Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1986 Knattspyrna: Úrslit skólanna á morgun ÚRSLITALEIKURINN í fram- haldsskólamóti KSÍ í knatt- spymu fer fram á gervigras- inu f Laugardal á morgun og hefst klukkan 17. Lið Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Háskóla fslands leika til úrslita. FB vann MÍ á ísafirði 1:0 í undanúrslitum, en HÍ vann Taekniskólann 6:4 eftir framlengdan leik og víta- spyrnukeppni. Lið Háskólans er að mestu skipað leikmönnum úr 1. deild- arliðunum, en Fjölbrautaskól- inn í Breiðholti er meö blöndu úr 2.- og meistaraflokki hinna ýmsu félagá. Laugarvatns- hlaupið HID árlega Laugarvatnshlaup fer fram á morgun og hefst klukkan 14 við fþróttahusið að Laugarvatni. Hlaupið verður í þremur flokkum karla og kvenna og er keppnin öllum opin, en Laugarvatnshlaupiö er í stiga- keppni víðavangshlaupa FRÍ. Reykjavíkur- mót fatlaðra Reykjavíkurmót fatlaðra held- ur áfram um helgina og verður keppt f dag, á morgun og á sunnudag, en þá lýkur mótinu. Keppt verður í sundi, borð- tennis, boccia, bogfimi og lyftingum. Golfskóli Þorvaldar Golfskóli Þorvaldar Ásgeirs- sonar tekur aftur til starfa laugardaginn 15. nóvember. Þorvaldur kennir þar galdur golffþrottarinnar og fer kennslan fram f Ásgarði f Garðabæ. Kennslan er bæði fyrir byrj- endur og lengra komna í íþróttinni og fá nemendur ókeypis afnot af kylfum og öðru því sem til þarf í golfið. Nánari upplýsingar eru í síma 34390 hjá Þorvaldi Ásgeirs- syni. Ársþing FSÍ ÁRSÞING Fimleikasambands íslands verður haldið nú um helgina f íþróttamiðstöðinni f Laugardal og hefst þingið f dag klukkan 18.30 og verður sfðan fram haldið á morgun klukkan 11 árdegis. Árshátíð fimleikafólks er síðan áformuð annað kvöld í Kiwanissalnum í Brautarholti 26 og hefst hún klukkan 20. Stenmarktilbúinn íslaginn SÆNSKI skfðakappinn Ingemar Stenmark, sem verður 31 árs f mars og hefur fimm sinum orðið heimsmeistari, sagði að næsta keppnistfmabil gæti orðið hans sfðasta f heimsbikarkeppninni. „Ég er í mjög góðri æfingu og er tilbúinn í slaginn í vetur og mun Borðtennis: Hilmar sigraði HILMAR Konráðsson, Víkingi, sigraði í meistaraflokki karla á þriðja punktamóti vetrarins f borðtennis, sem fram fór fyrir skömmu f Laugardalshöll. Hilmar vann félaga sinn úr Víkingi, Kristján Jónasson, í úrslit- um 22:20 og 22:20. Kristján sigraði í fyrri punktamótunum. Jóhannes Hauksson, KR, og Vignir Krist- mundsson, Erninum, urðu í 3.-4. sæti. í 1. flokki karla vann Davíð Páls- son, Erninum, Pétur Stephensen, Víkingi, 21:13 og 21:18 í keppni um 1. sætið, en Hjálmar Aðal- steinsson, KR, og Emil Pálsson, Erninum, höfnuðu í 3.-4. sæti. Árni Geir Arnbjörnsson, Stjörn- unni, og Sigurður Herlufsson, Víkingi, háöu harða baráttu um sigurinn í 2. flokki, en úrslit urðu 11:21, 21:19 og 21:14 Árna Geir í hag. Björn Guðmundsson og Sveinn Pálmason, báðir úr Stjörn- unni, höfnuðu í 3.-4. sæti. í meistaraflokki kvenna sigraði Ásta Urbancic, Erninum. Elísabet Ólafsdóttir, KR, hafnaði í 2. sæti og Anna Sigurbjörnsdóttir, Stjörn- unni í því þriðja. Lilja Benónýsdóttir, Þórunn Marinósdóttir og Anna Þórðar- dóttir, allar úr UMSB, töpuðu einum leik hver, en Liija sigraði á stigum. síðan sjá til eftir það," sagði Ingemar Stenmark, sem á að baki 83 sigra í heimsbikarmótum, eða fleiri en nokkur annar skíöamaður. Hann hefur verið í fremstu röð í 12 ár, allt frá árinu 1974. Hann sagðist enn geta unnið sigur í sínum uppáhalds greinum, svigi og þá sérstaklega stórsvigi. En hann keppir ekki í bruni og risa- stórsvigi. „Fyrir tveimur árum gekk mér mjög vel á æfingum en illa í keppni og vann þá ekkert heimsbikarmót. Á síðasta ári gekk aftur betur hjá mér og er sigurinn í stórsviginu í La Villa í fyrra einn sá mikilvæg- asti sem ég hef unnið á ferlinum. Að sigra eftir slakt tímabil gefur manni meira en að vinna alltaf, “ sagði hann. Stenmark sagði að