Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 26.11.1986, Qupperneq 54
ALOHA-mótið á Spáni: SveitGR varðí sjötta sæti - og vakti mikla athygli fyr- ir glæsilegan klæðnað og prúðmannlega framkomu SVEIT Golfklúbbs Reykjavíkur hafnaði í sjötta sœti á ALOHA - mótlnu í golfi sem lauk á laugar- daginn á Spáni. Sveitin lák á 615 höggum sem er einu höggi betra en í fyrra þannig að menn geta verið ánœgðir með árangurinn. Sjötta sætið er frábær árangur jþrátt fyrir að menn hafi gert sór vonir um að vera framar. Hannes Eyvindsson lek best af þeim félögum og hann varð í 12. - 13. saeti í einstaklingskeppninni en keppendur voru 60 talsins. Hannes lék á 308 höggum, 80 - 77 - 75 - 76, og veröur það að teljast mjög góður árangur Ragnar Ólafsson varð í 16. - 17. sæti á 311 höggum en hann lék á 80 - 76 - 75 - 80. Sigurður Pétursson varð í 20. - 21. sæti á 313 höggum en hann lék á 79 - 82 - 75 - 77. Að sögn Björgúlfs Lúðvíkssonar fyrirliða sveitarinnar var heppnin ekki með sveit GR að þessu sinni. „Þeir voru alveg lánlausir. Það var bókstaflega engin heppni með strákunum. Ég held að það megi segja að Hannes hafi tvívegis verið heppinn alla fjóra dagana og það telst ekki mikið á 72 holum. Sveitin lék mjög vel en heppnin var ekki með þeim. Síðasta daginn fékk Sigurður til dæmis níu sinnum möguleika á að leika á einu höggi undir pari en mistókst alltaf. Púttin hjá okkur voru ekki nógu góð og ég vil kenna því um að við höfum ekki nógu góðar flatir hér á landi til að leika á. Sveitin lék jafn vel, ef ekki betur, en þeir bestu frá teigi og inná flötina en þeim voru mislagðar hendur í púttunum", sagði Björgúlfur. Björgúlfur sagði að íslensku kylf- ingarnir hefðu oftar en ekki verið nær holu í innáhöggum sínum en erlendu keppendurinir en púttin heföu ekki veriö nógu góð. „Er- lendu keppendurnir voru ef til vill fjórum metrum lengra frá holunni en settu niður með einu pútti á meðan okkar strákar voru að tví- og þrípútta." Metin slegin Það náðist mjög góður árangur á þessu sjötta ALOHA - golfmóti. • Hannes Eyvindsson á fyrsta teig f ALOHA - mótinu. Hannes lók á 308 höggum og varð f 12. - 13. sæti f einstaklingskeppninni. Björg- útfur Lúðvíksson fylgist vel með bottanum. • Þeir tóku sig vel út í fötum frá Sævari Karli . Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson, Sigurður Páturs- son og Björgúlfur Lúðvíksson við setningu mótsins en sveitin vakti mikla athygli fyrir glæsilegan klæðnað og prúðmannlega framkomu auk þess að leika gott golf. Fyrir þetta mót hafði besta skor í keppninni verið 605 högg og því ekki óeðlilegt að ætla að íslenska sveitin ætti möguleika á að kom- ast í hóp þriggja efstu sveita. í ár voru hinsvegar fjórar sveitir sem léku betur en gamla metið. Þjóð- verjar unnu þetta mót en þeir léku á 585 höggum. Heilum 20 höggum betur en gamla metið! Frakkar urðu í örðu sæti á 593 höggum, Englendingar í því þriðja á 596 höggum og Wales í fjórða sæti á 599 höggum. Svíar komust einu höggi upp fyrir íslensku sveitina og léku á 614 höggum, GR - sveitin lék á 615 höggurjn og næstir á eftir okkur urðu Belgar á 622 höggum. Það voru fleiri met selgin en mótsmetið því einn kylfingurinn, Andrew Rogers , frá Englandi gerði sér lítið fyrir og lék völlinn á 68 höggum síðasta daginn en það er vallarmet. Eldra metið var einu höggi meira. Þjóðverjar léku mjög vel að þessu sinni og meðalhöggafjöldi þeirra var 73,1 högg sem er einu höggi undir SSS vallarins. Ótrúlega góður árangur. Það var einnig Þjóðverji sem sigraði í einstaklingskeppninni. Jan Wilhelm Schuchmann lék á 294 höggum og það gerðu einnig Francois lllouz frá Frakklandi og Andrew Rogers frá Englandi en Schuchmann telst sigurvegari þar sem hann hefur hæstu forgjöf þeirra þremenninga. GR - sveitin vakti mikla athygli Sveit GR vakti mikla athygli á þessu móti fyrir glæsilegan klæðn- að, prúðmannlega framkomu og góðan árangur í