Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.11.1986, Blaðsíða 46
46 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIS, MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986 og Marie, skutu þeir þau í bijóst- ið með haglabyssu. Eftir að hafa hirt um eitt hundrað Bandaríkja- dali (jafngildi um 4.000 ísl. króna) og viskíflösku af bamum gengu þeir út inn í bílinn. Sú ökuferð varð þó ekki löng, því að þeir óku bflnum inn um sýningarglugga bflasöiu. Þar veifuðu þeir haglar- anum framan í skelfda ræsti- tækna og rændu pallbfl. Eftir að hafa verið reknir út af vinkonu sinni vom þeir eltir af lögreglunni í tvígang og tókst að stöðva þá í seinna skiptið. Þeg- ar fjórir lögregluþjónar nálguðust þá með varúð sté Wentz út og fleygði blóði ötuðu fénu fyrir fæt- ur þeirra og sagði: „Þama hafið þið peningana". Við yfírheyrslur bar Wentz að Miller hefði verið sá sem skaut hjónin, en Miller segist ekkert muna. Framleiðslu Da//as-þáttanna hefur verið frestað í bili, en Patrick Duffy, sem leikur Bobby Ewing, flaug heim til Boulder um leið og fréttist af illvirkinu. Þar tók Joan systir hans á móti hon- um, en hún er lögregluvarðstjóri í Seattle. Enn sem komið er óvíst hvenær framleiðsla Da//as-þátt- ana hefst að nýju. Guðlaug Jónsdóttir, Stjama HoUywood. Drukku viskí með líkin fyrir framan si g - Óhugnanlegt morð á foreldrum Patricks Duffy sjó“, sagði yfírmaður þeirra hjá fyrirtækinu. Kenneth Miller ólst upp í Mont- ana og af góðu fólki kominn. í skóla var hanri miðlungsnemandi, en hann komst á sakaskrá fyrir ýmis minniháttar afbrot. Aldrei hafði þó neitt borið á kauða, enda ekki til forystu fallinn. í afskekktum sveitaþorpum Montana var Wentz hins vegar heimsmaður. Hann gerði gys að sveitamennsku þorpsbúanna og var tíðrætt um hið góða líf í Kali- fomíu, þar sem nóg var af sól og gjálífum stúlkum. Afrekaskráin fólst helst í því að hafa stolið bflum og verið í linnulausum eitur- lyfjarús. — Tveimur dögum fyrir illvirkið sagði Wentz samstarfs- mönnum: „Við Kenny ætlum að sýna ykkur hvemig á að skemmta sér. Við ætlum að mála bæinn rauðan". Kvöldið hjá félögunum hófst á því að þeir stálu Wolksvagen og óku svo á milli öldurhúsa sýslunn- ar þangað til þeir óku inn í smábæinn Boulder, sem í eru þrír barir og annálaður fyrir rólegheit. Skömmu eftir að þeir komu inn á bar Duffy-hjónanna, Terence Sljarna Hollywood krýnd Síðastliðið fímmtudagskvöld fór fram krýning Stjömu Holly- wood í veitingahúsinu Broadway. Samtals kepptu átta stúlkur um titilinn, enda til mikils að vinna. Sigurvegarinn skyldi fá nýja bifreið af gerðinni Lancia auk margs ann- ars. Þá vom allir keppendumir leystir út með gjöfum og fara þær m.a. saman til Ibiza næsta sumar í boði ferðaskrifstofunnar Pólaris. Margt fleira var til skemmtunar um kvöldið, Hollywood Models sýndu nýjustu vetrartískuna og Dansstúdíó Sóleyjar sýndi nýjan dans eftir Shirlene Blake. Það var átján ára námsmær við Menntaskólann, Guðlaug Jónsdótt- ir, sem hneppti hnossið, en Hólm- fríður Karlsdóttir, fyrrverandi Ungfrú heimur, krýndi hana. Ennfremur var kjörin sérstök Sólarstjama Pólaris, Svava Sigur- jónsdóttir. Ekki var krýningum þó enn lokið, því Guðríður Sverris- dóttir var kjörin „Hollywood Spes“. Það voru fleiri fegurðardísir en keppendur á svæðinu, þvi þama voru m.a. Sif Sigfúsdóttir, Þóra Þrastardóttir, fegurðardrottn- ing Reykjavíkur, Gígja Birgis- dóttir, fegurðardrottning íslands, og Hólmfríður Karls- dóttir. Dómnefndin, en i henni voru Ólafur Laufdal, Margrét Guðmunds- dóttir, fulltrúi Rögnu Sæmundsdóttur, sem er i Japan þessa dagana, Þórunn Gestsdóttir, ritstjóri Vikunnar, Karl Sigurhjartarson, frá ferðaskrifstofunni Pólaris, Sif Sigfúsdóttir, Ungfrú Skandinavía, og Baldvin Jónsson. Patrick Duffy við heimkomuna til Boulder. Eins og sagt var frá á þessum stað í gær, vildi Patrick Duffy þakka aðdáendum sínum um heim allan fyrir hlýhug sér sýndan, vegna morðsins á foreldrum hans. Morð þetta þykir mjög óhugnaleg vegna algers tilfínningaleysis morðingjanna, tveggja unglinga. Foreldrar Duffys, báðir á sjö- tugsaldri, vom skotnir til bana í smábænum Boulder í Montana, en þar ráku þeir vínstofu. Það sem morðingjamir höfðu upp úr krafs- inu vom u.þ.b. eitt hundrað Bandaríkjadali og flösku af ódým viskíi. Á meðan þau lágu í blóði sínu á gólfínu fengu morðingjam- ir sér í glas, endurhlóðu hagla- byssuna í rólegheitum og gengu sfðan út í hægðum sfnum með flöskuna. Um klukkustund síðar heim- sóttu þeir sameiginlega vinkonu sína og stærðu sig af ódæðinu. „Tveir liggja“, sagði Sean Wentz, stráklingur frá Washington-fylki, sem flækst hefur um Bandaríkin, en alltaf hrakist stað úr stað. Hann var enn ataður blóði for- eldra sjónvarpsstjömunnar. Félagi Wentz, hinn bamalegi Kenneth Miller, sýndi engin svip- brigði. Vinkona þeirra missti stjóm á sér og rak þá út, en hringdi í foreldra sína og sagði þeim frá þessari óhugnanlegu heimsókn. Þeir höfðu strax sam- band við lögregluna. Morðingjamir höfðu þekkst í fimm mánuði, eða allt frá því að Wentz kom til Boulder frá Kali- fomíu. Þeir kynnust í vinnu hjá ræst- ingafyrirtæki nokkm í Boulder. „Þeir dmkku mikið og slæptust. I sjálfu sér vom þeir ekki slæmir strákar, en þeir vom gersamlega stefnulaus reköld í lífsins ólgu- Morgunblaðið/Einar Falur Hinn föngulegi hópur í upphafi keppni: Svava Sigurjónsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Jónheiður Steindórssdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Guðrfður Sverrisdóttir, Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, Ingibjörg Kaldalóns og Björk Jakobsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.