Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986
35
Rit um trygg-
ingar ein-
staklinga
SAMBAND íslenskra trygginga-
félaga hefur gefið út bækling,
sem ber heitið Tryggingarmál-
efni einstaklinga og heimila.
Höfundur ritsins er Sigmar Ár-
mannsson, lögfræðingur, en
hann er framkvæmdastjóri Sam-
bands islenskra tryggingaf élaga.
í bæklingnum er í upphafi laus-
lega vikið að almannatryggingum
og iífeyrissjóðum. Þá er fjallað um
vátryggingarfélög og skýrð helstu
hugtök, sem koma fyrir í vátrygg-
ingarskilmálum þeirra og í vátrygg-
ingarmáli almennt. Gerð er grein
fyrir helstu vátryggingum, sem
varða almenning og sóttar verða
til vátryggingarfélaga. Er þar í
fyrsta lagi fjallað um tryggingar á
lífi og heilsu manna, í annan stað
um tryggingar vegna eigna og í
þriðja lagi um ábyrgðartryggingar.
Lokakafii ritsins Qallar um ágrein-
ing milli vátryggingarfélags og
vátryggingartaka eða annars, sem
krefjast vill tryggingarfjár, og úr-
ræði í því sambandi.
Ný plata með Kór
V í ðistaðasóknar
ÚT er komin hljómplata með söng
Kórs Víðistaðasóknar í Hafnar-
firði. Á plötunni eru alls 22 lög,
Á annarri hliðinni eru ellefu verald-
leg lög sem flest eru velþekkt svo sem
Abba labba lá, Litla Stína, Enn syng-
ur vomóttin og fleiri. Á hinni hliðinni
eru ellefu jólalög, sem einnig eru flest
kunnugleg en fæst þeirra hafa áður
heyrst með íslenskum texta. Flestir
textanna eru eftir Ingólf Jónsson frá
Prestsbakka.
Upptakan fór fram í Öldutúnskóla
í Hafnarfirði í júní siðastliðinn. Halld-
ór Víkingsson annaðist upptökuna
og var tekið upp með stafrænni tækni
(digital). Gunnlaugur Stefán Gíslason
hannaði plötuumslagið. Stjómandi
Kórs Víðistaðasóknar er Kristín J6-
hannesdóttir. Ágóði af sölu plötunnar
rennur í orgelsjóð Viðistaðakirkju.
Terry Cooper
Jenner Roth
Islenski Gestalt-
skólinn heldur
hj ónanámskeið
HJÓNANÁMSKEIÐ verður hald-
ið dagana 22. og 23. nóvember á
vegum íslenska Gestaltskólans
og ber það yfirskriftina „Að vera
saman“. Leiðbeinendur verða
hjónin Terry Cooper og Jenner
Roth. Tilgangur námskeiðsins er
að skapa það jákvæða andrúms-
Ioft sem gerir okkur kleift að
ná því takmarki að vera við sjálf
með öðrum, segir í fréttatilkynn-
ingu um námskeiðið.
Þau Cooper og Roth starfrækja
meðferðarmiðstöðina „Spectrum" í
London. Þau hafa bæði langa
re^mslu og þjálfun sem leiðbeinend-
ur í mannúðarsálfræði og sálgrein-
ingu. Roth var meðal frumkvöðla í
að kjmna og stunda mannúðarsál-
fræðiaðferðir í Evrópu og hefur
starfað í Amsterdam og rekið þar
meðferðarmiðstöð. Cooper hefur 16
ára reynslu í slíkri meðferð einnig
og hefur m.a. komið til íslands
reglulega undanfarin Qögur ár og
haldið Gestalt-námskeið.
Þátttaka tilkynnist í síma 18795.
Herrakvöld Fáks í Þórscafé
HERRAKVOLD hestamannafé-
lagsins Fáks verður haldið í
veitingahúsinu Þórscafé í kvöld,
föstudagskvöld.
Kvöldið hefst með borðhaldi en
húsið verður opnað klukkan 19.00.
Þeir sem mæta fyrir klukkan 20.00
eiga von á óvæntum glaðningi.
Undir borðum verður glens og grín
sem Fáksfélagar annast sjálfir auk
þess sem hinn landskunni skemmti-
kraftur Ómar Ragnarsson skemmt-
ir ásamt undirleikara sfnum Hauki
Heiðar. Að loknu borðhaldi verður
húsið opnað fyrir aðra gesti og
dans stiginn fram eftir nóttu við
undirleik hljómsveitarinnar Santos.
(Fréttatilkynning.)
Suðurnes:
Fjárfestinga-
félagið Athöfn
stofnað í dag
Grindavfk.
í DAG verður haldinn stofnfundur
fjárfestingafélagsins Athöfn hf. i
félagsheimilinu Festi, Grindavík,
kl. 14.00.
Að sögn Einars S. Guðjónssonar,
sem unnið hefur að stofnun félagsins
og að undirbúningi byggingar heilsu-
stöðvar í Svartsengi, hafa verið mjög'
jákvæðar og málefnalegar undirtektir
fyrir félaginu. Nú þegar hafa safnast
loforð fyrir hlutafé að upphæð rúmar
þijár milljónir króna, en ráðgert er
að hlutafé félagsins verði allt að 15
milljónir kr. til að byija með.
Kr.Ben.
Bókaútsala bókaforlaga
við Þingholtsstræti
Basar Kvenfélags
Hallgrímskirkju
Á MORGUN, laugardag, kl. 15.00 opnar Kvenfélag Hallgrimskirkju
basar í Safnaðarheimili kirkjunnar. Basarinn er árlega einn helsti
máttarstólpinn í fjáröflun þessa féiags, sem stofnað var fyrir 45
árum til að slá skjaldborg um Hallgrímskirkju og hlúa að henni,
fegra og prýða. Og það hafa þær svo sannrlega gert, konumar.