golfinu. „Sveitin vakti mikla athygli á þessu móti. Sem dæmi get ég nefnt að þegar við vorum að koma inn á 9. flötina síðasta daginn kom mótsstjórinn til mfn og sagði að þaö væri maður sem vildi endilega heilsa upp á mig. Þar var þá kom- inn formaður spánska sambands- ins. Hann vildi endilega þakka okkur fyrir gott fordæmi í klæða- burði og framkomu: „Svo getið þið líka leikið golf," sagði hann bros- andi. Einmitt þegar hann sagði þetta sló Sigurður inná flötina, en hann hafði verið heldur stuttur í næsta höggi á undan. Auðvitað fór bolt- inn beint í holuna og þá brosti sá spánski enn breiðar enda undir- strikaði þetta það sem hann hafði verið að segja," sagði Björgúlfur. „Ég held að golfhermirinn í Öskjuhlíðinni hafi hjálpað okkur mjög mikið. Ef við hefðum ekki getað æft þar hefðum við hvergi getað æft fyrir þetta mót. Golf- hermirinn kom sérstaklega í góðar þarfir varðandi inná skotin en þau voru mjög nákvæm hjá strákunum FYRIR skömmu fór fram i Grindavík unglingakeppni í judó milli heimamanna, Keflvikinga og Ármenninga. Keppendur voru alls 34 á aldrinum 7 til 14 ára. Keppt var í 8 þyngdarflokkum og sigr- uðu Ármenningar í fjórum, Grindvíkingar í þremur og Kefl- víkingur sigraði í léttasta flokkn- um. Helstu úrslit í keppninni urðu annars þessi: Undir 26 kg Benedikt Björnsson UMFK Hjörtur Hjartarson UMFK Óskar Guölaugsson UMFG Undlr 29 kg Vlöir Guömundsson UMFG Hilmar Guðmundsson UMFG Júlfus Daníelsson UMFG Davíö Friöriksson UMFG Undlr 34 kg Magnús Sigurðsson UMFG Halidór Magnússon UMFK að þessu sinni. Það voru púttin sem fóru með okkur, ef hægt er að segj að eitthvað hafi farið með okkur því árangurinn er góður," sagði Björgúlfur að lokum. Siguröur Birgisson UMFG Undlr 37 kg HlynurStefánsson Ármanni Jóhann Gunnarsson UMFG Þorsteinn Sigurðsson UMFG Undir 42 kg Haukur Garðarsson Ármanni Ólafur Þorgrimsson Ármanni Jón Guðmundsson UMFG Guömundur Gunnarsson UMFK Undir 47 kg Tryggvi Gunnarsson Ármanni Guömundur Másson UMFG Henning Magnússon UMFK Jón Kristjánsson UMFG Undir 52 ka Jón Björgvinsson Gylfi ísleifsson Ármanni UMFG Heiömundur Jónsson UMFK Davíö Gunnlaugsson UMFK Undir 57 kg Gunnsteinn Jakobsson UMFG Helgi Björgvinsson Ármanni Finnur Júlíusson Ármanni Guðmundur Hannesson UMFK Tómas Gunnarsson UMFG Ungmennafélag Selfoss: Þörf á öðru íþróttahúsi Selfossi. Á RÁÐSTEFNU sem ungmenna- félag Selfoss hólt um starfsemi félagsins f nútíð og framtíð kom fram að mikil þörf er á því að koma upp öðru fþróttahúsi á Sel- fossi til þess að geta sinnt þörfum þeirra sem vilja stunda líkamsrækt. Á ráðstefnunni var fjallað um skipulag félagsins í dag og í framtí- ðinni, íþrótta- og félagslegan árangur, hlutverk félagsins í bæjar- félaginu og samstarf við foreldra. Fram komu hugmyndir um að félagið byggði sjálft nýtt íþrótta- hús. Var bent á dæmi um slíkt á Akranesi þar sem nýtt hús er í byggingu. Varðandi nýtt íþottahús var bent á að könnun á áhuga fyr- ir fimleikum á Selfossi og í ná- grenni sýndi brýna þörf en rúmlega 70 börn og unglingar hafa verið skráð á slíkt námskeið, en iþrótta- hús Gagnfræðaskólans er að fullu nýtt og erfitt að koma starfseminni fyrir. Settar voru fram hugmyndir um nýtt skipulag og aukin áhrif félags- ins með það fyrir augum að nýta betur fjármagn bæjarfélagsins til rekstrar, framkvæmda og stjórn- unar á íþróttavöllum. Einnig um aukið félagslegt starf, annars en því er viðkemur íþróttum og mögu- leika á því að hjá félaginu starfaði íþrótta- og æskulýösfulltrúi. Bent var á nauðsyn þess að all- ir gætu fundið eitthvað við sitt hæfi hjá félaginu og að sveitarfé- lagið fengi félaginu í hendur verkefni sem gætu orðið til fjáröfl- unar. Ákveðið var að stefna að því að vinna upp frekari útfærslu hug- mynda um byggingu íþróttahúss og skipulagsbreytingar og leggja fyrir aðalfund félagsins í byrjun næsta árs. Sig. Jóns. Judó á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.