Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.12.1986, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 1986 B2'^eir Sigrún Eldjárn Nútímaævintýri fyrir káta krakka Dag nokkurn þegar Áki litli bregður sér út í garð hittir hann kostulega geimveru - með tvö höfuð og fjóra fætur - sem segist heita Bétveir. En hvað í ósköpunum er Bétveir að gera á jörðinni? Bækur Sigrúnar Eldjárn njóta mikilla vinsælda meðal yngstu kynslóðarinnar. Heillandi ævintýri með litmyndum á hverri síðu. Verð kr. 788.00 FRAKKASTÍG 6A, 12! REYKjAVÍK, SÍMh 91-25188 KíOÍ Sáli Sigtryggur Jónsson Sálfræðingur svarar ungu fólki 1SSir iSS** Thorbjörn Egner Fólk og rsortingjar I KARDEMOMMUBÆ thorbjörn egner Hvað get ég gert til að bæta fjölskyldulífið heima? Er ekkert athugavert við það að unglingar detti í það um hverja helgi? Eiga unglingar rétt á því að fá getnaðar- varnir? Hvernig get ég öðlast meira sjálfstraust? í bókina geta unglingar sótt fróðleik, hvatn- ingu og góð ráð á því stórkostlega ævi- skeiði sem unglingsárin eru. Kæri Sáli er bók sem unglingum þykir bragð að - og fullorðnir ættu að kynna sér. Verð kr. 988.00 „ÍK.." Charles Dickens Hver kannast ekki við Kasper, Jesper og Jónatan? Nú er hún komin út aftur, sagan um ræn- ingjana þrjá og Soffíu frænku. Bókin kom upphaflega út fyrir aldarfjórðungi og hefur verið ófáanleg um langt skeið. Bókina prýðir mikill fjöldi litmynda sem höfundurinn hefur gert sérstaklega fyrir þessa útgáfu sögunnar. Hulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk þýða söguna. Verð kr. 788.00 DROTTNINGAR DAUÐANS „Mikillar þakkar vert að fá þessa skemmtilegu jólasögu í svo góðri þýð- ingu Örn Ólafsson, DV Sagan um nirfilinn gamla sem hatast við jólin og boðskap þeirra. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans á jólanótt, og þegar hann rís úr rekkju á jóladag lítur hann heiminn öðrum augum en áður. Ein fegursta jólabók ársins - prýdd fjölda teikninga og litmynda. Þorsteinn frá Hamri þýðir söguna. Verð kr. 888.00 l)roU»inS1" ,jíiiið»,,s Yoko Tsuno Myndasögurnar um Yoko Tsuno hafa farið mikla frægðarför um Evrópu. Yoko og vinir hennar hafa komist í samband við íbúa á fjarlægri reikistjörnu. Skyndilega færist harka í leikinn. Ef drottning dauðans nær yfirhöndinni munu skelfilegir atburðir gerast. Verð kr. 487.00 Háskólinn Vm: Tannlækningar hafa verið kennd- ar frá 1945 eftír Þórð Kristíns- son í síðasta pistli var rætt um læknisfræði og verður nú vikið að tannlæknadeildinni eftir efn- inu. Tannlækningar hafa verið kenndar við háskólann frá árinu 1945 er sérstakt nám í þeirri grein var tekið upp við læknadeild sam- kvæmt alþingissamþykkt frá árinu 1941; réð þar úrslitum að mikill skortur var á lærðum tann- læknum, dýrt var að sækja tannlæknanám til útlanda og einnig að nú var landið hemumið og engin leið að komast til ann- arra landa. Sjálfstæð tannlækna- deild var svo sett á stofn árið 1972. Kennslu í tannlækningum má þó rekja allt aftur til læknaskól- ans, fyrirrennara læknadeildar, en sú kennsla var einungis miðuð við almennustu þarfír lækna, að draga úr tennur og fylla upp í holur; t.d. héldu læknanemar í mörg ár opinni stofu þar sem veitt var ókeypis tannlæknishjálp við minni háttar aðgerðir. En tannlæknaskorturinn var orðinn mikill er kom fram á styijaldarár- in síðari og hafði ágerst er kröfur um bætta heilbrigðisþjónustu juk- ust; þannig voru einungis 12 starfandi tannlæknar