli af kappi, svo brátt verði jafnræði með söng og tali í Hall- grímskirkju. Verkfræðistofan Önn í Reykjavík sá um hljómburðarhönnun kirkj- unnar.“ Kristínn Sigmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.