hann ætti ekki mikla möguleika á aö vinna heimsbikarinn samanlagt, þar sem hann keppti ekki í bruni og risa- stórsvigi. „Reglurnar eru þannig að maður verður helst að keppa í öllum greinunum til að eiga mögu- leika. Eg tel Marc Girardelli frá Luxemborg og Pirmin Zurbriggen frá Sviss, sigurstranglegasta í vetur." Stenmark, sem vann tvenn gull- verðlaun á Olympíuleikunum 1980, sagðist stefna á að vera með á næsta heimsmeistaramóti sem fram fer í Crans Montana í Sviss í febrúar á næsta ári. Heimsbikarkeppnin í alpagrein- um hófst með tveimur brunmótum í Argentínu í ágúst og verður framhaldið Sestriere á Italíu 29. nóvember. Jóhannes sigraði í hnokkaf lokki VETRARMÓT unglinga f badmin- ton var haldið helgina 1. og 2. nóvember f húsi TBR við Gnoðar- Morgunblaðið/Júllus Sigurjónsson vog. Komu keppendur frá sex félögum til leiks, TBR, ÍA, Vfkingi, KR, UMSB og UFHÖ. Spilaðir voru um 140 ieikir f allt og var þátttaka sérstaklega mikil í yngstu flokkunum eða um 50 f hnokka- og tátuflokkum. Ljóst er að framgangur í fþróttinni er mik- III og eru fólög eins og Víkingur, UFHÖ og UMSB að koma sér upp hópi af mjög frambærilegu keppnisfólki. Úrslit voru sem hár segir: Hnokkaflokkur- Einliðaleik vann Jóhannes Snorrason UFHÖ, hann vann Þóri Kjartansson UFHÖ 12-10 og 11-8. í tvíliðaleik unnu þeir tveir, Jóhannes og Þórir, þá Skúla Sigurðsson og Njörö Lud- vigsson TBR 15-7 og 15-5. Tátuflokkur- Þar vann Drífa Harðardóttir ÍA Guðlaugu Júlíus- dóttur TBR, 11-4, 10-12 og 12-11. í tvíliöaleik unnu þær Brynja Steinsen og Guðlaug Júlíus- dóttir TBR þær Valdísi og Svandísi Jónsdætur Víkingi, 9-15, 15-9 og 15-5. ( tvenndarleik unnu Valdís Jónsdóttir og Tómas Garðarsson Víkingi þau Brynju Steinsen og skúla Sigurðsson TBR, 15-10, 6-15 og 15-7. Sveinaflokkur: Óli Björn Ziems- Keila: Náði 250 stigum • Ingvar Sveinsen, sem er á myndinni til vinstri, náði þeim frá- bæra árangri f keilu fyrir skömmu að hljóta 250 stig af 300 möguleg- um. Besti árangur, sem náðst hefur á íslandi, er 258 stig, en Ingvar er aðeins 16 ára og hefur æft fþróttina tvisvar f viku í eitt ár. en vann félaga sinn úr TBR Gunnar Petersen, 11 -0 og 11-0. í tvíliða- leik unnu þeir félgar Sigurjón Þórhallsson og Halldór Viktorsson TBR, 15-7 og 15-2. Meyjaflokkur: Anna Steinsen TBR vann Áslaugu Jónsdóttur úr sama félagi, 4-11, 11-5 og ,11-9. í tvíliðaleik unnu Anna og Áslaug þær Ragnheiði Ragnarsdóttur og Sigríði Bjarnadóttur UMSB, 15-3 og 15-9. ( tvenndarleik unnu Óli Björn og Anna þau Áslaugu og Gunnar, 15-7 og 15-3. Drengjaflokkur: Jón Pétur Ziem- sen TBR vann Skúla Þórðarson TBR, 15-1 og 15-4. í tvíliðaleik sigruðu þeir saman þá Viðar Gísla- son og Andra Stefánsson Víkingi, 15-4 og 15-2. Telpnaflokkur: í einliðaleik vann Sigríður Geirsdóttir UMSB Heidi Johansen UMSB, 11-5 og 12-10. í tvíliðaleik unnu þær tvær Sigur- björgu Skarphéðinsdóttur og Jóhönnu Snorradóttur UFHÖ, 15-10 og 15-1. [ tvenndarleik unnu Jón Ziemsen og Sigrún Er- lendsdóttir TBR þau Kolbrúnu Sævarsdóttur og Skúla Þórðarson TBR, 15-2 og 15-5. Piltaflokkur: í einliðaleik vann Gunnar Björgvinsson TBR Sigurð Harðarson ÍA, 15-4, 14—15 og 17- 14. í tvíliðaleik sigruðu Sigurð- ur Harðarson og Karl Viðarsson ÍA Gunnar Björgvinsson TBR og Hrafnkel Björnsson UFHÖ, 15-4 og 15-3. Stúlknaflokkur: Þar vann Ása Pálsdóttir TBR Birnu Petersen úr sama félagi, 11-2 og 11-5. í tvíliðaleik unnu Ása Pálsdóttir og Ásdís Þórisdóttir TBR þær Birnu Petersen og Guðbjörgu Guölaugs- dóttur TBR, 15-3, 16-17 og 15-10. í tvenndarleik unnu Gunnar og Ása TBR þau Guðrúnu Gíslad- óttur og sigurð Harðarson ÍA, 18- 17 og 15-7. • Ingemar Stenmark er ókrýndur konungur alpagreinanna og verður með f heimsbikarkeppninni f vetur. Stenmark hefur 83 sigra að baki f heimsbikarmótum og getur enginn annar skfðamaður státað af slfkum árangri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.