Fyrir vígslu Hallgrímskirkju gáfu
þær 300 stóla í kirkjuna og tvo
forkunnarfagra altarisdúka, sem
listakonan Sigríður Jóhannsdóttir
óf, og maður hennar, Leifur Breið-
§örð, myndlistarmaður, teiknaði.
Hátíðardúkurinn, sem væntanlegur
er fyrir jólin, er ofínn með versum
úr Passíusálmunum. Á basamum
er margt eigulegra muna, þar á
meðal mikil handavinna, sem kon-
umar hafa sjálfar unnið á umliðnu
ári. Einnig verða þar til sýnis og
sölu minjagripir, sem Kvenfélagið
mun hafa framvegis til sölu í kirlcj-
unni. í tilefni vígsluhátíðarinnar lét
kvenfélagið gera ákaflega fallega
silfurskeið með mynd kirkjunnar,
einnig er á boðstólum lítið likan af
kirkjunni, svo og veggmyndir. Allt
em þetta hinir eigulegustu munir
og einkar vel fallnir til tækifæris-
gjafa. Allir unnendur Hallgríms-
kirkju eru hvattir til að koma á
basarinn, gera góð kaup og styrkja
félagið í starfi þess fyrir Hallgríms-
kirkju.
Karl Sigurbjörnsson.
Basar Dómkírkju-
kvenna í Casa Nova
ARLEGUR basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður á
morgun, laugardag, í Casa Nova við Menntaskólann í Reykjavik og
hefst kl. 14.00.
Þær kirkjunefndarkonur hafa að
venju unnið vel, enda hafa þær lagt
Dómkirkjunni dýrmætt lið undan-
farin 56 ár. Þær hafa einnig oft
rétt hjálparhönd út fyrir kirkju-
veggina til hjálpar hinum minnstu
bræðmm samfélagsins. Þannig hef-
ur heimilið f Skálatúni verið styrkt
árlega og fleiri líknarmál hafa
hlotið stuðning.
Nú er m.a. verið að gera átak
til að ljúka greiðslu skuida vegna
orgelkaupanna og viðgerðarinnar á
kirkjunni á sl. ári, en félagskonur
horfa líka til framtíðar. Öllum er
ljóst, að Dómkirkjan verður að eign-
ast safnaðarheimiii, til að geta sinnt
betur en nú er unnt, bæði starfi
fyrir aldraða og æskulýðsstarfi.
Þeir, sem koma á basarinn á
morgun, leggja þessum málum lið.
Þar verður margt góðra muna.
Töluvert er af jólaföndri, einnig
pijónles og fatnaður. Þá em blóma-
greinamar vinsælu á sínum stað
að ógleymdum jólabakstrinum og
þó nokkm af sælgæti.
Dómkirkjubasarinn er þekktur
fyrir sanngjamt verð, og ég vil
hvetja fólk til að koma og gera
hagkvæm kaup, um leið og stutt
er að málefnum, sem skipta miklu
um framtíðarstarf Dómkirkjusafn-
aðarins.
Þórir Stephensen.
Jólakort Svalanna f ár var hannað af Sigríði Gyðu Sigurðardóttur
Jólakort Svalanna komið út
BÓKAÚTSALA verður hjá Hinu
islenska bókmenntafélagi næstu
daga f Þingholtsstræti 3,
Reykjavík. Hefst hún i dag,
föstudag.
í fréttatilkynningu segir, að til-
efnið sé 170 ára afmæli Bók-
menntafélagsins og bókaforlögun-
um, Menningarsjóði, ísafold og
Þjóðsögu, sem öll em við Þing-
holtsstræti, hafi verið boðin þátt-
taka í bókaútsölunni, og verða
bækur þeirra einnig til sölu í af-
greiðslu Bókmenntafélagsins.
Elstu ritin á bókaútsölunni em
frá árinu 1897 og þau yngstu ný-
leg. Meðal efnis em vandaðar
bamabækur, ævisögur, skáldsögur,
bækur um bókmenntir og listir,
fræðibækur og allmargir árgangar
tímarits Bókmenntafélagsins,
Skímis, og nokkur hefti úr Safni
til sögu íslands.
Verði útsölubókanna er mjög
stillt í hóf, eða frá kr. 50, enda á
allt að seljast.
Bókaútsalan i Þingholtsstræti 3
er opin sem hér segin Föstudag 14.
nóv. kl. 9.00 til 18.00, laugardag
15. nóv. kl. 9.00 til 16.00, sunnu-
dag 16. nóv. kl. 13.00 til 16.00.
JÓLAKORT Svalanna er komið
út og hefur ein félagskvenna,
Sigríður Gyða Sigurðardóttir,
hannað kortið. Kortin verða til
sölu í versluninni Svörtu pet-l-
unni, Skólavörðustig 3, og i
versluninni Ástund, Austurveri.
Svölumar em félag núverandi
og fyrrverandi flugfreyja. Markmið
félagsins er að afla fjár til styrktar
þeim, sem minna mega sín í þjóð-
félaginu og er jólakortasalan ein
aðalijárölfunarleið félagsins. Á
þessu ári munu Svölumar nota
söfnunarfé sitt til að styrkja Qölfot-
luð böm.
í október sl. veittu Svölumar tíu
einstaklingum námsstyrki til fram-
haldsnáms i kennslu og þjálfun
Qölfatlaðra bama. Einnig styrkja
Svölumar í ár stoftianir sem armast
fjölfötluð böm.