Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 24

Morgunblaðið - 26.11.1986, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 Gorbachev á Indlandi: Gandhi fagnar komu „krossfara friðarins“ Nýju-Delhi, Reuter, AP. MIKHAIL S. GORBACHEV, leið- togi Sovétríkjanna, kom í gær til Indlands og mun hann dveljast þar næstu fjóra daga i boði Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands. Gandhi fagnaði komu Sovétleiðtogans og sagði hann vera „krossfara friðarins". Ekki voru allir jafnsáttir við komu Gorbachevs og handtóku lög- reglumenn 40 landflótta Afgani sem hugðust mótmæla innrás Sovétmanna í Afganistan. Gobachev kvaðst í gær vera kom- inn til Indlands til að treysta samband ríkjanna tveggja. Báðir leiðtogamir fluttu ávarp á flugvell- inum í Nýju-Delhi og lögðu þeir áherslu á samstöðu ríkjanna tveggja í gegnum tíðina. „Við fögn- ísrael: Herzog tilkynnir f ör til Þýskalands Tel Aviv, Reuter, AP. CHAIM Herzog, forseti ísraels, er nýkominn aftur úr ferð til Austur- landa fjær, sem kom af stað fjaðrafoki. f gær tilkynnti Herzog að hann hygðist fara í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands í apríl og má búast við því að sú för komi enn meiri deilum af stað. Láti Herzog verða af för sinni, verður hann fyrsti forseti Israels til að fara til Vestur-Þýskalands síðan samskipti komust á milli ríkjanna árið 1965. Talsmaður Herzogs, Ami Gluska, sagði í ísraelska útvarpinu að förin yrði farin „til minningar" um fóm- arlömb nasista og til þess að auka vitund manna um helför gyðinga, sem nú væri að falla í gleymsku. Herzog barðist gegn nasistum í heimsstyijöldinni síðari og átti einn- ig þátt í að bjarga gyðingum frá Þýskalandi. Tilkynningin vakti reiði meðal ýmissa málsmetandi ísraela, sem lifðu af ofsóknir nasista. „Ég trúi ekki mínum eigin eyr- um,“ sagði þingmaður Likud- bandalagsins, Eliahu Ben-Elissar, sem flúði frá Póllandi 1942. „Sú stund er enn ekki runnin upp. Ein- hvem tíma verður slík heimsókn tímabær, en ekki meðan þessi kyn- slóð lifir." um yður, herra aðalritari, sem krossfara friðarins," sagði Rajiv Gandhi. „Þér virðið hlutleysi okkar og við virðum friðarviðleitni yðar,“ sagði indverski forsætisráðherrann ennfremur. Að móttökuathöfninni lokinni hófust viðræður leiðtoganna og er talið að þær muni einkum snúast um afvopnunarmál og ör- yggi Asíuríkja. Þúsundir Indverja þyrptust út á götumar sem bílalest Gorbachevs ók um og var séð til þess að apar, betlarar og nautgripir héldu sig í hæfilegri Ijarlægð. Sovétríkin og Indland gerðu með sér vináttusáttmála árið 1971 og telja stjómir beggja ríkjanna sam- skipti þeirra mikilvæg. Þetta er í fysta skipti sem Mikhail S. Gorbac- hev kemur til Indlands en Rajiv Gandhi hefur fimm sinnum komið til Moskvu. Gorbachev mun ávarpa báðar deildir indverska þingsins á flmmtudag. Þá verða einnig undir- ritaðir samningar m.a. um efna- hagsaðstoð Sovétstjómarinnar sem renna mun til kola- og olíuiðnaðar Indveija. Norges Fiskarlag: Á æfingu Öryggisráðstafanir í sambandi við geimferðir hafa verið hertar mjög í Bandaríkjunum eftir að Challenger flaug sprakk rétt eftir að henni var skotið á loft frá Kanaveralhöfða 28. janúar sl. Þessi mynd er tekin á æfingu nýlega við Kennedy geimstöð- ina og eru geimfarar að bera særðan félaga sinn á öruggan stað eftir misheppnað geimskot. Austurríki: Fara fram á 