Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 26.11.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Jón eða séra Jón eftir Ragnar Kjartansson í Helgarpóstinum í síðustu viku eru Helenu Albertsdóttur Guð- mundssonar gerð sérstök skil með hefðbundnum smekklegheitum þess blaðs. Er henni gefíð að sök að hafa fengið verulegan afslátt hjá Haf- skip hf. af búslóðarflutningum ijölskyldu sinnar til Banda- ríkjanna. Nú er það rétt að oft kom fyr- ir að ýmsir aðilar fengu búslóðir og bíla flutta á milli landa á lág- marksverði, þannig að í það minnsta hefði útgerðin ekki bein útgjöld af flutningunum. Er þetta landlægt og mun ekkert síður tíðkað hjá öðrum skipafélögum en Hafskip hf., forðum, enda ásókn hörð og á stundum óvægin. Þar sem þetta tiltekna atriði hefur hvergi komið fram áður, hvorki tengt umfjöliun fjölmiðla né eðliiega ekki rannsókn hins svokallaða Hafskipsmáls, aflaði undirritaður sér upplýsinga hjá fyrrverandi starfsmönnum mark- aðsdeildar félagsins og forstjóra þess. Þeir könnuðust við að Þor- valdur Mawby, eiginmaður Helenu Aibertsdóttur, hefði samið um búslóðarflutninga með félag- inu, þó þannig að Hafskip hf. bar ekki beinan útlagðan kostnað vegna flutninganna. Var þetta réttlætt með því að Þorvaldur Mawby hefði í gegnum árin beint miklum viðskiptum til félagsins. Það sem vakti ekki síður at- hygli undirritaðs er að sömu fýrrverandi starfsmenn Hafskips hf. upplýstu að Ingólfur Margeirs- son, ritstjóri Helgarpóstsins, hefði tvívegis notið hliðstæðrar fýrir- greiðslu hjá félaginu. 1. Á árinu 1983 flutti hann bú- slóð milli landa án greiðslu flutn- ingsgjalda. 2. A árinu 1984 flutti hann bif- reið milli landa án greiðslu flutn- ingsgjalda. Ætla má að framreiknuð gjöld vegna þessara flutninga gætu numið kr. 70—100.000, miðað við leyfða flutningstaxta. Ég hefí enga frambærilega skýringu fengið á því af hveiju Ingólfur, ritstjóri Helgarpóstsins, naut þessarar niðurfellingar á flutningsgjöldum hjá Hafskip hf., og læt það útaf fyrir sig í léttu rúmi liggja, nema vegna þess að nú gerir blað hans, Helgarpóstur- inn, aðför að saklausu fólki vegna sambærilegs máls, sem þó var rökstutt hjá félaginu. Er slík tvö- feldni vægast sagt ógeðfelld og sækir reyndar að sú hugsun, að margir þeir sem njóta athygli Helgarpóstsins séu sem gíslar í höndum hefndarverkamanna. Njörður P. Njarðvík skrifar at- hyglisverða grein í síðasta helgar- blað íjóðviljans undir fýrirsögn- inni „Lýst eftir afruglara". Hann fjallar þar m.a. um af- þreyingariðnaðinn og stöðu fjölmiðlunar. Á einum stað segir hann: „Það þykir víst fínt nú á dögum að vera töff og harður í blaða- mennsku. I raun hefur það hvað eftir annað þýtt óvægnar og stundum beinlínis fólskulegar árásir á persónuhelgi manna sem hafa leitt til endalausra slúður- sagna meðal fólks sem virðist gleðjast ákaft yfir ógæfu annarra. Hér þarf að greina miklu meira á milii athafna manna, milli rétt- mætrar gagnrýni á spillingu og siðleysi, og persónuhelgi. Og leitt er til þess að vita, að svo virðist sem heilt blað þrífíst að töluverðu leyti á þjónustu við þennan ljóta þjóðarlöst okkar. En þá verður líka jafnframt að gæta að því, að slíkt segir sína sögu um lesendur blaðsins, ekki síður en um blaðið sjálft." Um málatilbúnað Helgarpósts- Ragnar Kjartansson ins fjalia ég ekki að öðru leyti að svo stöddu, en hvet þessa boðbera „heiðarleika" og „siðgæðis" að kynna sér mál „Extrabladet" í Danmörku og aðför þeirrar gulu pressu að Jan Bonde Nielsen, sem veitti Burmeister & Wain forstöðu í eina tíð. Ekki er útilokað að nokkurn lærdóm megi af því draga jafnvel þótt síðar verði. Höfundur er fyrrverandi stjórn- arformaður Hafskips hf. Alþýðuflokkurinn: Próflgör haldiðum næstuhelgi FRAMBOÐSFRESTUR vegna prófkjörs Alþýðu- flokksins í Reykjavík til að velja menn í fjögur efstu sæti á framboðslista flokksins við næstu þingkosningar rann út 19. nóvember. I þijú efstu sæti listans bár- ust þessi framboð: í 1. sæti Jón Sigurðsson hagfræðingur, í 2. sæti Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, í 3. sæti Jón Baldvin Hannibalsson alþingis- maður. í þessi sæti bárust ekki fleiri framboð og er því sjálfkjör- ið í þau. í fjórða sæti listans bárust þijú framboð. Frambjóðendur í fjórða sætið eru Björgvin Guð- mundsson viðskiptafræðingur, Jón Bragi Bjamason prófessor og Lára V. Júlíusdóttir lögfræð- ingur. Prófkjör um hver skipi fjórða sæti listans fer fram dagana 29. og 30. nóvember næstkomandi kl. 13—18 í Félagsmiðstöð jafn- aðarmanna á Hverfisgötu 8—10. Það er ekki alltaf hægt að hlaupa úr vinnunni til þess að greiða reikningana Enda ástæðulaust þegar hægt er að fara í Hraðbankann hvenær sem er sólarhringsins. Afgreiösiustaöir Hraðbankans eru á eftirtöldum stöðum: • Borgarspítalanum • Landsbankanum Breiðholti • Landsbankanum Akureyri • Landspítalanum • Búnaðarbankanum, aðalbanka • Búnaðarbankanum við Hlemm • Búnaðarbankanum Garðabæ • Sparisjóði Vélstjóra • Samvinnubankanum Háaleitisbraut • Útvegsbankanum Hafnartirði • Sparisjóði Keflavíkur • Sparisjóði Reykjavikur og nágrennis • Landsbankanum, aðalbanka. NOTAÐU SKYNSEMINA - NOTAÐU HRADBANKANN! og gerðu upp reikningana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.