á Islandi árið 1940 er íbúar landsins töld- ust 121.474. Tannlæknadeildin er fámenn- asta deild háskólans, í deildinni eru nú 69 nemendur, þar af eru 33 á fyrsta námsári, en sjö þeir efstu sem standast próf öðlast innritun á annað námsár. Ræðst þessi takmörkun af því að dýr tækjabúnaður til kennslu í verk- legum greinum leyfir ekki fleiri nemendur, en námið miðast mjög við fasta niðurröðun á tæki þar sem einungis einn nemandi kemst að í senn. Kennarar í fostu starfí eru samtals 17, sumir í hlutastöð- um, en stöðugildin eru rúmlega 12. Nokkur hluti kennslunnar á fyrsta og öðru námsári er á vegum annarra deilda, læknadeildar og raunvísindadeildar. Frá því að tannlæknakennsla hófst við háskólann hafa útskrif- ast þaðan nálægt 160 tannlækn- ar, þannig að mikiil meirihluti tannlækna sem starfandi eru hér- lendis munu hafa hlotið menntun sína við Háskóla íslands; t.a.m. voru 170 tannlæknar á landinu árið 1980, einn fyrir hverja 1.300 íbúa, þar af voru 115 í Reykjavík eða einn fyrir hveija 750 íbúa. Nú munu vera 196 starfandi á landinu og hlutfallið einn á hveija 1.230 íbúa. Skipulagt framhalds- nám verður hins vegar að sækja til annarra landa eins og er raun- in í flestum öðrum deildum háskólans. Árið 1983 fluttist tannlækna- deildin í eigið húsnæði við Vatnsmýrarveg, en fyrstu fimmt- án árin var aðsetur tannlækna- kennslunnar í tveimur kennslu- stofum á efstu hæð í aðalbyggingu háskólans og hin næstu tuttugu og þrjú bjó hún við þröngan kost í kjallara mið- álmu Landspítalans. Verður að telja vel búið að deildinni til fram- búðar í hinu nýja húsnæði við Vatnsmýrarveginn; fastir kennar- ar hafa þar allir sína aðstöðu og „Tannlæknadeild- in er fámennasta deild háskólans, í deildinni eru nú 69 nemendur, þar af eru 33 á fyrsta náms- ári, en sjö þeir efstu sem standast próf öðlast innritun á annað námsár.“ öll kennsla fer þar fram sem ekki er á vegum annarra deilda. Rekin er tannlæknaþjónusta við deildina þar sem nemendur fá verklega þjálfun í tannlækningum undir eftirliti kennara, auk þess sem nokkrar telgur fást af seldri rönt- genþjónustu. Þá hafa kennarar sinnt almennri ráðgjöf um tann- heilsu og verið til ráðgjafar tannlæknum utan deildar og sjúklingum þeirra. Engar rannsóknastofnanir eru í tannlæknadeild, en hugmyndir uppi um tannsmíðaskóla sem rek- inn yrði í húsnæði deildarinnar, röntgenstofu og tannlækninga- stofnun. Kennarar deildarinnar vinna að ýmsum rannsóknarverk- efnum og oft í samvinnu við aðra aðilja, t.d. röntgendeild Landspít- ala, Hjartavemd, aðra tannlækna og erlenda háskóla. Gögnum er stöðugt safnað um ástandið í tannheilsu íslendinga og verkefn- in sem nú er unnið að em m.a. rannsóknir vegna beineyðingar kjálkabeina hjá tannlausu fólki, rannsóknir á munnheilsu og breytingum á munnheilsu tiltek- inna aldurshópa, rannsóknir á gæðum krónu- og brúarmáta, rannsóknir á örvemm í munni til að grafast fyrir um ástæður tann- skemmda, rannsóknir á bein- prófflum andlits- og höfuðbeina til að gera staðal til viðmiðunar við meðferð tannskekkju, rann- sóknir á sambandi örvera í munni og hjartaþelsbólgu, sveppum í munni, sambandi höfuðverkja og álagsmeina í kjálkaliðum o.fl. I næsta pistli verður vikið að námsgreinum læknadeildar öðr- um en læknisfræði, þ.e. lyfja- fræði, hjúkmnarfræði og sjúkraþjálfun. Höfundur er prófstjári við Háskóla íslands 8 ui
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.