1.500 millj. n. króna í ríkisstyrki Ósló, frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. Sljórnarmynd- un talin taka nokkrar vikur Vínarborg, AP, Reuter. KURT Waldheim, forseti Aust- urríkis, tók í gær á móti lausnar- beiðni rikisstjórnar landsins i kjölfar kosninganna sl. sunnu- dag. Stjómin mun sitja áfram þar til ný sljóm hefur verið Kairó: María mey læknar trúaða Kairó, AP. FJÖLDI kristinna Egyptar flyk- kist nú daglega til kirkju einnar í Kairó þar sem sagt er að Maria mey birtist trúuðum og lækni þá. Hinir trúuðu segjast hafa séð Maríu mey birtast í ljósgeisla á veggjum kirkjunnar, sem kennd er við heilagan Damiana. Snerti geisl- inn hina sjúku og lækni þá. Sýn þessi hefur birst síðan í marsmán- uði sl. og hefur prestur kirkjunnar skráð hjá sér nöfn þeirra er lækn- ast hafa. Yfirmenn Koptakirkjunn- ar, sem hefur innan sinna vébanda um 6 milljónir Egypta, hafa ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um málið. Aðstoðarmnaður Shenouda III, páfa, sem ekki hefur viljað tjá sig opinberlega um fyrirbæri þetta, sagði þó að páfinn tryði því að þama væri um kraftaverk að ræða. mynduð, en það er tahð geta tek- ið nokkrar vikur. Endanlegar niðurstöður kosning- anna eru þær, að Jafnaðarmenn fengu 80 þingsæti, Þjóðarflokkur- inn 77, Fijálslyndiflokkurinn 18 og Græningjar 8. Jafnaðarmenn hafa lýst því yfir, að þeir kjósi að mynda stjóm með Þjóðarflokknum, en leið- togi hans, Alois Mock, sagði í gær, að flokkur sinn vildi skoða alla möguleika sem fyrir hendi væru. Ef stóm flokkamir tveir mynda stjóm yrði það fyrsta stjóm þeirra síðan árið 1966. Vranitzky, forystu- maður Jafnaðarmanna ákvað að slíta samstarfi við Fijálslyndaflokk- inn eftir að Joerg Haider var kosinn formaður í september sl. og sagði hann á sunnudag, að hann hefði ekki getað hugsað sér að starfa með Haider í september og gæti það ekki frekar nú. Fijálslyndiflokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt í kosningunum á sunnu- daginn og sagði Haider að hann væri tilbúinn til samstarfs við báða stóru flokkanna, en hann væri sann- færður um að þeir hefðu þegar komist að ákveðnu samkomulagi. Ýmis teikn eru þó á lofti um, að áhugi sé innan Þjóðarflokksins á samstarfi við Frjálslyndaflokkinn, t.d. sagði Robert Graf, talsmaður flokksins í efnahagsmálum, af sér á mánudag þar sem hann sagðist aifarið á móti samstarfí við aðra flokka en Jafnaðarmannaflokkinn. Enginn flokkanna þriggja virðist hafa áhuga á samstarfí við nýja flokkinn á austurríska þinginu, Græningja. NORGES Fiskarlag (Sjómanna- samtök Noregs) kynnti í gær kröfur sínar um ríkisstyrki á blaðamannafundi í Ósló. Sam- kvæmt þeim fara samtökin fram á styrki að upphæð 1.481,6 millj- ónir norskra króna (um 8 millj- arða ísl. kr.). Á þessu ári var ríkisstyrkurinn 1.330 milljónir. Ekki hefur náðst samkomulag við stjórnvöld um það, hve há upphæðin verður að þessu sinni, en á fjárhagsáætlunum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 500 Islamabad, AP. ÖRY GGISS VEITIR í Kabúl handtóku í síðustu viku stuðn- ingsmenn Barbraks Karmal, fyrrum leiðtoga Kommúnista- flokks Afganistan, að því er vestrænir stjórnarerindrekar þar sögðu i gær. Virðist sem mennirnir hafi veríð handteknir tíl að fyrirbyggja að þeir gætu mótmælt því að Karmal var sett- ur af sem forseti „afganska byltingarráðsins". Einn heimildarmannanna, sem kom til Kabúl, höfuðborgar Afgan- istan í síðustu viku, kvaðst hafa séð sovéska og afganska hermenn með alvæpni víða um borgina auk skrið- dreka og brynvarðra bíla. Fréttir herma að 25 stuðningsmenn Bar- braks Karmal hafi verið handteknir á fimmtudaginn en þá var tilkynnt að hann hefði verið sviptur öllum embættum. Svo virðist sem ekki hafi verið um skipuleg mótmæli að ræða. í tilkynningu stjómarinnar í Kabúl sagði að Karmal hefði óskað eftir því að setjast í helgan stein sökum heilsubrests. í maí á þessu ári var Karmal settur af sem aðalritari afganska milljónum króna til styrkja í sjáv- arútvegi. Einar Hepsö, formaður Norges Fiskarlag, og Finn Bergesen, aðal- ritari samtakanna, kynntu kröfum- ar á blaðamannafundinum. Töldu þeir nauðsynlegt að veija 843,1 milljón króna (rúmlega 4,5 milljörð- um ísl. kr.) til verðbóta og lagfær- inga til handa þorskveiðiflotanum og þeim hluta flotans, sem veiðir skyldar fisktegundir. Jafnframt töldu þeir þörf á, að síldar- og hring- nótaflotinn fengi 638,5 milljónir kommúnistaflokksins. Almennt er talið að Sovétstjóminni hafi þótt framganga Karmals í stríðinu við frelsissveitir Afgana slæleg og því hafi honum verið hafnað. Karmal var gerður að aðalritara í deserpber árið 1979 skömmu eftir að Sovét- menn réðust inn í Afganistan. Gengi gjaldmiðla London, AP. B AND ARÍ KJ ADOLL ARI lækk- aði gagnvart helstu gjaldmiðium heims í gær. Gull hækkaði í verði. Dollarinn kostaði síðdegis í gær 163,9 japönskjen (164,20) íTókýó. Sterlingspundið kostaði 1,4215 dollara (1,4175) þegar gjaldeyri- sviðskiptum lauk í London. Gengi annarra helstu gjaldmiðla var á þann veg að dollarínn kost- aði: 1,9950 vestur-þýsk mörk (2,0212), 1,6650 svissneska franka (1,6918), 6,5350 franska franka (86,6135), 2,2545 hollensk gyllini (2,2830), 1.382,50 ítalskar iímr (1.399,50) og 1,38515 kanadíska dollara (1,38575). króna (tæplega 3,5 milljarða ísl. kr.). Kröfur Norges Fiskarlags um ríkisstyrki á þessu ári námu rúm- lega 2 milljörðum króna, og em kröfur þeirra fyrir næsta ár því um 30% lægri. Það skýrðu fulltrúar samtakanna með því, að hagur út- gerðarinnar hefði í vissum tilfellum batnað, útgerðarkostnaður lækkað og markaðs verð ýmissa fiskteg- unda farið hækkandi. Styrkjakerfið miðast nær ein- göngu við fiskverð til sjómanna og er tilgangur þess einkum tvenns konar: að koma í veg fyrir byggðar- öskun og tryggja sjómönnum sambærileg laun við iðnaðarmenn í landi, en þau em áætluð á næsta ári 134.600 krónur (um 726 þús. ísl. kr.) miðað við heilsárslaun. Samningaviðræður Norges Fisk- arlag við stjómvöld hafa staðið yfir í nokkum tíma og verður haldið áfram á næstunni. Nokkuð ber í milli varðandi kostnaðarútreikn- inga, sem aðilar hafa ekki getað komið sér saman um, hvemig haga skuli. Á fjárhagsáætlun norsku ríkis- stjómarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 500 milljónum króna til styrkja í sjávarútvegi. Reiknað er með aukinni hagkvæmni, hækkandi verði á þorskafurðum og vemlega vaxandi afla á næsta ári. Á hinn bóginn er verra útlit að því er varð- ar loðnuna, en loðnuveiðar í Barentshafí hafa bmgðist og ekki talið, að um þær verði að ræða á árinu, svo að nokkm nemi. Enn fremur em erfiðleikar í sölu og markaðssetningu á sfld. ERLENT Afganistan: Fylgismenn fyrrum leiðtoga handteknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.